Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Blaðsíða 14
14 Helgarblað 12. janúar 2018fréttir
n Opinn og vinmargur n Lögreglumenn í fríi n Óumbeðin þjónusta
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is
„Það er alltaf erfitt
að nefna það í
svo sorglegu máli, en við
þurfum að fá greiðslu
í dag eða snemma á
morgun. Heildarupp-
hæðin er 698.802 IKR og
bankanúmerið er xxx“
Rukkuð um stóRfé
eftiR sjálfsvíg sonaR
Fjölskylda Connels Tim, Chloe og Nathalie.
Connel Arthur Í fríi í Búlgaríu
skömmu áður en hann lést.
H
inn 21 árs gamli Conn-
el Arthur kom hingað til
lands í ágústmánuði sem
skiptinemi frá Skotlandi.
Hann þekkti engan en eignaðist
strax fjölda vina enda opinn og
skemmtilegur strákur. Hann starf-
aði sem barþjónn á krá í miðborg
Reykjavíkur og eignaðist þar eins
konar fjölskyldu. Fjórum dögum
fyrir jól svipti hann sig lífi og þegar
móðir hans, stjúpfaðir og systir
komu til landsins til að sækja hann
mætti þeim ekkert nema ómann-
eskjulegt skilningsleysi og pen-
ingaplokk að þeirra mati.
Mogwai tileinkaði lag
Connel nam efnafræði í Háskólan-
um í Glasgow og hann kom hing-
að til lands á Erasmus-styrk til að
læra jarðvarmaverkfræði. Robyn
Phaedra Mitchell er frá Vancou-
ver í Kanada og hefur búið hér á
landi í fimmtán ár. Hún kynnt-
ist Connel daginn sem hann kom
hingað til landsins. Í samtali við
DV segir hún: „Hann var ótrú-
legur. Allir sem kynntust hon-
um elskuðu hann. Hann var klár,
mannblendinn og laus við alla
feimni. Hann hafði mikinn áhuga
á snjóbrettum og útiveru. Einnig
hjólabrettum, hann gekk um alla
borgina með brettið sitt.“
Tónlist hefur verið mikil ástríða
fjölskyldu Connels alla tíð og
tónleikar sér í lagi. Móðir hans,
Nathalie, og stjúpfaðirinn, Tim
Slack, sóttu um 200 tónleika á ár-
inu 2017. Um jólin 2016 fór Conn-
el með þeim að sjá skosku hljóm-
sveitina Mogwai í heimalandinu
og fjölskyldan var búin að skipu-
leggja að heimsækja hann á Ís-
landi og sjá Mogwai aftur á tón-
leikahátíðinni Norður og Niður í
Hörpu 29. desember.
Vinir Connels hérna á Íslandi
vissu ekki að hann glímdi við
þunglyndi. Þess vegna kom fráfall
hans aðfaranótt 20. desember eins
og þruma úr heiðskíru lofti. Hann
átti fjölskyldu, kærustu í Englandi
og bjarta framtíð. Robyn segist
hafa grátið viðstöðulaust. „Ég var í
algeru áfalli. Þetta var svo sorglegt.
Við vinir hans höfðum heyrt frá
honum rétt áður en þetta gerð-
ist. Hann sendi mér gif-myndir af
risaeðlum og við göntuðumst. Við
vorum algerlega grandalaus um
það sem var í vændum.“
Þegar fjölskyldan kom hingað
hitti hún hljómsveitarmeðlimi
Mogwai og ræddu við þá fyrir
tónleikana. Hljómsveitin tileink-
aði svo Connel eitt lagið sem þeir
fluttu í Hörpu.
Skipað að blása
Háskólinn og Félagsstofnun stúd-
enta gátu ekki útvegað honum
húsnæði þegar hann kom hingað
til lands og átti hann í basli allan
þann stutta tíma sem hann var
hér. Hann bjó á þremur stöðum en
var í sífellu að missa íbúðir, með-
al annars vegna þess að þær voru
leigðar út í Airbnb. Um það leyti
sem hann svipti sig lífi fékk hann
að gista á Stúdentagörðunum hjá
vini sínum.
Vinur hans, kanadískur skipt-
inemi, kom að honum nokkru
seinna og þá var Connel augljós-
lega löngu látinn. Þegar hann
hringdi í neyðarlínuna var hon-
um engu að síður skipað að reyna
endurlífgunartilraunir. Það fékk
mjög á hann að blása í Connel og
hann vissi að það þjónaði eng-
um tilgangi. Þegar lögregluþjón-
ar mættu á svæðið var þeim meira
umhugað að vita hvað sá sem fann
hann væri að gera þarna en hann
var þá í algjöru losti.
