Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Blaðsíða 16
16 Helgarblað 12. janúar 2018fréttir K aren Hrund var fimmtán ára þegar hún varð ólétt. Í dag er sonur hennar, Adrían, fjögurra mánaða gamall. Karen er í sambandi með barns- föður sínum, Ómari Berg. Ómar er 21 árs og hafa þau verið saman síðan Karen var fjórtán ára. Karen fann fyrir miklum fordómum þegar hún varð ólétt vegna aldurs henn- ar. Hún ákvað að byrja að snappa til að ræða um fordóma. Nú fylgjast yfir tíu þúsund manns með dag- legu lífi Karenar sem ungrar móður á Snapchat. En frægðin hefur sína galla. Karen segir fullorðna konu hafa staðið í hótunum við hana og talað illa um hana við fyrirtæki og aðra snappara. „Ég hef talað við rosalega marga sem hafa einnig lent í henni. Ég þekki hana varla og veit ekki hvað ég á að hafa gert henni. Hún er að eyði- leggja mannorð mitt,“ segir Karen. Í einlægu viðtali ræðir Karen um hvernig er að vera ung móðir, fordómana sem hún finnur fyrir og deilur við annan snappara. Fær mikinn stuðning Hvernig hafa síðustu fjórir mánuðir verið? „Mjög upp og niður. Maður getur aldrei ímyndað sér fyrir fæðingu hvernig þetta verður. Þetta hefur verið erfitt en Adrían er mjög gott barn. Við erum mjög heppin. Hann sefur á næturnar, grætur lítið, tekur pela og snuð. Það er ekkert að hjá honum.“ Karen Hrund og Adrían búa hjá móður Karenar. Ómar býr rétt fyrir utan Akureyri en er oft hjá þeim og öfugt. „Ég hefði örugglega aldrei búist við þessu fyrir rúm- lega ári, en þetta gengur vel. Ég er að standa mig betur í þessu en ég myndi standa mig í námi ef ég væri í skóla núna.“ Fáið þið mikinn stuðning frá fjölskyldu ykkar? „Já. Í byrjun þurfti ég sérstak- lega á því að halda. Upp á síðkastið hef ég verið mjög mikið með Adrían og verið að bæta upp tím- ann í byrjun, en þá fór ég mjög oft út að hitta vini mína. Þar sem ég er svona ung fann ég fyrir svo mikilli þörf eftir fæðinguna að fara út og skemmta mér. Líka til að jafna mig eftir meðgönguna. Ómar var mik- ið með hann, mamma mín eða mamma Ómars. Það var mjög fínt en núna er ég byrjuð að vera mik- ið ein með Adrían og það gengur mjög vel. Ég veit alveg að ég þurfti á því að halda í byrjun að fara út og hitta vini svo líðan mín væri góð. Amma mín og afi hafa hjálpað okkur mikið líka,“ segir Karen og bætir við að Ómar hafi staðið sig rosalega vel. Fæðingarþunglyndi Karen grunar að hún þjáist af fæðingarþunglyndi. „Ég hef ekki leitað mér hjálpar eða fengið greiningu. En ég held ég sé með fæðingarþunglyndi. Ég er undir svo miklu áreiti.“ Áreitið segir Karen aðallega koma frá samfélagsmiðlum eins og Snapchat. Karen Hrund er mjög vinsæl á Snapchat, undir nafninu @KarenHrund, og fylgjast yfir tíu þúsund manns með henni dag- lega. Þegar hún var ólétt fylgdust tæplega fimmtán þúsund manns með henni daglega. „Ég er ekki að snappa eins mik- ið og ég gerði áður fyrr, enda hefur fylgjendafjöldinn verið í takt við það. Ég tek fleiri pásur núna og er ekki allan daginn að snappa. Þetta getur verið mjög erfið vinna. Það þarf allt að vera svo skipulagt á snappinu. Eins og ef ég segist ætla að koma inn klukkan tíu þá þarf ég að gera það þótt Adrían sé grát- andi. Það er frekar böggandi. En ég læt mig hafa þetta,“ segir Karen. „Ég fæ oft ljót skilaboð frá fólki en oftast er það frá gerviaðgöng- um á Snapchat, frá fólki sem þor- ir ekki að segja þessa hluti við mig undir nafni. Ég tek lítið mark á þeim skilaboðum.“ Byrjaði að snappa út af fordómum „Ástæðan fyrir því að ég byrjaði að snappa voru fordómar sem ég var að finna fyrir,“ segir Karen og held- ur áfram: „Fordómarnir eru vegna þess að ég er ung og á barn. Ég hef fengið að heyra „oj, þú ert ógeðsleg að eiga barn“ og fengið alls konar skilaboð sem fólk myndi ekki senda til dæm- is þrítugri móður. Fólk telur sig hafa skotleyfi á mig og geta sagt hvað sem er því ég er svo ung. Það passar sig enginn á því hvað hann segir á Snapchat. Fólk lætur allt vaða, það er ótrúlegt. Mér myndi ekki detta í hug að senda neinum þau skilaboð sem ég fæ.