Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 54
10 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017BÍLAR Bílaflutningar Starfsmenn Króks eru þrautreyndir í bílaflutningum enda er lítil starfsmannavelta hjá fyrirtækinu en mikil reynsla. Mikil aukning Sífellt meira er að gera í því að þjónusta erlenda ferðamenn þegar bílar þeirra bila hér á landi. Öflugur floti Í flota Króks eru fimm sérhæfðir bílaflutninga- og björgunarbílar og vélaflutningavagn. Vinnuvélaflutningar Flutningar á vinnuvélum verða æ algengari hjá Króki. Leiðandi í flutningum og björgun ökutækja Krókur hefur í tæpa þrjá áratugi boðið upp á dráttarbílaþjónustu og nú rekur Krókur uppboðsvef þar sem seldir eru bílar og sér um að þjónusta erlenda ferðamenn á eigin bílum. Unnið í samstarfi við Krók. Fyrirtækið var stofnað árið 1987 og ég er búinn að vera hérna síðan 1990. Velgengni okkar og lang- lífi byggir mikið á því að við erum með góðan hóp af starfsfólki. Hér er lítil starfsmannavelta en mik- il reynsla,“ segir Gísli Jónsson, framkvæmdastjóri Króks. Krókur er leiðandi aðili í flutn- ingum og björgun ökutækja á Íslandi auk þess sem félagið rek- ur þjónustumiðstöð fyrir tjóna- ökutæki. Þá rekur Krókur upp- boðsvefinn www.bilauppbod.is sem nýtur mikilla vinsælda og er sífellt stærri hluti af starfseminni. Krókur býður einnig upp á ástands- og tjónaskoðun á bílum, verðmat og vegaaðstoð. „Aðstoð við erlenda ökumenn er vaxandi þáttur í starfseminni. Stór hluti af því eru ökumenn sem koma með Norrænu á eigin bílum. Þá erum við að vinna fyrir erlend tryggingafélög og bílaklúbba. Það er nefnilega ekki gott að sitja við skrifborð úti í London og þurfa að fást við bilaðan bíl á Kili eða Sprengisandi. Þá er gott að eiga hauk í horni á Íslandi.“ „Upphaflega var Krókur bara dráttarbílaþjónusta en árið 1990 fórum við að vinna fyr- ir tryggingafélögin og síðan þá hefur starfsemin víkkað út á alla kanta,“ segir Gísli. Krókur hefur yfir að ráða öflug- um bíla- og tækjakosti til flutn- inga. Til að mynda eru í flota Króks fimm sérhæfðir bílaflutn- inga -og björgunarbílar og véla- flutningavagn. Auk þess á Krókur sérhæfðan dráttarbíl og tækja- flutningabíl sem hentar tækjum og stærri bílum. Þjónustan er í boði allan sólarhringinn, allt árið um kring og mikill metnaður er lagður í stuttan viðbragðstíma. Þjónustusími Króks er 522-4600. Krókur tekur bæði að sér flutning á ökutækjum sem lent hafa í óhöppum á höfuðborgar- svæðinu fyrir tryggingafélög en einnig fyrir einstaklinga og fyrir- tæki. „Vinnuvélaflutningar hafa til að mynda aukist talsvert hjá okk- ur,“ segir Gísli. Þjónustumiðstöð Króks er að Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Sautján starfsmenn vinna hjá Króki. „Við erum með 3.300 fermetra hús- næði og mikið útisvæði,“ segir Gísli. Gísli segir að bílauppboðið sé alltaf að verða stærri þáttur í starfsemi Króks. „Við erum að selja bíla fyrir tryggingafélög og kaupleigufyrirtæki en líka geysi- lega mikið fyrir einstaklinga. Þetta eru bílar af öllum stærðum og gerðum, bæði skemmdir og heilir. Það er alltaf eitthvað spennandi á síðunni hjá okkur,“ segir Gísli. Bílauppboð Króks fer fram á www.bilauppbod.is en þar eru bæði seldir tjónabílar og bílar sem eru í góðu lagi. Einstaklingar geta selt bíla sína þar og segir Gísli að það geti oft verið skilvirkara en að selja í gegnum bílasölur. „Bílarnir eru kannski fimm daga á uppboði og á þeim tíma fær sá sem er að selja tilboð í bílinn sinn. Það er allt staðgreitt og þú færð á þessum fimm dögum að vita hvað þú getur fengið í peningum fyrir bílinn. Ef þú ferð með hann á bílasölu getur hann þurft að standa þar í hálft ár áður en hann selst og þú veist ekki fyrr en þá hvað þú færð fyrir bílinn. Þetta er mjög skilvirkt.“ Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu Króks, www.krokur.net, og í síma 522-4600.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.