Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Blaðsíða 31
Vafalítið er þó að þegar landfræðileg yfirráð ISIS á stórum svæðum í Írak og Sýrlandi verða endur- heimt mun grunnur þessara samtaka veikjast mjög. Þegar til lengri tíma er horft mun það einnig draga úr getu þeirra til að skipuleggja hermdarverk ann- ars staðar. En þetta gerist hægt og mun jafnvel aldrei nást með öllu. Óleystur vandi Því miður höguðu fyrirmenni ESB og einstakra ríkja þess sér glannalega og ábyrgðarlaust þegar ákvarðanir voru teknar um að hleypa aðkomufólki varanlega inn fyrir landamærin, að svo miklu leyti sem þau eru enn til staðar. Afleiðingar yfirþyrmandi stefnuleysis og þróttleysis þessara ríkja verða ekki lagfærðar í bráð. Það var kallað á það að fólk í milljónatali stefndi sér í lífsháska til að ná fótfestu á álfunni opnu. Mjög stór hópur fólks er í miklum vandræðum á megin- landi Evrópu og er þar í sífellt meiri óþökk þeirra sem eru þar fyrir. Miklu stærri hópur er geymdur innan gaddavírs- girðinga í Tyrklandi, Grikklandi og á Ítalíu og svo víðar í minni skömmtum. Þetta eru milljónir manna. ESB greiðir Tyrkjum milljarða evra á ári fyrir að halda fólki, sem taldi sig velkomið til Evrópu og hafði ástæðu til, við þessar aumu aðstæður, sem eng- inn endir er á. Lítið land eins og konungsríkið Jórd- anía var eitt sárafárra Arabaríkja sem brugðust við af ábyrgð. En það er nú að kikna undan þeirri byrði sem nálega milljón flóttamenn eru fámennu ríki. Þar og annars staðar innan flóttamannagirðing- anna er fólk fullt vonbrigða yfir „svikum Evrópu“ sem af sögulegri fljótfærni hafði opinberlega boðið allt þetta fólk velkomið til sín, en reyndi svo að skella í lás við nefið á því. Vonbrigði, reiði og niður- læging í bland við eilífðar ömurleika er kröftug upp- eldisstöð þess sem Evrópuríkin þurfa síst á að halda. Þessar hrjáðu milljónir innan girðinganna eru óneitanlega hluti af mannkyni veraldar. Það er þó ekki víst að þær liggi yfir ávarpi píratans Halldórs Auðar Svanssonar, oddvita í meirihluta borgar- stjórnar Reykjavíkur. Og jafnvel þótt það gæfi sér tíma til, bíðandi í biðröðunum í 40 stiga hita eftir vatns- og matarskammtinum sínum, að glugga í ávarpið, þá er óvíst að það eigi eitthvað sökótt við Donald Trump. Hann stóð ekki fyrir „vorhreingern- ingunum“ sem settu allt í öngþveiti í Líbíu, Túnis, Egyptalandi og Sýrlandi. Fyrsta „hreina vinstri- stjórnin“ stóð að því innan NATO að knýja með valdi til stjórnarskipta og breytinga, og ýta undir ólgu í löndunum og borgarastyrjöld í Sýrlandi, sem er ein hin mannskæðasta á síðari tímum. Litið sér nær Á Íslandi eru innflytjendamálin vita stjórnlaus. Táknmynd þess er að milljarða vantar upp á að ný- samþykkt fjárlög um það efni standist. Hvernig í ósköpum má þetta vera? Og hvers vegna þessi ær- andi þögn? Á sama tíma er öllum fjölmiðlum send frétt frá fjármálaráðherra um að ríkisstjórnin hafi ákveðið að skylda ráðuneyti ríkisins til að greiða framvegis 10 milljóna króna áfengisgjald til ríkisins. Bréfritari, sem ætíð vill leggja sitt af mörkum, ákvað í tilefni dagsins að flytja fimmhundruð króna seðil, sem hann var með í vasanum, yfir í rassvasann