Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Page 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Page 18
… Á baðherbergið Svo stóran sturtuhaus að ég fái á tilfinninguna að ég sé undir fossi. Klukku og útvarp, já eða bara hljóðkerfi fyrir sturtuna, allt til þess að tryggja að við gleymum okkur ekki á morgnana við und- irbúning dagsins. … Í eldhúsið Einkakokk og nýtt eldhúsborð. Balance- borðið frá Bolia er veglegt og karlmann- legt og fyrir ofan það hangir PH Artichoke- ljósið í kopar. Þetta væri rétta umhverfið fyrir fjölskylduna og matarboðin. … Í stofuna Nýjan sófa og ef ég fengi að ráða einn myndi ég helst vilja eiga hús sem er með að minnsta kosti tveimur stofum þar sem mig dreymir dag og nótt um MR.BIG-sófann frá Bolia. … Í svefnherbergið Höfðagafl sem nær alveg upp í loft og er úr dökku flaueli. Ég dýrka allt sem getur kallast „70’s“-glæsileiki. … Í forstofuna Ég myndi vilja henda öllum núverandi skóm og kaupa einungis þessa nýju tegund sem gengur frá sér sjálf. Andrés James Andrésson innan- hússarkitekt starfar hjá versluninni Snúrunni Bolia. Andrés hefur gríð- arlega ástríðu fyrir húsgögnum, gömlum hlutum og heimilum. Hann segir heimilið uppsprettu orku og jafnvægis, sem sé nauðsynlegur grundvöllur til að fólk nái mark- miðum sínum. Sunnudagsblaðið fékk að forvitnast um óskalista Andrésar James á heimilið. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Mig langar í … … Á vinnustofuna Ég myndi alls ekki segja nei við mögulega … fjórum IMAC-tölvum þar sem ég er alltaf að vinna, skoða og fá hugmyndir og er oftast með of mikið í gangi fyrir einn skjá. … Í útópískri veröld Ég ætti fimm hús sem hefðu mýmargar stofur og engin tvö hús væru eins. Það færi allt eftir því hvernig skapi ég væri í hverju sinni hvaða hús yrði fyrir valinu. Ljósmynd/apple.com Ljósmynd/Axor Hansgrohe HÖNNUN Laugardaginn 19. ágúst verður Pop-up-markaður haldinn í Safnbúð Listasafns Íslands í tilefniaf menningarnótt. Þar verða seld listaverkaplaköt sem Safnbúðin hefur staðið að útgáfu á. Viðburðurinn verður haldinn í samstarfi við tímaritið Hús og híbýli á milli kl. 12 og 22. Pop-up-markaður í Safnbúð Listasafns Íslands 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.8. 2017

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.