Fréttatíminn - 17.03.2017, Síða 45

Fréttatíminn - 17.03.2017, Síða 45
BÍLAR Föstudagur | 17. mars | 2017 AÐEINS KR. ÞÚSUND 2.990 Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík 586 1414 stora@stora.is · stora.is facebook.com/storabilasalan Nýir Toyota Auris Hybrid 39 ÞÚS. Á MÁNUÐI* *M.v 20% útborgun til 84 mánaða ...og margt fleira Bakkmyndavél Álfelgur Handfrjáls búnaður Litað gler VEL BÚINN BÍLL Til afgreiðslu núna - Komdu og prófaðu - Allt að 90% lán - Skoðum með uppítöku á notuðum bílum Mynd | Hari Vilhelm Anton Jónsson hefur keyrt um á Land Rover Defender síðustu átta ár. Traktorinn, eins og hann kallar hann, hentar vel í veiði og til að smala fé fyrir norðan en Villi mælir ekki með honum sem mið- borgarbíl. Þeir sem keyra um á Defender heilsast í umferðinni en þeir sem keyra um á Discovery eða Range Rover eru ekki virtir viðlits. „Þegar ég keypti hann fannst mér – og finnst enn – þetta vera falleg- asti bíll sem hefur verið hannað- ur,“ segir Villi sem viðurkennir að eiga í ástar- og haturssambandi við bílinn. „Land Roverinn minn hef- ur aldrei bilað. En það hafa reynd- ar bilað hlutir í honum. Land Rover bilar aldrei.“ Hann segir að það sé skemmti- legur hópur fólks sem keyrir um á Defenderum Íslandi. „Við heilsumst til dæmis í umferðinni – það er vinkað á milli Defendera – en ekki hinna tegundanna. Ef einhver er á Discovery eða Range Rover þá heldur maður báðum höndum í stýrið þannig að það sjáist að maður sé ekki að vinka þeim,“ segir hann. Villi segir reyndar að það trúi þessu fáir því alltaf þegar hann er með farþega í bílnum og mæt- ir öðrum Defender, þá gleymi viðkomandi að vinka. „En þetta eru samt óskrifuð lög að þeir sem eru á Defender og gömlum Land Roverum vinka hver öðrum. Og ef maður mætir einhverjum á göml- um Series þá vinkar maður með báðum og tekur ofan, það er mesta þrautagangan. Maður hneigir sig í lotningu og leggur út í kant þegar maður mætir svoleiðis jörlum.“ Ævintýrabíll sem bilar aldrei

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.