Fréttatíminn - 17.03.2017, Page 38
38 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017
BLÓÐLÁT
Í elstu íslensku biblíunni, Guð-
brandsbiblíu frá 1584, er svo sagt
í 15. kafla Mósebókar: „Nær ein
kvinna hefur blóðlát á sínum lík-
ama, hún skal vera fyrir sig sjálfa í
sjö daga. Hver hana snertir hann er
óhreinn til kvelds.“
RENNSLI
Ef við fylgjum þessum sama texta
frá einni biblíuþýðingu til annarr-
ar þá sést að næsta þýðing, sem
er frá 1644 og kennd við Þorlák
biskup Skúlason, breytir blóðlátum
í rennsli, „og nær ein kvinna hefur
rennsli“.
TÍÐIR
Í Viðeyjarbiblíu frá árinu 1841 er
tungumálið orðið alþýðlegra og
þar má lesa „þegar kona fær sínar
tíðir“. Talað er um tíðablóð og gera
má ráð fyrir að orðið tíðir hafi þá
verið almennt notað yfir blæðingar
kvenna. Í Lækningabók handa al-
þýðu á Íslandi frá 1884 er líka talað
um að konur hafi tíðir.
AÐ HAFA Á KLÆÐUM
Orðin mánaðarás, tíðir og klæðaföll
eru þau orð sem læknar og væntan-
lega aðrir notuðu en konurnar sjálf-
ar töluðu um að hafa á klæðum.
MÁNAÐARÁS
Í Riti hins íslenska lærdómslista-
félags er þetta orð að finna í grein
um lækningar.
KLÆÐAFÖLL
Enn eitt orð kemur fyrir í Biblíunni
um tíðir kvenna. Í þýðingunni frá
1912 segir um konu sem nýlega
hefur fætt barn: „Þegar kona verður
léttari og elur sveinbarn skal hún
vera óhrein sjö daga; skal hún vera
óhrein sjö daga eins og þegar hún
er saurug af klæðaföllum.“
BLÆÐINGAR
Orðið virðist fremur ungt því elsta
dæmið sem Guðrún fann í Ritmáls-
skránni er úr bókinni Hvunndags-
hetjur eftir Auði Haralds frá 1979
en hún var einna fyrst til að lýsa
líðan kvenna í skáldverki.
TÚR
Gamalt tökuorð úr dönsku um
eitthvað sem er eða kemur í lotum
eins og drykkja, ölvunarlota og tíðir
kvenna. Notkunin virðist koma fram
á síðari helmingi síðustu aldar. Elsta
dæmi um túrverki á timarit.is er frá
1979. Sama ár notar Auður Haralds
orðið túr í Hvunndagshetjunni og
Pétur Gunnarsson í Punktur, punkt-
ur, komma strik.
Það var ekkert auðvelt að finna viðeigandi mynd á myndaveitunni Getty til að
myndskreyta þennan orðalista frá Guðrúnu Kvaran. Á fæstum myndum eru konur
og blóð en á flestum myndum eru dömubindi og blár vökvi, eða dömubindi og
ferskir ávextir. Þessi mynd af konu með blóð í buxunum varð heimsfræg árið 2015
þegar listakonan Rupi Kaur birti hana á Instagram. Myndin var fjarlægð því hún
þótti óviðeigandi en listakonan svaraði fullum hálsi og í kjölfarið flaug myndin um
alla samfélagsmiðla og á endanum baðst Instagram afsökunar á ritskoðun á jafn
eðlilegum hlut og blæðingum, eða blóðláti eins og það kallast í Guðbrandsbiblíu.
Saurugar
konur á túr
Þegar Guðrún Kvaran íslenskufræðingur var beðin
um að halda erindi á túrdögum sem Femínistafélag
Háskóla Íslands hélt í vikunni var hún hikandi í
fyrstu. Guðrún, sem er á áttræðisaldri, segist ekki
hafa vanist því að tala um blæðingar, ekki einu
sinni við vinkonur sínar. Hún lét þó slag standa
og ákvað að stíga í pontu og tala um orðin sem
við höfum notað yfir „það mánaðarlega“ frá því
umfjöllunarefnið birtist okkur fyrst í íslensku.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Þröstur Sigurðsson er sérlegur
áhugamaður beikon, hnetusmjör
og BBQ-sósu, sem hann segir hina
fullkomnu samsetningu. Þann
boðskap breiðir hann út á blogg-
síðu sinni toddibrasar.com.
