Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Blaðsíða 4
4 Helgarblað 12. janúar 2018fréttir Þ orvaldur villtist ungur af leið niður í undirheimana. Hann gerði tilraunir til að komast út úr myrkrinu og viðbjóðnum en þær báru ekki ár- angur. Hann hélt þó góðu sam- bandi við fjölskyldu og vini sem lýsa honum sem góðhjörtuðum manni með stórt hjarta. Þorvaldur var á leið til Spánar þann 13. des- ember. Daginn fyrir ferðina fannst hann látinn, aðeins 35 ára að aldri. Líkið fannst í Fossvogsdal um klukkan fjögur síðdegis þann 12. desember. Í fyrstu fréttum var sagt að rannsókn stæði yfir til að skera úr um hvort um slys hefði verið að ræða en samkvæmt lögreglu benti ekkert til að neitt saknæmt hefði átt sér stað. Móðir Þorvald- ar, Kristín Guðmundsdóttir, og aðstandendur eru hrædd um að Þorvaldi hafi verið ráðinn bani. Á líkinu hafi verið áverkar og Þor- valdur sætt hótunum dagana fyrir andlátið. Lögregla hélt sig enn við þá niðurstöðu að ekkert saknæmt hefði átt sér stað þegar DV leitaði viðbragða. Kristín segist hafa fengið mjög mismunandi svör frá lögreglu um hvernig Þorvaldur fannst. „Lög- regla sagði okkur fyrst að höfuð- áverkar bentu til að hann hefði dottið aftur fyrir sig. Og hann væri með stungusár víða um líkamann, en ekki eftir hníf. Daginn eftir fengum við að sjá hann, þá spurð- um við út í áverka á andliti, hálsi og meira. Svarið þá var að hann hefði legið a grúfu,“ segir Kristín. Á leið til Spánar Kristín var með syni sínum degi fyrir andlátið. Þau höfðu átt góða stund saman og hún ekið honum að hitta vinkonu sína. Hann var á leið með bróður sínum til Spánar og allt virtist leika í lyndi. Sonur hennar var fíkill sem hélt, eins og áður segir, sambandi við sína nán- ustu. Þann 11. desember virtist nokkuð bjart yfir Þorvaldi. Að vísu hafði honum borist hótanir frá manni sem hafði lagt á hann skuld eins og það er kallað. Slíkt tíðkast í undirheimunum og getur skuld sem er 50 þúsund orðið að 500 þúsund krónum eða fimm millj- ónum á einni nóttu hafi ekki verið gengið frá greiðslu eða skuldarinn brúkað munn. Kristín kvaddi son sinn sem steig út úr bílnum og gekk burt. Hann ætlaði að kasta kveðju á vin- konu sína. Kristín átti ekki eftir að sjá son sinn á lífi. Síðan þá hefur Kristín vart matast. Hún settist með blaðamönnum á Kringlukrána og á meðan þeir gæddu sér á hádeg- isverði fékk hún sér kaffisopa. „Ég furða mig á, að aðeins einum degi eftir að lík hans fannst, hélt lögregla fram að ekkert saknæmt hefði átt sér stað,“ segir Kristín. Heilsuhraustur Rannsókn er ekki lokið og niður- staða krufningar liggur ekki fyrir. Bráðabirgðaniðurstaða gat ekki gefið fjölskyldu í sárum nein svör. Kristín dregur ekki dul á að Þorvaldur hafi verið í neyslu en hann hafi þó verið heilsuhraust- ur og ekki kennt sér meins þegar hún var með honum degi áður en hann lést. „Ég hef alltaf sagt að hann hafi verið drepinn. Ég fer ekki ofan af því.“ Hún segir að fjölskylda hans hafi ekki hugmynd um hvar hann var síðustu 16 klukkustundir lífs- ins, sem sé mjög óeðlilegt að þeirra sögn. „Ef hann hefði verið á meðal vina þá værum við búin að heyra af því. Það er eins og engin geti sagt neitt. Við leituðum að honum og hringdum í vini, en engin vissi um hann. Alveg sama hvað, þá týndist hann aldrei svona. Þetta fannst lögreglunni ekkert skrít- ið miðað við líferni hans, en við sem þekktum hann vitum að þetta var óeðlilegt, þótt hann hafi verið í neyslu. Áhugaleysi