“ Segir annan snappara hafa gert sér lífið leitt Rétt fyrir jól var mikið rætt um meint rifrildi milli Karenar og annars snappara á samfélagsmiðl- um. Karen tjáði sig um málið á Snapchat á þeim tíma. Karen vill ekki nafngreina snapparann, sem hún segir hafi hótað sér bæði of- beldi og lögsókn. „Þetta byrjaði allt á því að þessi kona hafði samband við mig þegar ég var ólétt og komin með ágætis fylgjendahóp á Snapchat. Konan er yfir þrítugt og er sjálf að snappa. Hún sagðist vilja gefa mér pakka og spurði hvort ég væri til í að hitta hana. Ég svaraði því játandi, alltaf gaman að hitta aðra snappara,“ segir Karen og heldur áfram: „Hún virkaði mjög vel á mig í byrjun. Ég tók samt eftir því að það var eitt- hvað bogið við hana, en pældi ekk- ert meira í því.“ Rifrildið sjálft Karen segir að rekja megi upp- haf deilna þeirra til færslu á Beauty Tips sem Karen hafði skrif- að athugasemd við. Karen segir konuna hafi talið Karen vera tala um sig og allt hafi farið í háaloft. Nokkrum mánuðum síðar bað konan Karen afsökunar að sögn Karenar. „Ég komst síðan að því að hún hafði sagst ætla að senda fólk að berja mig og Ómar. Ég komst einnig að því að hún segði við fólk að Ómar væri ekki faðir Adríans, að við værum í dópi og alls konar bull. Mér var einnig sagt að hún væri stöðugt að tala um mig, við aðra snappara og fyrirtæki. Ég hef mjög öruggar heimildir fyrir því að hún hafi farið til fyrirtækja til að hvetja þau að vera ekki í samstarfi með mér. Hún er enn þá að þessu. Ég þekki þessa konu varla og ég skil ekkert hvaðan allt þetta kemur.“ Karen segist ekki vilja standa í deilum við konuna og hafi fyrst um sinn ekki ætlað að gera neitt í málinu. Hún hafi þó ákveðið að tjá sig um málið til að bjarga mann- orði sínu. „Ég er bara sextán ára, ég skil ekki af hverju þessi þrítuga kona er að gera mér þetta. Ég vil að ég, Ómar og sonur minn séum látin í friði.“ Bjóst ekki við viðbrögðunum „Ég bjóst ekki við því að fá svona marga fylgjendur þegar ég byrjaði að snappa. Ég hef fengið alls kon- ar skilaboð frá fylgjendum mín- um, um hvað ég sé dugleg og hug- rökk. Ég hef líka fengið skilaboð frá stelpu sem sagðist hafa verið ólétt en farið í fóstureyðingu því hún þorði ekki að eiga barnið út af for- dómum. Þá vissi ég hvað ég væri að opna á mikilvæga umræðu. Aftur á móti hef ég einnig feng- ið skilaboð frá ungum stúlkum sem segjast ætla að verða óléttar alveg eins og ég. Ég er alls ekki að hvetja til þess að unglingsstúlkur verði ólétt- ar. Í mínu tilviki varð ég óvart ólétt og við unnum úr aðstæðunum á þenn- an hátt. Fjölskylda mín og vinir hafa verið mikið til staðar og hefur stuðn- ingur þeirra verið ómetanlegur.“ n Lesa má viðtal DV við Karen Hrund í heild sinni á dv.is Karen er 16 ára móðir n Vinsæl á Snapchat n Segist áreitt af þrítugri konu n Finnur fyrir fordómum Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is „ Við erum mjög heppin Karen Hrund Var fimmtán ára þegar hún varð ólétt að syni sínum Adrían. Hún fann fyrir miklum fordómum. Hún byrjaði að snappa til að ræða um fordómana. Fjölskyldan Karen Hrund, Ómar Berg og son- ur þeirra Adrían. Karen segir Adrían vera mjög gott barn og þau séu mjög heppin með hann. Alhliða veisluþjónusta Kökulist | Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar | Sími: 555 6655 og 662 5552 | kokulist@kokulist.is Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 | Reykjanesbæ | Sími: 421 2630 | kokulist@kokulist.is Eingöngu fyrsta flokks hráefni Tertur – Tapas snittur – Spjót – Súrdeigsbrauð Konfekt – Kransakökur – Súpur – Brauðréttir Gerðu daginn eftirminnilegan l li veisl j st Kökulist | Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar | Sími: 555 6655 og 662 5552 | kokulist@kokulist.is Eingöngu fyrsta flokks hráefni Tertur – Tapas snittur – Spjót – Súrdeigsbrauð Konfekt – Kransakökur – Súpur – Brauðréttir i fti i il Útskrift · Brúðkaup · Skírn · Ferming Útskrift · Brúðkaup · Skírn · Ferming
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.