Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Síða 100

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Síða 100
100 fólk Áramótablað 29. desember 2017 Edda Björgvinsdóttir leikkona Hrakin út af eigin heimili Það langbesta við árið 2017 var að ég eignaðist aftur heim- ili eftir mikið flakk á milli staða mánuðum saman. Þær voru líka ævintýri líkastar viðtökurnar sem kvikmyndin Undir tré- nu og ég fengum eftir frumsýningu og umsagnir erlendra og innlendra gagnrýnanda voru hreint út sagt ótrúlegar! Ferðin til Feneyja á kvikmyndahátíðina frægu var eins og að detta inn í ævintýramynd frá Hollywood (sem við fengum reynd- ar að heimsækja síðar á árinu til að kynna myndina). Einnig var sérlega skemmtilegt að byrja aftur að vinna í Þjóðleik- húsinu eftir nokkurt hlé og sumarið færði mér ást og dásam- legar samverustundir með börnunum mínum, fjölskyldum þeirra og ómetanlegum vinum. Ég er lukkunnar pamfíll! Það versta við árið 2017 var að vera hrakin út af mínu gamla heimili af sveppum, pöddum, raka og fáeinum leiðindaskjóðum! Það var líka fremur ónotalegt að þurfa nokkrum sinnum að rifja upp sannindin: „Hurt people, hurt people“ eða lauslega snarað: „meitt fólk, meiðir fólk“. Vinir sorterast þegar þú nýtur velgengni. Þá tínast burt þeir sem eiga erfitt með að samgleðjast og þurfa jafnvel að meiða, iðu- lega af fyrrgreindri ástæðu, sem sagt þeir hafa verið meiddir af öðrum. Það er auðveldara að rétta fram hjálparhönd þegar einhver á bágt, en að hampa vinum þegar sólin skín á þá. Ég er óendanlega þakklát fyrir hvatninguna og stuðn- inginn frá stórum hluta hluta landa minna á árinu, en sé að sama skapi eftir þeim vinum sem hafa horfið úr lífi mínu. Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu og meistaranemi í viðskiptalögfræði Aðför íslenskra stjórn- valda að Útvarpi Sögu Það sem var best hjá mér persónulega á árinu, var að taka þá ákvörðun að fara í meistaranám í viðskiptalögfræði. Ég var að ljúka nokkrum prófum núna og það er mjög góð tilfinning og hressandi. Það er mikill erill sem fylgir starfi útvarpsstjóra og stjórnanda fjölmiðils svo það er ákveðin hvíld í því að einbeita sér að öðrum hlutum líka. Það versta á árinu var að upplifa aðför íslenskra stjórnvalda að fyrirtæki mínu. Ég er eina konan á Íslandi sem er eigandi ljósvakamiðils en Útvarp Saga var sett á lista hjá Evrópuráðinu, yfir þá fjölmiðla sem ætlað er að stundi meintan hatursáróður. Þetta var gert án dóms og laga og allt í trúnaðarsamtölum sem enginn fær að sjá. Útvarp Saga hefur aldrei fengið slíka kæru á sig þannig að ákvörðunin var grimmdarleg og byggði á slúðri og botnlausri meinfýsi. Vonbrigði mín voru þau að nánast eingöngu konur í valdastöðum tóku þessa ákvörðun og komu henni á framfæri fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Þær sömu konur og segja núna metoo og boða kvennabyltingu og meiri völd. Að svona skuli gerast á árinu 2017 veldur mér áhyggjum og því ætla ég að fylgjast sérstaklega vel með Katrínu Jakobs- dóttur í starfi og sjá hvort hún ætlar að viðhafa svona vinnu- brögð áfram í boði íslenskra stjórnvalda. Birgir Örn Guðjónsson (Biggi lögga) Allt jákvætt Árið sem er að líða hefur verið fáránlega viðburðaríkt og skemmtilegt fyrir mig persónulega og þess vegna er af mörgu að taka þegar maður á að velja það sem var best. Ég held samt að ég velji það að ég tók mér hálft árið í frí frá lög- gunni og skellt mér í háloftin sem