Fréttatíminn - 03.02.2017, Qupperneq 64
Aukin tækifæri til
að þróast í starfi
Öflugt landsfélag í kjaramálum og réttindabaráttu.
Unnið í samstarfi við VM
Félag vélstjóra og málm-tæknimanna, VM, er meðal stærstu fag- og stéttarfé-laga landsins. Vélstjórar
og málmiðnaðarmenn eiga margt
sameiginlegt bæði í námi og á
vinnumarkaði. Nám þeirra skarast
að hluta og málmiðnaðarmenn og
vélstjórar starfa iðulega á sömu
vinnustöðum.
Öflugt landsfélag
Félagsmenn VM sinna fjölbreytt-
um störfum við vélstjórn, vélavið-
gerðir, málmsmíði og netagerð.
Stefna VM er að koma öllum sem
starfa í þessum greinum í félag-
ið og vera öflugt landsfélag sem
yrði um leið með meira vægi til að
sinna málefnum þessara greina,
bæði í kjaramálum og annarri
réttindabaráttu.
Auðvelt að sækja
endur- og símenntun
Starfsgreinarnar sem um ræðir
eru: vélvirkjun, vélstjórn, stálsmíði,
rennismíði, blikksmíði, málm-
steypa, mótasmíði, netagerð og
málmsuða. Þetta eru fagstörf sem
eiga skilgreindar námsbrautir í
framhaldsskólakerfinu. Tæknin
þróast hratt og gerir símenntun
enn mikilvægari. Fræðslusjóður fé-
lagsins veitir félagsmönnum aukin
tækifæri til að þróa sig í starfi með
því að auðvelda þeim að sækja sér
endur- og símenntun.
Frístundaaðstaða
víðs vegar um landið
Sjúkrasjóður félagsins veitir víð-
tækar tryggingar í formi dagpen-
inga og styrkja þegar veikindi
eða slys bera að. Félagsmenn
eiga einnig kost á úrræðum hjá
VIRK endurhæfingarsjóði. Að eiga
tíma utan vinnu er mikilvægt og
frístundaaðstaða félagsins víðs
vegar um land veitir félagsmönn-
um kærkomið afdrep til að njóta
frítímans.
Séð úr vinnslu Héðins, stálsmiðju, sem er öflugt
þekkingarfyrirtæki í málmiðnaði og véltækni.
Unnið í samstarfi við Rafís
Kristján Þórður Snæbjarnar-son, formaður Rafiðnað-arsambandsins, segir að grundvallarþáttur sam-
bandsins sé að vinna með kjara-
samninga og tryggja og bæta kjör
félagsmanna sinna. „Þegar ekki
eru kjaraviðræður erum við að að-
stoða okkar félagsmenn við að fá
rétt kjör ef brotið er á þeim. Síðan
erum við með sjúkrasjóð sem er
að greiða styrki til félagsmanna.
Mikilvægastir eru sjúkradagpen-
ingarnir ef menn lenda í lengri
veikindum. Þá eru menn að fá
80% af launum í 6-12 mánuði sem
er einhver sú besta trygging sem
menn geta fengið,“ segir Kristján.
Einnig fá félagsmenn fæðingar-
styrk þegar þeir eignist barn
auk líkamsræktarstyrkja og fleiri
hefðbundin hlunnindi. Einnig er
rekinn öflugur orlofssjóður sem
gerir félagsmönnum kleift að nýta
sér fjölda sumarbústaða og íbúða
víðsvegar um landið og utan land-
steinanna.
Kristján Þórður Snæbjarnarson,
formaður Rafiðnaðarsambandsins.
Tryggja kjör
og veita ráðgjöf
Mikilvægt að fólk geti leitað til
öflugra stéttarfélaga.
„Fólk kemur að leita ráð-
legginga um ýmis málefni. Sem
betur fer leysist flest með því að fara
yfir málið en þónokkuð er um að við
verðum að fara lengra með málin og
jafnvel í hendur á lögfræðingi okkar
sem er fólki að kostnaðarlausu,“
Verkefnin mörg og ærin
Hlutverk Rafiðnaðarsambandsins
er fjölþætt og félagsmenn leita
gjarnan til þess þegar upp koma
vafamál eða fólk er óöruggt um
stöðu sína. „Fólk kemur að leita
ráðlegginga um ýmis málefni. Sem
betur fer leysast flest með því að
fara yfir málið en þónokkuð er
um að við verðum að fara lengra
með málin og jafnvel í hendur á
lögfræðingi okkar sem er félags-
mönnum að kostnaðarlausu,“ segir
Kristján og bætir við að það sé
afar mikilvægt að fólk geti leitað til
sterkra stéttarfélaga til þess að fá
stuðning við að sækja og tryggja
réttindi sín. Málin geta verið ým-
iss konar og verkefnin ærin; þetta
geta verið spurningar um samsetn-
ingu launa, hvort þau séu of lág
eða fólk vinni of mikla yfirvinnu sé
fólk á pakkalaunum, útskýring á
frítökurétti eða hvað skuli greiða
fyrir vinnu í matartímum. Svona
mætti lengi telja.
Fjölbreytt störf í rafiðnaði
Kristján merkir, líkt og aðrir, skort
á iðnaðarmönnum en verkefni
þeirra séu afar sveiflukennd og
sjaldan í jafnvægi. „Það er í raun
ekki að lagast neitt verulega en
við sjáum það þó á okkar greinum
að núna erum við með metfjölda
í sveinspróf. Til lengri tíma þarf
að viðhalda þessum fjölda til að
halda í við endurnýjunarþörfina.
Miklar sveiflur eru á verkum, helst
byggðingariðnaði, en núna er fínn
tími þar. Þá verður skortur á mann-
skap og botnlaus vinna. Þetta
dettur svo niður þegar hægist
um, þetta eru miklar öfgar,“ segir
Kristján en leggur áherslu á að
vegna fjölbreytni í störfum innan
rafiðnaðarins geti rafiðnaðarmenn
innan byggingargeirans oftast
leitað í önnur störf þegar lægð er í
byggingastörfum.
RSÍ á og rekur Rafiðnaðarskól-
ann í samstarfi við atvinnurek-
endur í rafiðnaði. „Þar er boðið
upp á fagnámskeið fyrir rafiðnað-
armenn, endurmenntun sem allir
félagsmenn hafa kost á því að nýta
sér. Menn geta jafnframt náð sér í
meistarabréf í iðninni, það er vin-
sælasta námsleiðin í skólanum,“
segir Kristján.
Frá Íslandsmóti iðn- og verkgreina
16 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017IMFR 150 ÁRA