Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Page 102

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Page 102
102 fólk Áramótablað 29. desember 2017 og dafna í námi og áhugamálum. Það er þrátt fyrir allt það mikilvægasta sem hægt er að biðja um. Þá gleðst ég auðvitað líka yfir auknu fylgi Samfylkingarinnar. Það mun gera áfram- haldandi sókn jafnaðarmanna auðveldari, svo ekki sé talað um hvað það verður skemmtilegt að starfa með þessum lit- ríku, skemmtilegu einstaklingum í þingflokknum. Það er hins vegar verra að skrokkurinn heldur áfram að síga úr hinu guðlega gullinsniði eftir því sem árin fær- ast yfir og vegna vaxandi agaleysis við matarborðið. Sjónin heldur líka áfram að versna með aldrinum og ég þarf lík- lega að fara að ganga með gleraugu að staðaldri. Þetta eru auðvitað lítilfjörleg vandamál miðað við það sem alltof margt fólk glímir við í sínu lífi. Mörgu af því fáum við auðvitað ekki breytt en talsvert væri hægt að bæta. Ég mun mun leggja mig fram um það í vinnunni minni á Alþingi. Margrét Pála Ólafsdóttir stofnandi Hjallastefnunnar Tilkynning til barnaverndar erfið Vá, hvað var gaman að verða sextug. Algjör hamingja að finna innst í hjartarótunum hvað ég á dásamlega fjölskyldu og vin- konur og vini sem sýndu svo skilyrðislaust hvað þeim þykir vænt um mig. Svo var afmælisveislan sjálf algjör kjarkæfing; að standa fyrir framan á annað hundrað manns bara út af sjálfri mér en ekki vegna hugsjónar eða mikilvægs verkefnis. Úff, hvað það reyndi á … Svo hefur hver áratugur reynst óstjórn- lega spennandi og konur á sjötugsaldri eru bara óstöðvandi. Sársaukafyllsta reynsla mín til margra ára var í sumar þegar einn af Hjallastefnuskólunum fór í gegnum skoðun barnaverndarnefndar vegna tilkynningar. Skoðunin sjálf var auðvitað sár en börn eiga alltaf að njóta alls vafa og það verðum við skólafólk og foreldrar að harka af okkur. Sárast var að skólinn skyldi lenda í fjölmiðlum í gúrkutíðinni og við vorum svo mörg sem þjáðumst. Ekkert nístir hjarta mitt meira en grunur um að eitthvað sé að í aðbúnaði barna og hér skal játað að ég fór ekki ógrátandi gegnum þessa reynslu. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur Grýtt er leiðin til stjarnanna Að mínu mati var sú ákvörðun mín að segja mig úr Fram- sóknarflokknum og vera hluti af stofnun Miðflokksins merki- legt fyrir mig á árinu, svona fyrst maður er í stjórnmálum að einhverju leyti. Árangur flokksins er góður og spennandi tím- ar framundan í sveitarstjórnarmálum. En stjórnmál koma og fara og breytast reglulega. Stundum valda þau manni ákveðnum vonbrigðum og stundum hafa þau jákvæð áhrif. En við sjáum um það sjálf hvernig stjórnmálin eiga að vera. En líklega er efst í huga mínum og hjarta og það áhrifamesta á árinu alvarleg veikindi í fjölskyldu minni. Þau hafa breytt öllu í lífi okkar í dag. Þau marka nýtt upphaf og lífsreynslu sem mun breyta okkur fjölskyldunni og móta allt okkar líf. Í sumar hófst sú raunaferð og tók toll sinn með ýmsum hætti. Í dag sé ég enn skýrara að hver dagur er mikilvægur og ég hef ljóslifandi dæmi um það að hann getur breyst á augabragði, einu augnabliki. Það er því verkefni hvers dags að þakka fyrir þann sem líður og halda áfram göngunni. Grýtt er leiðin til stjarnanna. Marta María, ritstjóri Smartlands Óvirðing við hinn látna náði hámarki 2017 var magnað ár á margan hátt. Auðvitað var það alveg snúið á köflum en gleðistundirnar voru líka margar. Á ár- inu fann ég óþægilega fyrir því hvað skiptir