Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Síða 4
að deila nálabúnaði og neyta vímu-
efna á almannafæri eru líklegir til
að breyta neysluhegðun, tíðni blóð-
borinna smita og sýkinga lækkar,
nálabúnaður á glámbekk er sjald-
séðari og einstaklingar eru líklegri
til að hætta neyslu,“ segir Edda.
Eitt alvarlegasta vandamál sem
einstaklingar í neyslu um æð þurfa
að horfast í augu við er hættan á
dauðsföllum vegna of stórra
skammta, á ári hverju deyja 12-13
af slíkri neyslu á Íslandi en
einstaklingar undir 30 ára sem eru í
neyslu vímuefna um æð eru í 30
sinnum meiri hættu á ótímabærum
dauðdaga en jafnaldrar þeirra, sam-
kvæmt tölum SÁÁ.
„Það hefur ekki orðið eitt dauðs-
fall af völdum ofneyslu í neyslurým-
um,“ segir Edda.
Mannúðleg nálgun að
vímuefnavanda
„Það er mörgu ábótavant í skaða-
minnkun á Íslandi,“ segir Svala.
„Næsta stóra skrefið er að koma á
fót og opna neyslurými, við erum
komin þangað. Það hafa verið gerð-
ar endalausar rannsóknir og þetta
er gagnreynd aðferð. Þetta er
mannúðleg nálgun að vímuefna-
vanda og þarna er fyrst og fremst
hugað að heilsufarslegum þáttum
og því að koma í veg fyrir dauðsföll,
en það þarf ákveðið þor til að stíga
þetta skref.“
Edda og Þórunn taka undir þetta
með Svölu. „Miðað við allt sem við
höfum lesið er þetta næsta skref í
skaðaminnkandi úrræðum. Þetta er
stór hópur sem við erum búin að
ýta í burtu og fær ekki þá aðstoð
sem hann þarf. Fíkn er sjúkdómur,
það er veitt meðferð við öllum sjúk-
dómum, við þurfum líka að veita
meðferð við þessum.“
Ný nálgun að fíkniefnavanda
Skaðaminnkandi hugmynda-fræði hefur á síðastliðnumárum haslað sér völl í vímu-
efnamálum víðs vegar um Evrópu,
en ekki er langt síðan slík úrræði
byrjuðu að skjóta upp kollinum hér
á landi. Í skilgreiningu Harm Re-
duction International kemur fram
að „[skaðaminnkun] vísi til stefna,
verkefna og verklags sem miðar
fyrst og fremst að því að draga úr
heilsufarslegum, félagslegum og
efnahagslegum afleiðingum notk-
unar löglegra og ólöglegra vímuefna
án þess endilega að draga úr vímu-
efnanotkun“.
„Það er nauðsynlegt að hafa
skaðaminnkun með í vímuefna-
stefnu landsins,“ segir Svala
Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú
Ragnheiðar, í samtali við blaða-
mann Sunnudagsblaðsins. „Við er-
um með forvarnir til að reyna að
halda fólki frá vímuefnum, svo erum
við með meðferðarúrræði svo fólk
geti leitað sér aðstoðar við að losa
sig við vímuefnin, en skaðaminnkun
er að þjónusta hópinn sem er í
virkri neyslu og býr við vandann, og
það er stór hópur.“
Frú Ragnheiður er verkefni á
vegum Rauða krossins í Reykjavík,
byggt á skaðaminnkandi
hugmyndafræði sem hefur það
markmið að ná til jaðarsettra hópa í
samfélaginu, t.d. einstaklinga með
fíkniefnavanda og heimilislausra, og
bjóða upp á sértæka heilbrigð-
isaðstoð og nálaskiptaþjónustu.
„Fyrsta skaðaminnkunarverk-
efnið á Íslandi var Frú Ragnheiður
og það var stofnað 2009. Þar áður
var ekki mikið verið að þjónusta
þennan hóp út frá skaðaminnkun.
Skaðaminnkandi verkefni eru fyrst
og fremst að ná sambandi við ein-
staklinga sem eru á þessum stað í
lífinu og reyna að lágmarka hætt-
una og skaðann sem fylgir þessu líf-
erni.“
Frú Ragnheiður er annað tveggja
formlegra skaðaminnkandi úrræða
á Íslandi en Konukot, neyð-
arathvarf fyrir heimilislausar kon-
ur, býður einnig upp á þjónustu
byggða á skaðaminnkandi hug-
myndafræði.
Þora ekki að leita hjálpar
Samkvæmt tölum SÁÁ er áætlað að
um 700 einstaklingar séu í virkri
neyslu vímuefna um æð á Íslandi.
