Fréttatíminn - 03.02.2017, Side 20

Fréttatíminn - 03.02.2017, Side 20
20 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. febrúar 2017 Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Rannsóknir sýna að ung-menni í dag hafa það, á nær alla hefðbundna mælikvarða, betra í dag en nokkru sinni áður. Glæpatíðni er lægri, færri ung- menni reykja og drekka, einkunn- ir eru betri og fleiri útskrifast úr námi. Jarðvegurinn ætti því að vera kjörinn fyrir ungmenni að dafna en þó sýna aðrar rannsóknir að það er ekki raunin. Ungmenni sýna ein- kenni þunglyndis fyrr, sjálfsvígum hefur fjölgað, kvíði hefur aukist og mörg eiga erfitt með að mynda náin sambönd. Ingvi Hrannar Ómars- son, kennari og verkefnastjóri ný- sköpunar og skólaþróunar, vakti máls á þessum staðreyndum í bloggfærslu í vikunni og benti á að við erum ekki að bregðast við erfið- leikum ungmenna í skólum, heldur þvert á móti ýta undir þá. Og nem- endur taka undir með hon- um. Innilokuð daglangt Ing vi gagnrýnir styttingu fram- haldsskóla úr fjór- um árum í þrjú og bendir á að nemendur séu undir allt of miklu álagi nú þegar sem bitni á geðheilsu þeirra. Hann tekur sem dæmi stundatöflu fyrsta árs nema við Menntaskólann á Akureyri þar sem sjá má að alla daga vikunnar er nemandinn frá klukkan 8.15 til 16.30 í skólanum, nema á föstudög- um þegar dagurinn endar klukk- an 14.35. Þá eru aðeins 5 mínútur milli kennslustunda og klukkutími í matarhlé. Ingvi bendir á að engar listgreinar né valfög megi finna á stundaskránni og aðeins þrjá ein- falda íþróttatíma á viku. „Ég skrifa þetta fyrst og fremst sem áhuga- maður um geðheilsu barna, en ekki sem sérfræðingur í kennsluaðferð- um framhaldsskóla,“ segir Ingvi aðspurður um tildrög færslunn- ar. „Það er þvílíkt álag á þessum krökkum og það er að aukast. Kvíði er að aukast hjá ungmennum og af hverju finnum við þá ekki aðferðir sem kenna þeim að ráða við ólíkar aðstæður, í stað þess að loka þau inni í skólastofu allan daginn. Ung- menni þurfa að taka þátt í lífinu og tala við annað fólk. Ég heyri það oft frá krökkum að þau eigi erfitt með samskipti og finn- ist jafnvel erfitt að hringja og panta pítsu.“ Allt í klessu „Ég sá þennan pistil og tengi mikið við hann,“ segir Kara Björk Sævarsdótt- ir, fyrsta árs nemi í Kvennaskólanum, en hún æfir auk þess dans í þrjá og hálfan tíma á dag. „Ég fæ dansinn sem betur fer metinn sem val í Kvennó en það er svo lítið val á fyrsta ári að þetta er dá- lítið mikið. Kvíði er að aukast hjá ungmennum og af hverju finnum við þá ekki aðferð­ ir sem kenna þeim að ráða við ólíkar aðstæður, í stað þess að loka þau inni í skólastofu allan daginn. Engin tími til að anda í skólanum Ingvi Hrannar Ómarsson, kennari og verkefna stjóri nýsköpunar, segir styttingu framhaldsskóla valda álagi sem ung- menni í dag megi ekki við. Fyrsta árs nemar í MR og Kvennó taka undir gagnrýni Ingva og segja kvíða og neikvæðni einkenna andrúmsloft skólans. Ég reyni að hitta vini mína á laugar- dögum en þá er ég samt alltaf rosa- lega þreytt og langar mest til að vera bara heima. Það eru allir að tala um þetta, það tala margir um að vera með kvíða og það er mikil neikvæðni í gangi gagnvart skólan- um.“ „Það er engin tími til að anda,“ segir Guðrún Diljá Agnarsdóttir, nemi á fyrsta ári í Menntaskólan- um í Reykjavík, en hún er ein af fjöl- mörgum sem deildu grein Ingva í vikunni. „Ég er sammála öllu sem hann segir því þetta er einmitt það sem er að gerast í kringum mig. Við tölum mikið um þetta í skól- anum og ég veit að vinum mínum í öðrum skólum líður eins. Þetta er samt sérstaklega erfitt í MR því þeir vilja ekki sleppa neinu efni, hér er tveimur árum troðið í eitt með því að sleppa eins litlu og hægt er.