Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Blaðsíða 57
Vikublað 12. janúar 2018 45 hjá mér að passa litla bróður minn meðan hinir krakkarnir voru allir að vinna í fiski. Ég var auðvitað alveg að deyja. Skólafélagar mínir í Þelamerkurskóla björguðu þessu alveg og mér þykir enn mjög vænt um bekkjarsystkini mín þótt við höfum ekki verið í miklu sam- bandi í gegnum árin. Þetta er eina tímabilið frá minni skólagöngu þar sem mér fannst ég tilheyra hópi og eini skólinn sem mér finnst ég eiga rætur í,“ segir Eva, en af þessari frásögn er auðvelt að álykta hvern- ig fortíð hennar hefur gert það að verkum að hún sér stundum lífið og heildarmyndina frá öðru sjón- arhorni en aðrir. „Fannst ég tilheyra annarri tegund“ En varstu mikið öðruvísi en aðrir krakkar? „Já, vafalaust var ég það. Í dag heitir þetta að vera nörd en þá var þetta kallað að vera „háfleyg“. Ég orti ljóð og hafði allt annan tónlistar smekk en krakkarnir. Svo hafði ég áhuga á samfélags- og trúmálum sem öllum fannst bara ofsalega skrítið og að auki var ég eini krakkinn sem fermdist ekki. Ég átti engar nánar vinkonur en mér fannst gaman að tilheyra þess- um hópi og við höfðum auðvitað félagsskap af hvert öðru. Mér leið alltaf eins og ég væri öðruvísi og fannst ég tilheyra annarri tegund en mér leið ekkert illa yfir því enda einfari inni við beinið,“ segir Eva sem segir áhuga sinn á göldrum hafa vaknað um þetta leyti. Hún gerir þó mikinn greinarmun á göldrum og fyrirbærum eins og draugatrú og spíritisma en móðir hennar var mjög upptekin af slíku. Alin upp við draugatrú „Andar hinna framliðnu voru uppi um alla veggi á heimilinu enda móðir mín á kafi í spíritisma. Hún fór í andaglas, sá drauga, var með ósjálfráða skrift og alls konar svona eitthvert rugl. Framan af trúði ég líka á þetta en ég man skýrt eftir þeirri stundu sem ég missti alla trú á drauga,“ segir Eva sem var hugrakkari en móðir hennar og var því stundum gerð út af örkinni til að kanna hvort draugar væru á ferðinni þegar framandi hljóð gerðu vart við sig. „Hún var alltaf að heyra einhver skrítin hljóð. Til dæmis heyrði hún kirkjuklukkur hringja og fótatak í stiganum þótt enginn færi um. Kirkjuklukkurnar sem hún heyrði í reyndust til dæmis vera laus þakrenna sem slóst til í vindinum,“ útskýrir Eva en eftir að hafa í nokkur skipti komist að því að umhverfishljóðin tengust engri yfirnáttúru byrjaði unga stúlkan að efast stórlega – og svo fór að hún missti endanlega alla trú á drauga. „Það var eitt kvöldið að ég heyrði skringilegt marr í snjónum fyrir utan kjallaragluggann minn sem hljómaði alveg eins og fótatak. Ég leit út um gluggann en sá ekki nokkurn mann, þrátt fyrir að heyra marrið mjög skýrt. Ég man að ég sat upprétt í rúminu mínu, alveg kaldsveitt, og beið eftir því að draugurinn kæmi, um leið og ég reyndi að berja saman vísu í kollinum. Ég hafði jú lesið það í þjóðsögunum að það væri alltaf best að svara draugum í bundnu máli, en ég vissi samt að ef hann kæmi með fyrripart þá gæti ég örugglega ekki botnað. Vonaði bara að ég gæti reddað mér einhvern veginn. Þarna var ég orðin alveg rosalega hrædd en svo allt í einu heyrast skruðningar og skyndilega hrynur svakaleg snjóhengja fram af þakinu og pompar niður beint fyrir utan gluggann. Þá hafði þetta marr ekkert verið á jörðinni heldur snjórinn að skríða fram af þakinu,“ segir hún en með þessari gusu fór draugatrú hennar endanlega. Reynir að galdra vit í vinstrimenn og koma hægrimönnum frá Galdratrúna hefur hún þó aldrei misst en Eva segir það líklegast stafa af því að galdrar eigi ekkert skylt við yfirnáttúru. Hún vill meina að menn eigi bara eftir að finna vísindalegu skýringuna sem liggi þar að baki. „Ég held að maðurinn geti með galdri haft einhver áhrif á veruleik- ann og framgang ákveðinna mála en ég vil meina að þetta sé ekkert yfirnáttúrulegt. Ég get ekki útskýrt af hverju þetta stafar og ég ætla ekki að reyna að rökræða það, enda er þetta bara mín