Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Side 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Side 12
Kínó og Búi urðu vinir með tímanum. Dag einn í vor var Berghildur ErlaBernharðsdóttir úti að ganga meðhundinum sínum Kínó í Grafarholtinu þegar þau rákust á lítinn fuglsunga sem lá í grasinu. „Það var eins og hann hefði dottið úr hreiðr- inu, en ég sá enga foreldra þarna og fann ekk- ert hreiður þannig að ég tók litla skinnið í lóf- ana og fór með hann heim. Hann var ansi skelkaður og ég útbjó lítið hreiður handa hon- um í einu herberginu,“ segir Berghildur um upphaf þess að fjölskyldan eignaðist þrast- arunga sem hún tók að sér og ól upp nú í sum- ar. Svaf hjá fjölskyldunni „Unginn skríkti stöðugt. Ég ákvað að prófa að skera niður ber og epli til að gefa honum og varð mjög hissa og glöð þegar hann opnaði gogginn og leyfði mér að mata sig. Hann var endalaust svangur og þurfti fyrstu dagana að éta á tveggja til þriggja tíma fresti, eins og ungbarn.“ Unginn var nefndur Búi og varð fljótt mikill vinur allrar fjölskyldunnar og vildi alltaf fá að vera með henni. „Hann sat alltaf hjá okkur og hoppaði milli fjölskyldumeðlima, t.d. þegar við horfðum á sjónvarpið, og mátaði hvar best væri að sofa. Hann var afar ánægður þegar hann gat komið sér vel fyrir á öxlinni á mér og sofnað þar. Þá sat hann hjá okkur ef við sátum úti á pall- inum,“ segir Berghildur. Sá eini í fjölskyldunni sem var lítið hrifinn af Búa var hundurinn Kínó. Hann var ekkert sérstaklega ánægður með athyglina sem Búi fékk fyrstu dagana en vandist honum fljótt og lét hann alveg í friði. „Búi var hins vegar afar forvitinn um þenn- an loðna vin og sat gjarnan á bakinu á honum, hæstánægður.“ Hættuför í garðinn Þegar Búi hafði verið í viku hjá þeim fannst Berghildi tími til kominn að hann færi út í sitt náttúrulega umhverfi. Hún fór með hann út í garð og tíndi orma, sem honum þóttu mikið lostæti. „Þegar ég gróf eftir ormunum kom hann til mín og fór sjálfur að tína. Hann æfði sig líka að fljúga; var ansi klaufalegur til að byrja með en eftir þrjár vikur var hann orðinn nokkuð vel fleygur. Þegar við fórum að viðra hundinn elti hann okkur út um allt, labbandi eða reyndi að fljúga.“ Búi fór með þeim út í skóg í Grafarholtinu, á „heimaslóðir“ þar sem Berghildur fann hann, en þótt hann svipaðist um hljóp hann alltaf á eftir þeim heim. „Það var í raun ekki hægt að skilja hann eft- ir í skóginum því hann elti okkur alltaf heim. Við erum með mikið af trjám í garðinum okkur og hann fór að prófa að fara út um gluggann en kom alltaf fljótt aftur inn. Í eitt skiptið þegar hann fór út varð hann fyrir árás annaðhvort kattar eða máfs. Hann skríkti hátt svo ég heyrði í honum og tók hann inn. Það var búið að rífa mikið fiður af honum en að öðru leyti var hann óskaddaður. Nú er aftur komið fiður og það er eldrautt.“ Kemur inn að spjalla Þrátt fyrir þetta hélt fjölskyldan ótrauð áfram að láta hann æfa sig að vera úti og nú þegar Búi hefur verið hjá þeim í tvo mánuði heldur hann til í garðinum en kemur helst inn á morgnana til að heilsa upp á fjölskylduna. „Við erum alltaf með skál á syllunni með berjum og ávöxtum sem hann gæðir sér á. Þá sest hann líka hjá okkur í smástund, svona eins og til að spjalla. Ef við köllum á hann kemur hann líka en hann þekkir nafnið sitt og svarar okkur með tísti. Um leið og við komum heim úr vinnunni heilsar hann upp á okkur því hann þekkir raddirnar.“ Þótt Berghildur vilji auðvitað að Búi klári sig í náttúrunni verður hún líka stundum hrædd um „fóstursoninn“ ef hann svarar henni ekki strax þegar hún kallar á hann. „Í nokkur skipti sem ég hef haldið að hann væri alveg farinn eða jafnvel dauður hefur hann alltaf komið aftur enda alveg ótrúlega klár. Það hefur verið ofsalega skemmtileg reynsla að fá að kynnast þessum gáfaða fugli sem hefur sífellt komið okkur fjölskyldunni á óvart,“ segir Berghildur þrastarmamma að lokum. Kemur þegar við köllum Berghildur Erla Bernharðsdóttir bíður með perur handa Búa ef hann skildi kíkja í mat þennan daginn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Búi spyr Edvard Börk Edvardsson frétta. Búi lúllar hjá stóra bróður sínum, Sigurbirni. Búi með Berghildi á heimslóðum sínum. Búi veltir fyrir sér hvort hann eigi að fara út í hinn stóra heim. Fjölskylda í Grafarholti eignaðist heldur óvenjulegt gæludýr þegar hún fann hjálparvana þrastarunga sem hún hefur komið til „manns“ nú í sumar. Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is ’Í eitt skiptið þegar hann fórút varð hann fyrir árás ann-aðhvort kattar eða máfs. Hannskríkti hátt svo ég heyrði í hon- um og tók hann inn. Það var bú- ið að rífa mikið fiður af honum en að öðru leyti var hann óskaddaður. Nú er aftur komið fiður og það er eldrautt. MENN & DÝR 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.8. 2017

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.