Fréttatíminn - 03.02.2017, Qupperneq 52
Iðnnám er prýðilegur grunnur fyrir háskólanám við Háskólann í Reykjavík, og fyrir hendi er greið leið fyrir iðnmenntaða í gegn um frumgreinadeild HR.
Námsmöguleikar iðnmenntaðra
við Háskólann í Reykjavík
Greið leið fyrir iðnmenntaða í háskólanám við Háskólann í Reykjavík í gegnum frumgreinadeild HR.
Unnið í samstarfi við
Háskólann í Reykjavík.
Háskólinn í Reykjavík óskar öllum nýsvein-um innilega til ham-ingju með árangurinn og
Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík
hjartanlega til hamingju með 150
ára afmælið. Iðnnám er prýðilegur
grunnur fyrir háskólanám við Há-
skólann í Reykjavík, og fyrir hendi
er greið leið fyrir iðnmenntaða í
gegn um frumgreinadeild HR.
Iðnfræði
Háskólinn í Reykjavík býður
diplómanám í byggingariðnfræði,
rafiðnfræði og véliðnfræði sem er
sérstaklega ætlað iðnmenntuð-
um, enda er sveinspróf inntöku-
skilyrði. Nám í iðnfræði byggir
á þeirri þekkingu og færni sem
iðnsveinar hafa öðlast í sínu námi,
ásamt reynslu sem þeir hafa afl-
að sér í starfi. Í náminu styrkja
nemendur fræðilega undirstöðu
og geta þannig öðlast ákveðin
hönnunarréttindi, auk þess að
fá rekstrarþekkingu sem býr
þá undir stjórnunarhlutverk á
vinnustað. Prófgráða í iðnfræði
veitir jafnframt meistararéttindi.
Námið er boðið á hálfum hraða
sem fjarnám, þar sem nemendur
fá lesefni, upptökur og verkefni
rafrænt gengum námskeiðsvef,
og fá einnig endurgjöf með fjar-
kennslutækni. Tvisvar á önn eru
staðarlotur þar sem nemendur
sitja fyrirlestra og aðstoðartíma
með kennurum sínum og gera
verklegar æfingar. Flestir eru því
þrjú ár að ljúka 90 ECTS eininga
diplómanámi. Náminu lýkur með
hagnýtu lokaverk-
efni sem oftast er
unnið í samstarfi við
fyrirtæki. Þeim sem
ljúka byggingariðn-
fræði býðst að halda
áfram í bygginga-
fræði sem lýkur
með BSc gráðu.
Iðnfræðingar hafa
reynst vel á íslensk-
um vinnumarkaði og
er því góð og jöfn
eftirspurn eftir þessu
námi.
Tæknifræði
Námsbrautir í byggingartækni-
fræði, rafmagnstæknifræði og
vél- og orkutæknifræði eiga sér
langa hefð á Íslandi. Þessar náms-
brautir veita trausta fræðilega
undirstöðu, en hafa mjög hag-
nýtar áherslur og henta því vel
iðnaðarmönnum sem eru vanir
að leysa tæknileg úrlausnarefni
á vettvangi og hafa reynslu af
vinnumarkaði. Reynslan nýtist
vel í náminu og veitir forskot á þá
sem eru eingöngu með bóklegt
stúdentspróf, en vinnumarkaður-
inn kann mjög vel að meta tækni-
fræðinga sem hafa bakgrunn
sem iðnaðarmenn. Það er ljóst að
Háskólinn í Reykjavík útskrifar
ekki nógu marga tæknifræðinga í
dag til að uppfylla þarfir vinnu-
markaðarins. Tæknifræði er 3 ½
árs nám til BSc prófs sem veit-
ir starfsréttindi, og jafnframt
möguleika á námi til MSc prófs í
verkfræði. Tækni- og verkfræði-
grunnur frumgreinadeildar miðar
að því að veita rétta undirstöðu
fyrir tæknifræðinám.
Verkfræði
Háskólinn í Reykjavík býður sex
námsbrautir í verkfræði: fjármála-
verkfræði, hátækniverkfræði,
heilbrigðisverkfræði, hugbúnað-
arverkfræði, rekstrarverkfræði
og vélaverkfræði. Verkfræðinám
er vel þekkt á Íslandi. Lögð er
áhersla á fræðilega undirstöðu
verkfræðilegra aðferða, en líkt
og í tæknifræðinámi er hagnýta
tengingin aldrei langt undan.
Nám til starfsréttinda sem verk-
fræðingur er fimm ár, en tveggja
ára MSc nám bætist við þriggja
ára BSc nám. Verkfræðinám hent-
ar iðnmenntuðum prýðilega og
hagnýt reynsla gagnast verk-
fræðingum vel, því býður frum-
greinadeild HR upp á tækni- og
verkfræðigrunn sem býr iðn-
sveina vel undir háskólanám í
verkfræði.
Tækni-og verkfræðigrunnur
frumgreinadeildar
Nemandi sem hefur áður lokið
iðnnámi og stefnir í t.d. tækni-
fræði getur tekið eins árs mark-
vissan undirbúning í tækni- og
verkfræðigrunni frumgreina-
deildar og útskrifast með frum-
greinapróf. Námið tekur mið af
aðgangsviðmiðum háskóladeilda
Háskólans í Reykjavík, eins og
kveðið er á um í reglugerð. Mikil
áhersla er lögð á raungreinar og
stærðfræði fyrir þá sem stefna
í nám í tæknigreinum. Í nýju
skipulagi byrja nemendur strax í
ágústbyrjun og náminu lýkur um
miðjan júní. Námið er eingöngu í
boði sem staðarnám. Hjá deildinni
hafa frá upphafi starfað mjög
hæfir kennarar og niðurstöður
kennslumats sýna ánægju nem-
enda með kennslu við deildina.
