Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Qupperneq 17
Tveir leikmenn Ís-
lands í 14:2 leikn-
um urðu seinna
landsliðsþjálfarar.
Jóhannes Atlason
þjálfaði lið Íslands
1982 og 1983 en
Guðni Kjartans-
son var við stjórnvölinn1980 til
1981. Guðni var síðan aðstoð-
armaður Tonys Knapp og Sieg-
frieds Held á seinni hluta níunda
áratugarins.
Tveir þjálfuðu
landsliðið
Guðni
Helgina eftir leikinn á Idræts-
parken birtist þessi brandari á
íþróttasíðu Morgunblaðsins:
Daginn eftir ósigurinn mikla fyrir
Dönum kom kona nokkur í Útvegs-
bankann til að borga víxil. Hún seg-
ir við gjaldkerann sem afgreiðir
hana:
„Voru það ekki fimmtán og tvö?“
Gjaldkerinn svarar annars hugar:
„Nei, það var 14 og 2.“
Nei, 14 og 2
20.8. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
Björgvin Schram, formaður KSÍ,var sem lamaður vegna úr-slitanna í Kaupmannahöfn
eins og fleiri. „Ég er næstum orðlaus.
Leikur þessi lagðist mjög illa í mig
þegar í byrjun, og ég bjóst við, að
Danir sigruðu með 4-5 marka mun.
En að þeir skoruðu 14 mörk, tekur út
yfir allan þjófabálk,“ sagði formað-
urinn í samtali við Vísi.
Björgvin, sem komst ekki utan
með liðinu vegna anna, hélt áfram:
„Ég myndi segja, að þetta væri mesta
hneyksli íslenzkrar íþróttasögu. Lið,
sem hefur fengið á sig 6 mörk í fyrri
hálfleik, hefur ekki leyfi til að fá á sig
8 í þeim síðari. – Með þeirri varnar-
taktík, sem þekkt er nú hjá öllum
knattspyrnuþjóðum, á að vera unnt
að koma í veg fyrir slíka útreið. Mér
er algerlega óskiljanlegt, hvernig Ís-
lendingarnir hafa látið danska liðið
brjóta sig niður.“
Þegar blaðamaður spyr Björgvin,
hvað verði gert í framhaldinu, svarar
hann: „Ja, hvað gerir maður við
krakka, sem hafa fallið á prófi? Send-
ir þá heim og lætur þá læra betur. Ég
held, að hér sé um eitthvað óeðlilegt
að ræða. Að vísu vissi maður, að Dan-
irnir væru fremri íslenzka liðinu, en
að munurinn væri tólf mörk, það er
eitthvað óeðlilegt.“
Fróðlegt er að bera saman ummæli
formannsins og þjálfara liðsins, bæði í
ágúst 1967 og síðar. Leikinn bar t.d. á
góma í viðtali Morgunblaðsins við
þjálfarann, Reyni Karlsson, þegar
hann lét af störfum sem íþróttafulltrúi
ríkisins árið 2003. „Styrkur Íslend-
inga á þessum árum var vel skipu-
lagður varnarleikur, en þannig leikur
fór greinilega allt í einu í taugarnar á
stjórnarmönnum Knattspyrnu-
sambands Íslands.“ Þeir hefðu fyrir-
skipað að sent yrði lið til Danmerkur,
sem væri léttleikandi, og því verið
horft til ungu mannanna sem staðið
hefðu sig svo vel gegn Norðmönnum
og Svíum fyrr um sumarið.
Reynir er spurður, í viðtalinu,
hvort hann hefði farið með sömu leik-
menn utan ef hann hefði einn fengið
að ráða för og svarið var afdráttar-
laust. „Nei, ég hefði valið sterkt varn-
arlið til að leika á Idrætsparken.“
Mjög ungt lið
Fyrirliði landsliðsins gegn Dönum,
Skagamaðurinn Eyleifur Haf-
steinsson, var aðeins tvítugur og án
efa einn yngsti fyrirliði A-landsliðs
sem um getur á þessum tíma. Aldurs-
forseti liðsins var Jón Stefánsson,
varnarjaxl úr ÍBA á Akureryi, raunar
langelstur – þrítugur. Meðalaldur
liðsins, að Jóni frátöldum, var aðeins
21,4 ár og liðsmenn áttu þá að baki
2,8 landsleiki að meðaltali. Þetta
kemur fram í Sögu landsliðs karla
eftir Sigmund Ó. Steinarsson.
Framarinn Helgi Númason kom
við sögu í báðum mörkum Íslands
gegn Dönum. Skoraði fyrra markið
og átti stoðsendingu, eins og það væri
líklega kallað í dag, áður en Hermann
Gunnarsson gerði seinna markið, þótt
sendingin á Hemma hafi verið strax
eftir að þeir byrjuðu á miðju eftir ní-
unda mark Dana.
Helgi minnkaði muninn í 6:1 á 61.
mínútu, aðeins einni mínútu eftir að
Danir skoruðu. Fékk knöttinn á silf-
urfati frá dönskum varnarmanni,
komst einn gegn markmanninum og
sendi boltann undir hann og í netið.
Helgi sagði það heppnismark en hið
síðara hefði hins vegar verið vel
skipulagt.
