Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Síða 99

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Síða 99
fólk 99Áramótablað 29. desember 2017 heilbrigða fjölskyldu þar sem öllum líður vel. Ég er ríkur maður eins og áður sagði, á þrjá dásamlega drengi af fjór- um á lífi og átta gullfalleg barnabörn og dásamlega konu. Það versta sem kom fyrir mig persónulega var að þurfa að verða vitni að því að sjávarútvegsfyrirtækið HB Grandi skyldi hætta starfsemi hér á Akranesi eftir hundrað ára starfsemi hér og skilja landverkafólk eftir í átthagafjötrum og sveitarfélagið í sárum. Hvað varðar mitt persónulega líf þá voru það „mikil“ von- brigði að hafa ekki náð að vinna annan flokkinn í meistara- móti golfklúbbsins Leynis á Akranesi en ég lenti í öðru sæti og stefni klárlega á að vinna flokkinn næsta sumar. Reynir Traustason, fjölmiðlamaður og fyrrverandi ritstjóri DV Þakklæti fyrir skilvirkt heilbrigðiskerfi Versta upplifun ársins var þegar yngsta barnabarnið mitt, Bríet Emma Branolte, fékk skyndilega krampa og missti meðvitund. Þetta gerðist heima hjá okkur hjónum þar sem Bríet og foreldrar hennar búa tímabundið. Þegar stúlk- an, sem er eins árs, fékk krampann var umsvifalaust hringt í 112. Eftir þrjár mínútur var sjúkrabíll kominn á staðinn. Barnið fékk strax viðeigandi meðferð og komst til meðvit- undar. En á leiðinni á spítalann komst hún aftur í sama ástand og var allt sett í gang til að bjarga litlu barni. Allt fór vel að lokum. Bríet Emma sneri heim af spítalanum eftir sólarhringsdvöl og ítarlegar rannsóknir. Líklegt er að þetta hafi verið hitakrampi. En eftir situr léttir og þakklæti fyrir heilbrigðiskerfi sem er svo skilvirkt. Besta stund ársins var á Úlfarfsfelli þegar ég gekk í þús- undasta sinn á fjallið. Ferðafélag Íslands taldi tilvalið að halda vorhátíð á fjallinu í tilefni af 90 ára afmæli sínu og þús- undustu tímamótunum. Úlfarsfell 1000 varð að veruleika. Stuðmenn, Raggi Bjarna, Bjartmar Guðlaugsson, Valdimar, Haukurinn og kór Skrefanna lögðu sitt af mörkum til að gera viðburðinn að sannkölluðu ævintýri. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar mætti á svæðið með Ragga innanborðs. Markmiðið var að ná 1.000 manns á fjallið en yfir 2.000 komu á hátíðina. Þetta var ein magnaðasta stund ársins af mörgum góðum. Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu Erfið og súrrealísk reynsla Versta reynslan á árinu voru eftirmál viðtals okkar Sindra Sindrasonar um grasrótarráðstefnuna Truflandi tilvist í mars. Hatrið og fordómarnir sem tröllriðu samfélaginu í alveg heila viku á eftir voru gífurlegir og þetta var bæði erf- ið og súrrealísk reynsla. En á sama tíma var þetta besta og verðmætasta reynslan á árinu. Ég eignaðist nýja og dýr- mæta vini og fékk góða áminningu um hvað ég á góða að. Hugtökin „forréttindi“ og „fitufordómar“ voru nærri óþekkt fram að þessu en allt í einu voru þau á allra vörum. Það má því segja að þetta hafi verið öflugasta vitundarvakning lík- amsvirðingarbaráttunnar hingað til. Ágústa Eva Erlendsdóttir leikari Best að eignast barn Besta á árinu hjá mér í persónulega lífinu á árinu var að sjálfsögðu að eignast mitt annað barn. Gott að enda annars frábært ár á því. Hún kom í nóvember og þessar sex vikur sem hún hefur verið með mér get ég ekki annað séð en að hún sé alger snillingur eins og stóri bróðir hennar. Margrét Friðriksdóttir frumkvöðlafræðingur Vont að hryggbrotna Það besta á árinu sem ég hef upplifað er án efa samtökin sem ég stofnaði Náunginn – Hjálparsamtök fyrir heimilis- lausa og fátæka, en við höfum fengið góðar móttökur. Það gleður okkur mikið að sjá að það er loksins komin hreyfing á málefni heimilislausra og borgin hefur lofað því að allir verði komnir í öruggt skjól fyrir jólin. Við í stjórn Náungans höfum náð að tala þá til sem neit- uðu að fara í Víðinesið í upphafi og eru þeir komnir þang- að núna og eru sáttir við þetta tímabundna úrræði sem er byrjunarstig á varanlegu úrræði og fá að hafa gæludýrin með sér sem er þeirra hjartans mál. Við munum svo halda áfram að fylgja málunum eftir þangað til allir hafa fengið varanlega lausn á sínum aðstæðum. Það versta sem kom fyrir mig persónulega á árinu var hestaslysið sem varð til þess að ég hryggbrotnaði. Ég er í endurhæfingu í dag vegna þess hjá sjúkraþjálfara og mun verða næsta árið. Sema Erla Serdar, formaður Solaris Baráttunni er ekki lokið Árið 2017 hefur