og mun næstu þrjá mánuði flytja seðilinn vikulega á milli vasanna í buxunum. Í lok tímabilsins mun hann fara yfir bókhaldið og kanna hver staðan sé og ákveða framhaldið með hliðsjón af því. Samansúrrað stefnuleysi En þótt sex mánaða gömul fjárlög séu með gat upp á marga milljarða vegna innflytjendamálanna einna hafa íslenskir „stjórnmálamenn“ aldrei rætt þennan málaflokk af alvöru. Í þessum efnum, eins og svo mörgum öðrum, eru allir íslenskir stjórnmálamenn í sama flokknum. Það væri ósanngjarnt að segja að þeir stæðu þar allir hreyfingarlausir. Öðru nær. Þeir eru allir á harðahlaupum. Allir stefna þeir blindandi að sama markinu, hengifluginu, sem þeir vita hvorki né vilja vita hvar er. Vissulega mætti ætla að þeir sem hlaupa svona hratt og með bundið fyrir augu séu ólíklegir til að ljúka hlaupinu. En menn geta ekki treyst því. Þegar allir eru jafn einbeittir í að vita ekki hvað þeir eru að gera skiptir þá engu þótt þar bruni blindingjar. Vissulega detta þeir reglubundið hver um annan þveran. En það er hluti af lögmálinu um að sælt sé sameiginlegt skipbrot og breytir engu um aðferða- fræðina. Ónæmir fyrir dæmum Nýlegir atburðir í Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi, Belgíu, Tyrklandi, Frakklandi, Bretlandi og nú á Spáni breyta heldur ekki neinu. Sá óþægilegi sann- leikur, sem lengi var afneitað, um að lögregla, sjúkralið og slökkvilið neiti að fara inn í fjölmörg hverfi í þessum sómakæru lýðræðislöndum, nema með góðum fyrirvara og í fylgd með þungvopnuðum vígasveitum, breyta heldur engu. Blindingjaleikur- inn sér til þess. En það væri óneitanlega fróðlegt að fá svar við því hverjum datt það í hug að eina leiðin til þess að kom- ast að sæmilegri niðurstöðu, bæði í umboði og í þágu almennings, væri að „valdamennirnir“ þreifuðu sig áfram í heimatilbúnu niðamyrkri og fylgdu eingöngu stígum sem sannreynt hefði verið annars staðar að leiddu alla í ógöngur. Mörgu þótti hnigna á hinum „myrku miðöldum“, sem voru kannski ekki eins einsleitnar og yfirskrift- in. En svarti dauði var ekki ónýtur lokadráttur slíkr- ar myndar. Hin heimamyrkvaða „öld okkar“ er önnur tíð og stendur vonandi styttra við. Ef einhver þeirra sem lofað hafa að gæta hags- muna þjóðarinnar hefði uppurð til að opna augun, jafnvel bara að píra aðeins, gætum við hugsanlega enn náð að koma betur út úr sameiginlegum ógöng- um en stefnir í. Einkum þó ef í framhaldinu myndu augu nægjanlegra margra opnast fyrir því að við eigum síst að öllu að hengja okkur aftan í þá sem lakast hafa haldið á sínum málum síðustu misseri og ár. En meðal annarra orða. Hefur Benedikt Jóhannesson sagt umheiminum frá því snilldar- bragði sínu og ríkisstjórnarinnar að láta stofnanir ríkisins framvegis færa 10 milljónir króna á milli vasa þess? Kannski ætti ríkisstjórnin að segja frá þessu í ávarpi til mannkynsins. Vera má að Svíar myndu þá láta Bensa fá nóbelinn í hagstjórn. Eða þá að kunn- gera að þeir myndu hér eftir kalla hann Bensa Vasa, sem í Svíþjóð er talinn enn meiri heiður. Hver veit? Kannski bílstjórinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg 20.8. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.