Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 4
4 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 Dómsmál Dómur fallinn í morð- málinu í Akalla í Svíþjóð. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Maðurinn sem myrti Íslendinginn Jón Gunnar Kristjánsson á tjald- svæði í Akalla í Stokkhólmi í júlí síðastliðið sumar var dæmdur í 18 ára fangelsi. Dómur var kveðinn upp í Stokkhólmi á fimmtudaginn í síðustu viku. Maðurinn, Björn Kollberg, stakk Jón Gunnar ítrek- að og sló hann svo í höfuðið með rörtöng samkvæmt því sem kem- ur fram í dómnum. Kollberg á að baki langan sakaferil í Svíþjóð og er 41 færsla um hann á sakaskrá hans. Samkvæmt dómnum í mál- inu kom Björn á tjaldsvæðið og vakti Jón Gunnar þar sem hann lá sofandi í tjaldi en þeir höfðu átt í illdeilum um nokkurt skeið. Samkvæmt frásögn sjónarvotta á tjaldstæðinu byrjuðu þeir að rífast og endaði rifrildið með handalögmálum. Björn tók svo upp hníf og þá sagði Jón Gunn- ar, samkvæmt frásögn vitnis: „Ekki hnífinn Björn, ekki hnífinn Björn.“ Björn mun svo hafa slegið Jón Gunnar með rörtönginni eftir að hafa stungið hann. Málið hefur vakið nokkra athygli á Íslandi enda var Jón Gunnar íslenskur. Hann flutti til Svíþjóðar árið 1983, þá tveggja ára gamall, og hefur búið þar síðan. Ekki hefur komið fram í fjöl- miðlum hvort dómnum í málinu verður áfrýjað til hæstaréttar í Svíþjóð. Dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir morðið á Jóni Gunnari Björn Kollberg fékk 18 ára dóm fyrir morðið á Jóni Gunnari Kristjánssyni í fyrra. Sjávarútvegur Samanlögð kvóta- eign Samherja og dótturfélaga er nærri þremur prósentustigum meiri en HB Granda. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Útgerðarfélagið Samherji ræður beint eða óbeint yfir 13,89 prósent- um aflaheimilda í kvótakerfinu á Ís- landi. HB Grandi er stærsta einstaka útgerðarfélagið með 10,95 prósent heildarkvótans en Samherji á svo mörg félög, að hluta eða öllu leyti, að samanlagt verður sú prósenta kvótans sem félagið ræður hærri en eignarhluti HB Granda. Þetta kemur fram í nýjasta yfirlitinu frá Fiskistofu yfir kvótastöðu stærstu útgerðarfyr- irtækja landsins. Samkvæmt lögum mega einstaka útgerðarfyrirtæki ekki ráða meiru en 12 prósentum heildarkvótans í landinu. Samherji Ísland ehf. er langt undir þessu, með 6,24 prósent. Þegar litið er til þess að Samherji er ráðandi hluthafi í Síldarvinnslunni, á Útgerðarfélag Akureyringa, Gull- berg og Polaris Seafood þá rúmlega tvöfaldast kvótastaða Samherja upp í tæp 14 prósent. Samkvæmt lögum er þetta í lagi þar sem ekki er um einn einstakan lögaðila að ræða sem á þennan kvóta og aðrir hluthafar eiga hlutabréf í Síldarvinnnslunni ásamt Samherja. Samherji er hins vegar, að þessu leytinu og á þessum forsendum, stærsta útgerðarfélag landsins. Þetta sýnir meðal annars þá miklu sam- þjöppun sem átt sér stað í kvótaeign útgerðarfyrirtækja á Íslandi: Hlutur 10 stærstu útgerðarfyrirtækja lands- ins í aflaheimildum á Íslandi jókst úr 22 prósent og upp í 55,5 prósent frá árinu 1990 til 2015. Samherji ræður beint eða óbeint yfir nær 14 prósentum kvótans á Íslandi. Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og stærsti eigandi fyrirtækisins. Samherji ræður nærri 14 prósentum fiskikvótans Leitað milli Gróttu og Nauthólsvíkur Leit að Arturi Jarmoszko verður framhaldið í dag, föstudag, en þá mun þyrla Landhelgisgæslunnar fljúga yfir leitarsvæðið. Á laugar- dag munu svo björgunarsveitir frá Landsbjörg halda áfram leit að Arturi Jarmoszko. Lögreglan leggur áherslu á að enginn grunur sé uppi um saknæmt athæfi. Guð- mundur Páll Jónsson, lögreglufull- trúi í rannsóknardeild, segir að vel hafi gengið að kortleggja ferðir Arturs áður en hann hvarf þann 1. mars. Von sé á upptökum úr eft- irlitsmyndavélum á heimahúsum í kvöld, þar sé hugsanlega eitthvað að finna sem varpað geti ljósi á mannshvarfið en athygli lögreglu beinist nú að svæðinu milli Gróttu á Seltjarnarnesi og Nauthólsvíkur. Lögreglan leitar enn að Arturi Jarmozko. Eignarhald Ólafs ekki kynnt áður en Reykjavík samdi við fyrirtæki hans Samningur Festis ehf. og Reykjavíkur- borgar var undirritaður á föstudaginn í síðustu viku. Hér sjást Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Heimir Sigurðsson, stjórnarfor- maður í Festi, og Róbert Aron Róberts- son, stjórnar- maður í Festi. Viðskipti Fasteignafyrirtæki í eigu félags í Hollandi byggir íbúð- ir á Gelgjutanga í Reykjavík fyrir 8 til 10 milljarða króna. Hollenska félagið var áður móðurfélag Sam- skipa. Framkvæmdastjóri félags- ins segir að meirihluti íbúðanna verði seldur en að um 20 prósent þeirra verði leiguíbúðir. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Fasteignafyrirtæki í eigu Ólafs Ólafssonar í Samskipum mun byggja 332 íbúðir á Gelgjutanga í Reykjavík eftir að forsvarsmenn fyrirtækisins undirrituðu samning við Reykjavíkurborg á föstudaginn í síðustu viku. Fyrirtækið heitir Fest- ir ehf. og varð til árið 2012 þegar fasteignafélagi Ólafs, Festingu ehf., var skipt upp í tvö félög. Íbúðirn- ar verða hluti af hinni svokölluðu Vogabyggð sem byggð verður á tanganum. Meðal annarra eigna Festis ehf. er stórhýsið að Suður- landsbraut 18 þar sem félagið ætlar sér að breyta húsinu sem þar stend- ur og byggja viðbyggingu undir um 200 herbergja hótel. Ólafur Ólafsson er einn þekkt- asti fjárfestir landsins og var einn stærsti hluthafi Kaupþings á árun- um fyrir hrunið 2008. Fyrir rúm- um tveimur árum dæmdi Hæsti- réttur Íslands hann í fjögurra og hálfs árs fangelsi vegna aðkomu sinnar að Al Thani-málinu, stærsta markaðsmisnotkunarmáli Íslands- sögunnar. Í svari frá Hrólfi Jónssyni, sviðs- stjóra framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur, er eignarhald fyrir- tækja sem borgin íhugar að semja við ekki rætt sérstaklega og því kom fortíð Ólafs ekki til tals í þessu til- felli. „Undirrituðum var ljóst hver var meirihlutaeigandi félagsins. Það er hins vegar ekki gerð sérstök grein fyrir eignarhaldi þegar samn- Engar kannanir eða kynningar voru gerðar á eignarhaldi fyrirtækisins Festis ehf. Fyrirtækið er í eigu hollensks eignarhaldsfélags í eigu Ólafs Ólafssonar. ingar eru lagðir fyrir borgarráð af hálfu skrifstofunnar.