Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Blaðsíða 25
25Helgarblað 12. janúar 2018 Sum fyrirtæki senda bara starfsmann út í búð. Það kostar ekkert því hann er hvort sem er í vinnunni Ávextir alla daga vinnuvikunnar kosta um 550 kr. á mann. Hamborgaratilboð kostar hátt í 2.000 kallinn, einu sinni. Ávaxtabiti um miðjan morgun eða um nónið, getur bjargað deginum þegar starfsmenn eru orðnir orkulausir. Vinnuveitendur geta hagnast nokkuð á því. Þegar fyrirtæki eru í áskrift hjá Ávaxtabílnum, þurfa þau aldrei að muna að panta – ávextirnir koma bara. Ef fyrirtæki í áskrift vill breyta pöntun sinni, er hún kölluð fram á heimasíðu okkar, breytt og send inn – gæti ekki verið einfaldara. Fyrirtæki í áskrift fá 20% afslátt af veislubökkum okkar. Starfsmenn Múlalundar sjá um alla tiltekt ávaxtanna fyrir Ávaxtabílinn og fá svo að sjálfsögðu ávexti upp á borð hjá sér alla vikuna ódýr Nú eru góð ráð www.avaxtabillinn.is • avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • 517 0110 Ávaxtaðu betur Hermann Hreiðarsson Hóteleigandi Ár í atvinnumennsku: 15 Landsleikir: 89 Harðhausinn frá Eyjum er að taka að sér þjálfarastarf í Indlandi en hann á og rekur Stracta Hótel sem staðsett er á Hellu. Hermann átti frábæran feril í ensku úrvals- deildinni og varð meðal annars bikarmeistari með Portsmouth. Þá var Hermann fyrirliði og lykilmaður í ís- lenska landsliðinu í fjölda ára. Eyjapeyinn hefur þjálfað hér heima en kom hótelinu af stað sem hefur verið afar vinsælt á meðal ferðamanna sem eru á ferð um landið. Gylfi Einarsson Framkvæmdastjóri Ár í atvinnumennsku: 10 Landsleikir: 24 Hver man ekki eftir markinu sem Gylfi skoraði gegn Ítalíu árið 2004 þegar áhorf- endamet var sett á Laugardalsvelli? Gylfi skoraði í 2-0 sigri á stórveldinu en 20.200 áhorfendur voru á vellinum. Gylfi átti frábæran feril úti og lék meðal annars með Leeds á Englandi en stuðningsmenn félagsins elska Gylfa enn í dag. Hann starfaði áður hjá Cintamani en er nú eigandi í fyrirtæki sem starfar í Tax Free-bransanum og er þar framkvæmdastjóri. Fyrirtækið stofnaði Gylfi á síðasta ári. Pétur Hafliði Marteinsson Athafnamaður og ráðgjafi Ár í atvinnumennsku: 10 Landsleikir: 36 Eftir feril sinn í knattspyrnu hefur Pétur verið virkur í viðskiptalífinu á Íslandi. Pétur er einn af eigendum og stofnendum Kex hostel sem hefur fest sig rækilega í sessi. Þá er hann einn af eigendum Kaffihúss Vesturbæjar sem hefur vakið mikla lukku í Reykjavík. Þá er Pétur eigandi Borgarbrags sem vinnur í því að bæta borgarumhverfi með ráðgjafar- og verkefnastjórnun. Borgarbragur hefur unnið mikið fyrir KSÍ sem vinnur í því að gera nýjan Laugardalsvöll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.