flugþjónn hjá Icelandair. Það var ótrúlega jákvæður og lærdómsríkur tími þar sem ég fékk að heimsækja marga nýja staði, kynnast heilmörgu al- gjörlega frábæru fólki og fá innsýn inn í snilldarfyrirtæki. Það er náttúrlega ósanngjarnt að láta mann reyna að rifja upp eitthvað sem var verst fyrir mann á árinu. Ég er nefnilega ekkert að grínast þegar ég segi að mér dettur bara ekkert í hug. Ætli það sé ekki jákvætt? Ég gæti svo sem komið með fallegt fegurðardrottningarsvar um stríð, ófrið og alls konar vesen, en það væri bara klisja. Og út af öllum stríðunum þá get ég heldur ekki nefnt það að fartölvan mín kvaddi þennan heim, sem var bömmer. Slíkt væri hégómi. Mér sýnist því bara þetta svar stefna í að verða það versta sem komið hefur fyrir mig á árinu 2017. Birgitta Jónsdóttir skáldkona og fyrrv. þingmaður Pírata Hlakkar til að verða amma Tengsl við annað fólk er eitt það mikilvægasta í lífi sérhvers manns. Ég og dóttir mín höfum djúpstæð tengsl og því var það svo að ég vissi vegna draumfara að hún væri að búa til litla mannveru í líkama sínum áður en hún sagði mér frá því. Vitneskjan um litla bumbubúann er með sanni það besta sem ég upplifði á þessu ári sem er að líða. Hlakka svo óendanlega mikið til þess að verða amma. Það versta á þessu ári var að ekki tókst að koma í verk öllu því sem við vorum búin að vera að vinna að á þinginu út af óvæntu þingrofi. Ég horfi núna á meira en átta ára vinnu með fjölda fólks verða að engu og það er óendanlega sorglegt. Nýjar leikreglur eru nauðsynlegar til að sagan haldi ekki áfram að endurtaka sig. Nýja stjórnarskráin inniber slík- ar breytingar. En ég óttast að við fáum ekki þessar breytingar fyrr en eftir næstu skakkaföllin í landsmálunum. Þangað til þá munum við halda áfram að byggja samfélag á sandi. Valur Grettisson, rithöfundur og ritstjóri Reykjavik Grapevine Stjórnmálamenning á Íslandi á pari við þá bandarísku Það var töluverður áfangi í mínu lífi þegar leikrit eftir skáld- sögu minni, Gott fólk, var frumsýnd Þjóðleikhúsinu. Þá var ekki verra að leikritið hlaut tvenn Grímuverðlaun, annars vegar fyrir besta leikstjórn hjá Unu Þorleifsdóttur, og svo fyrir bestan leik í aðalhlutverki karla. Þá sýndi #meetoo-byltingin einnig hversu þarfur efniviður leikritsins var, enda var fjallað um blæbrigði kynferðisofbeldis sem sjaldnast er kært. Sennilega þegar hálfvitavæðing stjórnmálanna varð algjör eftir að Donald Trump tók við völdum. Þá má segja að stjórn- málamenningin á Íslandi hafi verið á pari við bandaríska stjórn- málamenningu og eyðilagði nokkurn veginn fyrir manni haustið með falsboðum sem enduðu með því að sögulegar sættir urðu á milli VG og Sjálfstæðisflokksins. Sættir, sem ég held að ég geti fullyrt, að enginn vitiborinn kjósandi hafi beðið sérstaklega um. Snorri í Betel Réttlátir dómar Guðs Allt samverkar þeim til góðs sem trúir! Dauðsfall tengdaföður míns var eitt af því sem flokkast til þess versta sem við bar. Við vorum bæði nánir og góðir vinir. Hann bjó á heimili okkar í ára- tug. Ég var viðstaddur síðasta andvarpið. Allt tekur þetta á en undarlegt er samt að síðustu viku þá komu barnabörnin hans og kvöddu með vinsemd og virðingu. Sorgin kom íklædd vináttu og eftirsjá. Það gleðilega má nefna sölu á húsi mínu til góðs fólks sem ég er afar þakklátur fyrir að hafa átt viðskipti við. Að kynnast ungu fólki sem á kafla í ævisögu minni er mér gleðigjafi. Það jók á gleði mína að vinna