Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Side 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Side 24
HEILSA Sá tími er að renna upp að bæta þarf D-vítamíni í fæðuna. Feitur fisk-ur og lýsi er gott til að bæta upp skortinn á sólarljósinu. Þeir sem neyta ekki dýraafurða ættu að borða vel af tófú og sveppum. Aftur lýsið eða vel af tófú 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.8. 2017 What the Health, heimildamynd um vegan-mataræði á Netflix, sem notið hefur töluverðra vinsælda, hefur verið mikið gagnrýnd af næringarfræðingum vestan- hafs. Þannig hafa þeir bent á ýmislegt sem haldið er fram í myndinni sem sé beinlínis rangt, til að mynda að það sé jafnóhollt að borða eitt egg á dag og að reykja fimm sígarettur á dag. Leikstjórar og framleið- endur myndarinnar eru þeir sömu og gerðu aðra vin- sæla mynd, Cowspiracy, og eru sakaðir um að fara rangt með staðreyndir og hafa vísindin ekki á bak við sig. Í grein sem birtist í Time í vikunni er farið yfir fjögur atriði sem eru stór hluti myndarinnar en röng. Ber þar fyrst að nefna eggjaneysluna þar sem sú yfirlýsing byggist á úreltum rannsóknum um kólesteról. Í mynd- inni er einnig fjallað um sykurneyslu og að tengsl hennar við slæma heilsu séu orðum aukin. Slæma heilsu í dag megi frekar tengja neyslu á prótíni úr dýra- afurðum en næringarfræðingar segja allar nýrri rann- sóknir sýna mun skaðlegri áhrif sykurs en dýraprótíns. HEIMILDAMYND UM VEGAN Eggjaát ekki jafnhættulegt og reykingar Ný mynd um vegan á Netflix hefur verið gagnrýnd. Sér- fræðingar segja að sumt sem staðhæft sé í myndinni sé ekki hægt að styðja með niðurstöðum vísindalegra rannsókna.. Oft þarf örlitla hjálp við að koma sér ígang með hreyfingu eftir sumarfríið.Hér eru nokkur góð forrit sem hjálpa lesendum við að koma sér aftur á gott ról.  Nike býður upp á tvö frábær öpp, Nike+ Run Club og Nike+ Training. Það fyrrnefnda er app sem hjálpar manni að halda utan um hlaupin sín. Notandinn byrjar að haka við hvort hann ætli að hlaupa á bretti eða úti við, þar næst setur hann sér markmið, hvort hann vilji hlaupa í ákveðið langan tíma eða ákveðna vegalengd. Appið heldur síðan utan um öll hlaupin. Nike+ Training er síðan app sem leiðbeinir með líkamsæfingar. Í byrjun er valið hvort æfa skuli styrk, þol eða hreyfanleika, hvort maður vill gera æfinguna með tækja- búnaði eða án þess. Appið leggur þá til nokkr- ar æfingar sem hægt er að velja á milli. Síðan er talið niður í hverri æfingu og pásur á milli.  Mikilvægt er að muna að drekka nóg vatn þegar maður er á mikilli hreyfingu. Hydro Coach appið sér um þetta, en þar getur not- andinn sett sér markmið, svo sem að drekka tvo lítra á dag. Síðan merkir maður við hve- nær dagsins maður vill drekka, t.d. frá því vaknað er klukkan sjö til kannski tíu á kvöldin, þegar farið er að hátta. Appið dreifir þessari vatnsdrykkju jafnt og þétt yfir daginn og minnir á tímabæran vatnssopa.  MyFitnessPal er app sem heldur utan um mataræðið. Einnig er hægt að setja inn hvaða æfingar maður gerir og vatndrykkju. Degin- um er skipt niður í morgunmat, hádegismat, kvöldmat og millimál og máltíðirnar eru flokk- aður niður í fitu, prótein, kolvetni, vítamín, sykur, kólesteról, trefjar og fleira. Hægt er að setja sér markmið varðandi hvað maður vill borða mikið magn af t.d. próteini á dag en app- ið fylgist nákvæmlega með því hvað maður er búinn að innbyrða mikið af því og hvað vantar upp á.  Fyrir þá sem eiga snjallúr eins og Apple Watch, Polar úr, Samsung Gear Fit eða Garmin er sniðugt að tengja það við símann. Með því að vera með úr er auðveldara að fylgj- ast með skrefafjölda yfir daginn, æfingum, svefni og kyrrsetu. Úrið lætur síðan vita þegar maður er búinn að sitja of lengi t.d. í vinnunni, en á 50 mínútna fresti minnir það mann á að standa upp og labba um. Gott er að setja sér nokkuð hátt skrefamarkmið því það er auð- veldara að vera undir markmiðinu en að of- gera sér. Með því að sofa með úrið fylgist það með svefninum og lætur vita hvort notandinn sé að sofa nóg og mælir djúpsvefn sérstaklega.  Mikilvægt er að vera í réttum skóm á æf- ingum. Við lyftingar er gott að vera í vel út- búnum lyftingaskóm og í hlaupaskóm þegar farið er að hlaupa. Gott er að vera með það á hreinu hvaða hlaupaskór henta fyrir hvaða hlaup, sumir skór eru betri fyrir styttri hlaup, eða þau sem eru styttri en fimm kílómetrar og aðrir betri fyrir langhlaup.  Auðvelt er að festast í því að elda sama mat- inn viku eftir viku og á endanum fær maður leið á honum. Yummly-appið kemur í veg fyrir það en það er uppskriftaapp, með miklu magni af uppskriftum, myndum af matnum og inn- kaupalistum. Þar inni er síðan hægt að stilla uppskriftirnar eftir sínum þörfum og haka við fæðuóþol, ofnæmi, vill vegan, grænmetisfæðu eða til dæmis laktósafrítt fæði. Þegar búið er að festa stillingarnar er hægt að nota leitar- gluggann til að finna búst, kvöldverð eða hvað sem er og þá koma upp fullt að uppskriftum. Hægt er að vista þær og nota seinna.  Seconds er notað fyrir svokallaðar HIIT- æfingar (High intensity interval training) eða lotuæfingar en þær eru fullkomnar fyrir þá sem hafa lítinn tíma til að æfa en vilja taka æf- inguna með trompi. Æfingarnar eru teknar með breytilegu álagi, t.d. er tekinn sprettur í 45 sekúndur og skokkað eða labbað í 45 sek- úndur til skiptis. Í appinu velur maður hversu oft æfingin skal endurtekin og hvað pásan á móti er löng, t.d. æfing í 45 sekúndur og 15 sekúndur í hvíld og endurtekið fimm sinnum.  Að lokum er mikilvægt að vera með góða tónlist sem hvetur mann áfram og er Spotify tilvalið til að búa til lagalista eða bara finna lista þar inni eftir einhvern annan. Leitið sér- staklega eftir svokölluðum hlaupalistum. Til dæmis með því að slá inn „Best songs for running“. Tónlistin verður að sjálfsögðu að vera með mátulega hröðum takti. Getty Images/iStockphoto Smá hjálparforrit eftir sumarið Haustið er á næsta leiti og því tími til kominn að koma sér í gang eftir alla ísrúntana og afslöppunina í sumar. Nína Ingólfsdóttir nina@mbl.is Er kalt hjá þér? Anddyris- hitablásarar hitataekni.is Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 - hitataekni@hitataekni.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.