Þetta er mikið, markvisst og
áhugavert nám á stuttum tíma og
nemendur kynnast því í frum-
greinadeildinni hvernig það er að
vera í háskóla. Þetta er góð leið
til að komast í háskólanám og það
fer gott orðspor af þessu námi
sem er lánshæft hjá LÍN. Bekkjar-
kerfið sem boðið er upp á hentar
líka mörgum vel og ýtir undir
samvinnu og vináttu nemanda. Þú
styrkir stöðu þína í atvinnulífinu
og öðlast menntun sem gerir þér
kleift að sækja háskólanám innan
áhugasviðs þíns.
Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir,
deildarforseti tækni- og verkfræði-
deildar Háskólans í Reykjavík.
Málfríður Þórarinsdóttir,
forstöðumaður frumgreinadeildar
Háskólans í Reykjavík.
Til þess að efla hag ís-lenskra iðnaðarmanna um miðja nítjándu öldina þurfti samtök, menntun og áræði og
framkvæmdir.
Það varð hlutverk reykvískra
iðnaðarmanna að stuðla að þessari
þróun með stofnun Iðnaðarmanna-
félagsins í Reykjavík þann 3. febrúar
árið 1867. Stofnendur voru 31 reyk-
vískur iðnaðarmaður og fór stofn-
fundurinn fram í húsi Landsprent-
smiðjunnar.
Um sex árum síðar var félag-
ið nefnt Iðnaðarmannafélagið í
Reykjavík. Iðnaðarmannafélagið í
Reykjavík er hið þriðja elsta sem nú
hefur starfað óslitið á Íslandi.
Samofin sögu Reykjavíkur
Það er táknrænt að stofnfundur
Iðnaðarmannafélagsins skuli hafa
verið haldinn í fyrsta húsi inn-
réttinganna en Skúli Magnússon
reisti það fyrir forstjóra þeirra.
Í þessu húsi bjó þá Einar Þórðar-
son prentari og rak þar einnig
prentsmiðju, Landsprentsmiðjuna.
Saga Iðnaðarmannafélagsins er
þannig samofin sögu Reykjavíkur
með vöggu sína í hlaðvarpa Ingólfs
Arnarsonar.
Árið 1869 stofnaði Iðnaðar-
mannafélagið í Reykjavík kvöld-
skóla. Kennari við hann var Árni
Gíslason leturgrafari en hann var
lengi ritari félagsins.
Seinna var skólinn rekinn sem
sunnudagaskóli og voru kennslu-
greinar: réttritun, uppdráttarlist,
reikningur, danska, enska og söng-
ur.
Rekstur skólans reyndist fé-
laginu fjárhagslega erfiður og lagð-
ist kennsla niður þann 1. febrúar
árið 1890.
Á fundi í Iðnaðarmannafélaginu
þann 31. mars árið 1901 kynnti
stjórn félagsins áform um að koma á
fót kvöldskóla með ákveðinni náms-
skrá fyrir iðnaðarmenn.
Á fundi þann 7. október árið 2003
gekk Jón Þorláksson verkfræðing-
ur í félagið og á þessum sama fundi
hafði hann framsögu um málefni
skólans.
Hann upplýsti fundarmenn um
sambærilegt skólahald erlendis og
vildi hefja skólastarf samkvæmt nýj-
um reglum strax um næstu áramót.
Iðnskólinn settur á stofn
Skólahald með nýju fyrirkomulagi
hófst við Iðnskólann í Reykjavík 1.
október árið 1904.
Skólastjóri var skipaður Jón Þor-
láksson og fastur kennari Þórarinn
B. Þorláksson, bókbindari og lista-
maður. Hann varð síðar skólastjóri
við skólann. Kennslugreinar voru
flatarteikning, rúmteikning, iðn-
teikning, íslenska, reikningur og
danska.
En Iðnaðarmannafélagið í Reykja-
vík lét ekki staðar numið. Mánuði
eftir fyrstu setningu skólans lagði
formaður félagsins, Knud Zimsen,
fram teikningar af nýju skólahúsi.
Samþykkt var að kaupa lóð Búnað-
arfélagsins á mótum Vonarstrætis
og Lækjargötu undir skólabyggingu.
Trésmiðjan Völundur tók að sér
byggingu hússins samkvæmt tilboði
sem hljóðaði upp á kr. 20.850,00.
Kennsla hófst í nýju skólahúsi
haustið 1906.
Gáfu styttuna af Ingólfi
Iðnaðarmannafélagið í Reykja-
vík beitti sér fyrir því að reist yrði
minnismerki um Ingólf Arnarson.
Knud Zimsen, borgarstjóri og
fyrrverandi formaður félagsins,
hélt ræðu en formaður félagsins,
Jón Halldórsson, afhjúpaði styttuna.
Hann sagði m.a.: „Háttvirta rík-
isstjórn! Ég afhendi yður nú þessa
mynd frá Iðnaðarmannafélaginu í
Reykjavík, þessu landi og þessari
þjóð til eignar og umráða; gerið svo
vel og takið á móti henni og verndið
hana frá árásum eyðileggingar að
svo miklu leyti sem í ykkar valdi
stendur.“
Á aldarafmæli sínu, árið 1967,
gaf Iðnaðarmannafélagið í Reykja-
vík borgarstjóraembættinu „há-
tíðartákn“, keðju sem borgarstjóri
ber við hátíðleg tækifæri. Keðjan er
úr silfri, smíðuð af listamanninum
Leifi Kaldal gullsmið.
Heimild: Imfr.is
Iðnaðarmannafélagið
í Reykjavík í 150 ár
Stiklað á stóru í sögu félagsins frá stofnfundinum 3. febrúar 1867.
4 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017IMFR 150 ÁRA