Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Blaðsíða 64
52 Helgarblað 12. janúar 2018 Banvæn afbrýðisemi Þann 26. júlí, 2003, upphófst rifrildi franska tónlistar- mannsins Bertrands Cantat og kærustu hans, Marie Trintignant, á hótelherbergi í Vilníus, höfuðborg Litháen. Rifrildið snerist um meinta ótryggð Marie. Bertrand, sem á sínum tíma var stórt nafn í heimi franskrar tón- listar, réðst með hnúum og hnefum á Marie og lét hana síðan liggja meðvit- undarlausa í rúminu. Hún andaðist nokkrum dögum síðar vegna bólgu í heila. Bertrand fékk átta ára dóm árið 2004 og síðan reynslu- lausn í október 2007. 13 13 manns féllu fyrir hendi Le Than Van, víetnamskrar konu frá Ho Chi Minh-borg. Fólkinu banaði hún, árin 1998–2001, með því að byrla því blásýru. Fyrir vikið fékk var hún dæmd til dauða árið 2004. Eiginmaður hennar, Dinh Danh Quang, fékk 21 árs dóm fyrir að hlaupa undir bagga með henni. Móðir myrðir Mary Beth Tinning, frá Schenectady í New York- fylki í Bandaríkjunum, fékk 20 ára dóm árið 1987. Þá hafði hún verið sakfelld fyr- ir að myrða eitt barna sinna, þriggja og hálfs mánaða dóttur, árið 1985. Mary Beth viðurkenndi einnig að hafa banað tveimur sona sinna. Ekki er talið loku fyrir það skotið að Mary Beth hafi myrt öll sín börn, átta tals- ins, en ekkert þeirra náði fimm ára aldri. Ástæða voðaverkanna var sú að Mary Beth vildi öðlast sam- úð annarra. Sakamál vitale vegin n Var myrt af 16 ára dreng n Sennilega tilviljun ein M aður er nefndur Daniel Horowitz og er banda- rískur lögfræðingur og var um tíma ágætlega þekktur sjónvarpsráðgjafi í Banda- ríkjunum. Árið 2005 varð hann á nánast allra vörum vestan Atl- antsála er hann sá um vörn Scotts Peterson, áburðarsölumanns sem hafði myrt barnshafandi eigin- konu sína. Scott var síðar sakfelld- ur fyrir vikið. Horowitz var einkum þekktur fyrir að taka að sér vörn í áberandi málum og haft var á orði að meðal skjólstæðinga hans hefði verið misjafn sauður í mörgu fé. Á það verður ekki lagt mat enda allt önnur saga. „H“ skorið í bakið Þungamiðja málsins sem fjallað verður um hér hverfist um eigin- konu Horowitz og Scott nokkurn Dyleski. Þannig var mál með vexti að þann 15. október, 2005, gekk Horowitz fram á líkið af eigin- konu sinni, Pamelu Vitale, í anddyri hreyfanlegs heimil- is þeirra, en draumaaðsetur hjónanna var þegar þar var komið sögu í smíðum fyrir utan San Francisco. Aðkoman hefur ekki verið geðsleg því morðingi Pamelu hafði skorið „H“ í bakið á henni og rist upp kvið hennar. Ungur morðingi Í fyrstu taldi lögregla nokkuð augljóst að morðið tengdist með einum eða öðrum hætti skipulagðri glæpastarf- semi, og kannski ekki undarlegt í ljósi starfa Horowitz. Ekki leið á löngu þar til þeirri kenningu var kastað fyrir róða, enda mun vænlegri möguleiki til staðar. Þar var um að ræða 16 ára gutta, fyrrnefnd- an Scott Dyleski, og í ljós koma að hann hafði stigið á öxl Pamelu og skilið þar eftir skófar. Einnig fannst lífsýni úr Pamelu Vitale á ýmsum fatnaði Scotts og lífsýni úr honum við líkið af henni. Áhugi á dauða og ofbeldi Við réttarhöldin, síðar meir, gekk sækjandi út frá því að Scott hefði ruglast á Pamelu og einhverjum öðrum nágranna; rann- sókn leiddi í ljós að hann hafði stolið kreditkortaupp- lýsingum til að kaupa á netinu ljós til marijúana- ræktunar. Scott var sagður hafa breyst mikið eftir að systir hans lét líf- ið í bílslysi. Að sögn þeirra sem til þekktu breyttist Scott úr dæmi- gerðum dreng og fékk óeðlilega mikinn áhuga á dauða og ofbeldi. Gátlisti Scotts Frekar óhugnanlegur gátlisti fannst í fórum Scotts og eng- um vafa undirorp- ið að hann hafði skrifað hann: „Rota/ ræna, spyrja spurninga, halda í prísund meðan kannað er hvort PIN-númer sé rétt, skítaverk, losna við sönnunargögn (skera í stykki og grafa).“ Þegar upp var staðið slapp Scott við dauðadóm, enda 16 ára þegar hann framdi morðið. Hann fékk hins vegar lífstíðardóm án möguleika á reynslulausn. n „ Breyttist Scott úr dæmigerðum dreng og fékk óeðlilega mikinn áhuga á dauða og ofbeldi Scott Dyleski Risti „H“ í bak fórnarlambsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.