Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Síða 29
Rauða hverfið er samheiti yfir þrjá staði í Amsterdam þar sem vændissala er ríkjandi. Rauða hverfið er eitt vinsælasta
hverfi borgarinnar. Virkilega forvitnilegt að sjá fyrir þá sem ekki hafa komið þar áður.
20.8. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Það er alltaf gaman að prófa staði
sem eru einstakir en Jacketz er ekki
venjulegur veitingastaður, þar er
einungis hægt að fá bakaðar kart-
öflur. Þú byrjar á því að velja þér fyll-
ingu síðan hvað á að vera ofan á
kartöflunni og að lokum sósu til
hliðar. Skammtarnir eru stórir og
fyllandi og frekar ódýrir. Skemmti-
legur staður á rólegum stað í borg-
inni þar sem heimamenn halda sig
frekar. Hentar því vel til að komast
úr ferðamannastraumnum. Hægt er að velja margar tegundir af kartöflum
KARTÖFLUSTAÐUR
Prófaðu
nýja staði
REYKJANESBÆ
Hafnargötu 61 | 230 Reykjanesbær | Sími 421 7104
Verslunin
HÆTTIR
Siemens - Adidas
Under Armour - Cintamani
Nú höfum við hækkað afsláttinn í
70% af fatnaði og skóm og
20% af smáraftækjum
ALLT Á AÐ SELJAST
Þegar veðrið er gott er tilvalið að fara í almenn-
ingsgarða eða á opin svæði til að slaka á. Í görð-
um finnur fólk sér ýmislegt til dundurs, svo sem
léttar æfingar, slappa af, lesa bók, hlusta á tónlist,
viðra hundinn, koma með nesti eða njóta sól-
arinnar. Frábær staður til að virða fyrir sér menn-
inguna og mannlífið.
Blómamarkaðurinn í
Amsterdam er eini fljót-
andi markaðurinn í heim-
inum. Þessi einstaki mark-
aður hefur verið til síðan
1862. Blómahúsin standa
á húsbátum og minna á
gömlu dagana þegar blóm-
in voru afhent með bát.
Þar má finna alls kyns teg-
undir af blómum, túlípana,
rósir, kaktusa sem og fræ
svo maður geti gróð-
ursett sín eigin.Eitt af frægari söfnum Hollands. Flestir þekkja
Önnu Frank og sögu hennar. Hægt er að
panta tíma til að fara í safnið til 15.30 en eftir
það er farið beint í röð, hún verður þó löng og
er því best að panta tíma tímanlega. Safnið er
virkilega fróðlegt að sjá og má reikna með ein-
um til einum og hálfum tíma í að skoða það.
Hjólamenningin í Amsterdam er mikil og fara flestir sína leið á hjólum. Þar má
sjá menn í jakkafötum, ungt fólk, ferðamenn og fjölskyldufólk með börn bæði í
stól aftan á og sitjandi framan á stýrinu, öll eiga þau sameiginlegt að hjóla um göt-
ur borgarinnar. Hægt er að leigja hjól á mörgum stöðum í borginni, sniðugt er að
leigja hjól hjá hótelinu ef það er möguleiki. Amsterdam býður upp á skemmtilega
hjólaleiðir og ferðast maður hratt yfir og getur því skoðað meira.