Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Síða 25
25Helgarblað 12. janúar 2018 Sum fyrirtæki senda bara starfsmann út í búð. Það kostar ekkert því hann er hvort sem er í vinnunni Ávextir alla daga vinnuvikunnar kosta um 550 kr. á mann. Hamborgaratilboð kostar hátt í 2.000 kallinn, einu sinni. Ávaxtabiti um miðjan morgun eða um nónið, getur bjargað deginum þegar starfsmenn eru orðnir orkulausir. Vinnuveitendur geta hagnast nokkuð á því. Þegar fyrirtæki eru í áskrift hjá Ávaxtabílnum, þurfa þau aldrei að muna að panta – ávextirnir koma bara. Ef fyrirtæki í áskrift vill breyta pöntun sinni, er hún kölluð fram á heimasíðu okkar, breytt og send inn – gæti ekki verið einfaldara. Fyrirtæki í áskrift fá 20% afslátt af veislubökkum okkar. Starfsmenn Múlalundar sjá um alla tiltekt ávaxtanna fyrir Ávaxtabílinn og fá svo að sjálfsögðu ávexti upp á borð hjá sér alla vikuna ódýr Nú eru góð ráð www.avaxtabillinn.is • avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • 517 0110 Ávaxtaðu betur Hermann Hreiðarsson Hóteleigandi Ár í atvinnumennsku: 15 Landsleikir: 89 Harðhausinn frá Eyjum er að taka að sér þjálfarastarf í Indlandi en hann á og rekur Stracta Hótel sem staðsett er á Hellu. Hermann átti frábæran feril í ensku úrvals- deildinni og varð meðal annars bikarmeistari með Portsmouth. Þá var Hermann fyrirliði og lykilmaður í ís- lenska landsliðinu í fjölda ára. Eyjapeyinn hefur þjálfað hér heima en kom hótelinu af stað sem hefur verið afar vinsælt á meðal ferðamanna sem eru á ferð um landið. Gylfi Einarsson Framkvæmdastjóri Ár í atvinnumennsku: 10 Landsleikir: 24 Hver man ekki eftir markinu sem Gylfi skoraði gegn Ítalíu árið 2004 þegar áhorf- endamet var sett á Laugardalsvelli? Gylfi skoraði í 2-0 sigri á stórveldinu en 20.200 áhorfendur voru á vellinum. Gylfi átti frábæran feril úti og lék meðal annars með Leeds á Englandi en stuðningsmenn félagsins elska Gylfa enn í dag. Hann starfaði áður hjá Cintamani en er nú eigandi í fyrirtæki sem starfar í Tax Free-bransanum og er þar framkvæmdastjóri. Fyrirtækið stofnaði Gylfi á síðasta ári. Pétur Hafliði Marteinsson Athafnamaður og ráðgjafi Ár í atvinnumennsku: 10 Landsleikir: 36 Eftir feril sinn í knattspyrnu hefur Pétur verið virkur í viðskiptalífinu á Íslandi. Pétur er einn af eigendum og stofnendum Kex hostel sem hefur fest sig rækilega í sessi. Þá er hann einn af eigendum Kaffihúss Vesturbæjar sem hefur vakið mikla lukku í Reykjavík. Þá er Pétur eigandi Borgarbrags sem vinnur í því að bæta borgarumhverfi með ráðgjafar- og verkefnastjórnun. Borgarbragur hefur unnið mikið fyrir KSÍ sem vinnur í því að gera nýjan Laugardalsvöll.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.