Fjölskylda Connels úti í
Skotlandi fékk fregnirnar af and-
láti hans frá Háskólanum og síð-
an aðstoð frá breska sendiráðinu
sem Robyn segir að hafi reynst
fjölskyldunni mjög vel. Þau fengu
hins vegar ekki að vita hvernig það
gerðist, það fréttu þau á samfé-
lagsmiðlum.
Jólafrí hjá lögreglunni
Þann 22. desember voru þau
komin til Íslands og fóru á lög-
reglustöðina til að fá upplýs-
ingar um andlátið og persónulega
muni hans. Þar var þeim sagt að
koma aftur eftir viku þar sem svo
margt starfsfólk væri í jólafríi. „Sá
sem sagði þeim þetta var þá með
munina hans inni á skrifstofu
en sagði þeim engu að síður að
koma seinna. Þau fengu ekki að
sjá neinar skýrslur eða vita neitt.
Þau vissu ekkert hvað þau áttu að
gera, nýbúin að missa son sinn,
á jólunum og í landi sem þau
þekktu ekki.“
Sem betur fer fyrir fjölskylduna
var Connel vinmargur og vinir
hans hér hjálpuðu fjölskyldunni
eins og þeir gátu. Þeim var ekki
boðin nein áfallahjálp eða sál-
fræðiaðstoð. Skiptineminn sem
kom að Connel þurfti að segja
fjölskyldunni hvernig þetta gerð-
ist og fara með þau á staðinn.
Robyn segir: „Við sátum þarna og
héldumst í hendur á meðan hann
sýndi okkur hvernig þetta hafði
gerst.“ Nemanum sem var með
stúdentaíbúðina á leigu var síðan
gefinn tveggja vikna frestur til að
yfirgefa hana vegna þess að hann
hefði leyft Connel að vera þar.
Það var ekki fyrr en Robyn setti
inn færslu á Facebook að lög-
reglan tók við sér, hafði samband
við fölskylduna og lét þau fá síma,
veski og aðra muni Connels. Tim
var þá sagt að einhver hjá lög-
reglunni hefði séð færsluna.
Fengu innheimtubréf meðan
þau sáu son sinn í hinsta sinn
Að flytja lík erlends ríkisborgara til
heimalands kostar um eina millj-
ón íslenskra króna. Skólastjóri há-
skólans í Glasgow hafði samband
við fjölskylduna að fyrra bragði og
bauðst til þess að skólinn borgaði
flutninginn. En þegar útfararþjón-
ustan sendi þeim reikningsyfirlit
yfir annan kostnað brá þeim held-
ur betur í brún því hann hljómaði
upp á 700 þúsund krónur.
Sumt af því sem þar var listað
kom þeim ekki á óvart, svo sem
smurning líksins. En þegar þau
skoðuðu yfirlitið sáu þau að rukk-
að var fyrir hluti sem þau höfðu
ekki beðið um eða datt aldrei í hug
að yrði rukkað fyrir. Þau voru rukk-
uð fyrir hvern tölvupóst og hvert
orð í hverjum tölvupósti, túlkaþjón-
ustu á hvern tölvupóst og hvert orð
í hverjum tölvupósti, hvert sím-
tal (talið í 30 sekúndna einingum),
þýðingu á dánarvottorði, túlkaþjón-
ustu þó að aldrei hafi verið neinn
túlkur á svæðinu, líkskyrtu sem þau
báðu aldrei um, lögfræðiþjónustu
án þess að vita að þau væru að tala
við lögfræðing og fleira. Þeim var
einnig sagt að ef þetta yrði ekki stað-
greitt áður en þau færu úr landi færi
Connel ekki með þeim.
Fjölskyldan sá Connel í síðasta
skipti 4. janúar áður en kistunni
var lokað. Þá var önnur útför í
gangi í kapellunni í næsta herbergi
og lögfræðingur útfararstofunn-
ar var inni á skrifstofu að senda
Tim tölvupóst með ítrekun á inn-
heimtunni: „Það er alltaf erfitt að
nefna það í svo sorglegu máli, en
við þurfum að fá greiðslu í dag
eða snemma á morgun. Heildar-
upphæðin er 698.802 IKR og
bankanúmerið er xxx.“ Fjölskyld-
an komst heim til Skotlands með
Connel þann 6. janúar eftir samn-
ingalotu við útfararstofuna og Há-
skólann í Glasgow. Hann verður
jarðaður á næstunni í athöfn sem
send verður út á Apple TV svo fjöl-
margir vinir hans víða um heim
geti fylgst með. n