Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Page 92

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Page 92
92 fólk Áramótablað 29. desember 2017 Svarið er já Þau gengu í hjónaband á árinu 2017 Það er fátt yndislegra en þegar tveir einstaklingar játa ást sína fyrir hvor öðrum, vinum og vandamönnum. Á árinu 2017 gengu fjölmörg pör upp að altarinu, hvort sem var í kirkju eða undir berum himni og játuðu ást sína frammi fyrir guði og mönnum. Hér eru nokkrir þekktir einstaklingar sem settu upp hringa á árinu. ragna@dv.is Kristbjörg Jónasdóttir og Aron Einar Gunnarsson Brúðkaup ársins er 17. júní brúðkaup Krist- bjargar Jónasdóttur, afrekskonu í fitness og einkaþjálfara, og Arons Einars Gunnarssonar, fyrirliða íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og leikmanns Cardiff í Hallgrímskirkju. Þau eiga einn son. Valdimar Víðisson og Sigurborg Geirdal Valdimar Víðisson, skólastjóri í Öldutúnsskóla, og Sigurborg Geirdal kennari giftu sig 10. júní. Valdimar hefur frá barnsaldri verið einlægur aðdáandi þjóðargerseminnar Ragnars Bjarnasonar, sem að sjálfsögðu tróð upp í veislunni, brúðhjónum og gestum til mikillar gleði. Kristín Tómasdóttir og Guðlaugur Aðalsteinsson Kristín Tómasdóttir rithöfundur og Guð- laugur Aðalsteinsson, auglýsingamógull í Brandenburg, héldu glæsilegt sveitabrúð- kaup í Borgarfirði 1. júlí. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Hjalti Sigvaldason Mogensen Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Hjalti Sigvaldason Mogensen lögmaður giftu sig 19. ágúst í Akraneskirkju. Þau eiga tvö börn. Hafdís Björk Jónsdóttir og Jón Jónsson Jón Jónsson söngvari og Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir giftu sig í Dómkirkj- unni 1. júlí. Það var vinur Jóns, uppistandarinn Björn Bragi Arnarsson, sem kynnti þau á sínum tíma og því vel við hæfi að hann væri veislustjóri í brúðkaupsveisl- unni. Hjónin eiga tvö börn. Oliver Luckett og Scott Guinn Íslandsvinirnir Oliver Luckett og Scott Guinn giftu sig 17. júní í Grímsnesi og gaf Hilmar Örn Hilmarsson þá saman. Hjónin hafa heillast af landi og þjóð og einu fallegasta einbýlishúsi landsins, Kjarvalshúsinu á Seltjarnarnesi, sem þeir búa í. Geir Ólafsson og Adriana Patricia Sánchez Krieger Geir Ólafsson söngvari og Adriana Patricia Sánchez Krieger markaðsfræðingur giftu sig 20. ágúst í Bústaðakirkju. Þau eiga eina dóttur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.