Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Page 82

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Page 82
82 Áramótablað 29. desember 2017 Unglingar ákærðir fyrir morð Fjórir unglingar í Ohio í Bandaríkjunum, einn 13 ára og þrír 14 ára, hafa ver- ið ákærðir fyrir morð eftir heimskupör á brú í borginni Toledo. Piltarnir vörp- uðu þungum sandpoka af brúnni með þeim afleiðing- um að hann lenti á fram- rúðu bifreiðar sem ekið var undir brúna. Farþegi í bifreiðinni, hinn 22 ára Marquise Byrd, lést af völd- um höfuðáverka sem hann hlaut. Piltarnir eiga þunga fangelsisdóma yfir höfði sér verði þeir fundnir sekir. Amman verður ekki tekin af lífi Áströlsk kona, Maria Elvira Pinto Exposto, hefur verið sýknuð af ákæru um að hafa flutt eiturlyf til Malasíu. Hver sem gerist sekur um fíkni- efnainnflutning til Malasíu fær sjálfkrafa dauðarefsingu og því má segja að Maria hafi sloppið vel. Hún var ákærð fyrir að flytja 1,1 kíló af metam- fetamíni til landsins árið 2014 en dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Maria hefði ekki vitað að fíkni- efnin væru falin í farangri hennar. Þrír Ástralar hafa hlotið dauðadóm og verið teknir af lífi í Malasíu fyr- ir fíkniefnasmygl; Michael McAuliffe árið 1993 og Kevin Barlow og Brian Chambers árið 1986. 7 karla myrti raðmorðinginn Aileen Wuornos á árunum 1989 og 1990. Wuornos var einn fyrsti kvenkyns fjöldamorðingi Bandaríkjanna. Wu-ornos starfaði sem vændiskona og bar við sjálfsvörn; sagði að mennirnir hefðu nauðgað henni eða reynt að nauðga henni. Wuornos var tekin af lífi árið 2002. Myndin Monster með Charlize Theron var byggð á sögu Wuornos. Paris var þrettán ára þegar hann lagði til systur sinnar með hníf Þ að er erfitt að gera sér í hugarlund hvað fór í gegn- um huga Charity Lee, ein- stæðrar móður tveggja barna, þegar lögregla hringdi í hana þann 5. febrúar árið 2007. Charity hafði skilið börn sín tvö, soninn Paris Bennett, 13 ára, og dótturina Ellu, 4 ára, eftir hjá barn- fóstrunni meðan hún reyndi að sjá börnum sínum – og sjálfri sér – far- borða með vinnu sem gengilbeina á skyndibitastaðnum Buffalo Wild Wings í bænum Abilene í Texas. Í haldi lögreglu Það kom Charity í opna skjöldu, vitandi að börn hennar væru í ör- uggum höndum, þegar lögregla hringdi í hana skömmu eftir mið- nætti þetta örlagaríka kvöld. Lög- reglumaður sagði henni að dótt- ir hennar væri slösuð og brást Charity við með því að óska eft- ir að fá að hitta hana. Lögreglu- maðurinn tjáði henni að það væri ekki hægt, dóttir hennar væri látin. Og þegar Charity spurði lögreglu- manninn hvort sonur hennar væri heill heilsu, svaraði hann stutt og skorinort á þá leið að hann væri í haldi lögreglu. „Þá hætti ég að skilja þetta,“ segir Charity í heimildarmyndinni The Family I Had sem nýlega var sýnd á Investigation Discovery í Bandaríkjunum. Hið óhugs- andi hafði gerst; þrettán ára son- ur Charity hafði lagt til litlu systur sinnar með hníf og veitt henni banvæna áverka. Bráðgáfaður piltur Sonurinn Paris var ekki beint vandræðagemlingur þó hann hafi þótt um margt sérstakur piltur. Hann þótti bráðgáfaður piltur sem átti mjög auðvelt með að læra. Fyrr um kvöldið hafði hann sannfært barnapíuna um að hún gæti farið heim, hann gæti vel hugsað um sig og litlu systur sína enda kominn á táningsaldur. Síðar um kvöldið náði hann í hníf og lagði til systur sinnar með hníf þar sem hún lá sofandi í rúminu sínu. Að því loknu hringdi hann í vin sinn áður en hann hafði sjálfur samband við neyðarlínuna og tilkynnti morðið. Langaði til að drepa En hvað varð til þess að þessi ungi drengur ákvað að fremja svo skelfilegan glæp? Paris sagði í fyrstu við yfirheyrslur hjá lögreglu að hann hefði séð ofsjónir, systir hans hefði breyst í einhvers konar djöful og því hafi hann gripið hníf- inn í sjálfsvörn. Síðar viðurkenndi hann að það væri lygi, hann hefði einfaldlega vaknað þennan dag og langað til að drepa einhvern. Ætlun hans hafi verið að drepa systur sína, bíða svo eftir að móð- ir hans kæmi heim og drepa hana. Áætlanir hans hefðu farið út um þúfur vegna þess að það var erf- iðara en hann hélt að drepa systur sína. Auk þess myndi móðir hans aðeins þjást í 10 til 15 mínútur ef hann myndi stinga hana, en hún myndi þjást alla ævi ef hann myndi þyrma henni, vitandi það að Ella væri látin. Vildi hefna sín á móður sinni Í heimildarmyndinni kemur fram að Paris hafi viljað hefna sín á móður sinni. Sjálf hafði Charity ekki átt sjö dagana sæla á sín- um yngri árum. Hún ánetjaðist heróíni ung en kom sér á beinu brautina áður en hún eignaðist Paris. Tólf árum síðar, skömmu fyrir voðaverkið, féll hún og fór að neyta eiturlyfja á nýjan leik. Paris var móður sinni reið- ur af þessum sökum og sagði að hún hefði valið eiturlyfin fram yfir börnin. Í myndinni er þó ákveðnu ljósi varpað á hugarheim piltsins sem greindur var með siðblindu á háu stigi. Hann viðurkenndi að hafa glímt við svart- ar hugsanir um morð og ofbeldi frá átta ára aldri en útrásina fékk hann með því að teikna ofbeldisfull- ar myndir. 40 ára fangelsi Paris var ákærð- ur og dæmdur fyrir morðið á systur sinni og var niðurstað- an 40 ára fangelsi fyrir þenn- an barnunga morðingja. Hann er 24 ára í dag og getur sótt um reynslulausn eft- ir tíu ár, árið 2027. „Ég hef fyrirgef- ið honum en ef hann myndi ganga laus væri ég hrædd við hann,“ segir hún í myndinni og bætir við að það veiti henni ákveðna hugarró að vita af hon- um í fangelsi. Sjálfur segir Paris í myndinni að hann glími ekki við geðræn vandamál; hann hafi ákveðið að fremja þennan glæp og hann taki fulla ábyrgð á gjörðum sínum. Þrátt fyrir allt sem á und- an er gengið heimsækir Charity son sinn reglulega. Hún eignað- ist dóttur árið 2012 en kemur ekki með hana í fangelsið. Lög í Texas banna Paris að fá heimsókn- ir frá einstaklingum undir átján ára. Ástæðan er sú að hann var dæmdur fyrir að drepa barn. Charity ætlar að halda áfram að heimsækja son sinn í fangelsið. „Ég ætla ekki að vera móðir sem yfirgefur barn sitt.“n Systkinin Paris með systur sinni, Ellu, nokkru áður en ósköpin dundu yfir. Með dóttur sinni Charity eignaðist dóttur árið 2012. Lítill snáði Charity með Paris þegar hann var nýfæddur. Sakamál Vaknaði einn daginn og langaði að drepa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.