mig mestu máli í lífinu. Bestu stundirnar átti ég með manninum mínum og börnum og svo átti ég líka mjög gott sumar með foreldrum mínum og systkinum. Það besta er líklega ferðalag sem við maðurinn minn fórum í þegar við laumuðum okkur á síð- ustu stundu í ferð sem skipulögð var fyrir útskriftarnema úr MS til Búlgaríu. Við vorum reyndar á öðru hóteli en þetta land er ævintýri líkast. Búlgaría er afbragð. Það versta var líklega að keyra fram á dauðaslys í Marokkó síðasta vor. Þegar við keyrðum framhjá lá látinn unglingur í blóði sínu eftir vélhjólaslys. Það sem var óhugnanlegt, fyrir utan að sjá líkið liggja á götunni, var að í kringum líkið hóp- uðust unglingar með snjallsíma og voru að taka upp mynd- skeið. Óvirðing við hinn látna náði þarna hámarki. Þór Jónsson, fjölmiðlamaður og laganemi Búslóðin farin með skipi Þetta hefur verið gott ár. Það veit ég meðal annars vegna þess hvað ég þurfti að hugsa vel og lengi um hvernig ég myndi svara spurningunni um hvað hefði verið mér mót- drægt á árinu. Best var áreiðanlega að ég fékk stöðu sem ég sótti um hjá Norrænu ráðherranefndinni í Kaupmanna- höfn. Búslóðin er farin með skipi og ég fylgi á eftir í janúar. Verst var ábyggilega að prófin í HR fyrir jól gengu verr en ætlað var, en þar hef ég stundað laganám undanfarin ár. Eitt- hvað varð þó undan að láta, því að prófin voru í flutningunum miðjum, auk þess sem nóg hefur verið að gera á lögmanns- stofunni sem ég hef vinn hjá. En – flýtur á meðan ekki sekkur. Hallgrímur Helgason rithöfundur Jól haldin í skýjunum Vonbrigðin með kosningarnar, baráttuna og úrslitin. Hvernig þetta fór að snúast um allt annað en það mikil- væga mál sem felldi stjórnina. Og svo vonbrigðin með VG, að þau skuli hafa kosið þetta kompaní í stað þess að reyna til þrautar að mynda stjórn með flokkum sem eru þó alla- vega stjórnmálaflokkar en ekki hagsmunabjörg. Það breyt- ir enginn bjargi, sama hversu bjartsýnt fólk er. Þetta svar á víst að vera á persónulegum nótum en ekki pólitískum, en þetta með VG snertir mann samt persónulega því margt af þessu fólki er manni svo kært og margir góðir kunningjar þarna. Því eru vonbrigðin sár. Skemmtilegt ár að baki, fullt af fjöri, ferðalögum innri og ytri, skrifum, sýningum, verðlaunum, útgáfum og frábæru ljóðabókaflóði. Áttum góðar stundir í Hollandi í sumar, með krökkunum á EM kvenna, þar sem við villtumst til dæmis alls óvart inn á Michelin-stað í miðjum hjólatúr um uppsveitir Brabant-sýslu með skondnum afleiðingum. „Merkja þetta bet- ur, Skúli minn,“ var setning sem átti þar vel við með öfugum formerkjum, en þjónarnir sögðu staðinn „ekki vilja monta sig“ af stjörnunum frægu. Það sem toppar þó allt er að okkur Öglu tókst loks að verða ólétt á þessu ári og meðgöngunni lauk með þvílíkum glæsibrag nú rétt fyrir jól: Laust eftir miðnætti þann 18. desember kom lítil stúlka í heiminn, fögur, spræk og sér- lega hárprúð (!). Þessi jól verða því haldin í skýjunum og mað- ur er alveg búinn að gleyma því hvaða fólk er í ríkisstjórn. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og þingmaður Endaði á óvæntum stað Til allrar hamingju henti mig ekkert slæmt á þessu ári. Hins vegar fylgdu því margvíslegar tilfinningar og margs konar vafstur, að taka niður bernskuheimilið í Karfavogi, „afbyggja“ það eins og bróðir minn kallaði það og kveðja þá tilveru fyrir fullt og allt þannig að nú er það heimili bara til í minningum okkar. Þá var maður loksins „farinn að heiman“ fyrir fullt og allt. Svo endaði maður á alveg nýjum og óvæntum stað í til- verunni, kosinn á þing á afmælisdegi mömmu. Um leið og því fylgdi söknuður að kveðja vini á For- laginu þá var mjög gaman að kynnast nýju fólki í kosn- ingabaráttunni þar sem okkur jafnaðarmönnum tókst að endurheimta þingsæti í okkar gamla vígi í Kraganum. Þannig að nú er ég næstum sextugur að læra nýtt og krefj- andi starf þar sem ég á vonandi eftir að gera gagn. Hver dagur er fullur af spennandi verkefnum í þessari nýju til- veru en best líður mér alltaf þó heima við eldhúsborðið þegar við sitjum þar fjölskyldan öll. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður og formaður Viðreisnar Verst að upplifa ótímabæran missi Þegar kemur að stjórnmálunum eða þeim vettvangi sem ég lifi og starfa á er auðvelt að svara því hverjar voru hæðir og lægðir þessa árs sem nú er á enda. Ég mun hins vegar halda mig við það sem spurt er um og það er það persónulega. Það besta – fyrsta sem ég leiddi hugann að var ferming dóttur minnar og myndin sem kemur upp í hugann þegar hún var full tilhlökkunar að telja niður dagana þar til hún myndi fermast. Hún brosti allan hringinn og var eins og sólin ein. Katrín Erla er reyndar eina barnið mitt sem ekki fermist í kaþólsku kirkjunni, það er pínu skrýtið, en séra Sigríður og séra Einar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði tóku henni opnum örmum eins og þeim einum er lagið. Mikil vellíðan. Tilhlökkun dótturinnar beindist fyrst og fremst að því hverjir kæmu til hennar á fermingardaginn en henni líður sjaldan jafn vel og þegar fjölskyldan og vinir eru í heim- sókn. Svolítið út á það sem jólahátíðin gengur út á – fjöl- skyldutengsl, gleði og kærleika. Það besta er líka fólkið sem ég kynntist betur á árinu. Langflestir þessara einstaklinga eru topp eintök. Margbreytileiki persóna reynir á mann sjálfan og er ákveðið lærdómsferli. Skemmtilegt og ögrandi í senn. Miskunnarlaust og heillandi. Ég gæti auðveldlega sagt að það hafi verið glatað að spila sjaldan, og frekar ömurlegt, golf á árinu og vonbrigði með litla viðveru í sveitinni minni. Geri gangskör að því að auka tímann í Ölfusinu á nýju ári og setja niður plöntur. En það versta á árinu var að upplifa ótímabæran missi góðrar vinkonu. Þegar of margt er eftir órætt. Björk Eiðsdóttir ritstjóri MAN Draumahúsið fannst Þegar ég lít til baka yfir árið 2017 stendur klárlega upp úr að ég og maðurinn minn fundum loksins húsið okkar. Eft- ir að hafa skoðað fleiri hús en má ætla að ég hafi komið inn í æviferlinum fannst loks rétta niðurstaðan. Fasteigna- markaðurinn á síðasta ári var þannig að það hefði auðveld- lega mátt æra óstöðugan með tilraun til fasteignakaupa. Hver getur skoðað húsnæði seinnipartinn og vitað fyrir víst að hann vilji setja aleiguna í það um kvöldmatarleyti? Ég gleðst klárlega yfir því að þessu tímabili sé lokið og hafi verið leyst farsællega og uni sátt á nýjum stað. Það er kannski ekkert sanngjarnt gagnvart ævintýraþyrst- um og sjálfstæðum dætrum mínum að nefna þá staðreynd að þær hafi flutt af landi brott með nokkurra mánaða milli- bili sem það versta sem gerðist á árinu. En ég segi þetta nú bara í bullandi eigingirni. Vá, hvað ég er stolt af þeim að tak- ast á við heiminn stóra sem svo nauðsynlegt er fyrir ungt, fólk alið upp í míkrósamfélagi, að skoða en mikið ofboðslega sakna ég þeirra. Vistarverur þeirra í téðu húsi eru þó talsvert snyrtilegri þessa dagana, það er viss huggun harmi gegn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.