verið ansi viðburðaríkt hjá mér en það sem stendur upp úr sem það besta á árinu, fyrir utan góða heilsu, fjölskylduna, voffana og vini, er stofnun Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi í janúar 2017 og sá mikli árangur sem við höfum á þessum stutta tíma náð í að bæta stöðu og réttindi fólks á flótta sem er hér á landi og býr við margvíslega neyð, skert réttindi og þjónustu og jafnvel mannréttindabrot. Án góðs stuðnings almennings hefði fátt af því sem við höfum gert orðið að veruleika. Baráttunni er þó langt í frá lokið og mun halda áfram á nýju ári. Það sem stendur upp úr sem hið versta á árinu, fyrir utan persónulega sorg, missi og aðra erfiðleika, eru enda- lausar persónuárásir, jafnt á mig sem og fjölskyldu mína, ítrekað netníð og annað áreiti, fordómar, hatursorðræða og hótanir, stundum morðhótanir, sem því miður fylgir því að ég berjist fyrir bættum kjörum og réttindum fyrir fólk á flótta. Það er fyrst og fremst vegna uppruna míns, en það, ásamt fjölmörgum öðrum dæmum sem til eru, segir okkur að fordómar, öfgar og útlendingaandúð er vaxandi vanda- mál í íslensku samfélagi. Það er mikilvægt að við bregðu- mst öll við því og látum slíkt ofbeldi aldrei viðgangast. Ég skipulagði í haust, fyrir hönd Æskulýðsvettvangsins, metnaðarfulla og mikilvæga ráðstefnu um hatursorðræðu í íslensku samfélagi. Um var að ræða fyrstu stóru ráðstefn- una sem haldin hefur verið hér á landi um þetta hættulega samfélagsmein og segja má að hún standi einnig upp úr sem eitt af því besta á árinu. Hið sama má segja um ver- kefnið hans Georg Leite, New Faces of Iceland, sem mér hlotnaðist sá mikli heiður að taka þátt í. Um er að ræða hrikalega flotta ljósmyndabók með mörgu flottu fólki sem á það sameiginlegt að vera af íslenskum sem og öðrum uppruna. Verkefni eins og þessi eru til þess fallin að vinna gegn fordómum og útlendingaandúð og ég vil sjá meira af slíku á nýju ári. Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Erfitt að horfa upp á þöggun og meðvirkni Ég er að læra verkefnastjórnun í HR samhliða vinnunni minni. Á vorönn þetta árið var námskeið sem snerist um að framkvæma raunverulegt verkefni í þágu samfélagsmál- efna. Minn hópur vann með samtökunum Hugarafli að því að koma upp hlaðvarpi um geðheilbrigðismál. Það komst í gang í samvinnu við Kjarnann, þættirnir heita Klikkið. Það er alltaf gaman að sjá hugmyndir verða að veruleika og þetta er auðvitað málefni sem ég brenn fyrir persónulega. Þegar ég velti þessari spurningu fyrir mér tók ég eftir því hvað vondir hlutir virðast sitja stutt í mér þessa dagana, sem er nú bara gott mál. Ég get samt nefnt að það tók á mig persónulega að horfa upp á augljósa þöggun og meðvirkni með gerendum í tengslum við baráttu þolenda við að fá svör um svokallaða uppreist æru. Ég fann til með þeim þegar þær lýstu þjáningunum sem viðmót kerfisins olli þeim. Við eigum langt í land sem samfélag þegar kemur að skilningi á þessum reynsluheimi – og svo breyttist ekkert í rauninni með nýrri ríkisstjórn. Bergur Þór Ingólfsson leikari Kona grét í fangi Bergs á Austurvelli Það besta sem gerðist árið 2017 er #höfumhátt. Við eign- uðumst nýja vini sem verða órjúfanlegur hluti af lífi okk- ar til frambúðar. Fólk steig fram sem hafði áður setið inni með sögur sínar af brotum sem það hafði orðið fyr- ir. Stúlkan sem faðmaði okkur fyrir utan Hlemm á Menn- ingarnótt. Konan sem grét í fanginu á mér á Austurvelli. Skeytin, stuðningurinn og sögurnar. Kerfið sem sagði okkur að þegja þurfti að gjöra svo vel að hlusta og bregðast við. Þagnarmúr var rofinn. Það versta við árið 2017 var leyndar- og valdhyggjan. Þolendum kynferðisbrota var sagt að þegja og fara með bænirnar sínar. Fulltrúar stjórnmálaflokka gengu af fund- um til að koma í veg fyrir að mál yrðu upplýst og gáfu í skyn að fólk sem var að leita svara við einhverju óskiljanlegu væri að beita ofbeldi. Æðstu ráðamenn reyndu að halda almenningi óupplýstum með því að svæfa umræðuna eða fela sig á bak við lög sem stóðust ekki. Tregðan og ógagnsæið. Ástin á úr sér gengnu kerfi. Ekki tókst að koma á lögum sem eiga að hindra að barnaníðingar gegni lög- mannsstörfum. Myrkur og ljós í lífi þekktra Íslendinga á árinu n Sorg og gleði n Trúa á ástina n Perrar n Barneignir n Ást á ónýtu kerfi n Verður amma n Óvirðing við hinn látna n Erfitt að ná ekki að kveðja vinkonu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.