Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Blaðsíða 6
6 Helgarblað 12. janúar 2018fréttir
Ó
ttastjórnun, starfsmaður
kærður fyrir alvarlegt kyn-
ferðisbrot, óviðeigandi
samskipti yfirmanns við
kvenkyns skjólstæðinga og and-
lát sem aldrei hefði átt að eiga sér
stað. Þetta eru atvik sem koma
við sögu á síðustu tveimur árum
á meðferðarstöðinni og tengjast
rekstri Krýsuvíkursamtakanna á
meðferðarheimili í Krýsuvík.
„Ég dey í kvöld,“ sagði ungur
maður, Jón Einar Randversson,
við vini sína og ráðgjafa með-
ferðarheimilisins þegar hon-
um var vísað úr meðferð í byrjun
október. Jón Einar hafði dvalið í
níu vikur í Krýsuvík. Hann hafði
ekki lokið meðferð sem tekur sex
mánuði. Samkvæmt heimildum
DV hafði Jón Einar staðið sig með
miklum sóma og þótti starfsfólki
og öðrum skjólstæðingum með-
ferðarheimilisins brottvísunin
afar ósanngjörn. Daginn eftir var
Jón Einar látinn.
Gríðarleg starfsmannavelta
Þetta er aðeins eitt dæmi af
nokkrum sem virðast benda til
þess að pottur sé brotinn í mál-
efnum meðferðarheimilis Krýsu-
víkursamtakanna. Heimildir DV
herma að nokkrir stjórnenda og
starfsmanna heimilisins hafi síð-
ustu misserin átt óviðeigandi
samskipti og sambönd við skjól-
stæðinga heimilisins og hef-
ur einn þeirra kært fyrrverandi
starfsmann til lögreglu fyrir kyn-
ferðisbrot. Þá þykir stjórnun
nokkurra helstu starfsmanna
hafa verið mjög harðneskjuleg
og ósanngjörn, bæði í garð skjól-
stæðinga og undirmanna. DV
hefur rætt við ótal starfsmenn og
skjólstæðinga vegna þeirra mála
sem upp eru komin.
„Að mínu mati á að loka
þessari stofnun,“ segir Inga Lind
Gunnarsdóttir, fyrrverandi ráð-
gjafi sem starfaði hjá Krýsu-
víkursamtökunum um hálfs árs
skeið. Inga Lind segist hafa veru-
legar efasemdir um að þar inn-
andyra sé unnið faglegt starf og
að árangurinn, sem stjórnendur
hreykja sér af, sé í besta falli ýktur.
„Þann tíma sem ég var þarna þá
held ég að það sé einn sem sé enn
edrú, sem tókst að bjarga. Aðrir
eru á kafi í neyslu eða látnir,“ segir
Inga Lind. Þá segir hún að aðrar
meðferðarstofnanir, til dæm-
is SÁÁ, nái mun betri árangri að
hennar mati. Þá sé starfsmanna-
veltan gríðarleg, þvert á það sem
stjórnendur halda fram.
Fjölskylda og vinir stjórna með-
ferðarstöðinni
Krýsuvíkursamtökin reka áfengis-
og vímuefnameðferð fyrir fólk af
báðum kynjum frá 18 ára aldri.
Skjólstæðingarnir eru rúmlega
22 hverju sinni og eru jafnan þeir
sem hafa átt í hve mestum vand-
ræðum að fóta sig í samfélaginu
og á öðrum meðferðarstofnun-
um.
Í kringum 15 manns starfa fyrir
samtökin og tengjast þau sterk-
um fjölskyldu- og vinaböndum.
Framkvæmdastýra samtakanna
er Lovísa Christiansen en sonur
hennar, Þorgeir Ólason, er for-
stöðumaður meðferðarheim-
ilisins. Á skrifstofunni starfar
einnig mágkona Þorgeirs og með-
al annarra lykilstarfsmanna hafa
valist nánustu vinir Þorgeirs. Hafa
nýir starfsmenn fundið fyrir því
á eigin skinni að falli þeir ekki
inn í þá fjölskyldustemningu og
þann kúltúr sem hefur myndast á
heimilinu þá verði þeir ekki lang-
lífir í starfi. Þorgeir heldur fram
að starfsmannavelta sé lítil sem
engin en heimildir DV segja allt
aðra sögu. Starfsmenn hafa flúið
eða verið reknir skyndilega og er
þar fyrst og fremst skorti á faglegri
umgjörð um að kenna varðandi
ógöngurnar í stjórnun Krýsu-
víkursamtakanna. Þá séu þeir
látnir fara sem hafa út á starfs-
hætti yfirmanna að setja.
Óeðlilegt samneyti starfs-
manna við skjólstæðinga
Blaðamenn DV hafa síðustu daga
átt samtöl við ótal einstaklinga
Jón lést daginn eftir
umdeilda brottvísun
n „Ég dey í kvöld“ n Engir starfsmenn eftir klukkan fjögur n Gríðarleg starfsmannavelta
n Fjölskylda og vinir stjórna meðferðarstöðinni n Óeðlilegt samneyti við skjólstæðinga
Björn Þorfinnsson, Kristjón Kormákur
Guðjónsson, Sigurvin Ólafsson
bjornth@dv.is / kristjon@dv.is / sigurvin@dv.is Um Krýsuvíkursamtökin
Krýsuvíkursamtökin eru sjálfseignarsamtök sem voru stofnuð árið
1986, upphaflega til að sjá um meðferð unglinga í vímuefnavanda.
Eftir erfið byrjunarár var starfið endurreist og því breytt verulega
árið 1997. Í dag reka samtökin áfengis- og vímuefnameðferð fyrir
fólk af báðum kynjum frá 18 ára aldri og upp úr. Meðferðarheimilið
er staðsett í Krýsuvík.
Starfið á meðferðarheimilinu byggist á þremur þáttum; með-
ferð, vinnu og námi. Meðferðin er grundvölluð á 12 spora kerfinu
og felur m.a. í sér einkaviðtöl, hópfundi, fyrirlestra, kennslu og lík-
amsrækt. Meðferðartíminn er að lágmarki sex mánuðir. Vinnan
miðast við almenn húsverk innanhúss svo og viðhald á húsinu og
nánasta umhverfi þess. Umsjón húsdýra er einnig í höndum vist-
manna. Í samstarfi við Menntaskólann í Kópavogi er boðið upp á
nám á framhaldsskólastigi fyrir skjólstæðinga. Námið er að miklu
leyti sjálfsnám en kennarar menntaskólans hitta nemendur einu
sinni í viku.
Samkvæmt heimasíðu samtakanna starfa að jafnaði í kringum
15 manns við meðferðarheimilið, þar á meðal áfengisráðgjafar,
kennarar, matreiðslumenn, handleiðarar, læknir, forstöðumaður,
sálfræðingur, staðarhaldari og bílstjóri.
Sigurlína Davíðsdóttir, prófessor emerita, er formaður samtak-
anna. Framkvæmdastýra er Lovísa Christiansen og sonur hennar,
Þorgeir Ólason, er forstöðumaður meðferðarheimilisins.
Á heimasíðu samtakanna er heimilinu lýst sem framsæknasta
meðferðarúrræði í Evrópu sem völ er á í dag.
„Í raun og
veru er
þetta landsliðið
í neyslu, fólkið
sem er við það
að fara að deyja
„Að mínu mati
á að loka
þessari stofnun