Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Qupperneq 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Qupperneq 34
LESBÓK Haustdagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefst með tvennum tón-leikum í Eldborg á laugardag og er aðgangur ókeypis. Kl. 15 eru fjöl- skyldutónleikar en kl. 17 tónleikar með yfirskriftina Rómeó og Júlía. Tvennir tónleikar Sinfóníunnar 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.8. 2017 Þ essi kvæði eru þýdd úr grísku, ensku, þýsku, frönsku; úr hinum og þessum tungumálum. Kannski hefði verið gaman að birta þau líka á frummálinu – en ætli þetta sé ekki orðið að íslenskri ljóðabók í þessu formi?“ Kristján Árnason þýðandi og skáld veltir fyrir sér kvæðunum í nýrri bók sinni, Það sem lifir dauðann af er ástin, en í henni er úrval ljóðaþýðinga hans auk nokkurra frumsaminna kvæða. „Ætli ljóðin hafi ekki öðlast einhvern þegnrétt hérna nú þegar ég þykist hafa komið þeim á íslenskt form,“ bætir hann við. Í bókinni má finna sýnishorn af ljóðaþýð- ingum Kristjáns gegnum tíðina, allt frá forn- kvæðum eftir Grikki og Rómverja til samtíða- kvæða eftir mörg höfuðskáld Evrópu á liðinni öld. Bókinni er skipt í fjóra hluta. Í þeim fyrsta, „Fornöld“, eru meðal annars kvæði eftir Sapfó, Evrípídes, Aristófanes, Katúllus og Óvíd. Þá kemur „Endurreisn og rómantík“, með kvæð- um eftir Dante Alighieri, Ómar Kajam, Goethe, Mozart, Hölderlin, Heine og fleiri. Í þriðja hlutanum, „Nútíma“, eru meðal annars þýðingar á kvæðum eftir Thomas Hardy, Rimbaud, Rilke, Rostand, Benn, Robert Graves, Jóhann Jónsson, Brecht, Mikis Þeodórakis, Philip Larkin, Lorca og Auden. Þá lýkur bókinni á fimm kvæðum eftir Kristján sjálfan og það elsta orti hann á unglingsárum. „Það er svona púbertís-kvæði,“ segir Kristján og brosir, „þetta bernskuljóð sem flæktist með. Það lendir í kjölfar gömlu skáldanna, rödd skáldsins sem er gengið í barndóm. Þessi kvæði mín í bókinni hafa birst áður og mér heyrist á einhverjum sem hafa lesið að þau veki bara lukku.“ Í einu þessara kvæða Kristjáns segir að tím- inn sýni okkur enga vægð, „og aldrei verður þeirri skipan breytt.“ Þegar spurt er um lífs- afstöðuna sem birtist í þeim, meðal annars um tímann og ellina, þá segist hann nota ljóð- formið til að sætta sig við ýmislegt, það henti sér til að setja hugsanir fram. „Ljóðformið er gott til þess arna. Ég er gæddur einhverri kaldhæðni sem ég get beitt þegar fáranleiki lífsins gengur yfir mig. Við lif- um á tímum þegar allt er, satt best að segja, orðið rosalega fáranlegt.“ Hann hristir höfuð- ið. „Þetta eru engin ættjarðarljóð, örlar kannski aðeins á slíku, en það er alltaf gott að geta brugðið sér í líki annarra skálda. Ég hef til að mynda eitthvað frá Steini Steinarr í þeirri lífsafstöðu sem birtist í bókinni. Mín kvæði kunna þó að vera mildari; ég held ég sé ekki eins bitur og aumingja Steinn. Hann var beiskur. En húmor í kvæðunum má vera nokk- uð beittur.“ Flest þessi kvæði Kristjáns eru í sonnettu- formi en hann segir það lengi hafa kallað á sig. „Ég hef notað sonnettuna meira í seinni tíð, hef náð betra valdi á henni. Og í raun er ég hissa á því hvað sonnetturnar komu liðlega.