trú,“ segir hún. „Það upplifa allir eitthvað skrítið af og til. Stundum höldum við að það sé huglestur, hugboð eða eitthvað slíkt, og vitum ekki af hverju það stafar eða hvernig þetta virkar, en ég held að vísindin eigi eftir að útskýra þetta síðar enda byrja öll vísindi í galdri. Stærðfræðin á rætur sínar í galdri og það sama gilti um efnafræðina. Ég held að það sé eins með sálarfræðin og það sem við upplifum sem óútskýran- legt í dag, það er eitthvað náttúru- legt sem liggur að baki, kannski á sálarfræðin eða taugasálfræðin eftir að leiða í ljós skýringar á mörgum undarlegum fyrirbærum,“ segir hún og bætir við að galdur sé tilraun mannsins til að hafa stjórn á veruleika sínum og láta eitthvað gerast. „Ég er alltaf að galdra eitthvað. Sumt tekst en annað ekki. Ég er til dæmis alltaf að reyna að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum en það er erfiður galdur. Svo reyni ég að galdra vit í vinstrimenn en það hefur enn ekki tekist. Maður reynir samt,“ segir Eva og skellir upp úr. Fann eiginmanninn á trúarsamkomu og gifti sig átján ára Um leið og skyldunáminu lauk flutti Eva til föður síns í Hafnarfirði og fór í Flensborgarskóla. Fljótlega eignaðist hún kærasta sem síðar varð eiginmaður hennar og barns- faðir en leiðir þeirra lágu saman á trúarsamkomu hjá Bahá'í samfé- laginu þar sem Eva var mjög virk um nokkurra ára skeið. Hún segir trúleysi sitt á endanum þó hafa orðið til þess að hún gekk af trúnni. „Það er eiginlega hálfvonlaust að vera í trúarsöfnuði þegar maður er ekki trúaður,“ segir hún og hlær sínum dillandi hlátri. Í Bahá'í trú er lögð áhersla á að fólk stundi ekkert kynlíf fyrir hjónaband en Eva og fyrrverandi eiginmaður hennar, Hilmar Bjarnason, tóku því ekki mjög alvarlega enda gekk hún með eldri son þeirra þegar þau létu pússa sig saman. Þetta var árið 1986 en árið 1989 fæddist yngri sonur þeirra. „Við vorum gift í um fjögur ár og svo var það bara búið en ég hef aldrei séð eftir þessu hjónabandi. Hins vegar get ég sagt það, svona eftir á, að ef ég fengi tækifæri til að fara aftur í tímann með þá þekkingu og þann þroska sem ég hef í dag þá hugsa ég að ég hefði lagt mig fram um að láta þetta ganga. Þetta var ágætis hjónaband en við vorum bæði ung og vitlaus og klúðruðum þessu. Hann hefur hins vegar alltaf verið frábær pabbi og mjög góður maður til að vera skilinn við,“ segir hún og skellir upp úr en bætir strax við að hann hafi alltaf reynst börnum þeirra góður faðir, og í loftinu liggur að það er engin kergja á milli þessara fyrrverandi hjóna. Fékk Evu-nafnið frá fyrrverandi kærasta Eins og áður segir var Eva upp- haflega skírð Jóhanna Helga í höfuðið á afa sínum og langömmu. Evu-nafnið festist síðar við hana og er sú saga ákaflega rómantísk en nafnið kemur frá fyrrverandi eig- inmanninum sem byrjaði að kalla hana Evu þegar hún gaf honum ávaxtakörfu. „Ég var voðalega skotin í honum og hafði reynt sitt lítið af hverju til að vekja athygli á því en það var ekki fyrr en ég gaf honum ávaxta- körfu, sem innihélt meðal annars eitt rautt epli, að hann kveikti á perunni. Samt var engin hugsun á bak við þetta epli af minni hálfu. Ég valdi bara saman fallega ávexti og setti í körfu en hann túlkaði eplið sem tákn um að ég vildi sofa hjá honum og upp úr því byrjaði hann að kalla mig Evu,“ segir hún og skellihlær. „Mér líkaði það ekki illa enda hafði ég aldrei kunnað almennilega við Jóhönnu-nafnið. Svo kynnti hann mig sem Evu fyrir öllu sínu fólki og ég leiðrétti það aldrei þannig að smátt og smátt varð þetta að nýja nafninu mínu. Ég lét hins vegar ekki breyta þessu í Þjóðskránni fyrr en amma mín var látin. Henni var alltaf eitthvað „ Í millitíðinni fór ég meira að segja í einhverja sambúð með manni sem ég hafði verið að sofa hjá. Þvældist á eftir honum til Nor- egs og skildi Einar eftir í sárum. Þetta var algjör vitleysa enda bara einhver gredda.M YN D IR B RY N JA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.