„Ég fór svoað ferðast út frá
blogginu og kanna matarmenn-
ingu í öðrum löndum. Ég fer einn,
þvælist um, fer á matreiðslunám-
skeið og reyni að drekka í mig
stemninguna á hverjum stað fyrir
sig,“ segir Þröstur sem hef-
ur farið víða.„Það er allt önnur
upplifun að ferðast einn. Það var
mjög skrýtið fyrst að fara einn
á veitingastaði, en maður tengir
öðruvísi við fólk. Ég átti einmitt
geggjað móment í Marokkó. Ég var
orðinn smá þreyttur á kúskúsn-
um og döðlunum og fann ítalskan
veitingastað þar sem eigandinn
settist hjá mér og við töluðum
saman í tvo tíma um mat. Það eru
svona móment sem ég elska.“
Í fyrstu lagði Þröstur aðal
áherslu á að töfra fram ýmsa rétti
sem innihéldu beikon, hnetu-
smjör og bbq-sósu, en það hefur
breyst með árunum. „Þegar ég var
að byrja þá vildi ég vera svolítið
„extreme“ og þess vegna lagði ég
áherslu á þetta. Ég elska beikon,
elska það. Og það er bara eitthvað
við þetta kombó, beikon og hnet-
usmjör. Það kemur eitthvað tryllt
bragð,“ segir Þröstur. „En eftir
að ég fór að ferðast þá fór ég að
kunna betur að meta grænmetis-
rétti og ýmislegt fleira. Pallettan
þróast,“ bætir hann kíminn við
Þröstur hefur lagt mikið upp
úr því að vera óháður á blogginu.
„Það er prinsipp mál fyrir mig að
taka ekki þátt í því. Ég vil geta sagt
fólki að ég fíli ákveðna vöru og þá
veit fólk að það er frá mér komið.“
Í apríl stendur svo til að taka
upp prufu sjónvarpsþátt þar sem
Þröstur brasar eitthvað í eldhús-
inu. „Sá sem átti hugmyndina að
þessu er kvikmyndagerðarmaður
sem vantaði forrit í fyrir brúð-
kaupið sitt. Ég gerði það fyrir hann
og hann borgar mér til baka með
því að gera „pilot“ þátt. Ég elska
allt sem er svona skemmtilegt,
skrýtið og öðruvísi.“ | slr
Tryllt að smyrja beikon með BBQ-sósu
Þröstur ferðast einn um heiminn og kynnir
sér matarmenningu annarra landa. Hann
heldur úti bloggsíðunni toddibrasar.com
Beikonvafðar döðlur
Beikonvafðar döðlur eru alltaf
vinsælar: Ég hef gert nokkrar út-
færslur af þessu og fyllt döðlurnar
til dæmis með hnetusmjöri, sætu
sinnepi, gráðaosti, möndlum,
möguleikarnir eru enda-
lausir.
Beikondöðlur eru
klassískt partítrix, auð-
velt að gera, smá föndur,
sætar, stökkar, beikon,
eintóm hamingja. Mér finnst yf-
irleitt betra að nota ferskar döðlur
Unaðslegar
uppskriftir
með beikoni
og hnetusmjöri
hnetusmjör er algjör unaður, það
er að vísu sætara en maður á að
venjast það gerir það einmitt full-
komið í svona eldamennsku.
Innihald
Múslí-brauð frá Jóa Fel
Reese‘s creamy
hnetusmjör
Banani
Beikon
Sweet chilli sósa
Svartur pipar
Aðferð
• Ég smyr góðri
slummu af
hnetusmjöri
á sitt hvora
brauðsneiðina.
• Sker svo banana í báta og set ofan á.
• Síðan flétta ég beikonteppi, já
BEIKONTEPPI, smyr sweet chilli sósu á
samlokuna og vef svo teppinu utan um.
• Svartur pipar yfir og svo þarf bara að
passa að þetta fái næga og jafna eldun.
• Ég vil að beikonið sé stökkt og að hnet-
usmjörið sé farið að leka, það er gott
að þrýsta vel niður á samlokuna með
spaða á meðan hún er að steikjast.
en þurrkaðar sleppa. Beikonsneið
er skorin í þrjá bita, einn biti á
hverja döðlu, vafinn utan um.
Sriracha sósunni er gluðað yfir og
svo svona fyrir „extra delicacy“
set ég sesamfræ. Valhnetur ganga
líka vel með þessu. Bakað í ofni á
200°C í ca. 25 mínútur eða þangað
til ykkar litur á beikoninu nær í
gegn.
Elvis samlokan
Ein vinsælasta færslan á blogg-
síðunni er Elvis samlokan. Þar
set ég hnetusmjör og banana í
samloku sem ég smyr með
sweet chilli sósu og vef
svo í beikonteppi, alveg
svaðalega gott en maður
höndlar ekki mikið af
svona mat.
Múslí-brauðið frá Jóa Fel er
yfirleitt hlaðið rúsínum og grófu
korni og mér finnst það best þegar
það er örlítið brennt. Þetta Reese‘s
Þröstur segir beikon og hnetusmjör
eitt besta kombó sem til er.