“ Ætti bara að gera meira af þessu Kristján segir að kvæðin sem hann hefur þýtt hafi í raun bara komið upp í hendurnar á sér og hann segist hissa á því hvað sér gangi oft vel að þýða. Þegar hann sat til að mynda við í fyrravetur og vann að þeim mörgum þá þurfti hann furðu lítið að erfiða við leit að rímorðum og slíku. „Það er einhver púki í mér sem hefur þýtt þetta,“ segir hann brosandi og flettir gegnum bókina. „Kannski ætti ég bara að gera meira af þessu! En hér eru nokkur mismun- andi ljóðform, eins og hexametur í því elsta og vitaskuld sapfóarháttur en ég hef mikið glímt við hann og held upp á Sapfó. Og það er gaman að yrkja í hexametri þegar það tekst, eins og hér:“ Og Kristján les upphátt fyrsta kvæði bókarinnar, „Herhvöt“ eftir Tyrtajos frá því um 675 fyrir Krist: „Fagurt er fall þess sem deyr í fremstu víglínu í stríði, /veginn þar sem hann verst vasklega fjandmönnum gegn. / Hinir, sem hraktir á brott frá heimkynnum sínum og búum, / flakka um snauðir, þeir fá fyrirlitningu og skömm.“ Mikil tragík og fjögurra stafa orðið Eitt kvæða Dantes úr Vítisljóðum er í bókinni en Kristján segir að sér hafi tekist frekar illa upp með Dante. „Ég hef verið að kenna hann og langaði til að yrkja meira upp úr Kómedí- unni en það gekk ekki almennilega, það er erf- itt að yrkja undir hætti Dantes, hann er dýrt rímaður. Ítalir segja þó að það sé enginn vandi en þeir eiga líka svo mörg rímorð. Hins vegar hefur mér gengið nokkuð vel að eiga við þýsku skáldin úr rómantíkinni, eins og Heine, en hann er oft með skemmtilegar pillur í sínum kvæðum. Og ég þýddi slatta eftir Rilke, hann var fínt skáld. Ég hef ekki fylgst mikið með ensku skáld- unum en tók við að lesa sum þeirra og þýða í vetur sem leið, eins og Philip Larkin. Það er aldrei að vita hvað er ofan á hjá honum, hann er prakkari finnst mér, alls enginn auli. Mörg þessi ensku skáld leyfa sér mikið og eru ekki mjög hátíðleg. Þannig er hér í bókinni nokkuð dónalegt kvæði eftir John Betjeman; ég bar það undir ritstjórnina hvort það væri of dóna- legt. Hann notar nefnilega sögnina að ríða,“ segir Kristján og skellir upp úr. „Ég er ekki vanur að nota það orð í skáldskap, það er ekki minn stíll, fjögurra stafa orðið eins og Kanarn- ir kalla það. En ég er ánægður með að hafa þýtt þessi kvæði - það er athyglisverður andi í þeim.“ Kristján blaðar áfram í þýðingunum og seg- ir frá ólíkum ljóðum og skáldum. „Hér eru nokkur eftir Mikis Þeodórakis sem ég þýddi fyrir Grikklandsvinafélagið, til að mynda kvæðið „Lestin“. Þar er mikil tragík, það end- ar svona: „… og enginn beið við brautarpall- inn. / Í blóði þínu lástu fallinn.“ Sigurður A. Magnússon heitinn tók þetta kvæði alltaf nærri sér, hann var svo mikil til- finningavera. Við sungum þetta stundum á árshátíðum og þá viknaði Sigurður. Annars er gaman af mörgum þessum grísku kvæðum, þau eru hressileg.“ Þegar Kristján er spurður að því hvort hann hyggist halda áfram að þýða kvæði sem hann hrífst af, þá svarar hann játandi, segir að það virðist henta sér vel. „Ég á gott með að bregða mér yfir í heim annarra skálda. Ég minnist þess sem Einar Benediktsson sagði um séra Matthías Joch- umsson, að honum hæfði betur að þýða heldur en frumyrkja; þegar hann þýddi væri hann undir meiri aga og gæti ekki hlaupið um víðan völl!“ Þess má geta að séra Matthías var langafi Kristjáns sem bætir við að lokum: „Nei, ég er alls ekkert hættur að hugsa um kvæðin.“ „Ég á gott með að bregða mér yfir í heim annarra skálda,“ segir Kristján Árna- son um ljóðaþýðingar sínar. Morgunblaðið/Einar Falur „Það er einhver púki í mér“ Kristján Árnason hefur á löngum starfsferli þýtt mörg öndvegisverk skálda, allt frá fornöld fram á voran dag, auk þess að yrkja sjálfur. Út er komið nýtt úrval ljóða og ljóðaþýðinga hans undir heitinu Það sem lifir dauðann af er ástin. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is ’Ég er gæddur einhverrikaldhæðni sem ég get beittþegar fáranleiki lífsins genguryfir mig. Við lifum á tímum þegar allt er, satt best að segja, orðið rosalega fáranlegt.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.