“ Guðrún Diljá er í fyrsta árgangn- um sem þarf að taka skólann á þremur árum í stað fjögurra og seg- ir hún mikla óánægju og neikvæðni ríkja meðal nemenda. „Við mynd- um miklu frekar vilja vera einu ári lengur og njóta þess betur. Mér finnst þetta ekki hafa verið hugs- að nógu vel og þess vegna er allt í klessu núna.“ Erfitt að panta pítsu Er einhver tími fyrir áhugamál og félagslíf? „Nei, alls ekki,“ segir Guðrún Diljá. „Ég hitti aldrei vini mína nema á föstudagskvöldum og kannski laugardögum. Ég kem heim klukk- an fjögur á daginn og þá sinni ég heimanáminu sem tekur svona fimm klukkutíma og svo er ég reyndar líka að læra á fiðlu svo það er enginn tími.“ Ingvi talar um að ungmenni eigi erfitt með samskipti og eigi jafnvel erfitt með að panta pítsu. Kannast þú við það? „Já þetta eru sko engar ýkjur, segir Guðrún Diljá og hlær. „Við rífumst oft um það hver eigi að hringja. Við erum svo vön að tala á netinu því við hittumst svo sjaldan í alvöru. Það nota langflestir Domin- os því þar er hægt að panta á netinu og þarf ekki að hringja. Ég bið alltaf mömmu að hringja og panta fyr- ir mig tíma, og ég veit að vinkonur mínar gera það líka.“ Minnir á þróun í Bandaríkjunum „Það er ekkert verið að spá í geð- heilsu þessara krakka. Stór hluti náms fer fram utan skólastofunn- ar svo það er skrítin þróun að láta allt sem ekki er bóknám sitja á hakanum,“ segir Ingvi og bendir á að þróunin hér á landi, að þjappa námi saman á kostnað hreyfingar, samskipta og list- og valgreina, sé farin að minna óþægi- lega mikið á Bandaríkin. „Þetta minnir á No child left behind stefnuna þar sem allt snýst um að ná hámarksárangri í bók- námsprófum, svo skólinn skori hátt í samanburði í einkareknu umhverfi. Það er ekkert í þessum stunda- töflum sem raunverulega skiptir máli; samskipti, samvinna, skapandi hugs- un, gagnrýnin hugsun og að taka þátt í samfélagi.“ Kara Björk Sævarsdóttir og vinir hennar í Kvennaskólanum eru ekki ánægð með styttingu framhaldsskóla. Þau eru sammála um að álagið á fyrsta ári sé allt of mikið. Þau myndu vilja hafa meiri tíma utan skóla til að stunda áhugamál og vera með vinum sínum en í dag geti þau í mesta lagi hist á laugardögum. Breyttur vinnumarkaður framtíðarinn­ ar mun þurfa einstaklinga sem kunna að hugsa út fyrir boxið. Er þetta rétta leiðin til þess, að fylla alla daga af bókfögum, útiloka val og sköpun og leggja enga áherslu á samskipti?, spyr Ingvi Hrannar Ómarsson, kennari og verkefnastjóri nýsköpunar í skólamálum. Guðrún Diljá Agnars­ dóttir, nemi á fyrsta ári í MR, segir óánægju með styttingu framhaldsskóla meðal fyrstu bekkinga. Mynd | Rut GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki. BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. VERÐ FRÁ 87.900.- WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 VILNÍUS Í LITHÁEN Vilníus er eins og margar aðrar borgir í Eystrasaltinu frá miðöldum og glæsileg eftir því. Upphaf borgarinnar má rekja til ársins 1330 og er gamli bærinn á minjaskrá Unesco. Þröngar steinilagðar götur er viða að finna í gamla bænum og gamli byggingastíllinn blasir hvarvetna við. Flogið er tvisvar í viku allt árið. DÆMI UM BORGIR

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.