Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Qupperneq 96

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Qupperneq 96
96 menning - SJÓNVARP Áramótablað 29. desember 2017 Gerð meistaraverks P lan 9 From Outer Space, Popeye, Showgirls og Isht- ar eru meðal verstu kvik- mynda sögunnar. Svo lé- legar að þær hafa fengið költ-fylgi sem þær eiga tæplegast skilið. Ein mynd slær þeim þó öllum við og það er The Room frá árinu 2003. The Disaster Artist fjallar um gerð þessarar lélegustu kvikmynd- ar sögunnar sem jafnframt hef- ur vakið svo margar spurningar í gegnum tíðina. Hjúpaður dulúð The Room er langþekktasta af- urð kvikmyndagerðarmanns- ins Tommy Wiseau. Enginn veit hvaðan þessi maður kom, hversu gamall hann er eða hvernig hann gat fjármagnað þetta verkefni. Hann sagðist vera frá New Or- leans en hreimur hans gefur sterklega til kynna að hann sé frá einhverju landi austan við járn- tjald. Hann sagðist vera á þrí- tugsaldri þegar hann leikstýrði The Room árið 2013 en senni- lega var hann á fimmtugsaldri. Kvikmyndin kostaði sex milljónir dollara (um 630 milljónir króna) í framleiðslu og hann virtist hafa dregið þá summu upp úr hatti eins og kanínu. The Disaster Artist er gerð eft- ir bók sem Greg Sestero, sam- starfsmaður Wiseau, skrifaði ásamt blaðamanninum Tom Bissell árið 2013 um gerð The Room. Grínistinn Seth Rogen keypti réttinn af bókinni og gerði myndina í samstarfi við félaga sinn, James Franco, sem leik- stýrir og leikur Wiseau, og bróð- ur hans Dave Franco sem leikur Sestero. Í myndinni fylgjumst við með fyrstu kynnum Wiseau og Sestero í leiklistarskóla í San Francisco, hversu vel þeir ná saman en einnig hversu litla möguleika þeir áttu á að ná frama á sviði leiklistarinnar á hefðbundinn hátt. Þá ákveður Wiseau að fram- leiða sína eigin mynd og Sestero fær þar lykilhlutverk. Sofandi að feigðarósi Allt virðist ætla að ganga eðlilega þangað til tökur hófust. Þá kom glögglega í ljós hversu gjörsam- lega óhæfur leikari, leikstjóri og framleiðandi Wiseau var. Sestero hefði mátt vita þetta fyrirfram þar sem Wiseau talaði og hegðaði sér á nokkuð einfeldningslegan hátt. En þegar tækifærið til að leika í stórri framleiðslu eins og Wiseau gat boðið upp á gat hann ekki sagt nei. Persóna Wiseau er í raun allt í öllu í The Disaster Artist og James Franco leikur hann með stakri prýði. Þessi persóna er reyndar svo skrítin og ýkt að óvíst er hvort hægt sé að leika hana illa. Hann er hégómafullur, húmorslaus og veruleikafirrtur en þó augljós- lega vænsta skinn. Nema undir álagi, þá hagar hann sér eins og einræðisherra. Myndin er nokkuð lengi að fara í gang en þegar kemur að tökunum sjálfum vaknar hún til lífs og Franco fer að skína. Fram- leiðslan leysist upp í hálfgerðan farsa og enginn virðist vita út á hvað hún gengur. Sérstaklega þar sem Wiseu breytir sífellt hand- ritinu. Erfiðlega gengur að ná al- mennilegum tökum á honum og undir lokin virðist tökuliðinu vera nokkuð sama. Fæstir gera sér þó grein fyrir hvers konar lestarslys lokaafurðin verður. Niðurstaða Rogen og Franco eru augljóslega að gera grín að hinum misheppn- aða kvikmyndagerðarmanni en þó ekki á ósmekklegan hátt. Þeir eru augljóslega innst inni heillað- ir af The Room, sögunni bak við hana og hvernig hún náði viðlíka költ-fylgi. Tommy Wiseau er líka löngu búinn að sætta sig við hlut- skipti sitt í kvikmyndaheiminum og The Room er enn sýnd á mið- nætursýningum fyrir fullu húsi drukkinna gesta. Vandamálið við The Disaster Artist er að hún bæt- ir litlu við söguna. Það er einfald- lega miklu skemmtilegra og meira fræðandi að sjá frumafurðina og heyra meistarann öskra: „Lisa, you´re tearing me apart!