lögreglu er al- gjört,“ segir Kristín. Undirheimamenn höfðu hótað Kristín telur líklegast að Þorvaldur hafi látist eftir árás. Þegar hún fékk loks að skoða líkið tók hún eftir aug- ljósu mari á andliti hans og bringu. Á mynd hér til hlið- ar lítur út fyrir að Þorvaldur hafi verið beittur ofbeldi. Kristín segir enn fremur að við snertingu hafi hún fund- ið að hann væri viðbeins- brotinn. Ofan á þetta bætist að Þorvaldur hafði með sér poka með tölvum þegar hann gekk inn í Fossvogsdalinn en sá poki fannst nokkrum metrum frá líkinu. Tölv- urnar voru í molum og því ljóst að þær féllu ekki einungis í jörðina. Þá hafi Þorvaldur verið rukkað- ur um fíkniefnaskuldir nokkrum dögum áður en hann lést. „Undirheimarnir höfðu hótað honum. Ég fer ekki ofan af því að hann hefur verið barinn. Þegar við skoðuðum hann nánar tókum við eftir að hann var bæði nef- og við- beinsbrotinn. Það eru líka áverkar á augabrún og á nefi. Á fingraför- um á líkinu má merkja að hann hafi verið tekinn kverkataki.“ Kristínu finnst lögregla sýna málinu lítinn sem engan áhuga. Hún furðar sig enn fremur á því að ekkert hafi verið minnst á áfallahjálp þegar hún ræddi við lögreglumenn. Ofan á þetta hafi sjúkrahúsprestur á Landspítal- anum sagt að hann hefði ekki tíma til að sinna þessu máli fjöl- skyldunnar. „Það er ekkert í gangi. Fyrir þeim er þetta einum fíklin- um færra en á meðan við fáum ekki svör gróa sárin ekki. Við sem elskuðum Þorvald viljum sann- leikann upp á yfirborðið. Þetta er allt mjög dularfullt. Ef þetta væri sonur áhrifamanns í samfé- laginu væri búið að kalla út alla mögulega menn til að leysa mál- ið,“ segir Kristín og bætir við: „Við vorum mörg sem elskuðum hann og hann var falleg sál sem elskaði marga þótt hann hafi villst af leið. Við viljum svör.“ n „alltaf sagt að hann hafi verið drepinn“ n Hafði verið hótað af mönnum úr undirheimum n Móðir vill rannsókn Sárt Saknað Þorvaldar er sárt saknað af fjölskyldu og vinum. Kristín, móðir hans, lýsir honum sem lífsglöðum og skemmtilegum manni. Þau hittust nær daglega óháð því hvort hann hafi verið í neyslu eður ei. „Hann var bæði dýravinur og mannvinur,“ segir Kristín. Á samskiptamiðlum hafa margir tjáð sig um mannkosti hans og ljóst að vinahópur- inn var nokkuð stór. Kristín skrifaði á Face- book-síðu sína: „Sakna þess svo að heyra ekki röddina þína og geta ekki knúsað þig og faðmað þig. Elska þig út í geim og til baka. Vonandi ertu í faðmi pabba þíns núna. Guð geymi þig Snúlli minn.“ Einn vina hans lýsir honum á þennan veg: „Hann Valdi var ofboðslega góður drengur sannur vinur. Hans verður sárt saknað. Hugur minn er hjá ykkur öllum.“ Hugrún Jósepsdóttir segir: „Vá ég fékk sting í hjartað þegar ég sá myndirnar. Í gær voru 2 ár síðan hann var hjá mér og hjálpaði mér að undirbúa jólin […] Sakna hlátursins og knúsanna.“ Þá segir systir hans, Harpa Særós: „Finnst þetta ekki vera satt er að bíða enn þá eftir að hann hringi til að láta sækja sig eða spjalla . Finnst hjartað mitt vera brotið. Þetta er svo ósanngjarnt. Guð geymi þig Snúlli.“ „Það eru líka áverkar á augabrún og á nefi. Á fingraför- um á líkinu má merkja að hann hafi verið tekinn kverkataki. Dularfullt Kristín er hrædd um að Þorvaldi hafi verið ráðinn bani. Hún kveðst hafa fengið óskýr svör frá lögreglu um hvernig hann fannst. Hjálmar Friðriksson Kristjón Kormákur Guðjónsson hjalmar@dv.is / kristjon@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.