Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Qupperneq 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Qupperneq 8
VETTVANGUR 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.8. 2017 Ég minnist þess að hafa gengiðút af nefndarfundi á Alþingiþegar krafist var trúnaðar um mál sem ég taldi að trúnaður ætti ekki að ríkja um. Ég sagði að væru mér færðar upplýsingarnar á fundinum myndi ég ekki gangast undir trúnað. Þeir sem í hlut áttu vildu við svo búið ekki leysa frá skjóðunni og ákvað ég þá að ganga af fundi. Gerði ég opinberlega grein fyrir þessari afstöðu minni. Um- ræðuefnið á fundinum var orku- verð. Í vikunni gerðist hins vegar sá furðulegi atburður að út af fundi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis gengu nefndarmenn sem vildu ekki fá vitneskju um efnis- þætti máls sem var til umfjöllunar! Í þessu átti að vera fólgin einhvers konar prinsipafstaða, nefnilega að mótmæla því að upplýsingarnar sem átti að reiða fram hefðu þýð- ingu – og ef þá einhverja, þá væru þær beinlínis afvegaleiðandi og ekki til þess fallnar að stuðla að óhlut- drægri nálgun. Þannig skildi ég þetta. Málefnið var uppreist æru ein- staklings sem brotið hafði alvarlega á börnum og unglingum en hafði öðlast endurnýj- aðan rétt sem lögmaður fyrir tilstuðlan stjórnvalda. Nú skal játað að málið er margslungið. Í fyrsta lagi hljómar undar- lega að þeir að- ilar sem eiga að taka upplýsta ákvörðun um hugsanlega endur- skoðun á lögum vilji ekki fá á sitt vinnsluborð allar upplýsingar sem málið varðar. Í mínum huga er þetta í hæsta máta óábyrgt. Það mál sem um ræðir hefur valdið straumhvörfum í þjóðfélagsumræð- unni og hlýtur í því ljósi að þurfa að skoðast sérstaklega. Í öðru lagi má um það deila hvort yfirleitt sé rétt að krefjast leyndar um einhverja þætti þessa tiltekna máls og þá sérstaklega hverjir skrifuðu undir meðmæli þess efnis að viðkomandi einstaklingur yrði gerður laus allra mála. Á þessu stigi er ekki úr vegi að leiða hugann að grundvallarspurn- ingu: Skipta leikendur og gerendur í kerfinu einhverju máli, hverjir þeir eru, nöfn þeirra og kennitölur? Hér vegast á tvö sjónarmið. Í fyrsta lagi er ekkert kerfi án nafns og kennitölu. Ekkert kerfi þrífst án gerenda – án þess að ein- hverjir láti það þrífast með verkum sínum. Ekkert alræðiskerfi hefði þannig mátt starfrækja án þeirra sem báru það uppi með gjörðum sínum. Í þessum skilningi getur enginn hlaupist undan siðferðilegri ábyrgð sinni. Á hinn bóginn er einnig hægt að koma sameiginlegri siðferðilegri ábyrgð á herðar einstaklinga að ósekju. Frægur að endemum varð Landsdómur sem vildi láta einn mann axla pólitíska ábyrgð á stefnu sem hlotið hafði lýðræðislegt heilsu- farsvottorð í kosningum. Annað dæmi er tvískinnungur þeirra sem samþykkja lög og reglur um hælis- leitendur en gagnrýna síðan þá sem ætlað er það hlutverk að framfylgja þeim. Varðandi upp- reist æru, sem svo er kölluð, hafa menn kom- ið sér saman um ákveðið fyrir- komulag. Til að það fái gengið upp þarf að full- nægja forms- atriðum, að fyrir liggi meðmæli og að tilteknir aðilar staðfesti með undirskrift sinni að ferlið sé á þann veg sem lög og reglur kveða á um. Sé þann- ig litið á málið hætta nöfn og kenni- tölur að skipta máli og gætu vissu- lega verið afvegaleiðandi í almennri umræðu um fyrirkomulagið. Hitt er nú orðið morgunljóst, að barátta þeirra sem vilja breytt fyr- irkomulag hefur skilað árangri. Fyrir þeirra tilstuðlan virðist nú vera vilji til að breyta lögum þannig að barnaníðingur geti aldrei öðlast rétt til að gegna varðstöðu í réttar- kerfinu. Þegar upp er staðið er þetta það eina sem hefur raunveru- lega þýðingu. Þegar þessum sigri er náð má segja að annað sé fremur til þess fallið að þjóna gægjuþörf og löngun til að geta haft þá til sýnis sem mundað hafa penna sinn í þessu ógæfumáli og þar með axlað þá ábyrgð sem í reynd hvíldi á okkur öllum sem samfélagi. Um einstaklingsábyrgð og samábyrgð ’Það hljómar undarlegaað þeir aðilar sem eigaað taka upplýsta ákvörðunum hugsanlega endur- skoðun á lögum vilji ekki fá á sitt vinnsluborð allar upplýsingar sem málið varðar. Í mínum huga er þetta í hæsta máta óábyrgt. Morgunblaðið/Þórður Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Margt bar á góma á Facebook. Gunnar Lárus Hjálmarsson – Dr. Gunni: „Fíla að vinna innan um túrista. Það er hægt að bulla í þeim og fræða um hitt og þetta og þeir gapa bara og eru fegnir að einhver lókal nennir að tala við þá. Ímynda mér að þetta sé svona svipað og að vinna á sambýlum. (Plís ekki neinn verða brjáluð/aður að ég sé að van- virða túrista, fatl- aða, eða fatlaða túrista) …“ Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur: „Öldum saman var merki íslensku þjóðarinnar útflattur þorskur með kórónu, sem átti rætur að rekja til Hamborgarkaupmanna um alda- mótin 1500. Mörgum Íslendingum var geysilega illa við merkið og skáru upp herör gegn því undir for- ystu Sigurðar málara á 19. öld. Þessi táknmynd útflutnings og verðmæta- sköpunar í sjávarútvegi – skreiðin – þótti bændunum hér á landi svívirði- leg og frámunalega niðurlægjandi; þeir heimtuðu fálka þegar alþingishúsið var reist og urðu miklar deilur um málið og fóru svo í Heimskringlu og fundu landvættirnar þar í Ólafs sögu Tryggvasonar. Sum sé: bændum er illa við táknmyndir sem gera sjávar- útvegi of hátt undir höfði.“ Einar Scheving slagverksleik- ari vill fá sjómannsmyndina aftur á Sjávarútvegshúsið. „Fyrst fór sem fór, er þetta þá ekki bara spurning um Gunnlaug Scheving? Eða kannski ljósmynd eftir Jón Kaldal, eða mynd eftir einhvern samtíma- listamann … Þótt það væri ekki nema af prinsip-ástæðum þá á að mála þennan vegg aftur. Áfram líf og litir – nóg er af grámyglu!“ AF NETINU og svo margt, margt fleira! Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Aukahlutir fyrir fjórhjól Aukahlutir á fjórhjól á hagstæðu verði Áhaldafestingar SkyggniFarangurskassar Active Liver stuðlar að eðlilegum efnaskiptum Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna Heilbrigð melting Inniheldur: • Kólín sem stuðlar að: - eðlilegum fituefnaskiptum - viðhaldi eðlilegrar starfsemi lifrarinnar • Mjólkurþistil og ætiþistil sem talin eru stuðla að eðlilegri starfsemi lifrar og galls • Túrmerik og svartan pipar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.