skaðabótamálið við Akureyrar- bæ vegna ólögmætrar uppsagnar úr Brekkuskóla. Samt bar skugga þar á. Ég taldi mig eiga rétt til þeirra bóta sem ég krafðist enda reiknað út af tryggingafræðingi. Það jók á sorg mína sú af- staða Akureyrarbæjar að áfrýja og halda áfram ranglátu máli. Kannski fæ ég betri bætur fyrir bragðið og má því gleðj- ast í voninni að réttlátir dómar eru í hendi Guðs og verði enn eina ferðina mér til bóta! Þannig hefur árið boðið upp á gott og slæmt en „allt breytist í blessun um síðir“. Erna Ýr Öldudóttir blaðamaður á Morgunblaðinu Afi gekk Ernu í föðurstað Ég hef verið alveg sérlega heppin þetta árið jafnvel þótt áföll hafi einnig dunið yfir. Ég stofnaði tvö fyrirtæki á ár- inu með aðstoð traustra vina. Þar með er fræjunum að við- skiptastórveldi mínu og félaga minna sáð og það gengur þó hægt fari sökum anna hjá öllum hlutaðeigandi. Frumkvöðullinn, fjölmiðlafrömuðurinn og kjarnorku- konan Arnþrúður Karlsdóttir bauð mér að vera með viku- legan útvarpsþátt á Útvarpi Sögu. Í vor sótti ég svo um og fékk vinnu sem blaðamaður hjá Árvakri, nánar tiltekið á fréttadeild Morgunblaðsins. Morgunblaðið gæti jafnast á við að vera blaðamannaskóli Íslands sökum þess hve mikið af metnaðarfullu og vönduðu fólki, mörg með áratuga reynslu, vinnur þar baki brotnu við að færa lesendum fréttir og hvaðeina fróðlegt og skemmtilegt. Ég hef hvergi fundið betri líkamsrækt, með meiri líkams- virðingu og skemmtilegri tónlist en súludans, fyrir utan hvað það eru glaðar, sterkar, flinkar og skemmtilegar stelpur í þessu. Það fer engum sögum af því enn hvenær ég get farið að sýna eða vinna fyrir mér á súlunni en gleðin og bætt heilsa og álfakroppurinn gera mig hamingjusama. Afi minn sem gekk mér í föður stað og ól mig upp féll frá í byrjun október. Hann var 96 ára og saddur lífdaga en ég missti eina föðurinn sem ég þekkti. Þrír aðrir ættingjar og fjölskyldumeðlimir féllu frá á árinu, síðan í maí. Í samanburði við þetta er annað sem fór úrskeiðis ekki þess virði að minnast á það. Ég hef enn ekki haft krafta í að skrifa minningargreinar eða hugsa of mikið um þessa atburði, til þess voru þeir of margir og snerta mig of djúpt. Jólahátíðin nú verður með öðru og rólegra sniði en áður, ef til vill mun tíminn nýtast til að minnast og sakna að þessu sinni. Gunnar Lárus Hjálmarsson tónlistarmaður Ældi á gangstéttina við Trump Tower Best var að komast aftur til Finnlands og hitta þar stráka sem ég var að spila og túra með rétt upp úr 1990. Ég var þarna á frumsýningu myndar númer tvö um finnsku pönk- arana í PKN og kom fram í eftirpartíinu. Svo fór ég í eitt al- heitasta sána sem ég hef farið í og kom heim alslakur. Ekkert gríðarlega vont henti mig á árinu en ég var ansi aumingjalegur úti í New York þangað sem ég fór til að sjá tón- leika með Ringo Starr og Billy Joel. Ég hlýt að hafa étið eitr- að grænmeti á salatbarnum í Whole Foods því ég fékk þessa hressilegu matareitrun og ældi eins og múkki á gangstéttina við Trump Tower. Ég hélt ég væri orðinn góður en þá tók þetta sig upp aftur og ég ældi út allt herbergið á YMCA-hótelinu, ef hótel má kalla. Ég var settur í nýtt herbergi og var þar að mestu til friðs. Logi Einarsson þingmaður og formaður Samfylkingarinnar Ég mun leggja mig fram Það besta er að fjölskyldan hefur verið heilsuhraust og ég hef átt því láni að fagna að fylgjast með börnunum mínum vaxa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.