Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Qupperneq 88

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Qupperneq 88
88 fólk Áramótablað 29. desember 2017 É g er á Facebook, þess vegna er ég til.“ Hefði franski heimspekingurinn og stærðfræðingurinn René Descartes verið uppi á okkar tím- um er mögulegt að hann hefði látið þessa setningu frá sér fara. Til fróðleiks var Descartes kunn- astur fyrir róttækan efa og þaðan á hans frægasta setning rætur sínar: „Ég hugsa, þess vegna er ég til.“ Fjölmiðlar birta á hverju ári fréttir um fólk sem hefur fallið frá á árinu. Það sem ekki hefur verið fjallað um áður eru þeir sem hafa fallið frá á Facebook. Þá er átt við þá sem hafa ákveðið að loka Face- book-síðum sínum. Í litlu samfé- lagi eins og Íslandi þar sem nánast öll þjóðin er á Facebook þykja það tíðindi þegar fólk lokar síðu sinni. Það jafnvel syrgir viðkomandi eins og í tilfelli Brynjars Níelsson- ar þingmanns. Sumir fögnuðu dauða hans á Facebook á meðan stærri hópur sá eftir þingmann- inum sem var iðinn og oft fjör- ugur á Facebook. Aðdáendum til huggunar eru talsverðar líkur á að Brynjar muni einn daginn rísa upp frá dauðum. „Ég er á Face- book, þess vegna er ég til.“ n Þau hættu á á árinu Jónína Benediktsdóttir „Hæ hæ ekkert drama í gangi hér eða „persónu- árásir“, þessi fjölmiðill minn er bara einfaldlega „gjaldþrota“ því eig- andinn fjárfesti um of“. Þetta sagði Jónína Ben sem ákvað að loka nú- verandi Facebook-síðu sinni. Ástæðuna sagði hún vera að hún hafi skrifað „tóma dellu“ und- ir áhrifum áfengis á síð- una og baðst hún afsökun- ar á því. Brynjar Níelsson Þingmaður Sjálfstæðisflokksins ákvað af heilsufarsástæðum að hætta á Facebook. Brynjar sagði samskipti á samfélagsmiðlinum vandmeðfarin. Kímnigáfa og skop- skyn fólks mismunandi og sumir beri lítið skynbragð á kaldhæðni. „Viðbrögðin geta því verið ansi harkaleg og jafnvel ógeðfelld. Einn góður vinur minn sagði að ég gæti lagað það að mestu með því að læra að nota alla þessa bros- og skeifukarla sem í boði eru.“ Hermann Stefánsson Rithöfundurinn og ólíkindatólið hætti á Facebook á árinu. Hann hætti einnig um stund í Rithöf- undasambandinu en gekk svo í það aftur. Hann hefur hins vegar ekki látið sjá sig á ný á Facebook. Ragnar Bragason Ragnar er einn besti leikstjóri landsins. Hann ákvað að hætta á Facebook fyrir skömmu til að fá frið yfir jólin. „Nei ég hætti mjög tímabund- ið núna bara í aðdraganda jól- anna. Það gerðist bara í fyrradag. Hvað eruði að njósna? Það er bara mjög tímabundið hjá mér. Engar stórar ástæður á bak við það heldur en bara að fá frið í aðdraganda jól- anna.“ Jón Örn Arnarson Bestu ljóðin skora lágt í „like“ mæl- ingum sagði ljóðskáldið Jón Örn Loðmfjörð, eða Lommi eins og hann er oft kallaður, í viðtali við DV. Facebook-síða Lomma er lokuð og því litlar líkur á „like“ fyrir Lomma. Tómas Møller Tómas Møller sem dæmdur var fyrir að myrða Birnu Brjáns- dóttur lét loka Facebook-síðu sinni á meðan hann var í varðhaldi. Líklega hefur hann óskað eftir því við lögmann sinn eða komið skilaboðum áleiðis til ættingja um að loka Facebook-síð- unni. Guðmundur Kjartansson Guðmundur Kjartansson varð Íslandsmeistari í skák. Hann hvarf af samfélagsmiðlinum og var sárt saknað af skák- áhugamönnum. Hann hætti til þess að öðlast meiri ró í lífi sínu og ná þar með betri árangri í skák. Það hefur ekki gengið eftir. Jökull í Kaleo Jökull Júlíusson er besti söngvari landsins og þenur raddböndin fyrir eina vinsæl- ustu hljómsveit heims, Kaleo. Hann hvarf af Facebook í ár. Hann er hins vegar virkur á Instagram þar sem hann birtir oft myndir af sér berum að ofan. Robert Downey Robert Downey, sem dæmdur var fyrir barnaníð og fékk síðar uppreist æru, lokaði Facebook-síðu sinni þegar fjölmiðlar greindu frá máli hans. Samkvæmt heimildum DV opnaði hann aðra undir öðru nafni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.