„Við vorum að byrja leikinn á
miðju eftir enn eitt mark Dananna og
við Hermann ákváðum að reyna að
brjótast í gegn upp á eigin spýtur. Ég
fékk boltann frá Hermanni og þóttist
ætla að gefa til baka en sendi í stað-
inn fram á við, á Hermann. Ég tók á
rás og einhverra hluta vegna eltu
Danirnir mig en Hermann fékk nóg
pláss, lék upp völlinn og skoraði með
fallegu skoti,“ sagði Helgi, sem var 21
árs og lék þarna síðari leik sinn af
tveimur fyrir Íslands hönd.
„Mesta hneyksli íslenzkrar íþróttasögu“
Æfing á Idrætsparken fyrir leik. Frá vinstri: Björn Lárusson, ÍA, Sigurður Dags-
son, Val, Jón Stefánsson, ÍBA, Anton Bjarnason, Fram, Þórður Jónsson, KR,
Helgi Númason, Fram, Hermann Gunnarsson, Val, og Baldur Scheving, Fram.
Lengi getur vont versnað, gát-um við Íslendingarnir sagt, ervið yfirgáfum Idrætsparken í
gærkvöldi. Mínúturnar virtust svo
lengi að líða, að það minnti á dæmi-
söguna um fuglinn, fjallið og eilífð-
ina. Maður sökk lengra og lengra
niður í sætið og var fegnastur þeirri
stund er sænski dómarinn flautaði til
leiksloka. En þá hafði knötturinn
lent 14 sinnum í íslenzka markinu, en
tvívegis í hinu danska.“
Þannig hófst umfjöllun íþrótta-
fréttamannsins Atla Steinarssonar í
Morgunblaðinu 24. ágúst, morgun-
inn eftir leikinn.
Atli hélt áfram: „„Áminning“,
„reiðarslag“, eða „stórslys“ eru allt
orð, sem mætti nota um þennan leik.
Því miður gleymist hann seint. En
Danir fengu loksins eitthvað til þess
að gleðjast verulega yfir og þar sem
þetta var 300. landsleikur þeirra,
kom hinn mikli sigur sem óvænt af-
mælisgjöf.“
Versti dagurinn
Alfreð Þorsteinsson var ekkert að
skafa af því í Tímanum: „Versti dag-
urinn í sögu íslenzkrar knattspyrnu
fyrr og síðar var í gær á Idræts-
parken. Það var allt annað en gaman
að horfa upp á landa sína leikna
sundur og saman af danska landslið-
inu,“ sagði Alfreð. „Hvað gerðist á
Idrætsparken? Ég reikna með að
fólk vilji fá skýringu á ósköpunum,
en þessi úrslit voru engan veginn
eðlileg. Fyrsta skýringin er sú, að
Danir voru fremri okkur á flestum,
ef ekki öllum sviðum. En það segir
ekki alla söguna. Við hefðum aldrei
þurft að tapa svona stórt hefði ein-
hver stjórn verið á íslenzka liðinu.
Því miður var liðið eins og stjórn-
laust rekald frammi fyrir um það bil
tuttugu þúsund æpandi og öskrandi
Dönum á áhorfendapöllunum sem
kunnu sér ekki læti. Í knattspyrnu
verða liðin að haga sér eftir að-
stæðum.
Snemma kom í ljós að danska liðið
var mun sterkara – enda skoraði það
4-0 á fyrstu 15 mínútunum. Með
þessu voru Danir í raun og veru bún-
ir að gefa íslenzka liðinu línuna. Það
varð að draga einn eða tvo menn aft-
ur í vörnina til að styrkja hana. En
ekkert slíkt skeði. Íslenzka liðið hélt
uppteknum hætti, það hélt allan tím-
ann fjórum mönnum frammi, mönn-
um, sem ekkert annað höfðu að gera
en að fylgjast með því, sem var að
gerast upp við þeirra eigið mark.
Með því að draga einhverja af þess-
um mönnum aftur hefði verið hægt
að styrkja vörnina og koma í veg fyr-
ir markasúpuna. Ég hef persónulega
aldrei verið fylgjandi því, að leggja
varnartaktík fyrir, en stundum eru
lið beinlínis knúð til að leggja allt
upp úr vörninni.
Það var óhamingja og sorgarsaga
íslenzka landsliðsins að skilja ekki
þessa einföldu staðreynd í gær-
kvöldi,“ sagði Alfreð Þorsteinsson.
Helgi Númason fagnar fyrra marki Íslands í leiknum – minnkaði muninn í 6:1 á
51. mínútu. Í fjarska er Hermann Gunnarsson, sem gerði hitt markið á 62. mín.
Íþróttasíða Morgunblaðsins 24. ágúst 1967, daginn eftir leikinn ógleymanlega.
Áminning, stór-
slys, reiðarslag
Íslenskir blaðamenn sem fylgdust með Dönum
taka þeirra menn í kennslustund trúðu vart eigin
augum en urðu að upplýsa þjóðina um ósköpin
Aldrei var langt í
kímnina hjá þeim
snjalla fótbolta-
manni Hermanni
Gunnarssyni, sem
yngri kynslóðir
þekkja vel sem
Hemma Gunn,
sjónvarps- og útvarpsmann. Eftir
leikinn í Kaupmannahöfn á hann
að hafa sagt: „Ekki skamma mig.
Ég skoraði helming markanna!“
Hermann
Hemmi léttur
Þegar íslensku landsliðsmennirnir
komu á hótel sitt eftir tapið á
Idrætsparken var tekið á móti
þeim með viðhöfn. „Starfsfólkið
gerði stólpagrín að okkur; stóð í
röð, hvítklætt, og hneigði sig. Það
var ekkert verið að hlífa okkur!“
segir Jóhannes Atlason.
„Gerðu stólpa-
grín að okkur“