“ n Dave og James Franco Við tökur á myndinni alræmdu. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Kvikmyndir The Disaster Artist Leikstjóri: James Franco Leikarar: James Franco, Dave Franco og Ari Graynor T ímaritið Variety birti á dögunum spá sína um það hvaða myndir munu hljóta náð fyrir augum Óskarsverðlaunaakademíunn- ar. Tilnefningar verða opinberað- ar þann 23. janúar en sjálf Ósk- arsverðlaunahátíðin, sú nítugasta í röðinni, verður haldin 4. mars næstkomandi. Eins og venja er beinast augu flestra að því hvaða myndir verða tilnefndar sem besta myndin. Að mati Variety koma eftirtaldar myndir helst til greina: Dunkirk í leikstjórn Christopher Nolan, Call Me by Your Name í leikstjórn Luca Guadagnino, The Florida Project í leikstjórn Sean Baker, Get Out í leikstjórn Jordan Peele, Lady Bird í leikstjórn Gretu Gerwig, The Post í leikstjórn Stephen Spiel- berg, The Shape of Water í leik- stjórn Guillerme del Toro og Three Billboards Outside Ebb- ing, Missouri í leikstjórn Martins McDonagh. Veðbankar virðast flestir vera á því að að annaðhvort Dunkirk eða Three Billboards Outside Ebbing, Missouri hljóti verð- launin á næsta ári. Síðarnefnda myndin virðist hafa örlítið forskot ef marka má þá veðbanka sem blaðamaður skoðaði í vikunni. Samkvæmt Variety munu nokkuð kunnuglegir leikar- ar berjast um tilnefningar sem besti leikarinn. Hér má til dæm- is nefna Denzel Washington fyr- ir myndina Roman J. Israel Esq, Daniel Day-Lawis fyrir Phanton Thread, Gary Oldman fyrir Dar- kest Hour og James Franco fyrir The Disaster Artist. Hjá konun- um má nefna Margot Robbie fyr- ir I, Tonya, Meryl Streep fyrir The Post og Frances McDormant fyrir Three Billboards Outside Ebbing, Missouri. n Spáð velgengni Frances McDorm- and fer með aðalhlutverkið í myndinni Three Billboards Outside Ebbing, Missouri. Myndirnar sem berjast um Óskarinn Tímaritið Variety birtir spá sína nýtt og gott Black Mirror, fjórða þáttaröð Fjórða þáttaröðin af þessum frábæru bresku vísindaskáldsöguþáttum fer í loftið 29. desember. Fyrir þá sem ekki þekkja til er hver þáttur sjálfstæður í anda The Twilight Zone og gerast iðu- lega í framtíðinni eða annarri vídd og eru ádeila á nútímasamfélag og samband mannfólks við tækninýjungar. Dope Heimildarþættir sem fjalla um heim eiturlyf- ja eins og hann er í dag. Fíkniefnamarkaður- inn er skoðaður frá öllum sjónarhornum, allt frá heimi fíkilsins, salans og lögreglunnar. Big Mouth Teiknimyndaþættir sem minna örlítið á South Park, Family Guy og slíkt efni. Þættirnir fjalla um hóp táninga sem þurfa að glíma við hormóna, kynþroska og öllu sem því fylgir. Rotten (Frumsýnt í janúar 2018) Matur er skoðaður á sama hátt og morðmál í þáttunum Rotten. Farið er ofan í saumana á matarframleiðslu í Bandaríkjunum, spillingarmál, matarsóun og hættan sem getur leynst í unnum matvælum. Einblínt verður á eina staka vöru í hverjum þætti, til að mynda hunang, hvítlauk og kjúkling. La Mante Franskir spennuþættir sem fjalla um leit lögreglunnar í París að raðmorðingja. Lögreglan leitar til Jeanne Deber, annars raðmorðingja sem er í haldi. Deber, eða Le Mante, er leikin af Carole Bouquet sem Bond-aðdáendur kannast við úr myndinni For Your Eyes Only. Trollhunters Teiknimyndaþættir úr smiðju Guillermo del Toro og Dreamworks. Þættirnir, sem ætlaðir eru börnum á öllum aldri, fjalla um ungan dreng sem kynnist samfélagi trölla sem býr í bænum Arcadia án vitundar okkar mannfólksins. Meðal þeirra sem ljá raddir sínar í þáttunum eru Kelsey Grammer úr Frasier og Anton Yelchin heitinn sem var búinn að taka upp fyrstu tvær þáttaraðirnar áður en hann lést.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.