Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Blaðsíða 43
fólk - viðtal 31Helgarblað 12. janúar 2018 hef þurft að fara og ef ég hef þurft að fara eitthvert sérstaklega þá er mér skutlað í bíl,“ segir Lalli. Þótt Lalla hafi tekist að losa sig alveg við vínið þá eru sígar- etturnar snúnari andstæðing- ur. „Maður er enn þá að dragast með þessar helvítis sígarettur en ég er að reyna að hætta. Ég er kominn niður í fimm sígarettur á dag. Mér hefur tekist að halda því í föstum skorðum,“ segir Lalli. Datt í það vegna tröppugangs Á síðustu tíu árum hefur Lalli misstigið sig í eitt skipti. „Þegar ég var að koma mér fyrir á Héð- insgötu þá var svolítil traffík, inn og út. Svo ég datt í það þar, því það var svo mikill tröppugang- ur og óregla. En svo ákvað ég að hlusta á ráðgjafana og fara á fundi. Eftir að ég gerði það gekk þetta nú betur. Svo leið tíminn. Svo nú er ég búinn að vera edrú í fjögur ár. Ég tók bara einn dag í einu og allt í einu var liðið ár. Ég er núna búinn að koma mér ágætlega fyrir á Héðinsgötunni,“ segir Lalli. Hann segir stóran hluta af því að halda sér edrú vera að mæta á AA-fundi. „Ég fer stíft á fundi. Á Héðinsgötu, Draumasetrinu, þar er fundur á mánudögum og þriðjudögum, húsfundur á mið- vikudögum, á fimmtudögum og föstudögum eru morgunfundir. Það er ekki skyldumæting, meira til að vita hvað menn eru að gera, hvernig málum er háttað. Ólaf- ur Haukur og Elín eru húsráð- endur í Draumasetrinu. Um jólin núna gáfu þau öllum pakka og þau eru með okkur í prógrammi. Hann Ólafur Haukur hefur verið okkur innan handar og hefur ver- ið að hjálpa mönnum – leiða þá í gegnum þetta. Ég hef það fínt hjá þeim,“ segir Lalli. „Betra að hafa reglu en óregluna“ Hann segir að félagsskapurinn og regluverkið á Draumasetrinu hjálpi við halda honum réttum megin. „Það er betra að hafa reglu en óregluna. Það er hentugra að hafa fasta reglu á þessu. Þá veit maður hvað maður á að gera þennan dag, svo á maður frí á eftir. Það er nú þannig í Draumasetrinu að þeir láta aðra þrífa vissa hluta hússins, en ég hef ekki þurft þess þar sem ég er kominn á þennan aldur. Það er ekki hægt að hafa mig sem þjónustufulltrúa,“ seg- ir Lalli og hlær en hann verður 67 ára á þessu ári, löggildur ellilífeyr- isþegi. Á milli þess að mæta á AA- fundi aðstoðar Lalli félaga sína í bílaviðgerðum og fer í göngu- túra. Hann reynir líka að aðstoða unga menn við edrúmennsku. „Ég hef verið að lesa í Tólf spora-bók- inni og stúdera AA-bókina. Þess á milli hef ég verið að leiðbeina mönnum. Það eru nokkrir ungir á Héðinsgötu sem hafa verið að spyrja mig hvernig maður hagi sér í þessum málum. Það hefur gefist vel og ég hef ekki verið iðjulaus. Sumir hafa náð sér út úr sukki og svínaríi. Þetta er lið sem hefur ver- ið sprautufíklar og annað. Ég reyni að gefa eins mikið og hægt er af mér,“ segir Lalli. Draumasetrið sem Lalli nefn- ir er áfangaheimili rekið af hjón- unum Elínu Örnu Arnardóttur og Ólafi Hauki Ólafssyni. Í sam- tali við DV segir Ólafur Haukur óvíst með framtíð heimilisins því engir styrkir fást frá hinu opinbera og setrið rekið alfarið í sjálfboða- vinnu. Undanfarin ár hefur fjöldi fíkla sagt opinberlega að heimil- ið hafi bjargað lífi þeirra. Markmið þess er draga úr þeirri neyð sem sumir fyrrverandi fíklar búa við, enda margir á götunni. „Ég myndi sjá eftir því. En ég held að þessu verði ekki lokað,“ segir Lalli. Íhugar nám Lalli segist oft hugsa um liðna tíð burt séð frá draumunum sem sækja á hann reglulega. „Mér finnst nú, ef ég segi eins og er, að þetta séu betri tímar í dag. Ég sakna sums – „góðu tímanna“ – en ekki alls. Sums. Mér hefur ekkert langað í vín eða svoleiðis. Maður fer að rifja upp staði sem maður hefur verið á áður. Það hefur verið jákvætt að vera á Draumasetrinu, að hugsa um það liðna og hvað maður hefur farið á mis við,“ seg- ir Lalli. Í því samhengi nefnir hann menntun. „Ég hef hugsað sem svo, kannski ætti ég að fara í skóla. Hvaða skóla á maður að fara í eða hvort maður eigi að taka heima- nám? Jafnvel bréfaskóla. Þá myndi ég læra félagsfræði og reikning. Taka stúdentsprófið í leiðinni,“ segir Lalli og hlær. Aldrei dæmdur í ljóðabókarmálinu Lalli varð landsþekktur eftir að heimildamynd Þorfinns Guðna- sonar um hann kom út árið 2001. Hann segir því hafi fylgt blendnar tilfinningar að vera svo þekktur á þessum tíma. „Það var um tíma sem fólk var að spyrja mig hvern- ig ég færi að þessu. Ég er enn að hitta fólk sem hefur séð myndina og spyr hvort það verði ekki fram- hald,“ segir Lalli. Ein frægasta sagan af Lalla er þegar hann í einu af sínum inn- brotum gleymdi sér um stund við lestur ljóðabókar eftir Stein Stein- ar. Þegar lögregla mætti á vettvang var hann uppi í rúmi í miðjum ljóðalestri. „Ég var aldrei dæmdur í þessu máli vegna þess að dóm- arinn spurði hvar þetta hefði ver- ið og ég sagði: „Þetta var í Ráð- herrabústaðnum.“ Hann sagði seinna að ég hefði verið dæmdur fyrir þetta hefði þetta verið eitt- hvert hús annað en Ráðherra- bústaðurinn. Það átti ekki að vera hægt að komast óboðinn inn í Ráðherrabústaðinn og sitja þar og lesa bók eftir Stein Steinar,“ segir Lalli og hlær dátt. Flestir sem hafa kynnst Lalla vita að þrátt fyrir allt þá hefur hann alltaf verið frekar jákvæður að upp- lagi. Hann segir þó að brennivínið hafi stundum gert hann þunglynd- an. „Þegar ég var á þessu fylleríi þá fann ég að það komu lélegir tímar. Annaðhvort reyndi ég að drekka til að gleyma þessum verstu tímum eða þá að hætta að drekka. Það reyndist erfiðara. Ég var aldrei lengi edrú í einu. Það hefur tekið svolítinn tíma að byggja upp þetta góðæri núna. Það hefur gerst að maður hefur ekki fengið það sem maður vildi en þá er bara að vinna úr því. Þá er maður bara ánægð- ur þegar vel gengur. Maður hefur fylgt því eftir. Ég hef alltaf haft það sem reglu, að hafa þetta á jákvæðu nótunum og ekki flækja þetta neitt mikið,“ segir Lalli. n „Það er betra að hafa reglu en óregluna Hress Lalli segist hafa jákvæðnina að leiðar- ljósi. MynD Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.