„Það eru miklir fordómar í garð
þessa fólks,“ segir Svala. „Ef þú
notar vímuefni á Íslandi er það
tabú, fólk talar ekkert um það. Mín
reynsla er að þegar einstaklingar
með fíkniefnavanda leita sér heil-
brigðisþjónustu fái þeir öðruvísi við-
mót. Það er ekki litið á þá sem
manneskjur með tilfinningar og
sögu heldur aðeins sem fíkla, saga
þeirra skiptir ekki máli, slys sem
þau hafa orðið fyrir skipta ekki
máli, þau fá ekki sömu verkjastill-
ingu. Þess vegna er oft erfitt fyrir
þennan hóp að sækja sér heilbrigð-
isþjónustu, hann veigrar sér við því
vegna þess að hann fær þetta nei-
kvæða viðmót,“ segir Svala, en hún
hefur tekið eftir viðhorfsbreytingu á
síðustu árum.
„Það hefur orðið vitundarvakning
varðandi hugmyndafræði skaða-
minnkunnar, sérstaklega innan heil-
brigðiskerfisins, fólk er meira og
meira að sjá að þetta viðmót er ekki
í lagi.“
Neyslurými næsta skrefið
Þær Edda Rún Kjartansdóttir og
Þórunn Hanna Ragnarsdóttir segja
vandamálin sem einstaklingar í
virkri neyslu vímuefna um æð þurfi
að glíma við mjög margþætt, en
þær skrifuðu nýlega ritgerðina
„Neyslurými. Afhverju og hvern-
ig?“ sem lokaverkefni í hjúkr-
unarfræði við Háskóla Íslands sem
fjallar að stórum hluta um skaðam-
innkandi úrræði fyrir einstaklinga í
neyslu. „Þetta eru einstaklingar
sem eru meira líkamlega og andlega
veikir en einstaklingar í öðruvísi
fíkniefnaneyslu, það er mikil hætta
á ótímabærum dauðsföllum og sýk-
ingum, það er hætta á að taka of
stóran skammt. Svo eru það blóð-
borin smit af HIV og lifrarbólgu C,
það er talið að um 70% af þessum
hópi séu smituð af lifrarbólgu C,“
segir Þórunn en fyrir ritgerðina
fengu þær viðurkenningu fyrir
áhugavert og vel unnið BS-
lokaverkefni.
„Neyslurými er lagalega verndað
umhverfi þar sem einstaklingur get-
ur, undir handleiðslu sérhæfðs
starfsfólks, komið og neytt vímu-
efna í æð á öruggan og hreinlegan
máta þar sem allra sýkingarvarna
er gætt,“ segir Edda Rún, en þær
Þórunn fóru báðar til Danmerkur
að skoða neyslurými fyrr á árinu.
„Reynslan í Danmörku var frá-
bær. Við vorum búin að lesa um
neyslurými í sjö mánuði áður en við
fórum, en þegar við komum út urð-
um við mjög hissa. Þetta var magn-
að vegna þess að þeir sem komu inn
gátu verið þeir sjálfir, starfsmenn
sýndu enga fordóma og samstarf
við lögreglu var með besta móti,“
segir Þórunn en þær heimsóttu tvö
neyslurými í Danmörku sem bjóða
upp á samþætta þjónustu, þar sem
boðið er upp á gistingu og heil-
brigðisþjónustu ásamt neyslurými.
„Fjölmargar rannsóknir hafa ver-
ið gerðar á neyslurýmum og niður-
stöðurnar eru skýrar. Einstaklingar
sem stunda áhættuhegðun eins og
Áhöfn Frú Ragnheiðar,
Þórður Pálsson, Ragna
Kristmundsdóttir,
Metta Ragnarsdóttir og
Svala Jóhannesdóttir
Morgunblaðið/Ófeigur
Neyslurými er næsta skref í skaðaminnkandi úrræðum á Íslandi segir verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Einstaklingar í neyslu
verða fyrir fordómum og veigra sér við að leita heilbrigðisaðstoðar.
Edda Rún
Kjartansdóttir
Þórunn Hanna
Ragnarsdóttir
Morgunblaðið/Ófeigur
Frú Ragnheiður ekur um götur
Reykjavíkur sex kvöld í viku.
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.8. 2017
’
Hættan á dauðsföllum og óafturkræfum heilsufars-
vandamálum er mikil svo það þarf mjög sértækt
úrræði fyrir einstaklinga í neyslu.
Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar.
INNLENT
PÉTUR MAGNÚSSON
petur@mbl.is