“ Eigandi Festis ehf. er fyrirtækið SMT Partners í Hollandi sem jafn- framt var um hríð eigandi skipafé- lagsins Samskipa, sem Ólafur náði að halda eftir efnahagshrunið 2008 af miklu harðfylgi. Samskip er í dag sjöunda stærsta fyrirtæki Íslands miðað við tekjur en árið 2015 námu þær tæpum 90 milljörðum króna. Stafirnar SMT standa fyrir orðin Samskip, management og partners. Annað hollenskt félag er nú orðið móðurfélag Samskipa. Í ársreikn- ingi Festis ehf. fyrir árið 2015 kem- ur fram að félagið hagnaðist um ríf- lega 102 milljónir króna árið 2015. Festir ehf. átti fyrir allar byggingarnar á Gelgjutanga, sem liggur að athafnasvæði Samskipa við Kjalarvog í Reykjavík, og mun félagið rífa þessar fasteignir til að byggja íbúðirnar. Heildarbyggingar- magn á svæðinu er samtals 42 þús- und fermetrar. Fimm lóðir verða á svæðinu og mun Reykjavíkurborg eignast tvær þeirra en framselur aðra þeirra til Festis fyrir 326 millj- ónir króna. Hrólfur segir að samn- ingarnir hafa verið gerðir að frum- kvæði lóðarhafa á svæðinu, meðal annars Festi ehf. Gera þurfti samn- inga þar sem Reykjavíkurborg réði hluti af svæðinu og Festir hluta sem lóðarhafi: „Samningaviðræður gengu þess vegna út á að skilgreina annars vegar réttindi lóðarhaf- ans í nýju skipulagi og hins vegar réttindi Reykjavíkurborgar.“ Aðal- hagsmunir borgarinnar í samningn- um, samkvæmt Hrólfi, eru þeir að uppbygging á Gelgjutangasvæðinu verði mikil og góð. Jónas Þór Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri Festis, segir að heildarkostnaður við byggingu íbúðanna verði á milli 8 og 10 millj- arðar króna. Hann segir að Festir sé ekki búinn að tryggja sér fjár- mögnun fyrir framkvæmdunum en undirstrikar að greiðlega hafi gengið að tryggja fjármögnun á íbúðarhúsnæði á Íslandi á liðnum árum. Jónas segir að Festir muni selja meirihluta íbúðanna, um 80 prósent, og að 20 prósent þeirra verði leiguíbúðir. Hann segir að fyrirkomulagið á útleigu íbúðanna hafi ekki verið ákveðið, til dæmis hvort Festir muni stofna leigufélag utan um þessar eignir. „Eina sem er bundið í samningnum er að 20 prósent af íbúðunum verði leigð- ar út.“ Aðspurður segir Jónas að Festir ehf. muni greiða innviðagjald til Reykjavíkurborgar vegna niður- rifs og uppbyggingar á götum og gangstéttum á svæðinu. Hann seg- ir að talsverður kostnaður falli því á Festi við uppbyggingu innviðanna á svæðinu. Hann segir að reikna megi með að íbúafjöldi í íbúðunum verði um 1000 talsins og rúmlega 3000 í Vogabyggð allri þar sem til stendur að byggja á milli 1100 og 1300 íbúð- ir í heildina. „Þetta hverfi er alveg úr sér gengið og hefur beðið þess að fara í uppbyggingu. Þarna eru gamlar byggingar og atvinnuhús- næði þannig að það verður gríðar- leg upplyfting að fá þarna ný og góð hús. Þetta er íbúðarhúsnæði og ekki vanþörf á nýjum íbúðum í Reykja- vík.“ Jónas segir að framkvæmdir við íbúðirnar geti hafist eftir um það bil ár en að erfitt sé að segja til um hvenær íbúðirnar verði tilbúnar; slík fasteignaverkefni taki yfirleitt á milli 5 til 7 ár að ljúka við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.