Fréttatíminn - 17.03.2017, Síða 44

Fréttatíminn - 17.03.2017, Síða 44
Gott að grúska Frábær leið til þess að hreinsa hugann er að hlúa að garðinum. Núna þegar snjórinn er nokkurn veginn farinn get- ur garðurinn verið fullur af rusli og drasli. Settu góða tónlist í eyrun og farðu að taka til. Ef þú átt ekki garð er það lítið mál, næsti ná- granni er með garð er eflaust fús til að hleypa þér í sinn. Gott að ferðast Tilvalið er að nýta sér samgöngukerfi Strætós og bruna út fyrir borgarmörkin. Það getur verið sérstaklega hreins- andi að sitja, hugsa og horfa á fjöllin líða hjá. Svo er hægt að taka stutta göngu og taka strætó aftur til baka. Gott að hreyfa sig Stundum er gott að dansa, algjörlega sleppa sér í takt við góða tónlist. Þá er til dæmis hægt að skella sér út á lífið í kvöld og dansa með öðrum úr hjörðinni. Eða bara dansa heima í ró og næði. Þitt er valið. 3 LEIÐIR TIL AÐ HLAÐA BATTERÍIN Náttúrulegt Þörungamagnesíum ENGIN MAGAÓNOT Mikil virkni Bragðlaust duft í kalt vatn 5 mán. skammtur Nýjar umbúðir Með eða á móti … Instagram Bryndís María Kristjánsdóttir Ég er svo- lítill hræsnari. Ég er á móti instagram og gervi- og glansheimin- um sem er bú- inn til, þannig að fólk breytir jafnvel myndunum þar inn á. En ég tek samt þátt í þessu með því að pósta stundum mynd- um. Edda Katrín Ragnarsdóttir Instagram er eina appið sem eftir er í sím- anum mín- um því ég eyddi öllu út fyrir Tinder, sem ég stofnaði svo aldrei! Ég á víst sjálf einhvern Instagram aðgang en ég veit ekki af hverju, ég bjó hann ekki heldur til sjálf og skoðaði síðast í fyrra. En instagram er allavega gott bisness tól. Birkir Svan Ólafsson Ég er al- gjör- le g a me ð Instagram. Þetta er frá- bær og ein- föld leið til að halda sam- bandi við fólk sem maður hefur ekki séð í langan tíma. Þægilegra að setja myndir þangað inn en á Facebook og maður slepp- ur við alla þá vitleysu sem er á öðrum samfélagsmiðlum. Svo eru nokkrir filterar sem gera mig sexí.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.