Morgunblaðið - 01.09.2017, Síða 8

Morgunblaðið - 01.09.2017, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017 Guðmundur Tyrfingsson, stjórn-arformaður samnefnds rútu- fyrirtækis, svaraði nokkrum spurn- ingum ViðskiptaMoggans í gær.    Hann var meðalannars spurð- ur um kosti og galla við rekstrar- umhverfið og svar- aði: „Kostir eru tví- mælalaust bættar samgöngur almennt frá því sem var. Sem betur fer hefur mikið lagast þó enn vanti talsvert uppá að það sé boðlegt, þá aðallega hálendisveg- irnir. Helstu gallar eru óhófleg skattheimta og allskyns gjöld sem eru á fyrirtækjum sem hamla vexti og góðu rekstrarumhverfi.“    Þetta eru gagnlegar ábendingarog þar sem þær koma frá manni með áratuga reynslu af eigin rekstri ættu stjórnvöld að leggja við hlustir.    Óhófleg skattheimta og allskynsgjöld eru atvinnulífinu til traf- ala og eru þar með til þess fallin að rýra kjör almennings.    Hið sama gildir um óhóflegarreglur og eftirlit sem gera fyrirtækjunum erfitt fyrir að ná fram hagkvæmni í rekstri, en vax- andi hagkvæmni er ein helsta for- senda þess að hægt sé að gera betur við starfsmenn.    Það er rík tilhneiging til þess hjáhinu opinbera að flækja starfs- umhverfi fyrirtækja og auka álög- ur.    Þetta kemur sér sérstaklega illafyrir minni og meðalstór fyrir- tæki, vaxtarbroddana í atvinnulíf- inu. Guðmundur Tyrfingsson Óhófleg skattheimta og alls kyns gjöld STAKSTEINAR Heimsbikarmótið í skák fer fram í Tbilisi í Georgíu dagana 3.-27. sept- ember. Meðal keppenda á mótinu er Jóhann Hjartarson. Hann ávann sér keppnisrétt þegar hann sigraði á Norðurlandamótinu í skák fyrir skemmstu. „Það vekur nokkra athygli að Jó- hann er elsti keppandi mótsins, að- eins 54 ára gamall,“ segir í frétta- bréfi Skáksambandsins. Í fyrstu umferð (128 manna úrslit- um) fær Jóhann ögrandi verkefni en þá mætir hann tékkneska stórmeist- aranum David Navara (2.737 Elo- stig) sem lagði Garry Kasparov að velli nýlega í St. Louis í Bandaríkj- unum. Jóhann er með 2.556 Elo-stig. Navara er fæddur árið 1985, sama ár og Jóhann varð stórmeistari. Á Heimsbikarmótinu er teflt eftir útsláttarfyrirkomulagi. Tefldar eru tvær skákir. Sé jafnt er teflt til þrautar með styttri umhugsunar- tíma þar til úrslit fást. Nánast allir sterkustu skákmenn heims taka þátt í mótinu og þar á meðal er heimsmeistarinn Magnus Carlsen. Fara þarf alla leið niður í sextánda sæti heims-stigalistans (Veselin Topalov) til að finna ein- hvern sem ekki teflir í Tbilisi. sisi@mbl.is Jóhann er elsti kepp- andinn  Heimsbikarmótið hefst á sunnudaginn Morgunblaðið/Ómar Jóhann Hjartarson Mætir sterkum andstæðingum á HM í Tblisi. Matur Veður víða um heim 31.8., kl. 18.00 Reykjavík 11 alskýjað Bolungarvík 14 heiðskírt Akureyri 17 skýjað Nuuk 5 rigning Þórshöfn 12 heiðskírt Ósló 13 léttskýjað Kaupmannahöfn 16 skýjað Stokkhólmur 15 þoka Helsinki 17 rigning Lúxemborg 17 léttskýjað Brussel 18 heiðskírt Dublin 13 skúrir Glasgow 16 skýjað London 18 skúrir París 19 skúrir Amsterdam 17 súld Hamborg 16 skúrir Berlín 19 alskýjað Vín 30 heiðskírt Moskva 16 heiðskírt Algarve 27 léttskýjað Madríd 27 léttskýjað Barcelona 22 súld Mallorca 27 rigning Róm 29 heiðskírt Aþena 25 heiðskírt Winnipeg 21 léttskýjað Montreal 16 skýjað New York 26 heiðskírt Chicago 21 skýjað Orlando 31 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 1. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:12 20:45 ÍSAFJÖRÐUR 6:09 20:57 SIGLUFJÖRÐUR 5:52 20:40 DJÚPIVOGUR 5:39 20:16 Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykja- víkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins var jákvæð um ríflega 3,6 milljarða króna, en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um rúmlega 1,1 milljarð. Niðurstaða B-hluta sam- stæðunnar var einnig jákvæðari en búist var við. Í tilkynningu frá borgaryfir- völdum segir að niðurstaða A-hluta skýrist einkum af hærri tekjum af sölu byggingarréttar og söluhagnaði fasteigna, auk hærri skatttekna og framlaga Jöfnunarsjóðs, sem voru 900 milljónum hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Þá hafi fagsvið borgarinnar haldið vel utan um reksturinn og staðist fjárhagsáætlanir. „Kostnaður er á áætlun en tekjur styrkjast, auk þess sem hreinar skuldir lækka umtalsvert,“ er haft eftir Degi B. Eggertssyni borgar- stjóra í tilkynningu. Hann segir þetta gera borginni kleift að auka fjár- framlög til skóla, velferðar- og hús- næðismála. Kemur ekki á óvart Halldór Halldórsson, oddviti Sjálf- stæðisflokksins í borginni, segir í samtali við Morgunblaðið að jákvæð niðurstaða komi ekki á óvart í því góða efnahagsástandi sem nú sé. „Ég sagði það í fyrra að það væri ekki hægt að reka borgina með halla í þessu góðæri sem ríkti. Þetta er bara í samræmi við það sem er að gerast hjá öðrum sveitarfélögum, það er betri rekstur, hjá flestum alla- vega,“ segir Halldór. athi@mbl.is Jákvæðar tölur  Hálfsársuppgjör Reykjavíkurborgar staðfest á fundi borgarráðs í gær BRATISLAVA 15. september í 4 nætur Netverð á mann frá kr. 49.995 m.v. 2 í herbergi.Crowne PlazaBratislava Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. ÁÐUR KR. 79.900 NÚ KR. 39.950FL UG SÆ TI Frá kr. 49.995 m/morgunmat á flugsæti m/gistingu FY RI R2 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.