Morgunblaðið - 01.09.2017, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017
Nýjar haustvörur
Holtasmári 1
201 Kópavogur
sími 571 5464
Str. 38-52
LITEFIELD
Frístundarstígvél
Sérhönnuð fyrir göngufólk
Fislétt – Sterk – Stöm
Stærðir: 37–46
Verð 15.947
DEMAR Barnastígvél
ÓTRÚLEGA létt og lipur (280 g parið)
EINANGRUNARGILDI HÁTT
Fóðruð með ekta lambsull,
sem hægt er að fjarlægja.
Stærðir: 24/25–34/35
Verð 7.434
JÓN BERGSSON EHF
Kletthálsi 15, 110 Reykjavík, sími 588 8881
Stígvél
fyrir stóra sem smáa
Magnús Heimir Jónasson
Andri Steinn Hilmarsson
Heidi Laubert Andersen, bóndi í
Örnólfsdal, vakti mikla athygli á
opnum umræðufundi sauðfjárbænda
á Blönduósi á miðvikudagskvöldið
þegar hún tók með sér súpukjöts-
poka í pontu og gagnrýndi harðlega
framsetningu íslensks lambakjöts á
innlendum mörkuðum.
Slæm staða blasir við sauðfjár-
bændum þar sem fyrirhuguð 35%
skerðing á afurðaverði er líkleg til að
leiða af sér allt að 56% launalækkun
hjá bændum og var þungt hljóð í
bændum á fundinum.
Heidi steig í pontu og dró hvern
lambakjötsbitann á fætur öðrum upp
úr pokanum og flokkaði í hundamat
og mannamat. Markmiðið með því
var að hennar sögn að sýna fram á að
fullt af kjötbitum sem finna mætti á
innlendum markaði væru ekki nægj-
anlega góðir til að eiga heima á mat-
arborði Íslendinga. Hún benti á að
framsetning og markaðsstarf hefði
að mestu leyti farið fram á erlendum
mörkuðum og sagði að innanlands-
markaður væri ekki nýttur sem
skyldi.
Heidi hlaut gríðarlega mikið lófa-
tak fyrir í salnum en húsfyllir var á
fundinum. Heidi, sem ólst upp á
mjólkurbúi í Danmörku, hefur búið á
Íslandi í 19 ár og verið bóndi í Örn-
ólfsdal í 17 ár. Á býlinu eru 540 vetr-
arfóðraðar ær. Í samtali við Morg-
unblaðið, segir hún að það hafi
endalaust verið talað um að innan-
landsmarkaður sé stopp en hún telur
að það sé hægt að bæta söluna ef
lögð er svipuð vinna í markaðsstarf á
Íslandi og erlendis. „Það hefur verið
talað um það síðustu tvö ár að það sé
ekki hægt að koma meira kjöti inn á
markaðinn. Þetta er það sem maður
hefur heyrt á fundum hjá sláturhús-
um. Ég hef verið að sækja þessa
fundi og spyrja af hverju það hafi
ekki verið að koma neinar nýjungar
inn í verslanir hvað varðar framsetn-
ingu á kjötinu og það var í raun það
sem ég vildi sýna fram á með þessum
súpukjötspoka,“ segir Heidi en
súpukjötið er selt í glærum pokum
með engum öðrum merkingum en að
það stendur súpukjöt og hvar slátrað
var. Heidi dró einnig upp á fundinum
hundamat þar sem stóð á „free
range“ sem þýðir að dýrin sem nýtt
eru í hundamatinn séu í lausagöngu
og benti Heidi á að hundamatur væri
betur merktur en íslenskt lamba-
kjöt. Hún benti einnig á að fóðrið
fyrir ærnar er merkt með „no gmo“
eða án erfðabreyttra matvæla og
segir að íslenska lambakjötið sé það
einnig en slíkt sé ekki merkt. „Að
það sé ekki hægt að selja þessa vöru
á markaði með góðu verði skil ég
ekki,“ segir Heidi.
Ágúst Andrésson, formaður
Landssamtaka sláturleyfishafa, var
á fundinum og sagði að þróun á nýj-
um umbúðum væri í gangi hjá slát-
urhúsum en Heidi segir að bændur
hefðu mátt fá að heyra af þeim hug-
myndum fyrr.
Neytendur vita ekki um gæðin
Heidi segir að neytendur geri sér
ekki grein fyrir því hversu góð mat-
vara íslenskt lambakjöt er og þar
eigi markaðssetning og framsetning
kjötsins mikinn þátt. „Það er einmitt
framsetningin sem skiptir máli. Það
var gerð könnun á facebook-hópnum
matartips þar sem sauðfjárbóndi
spurði hver ástæðan væri fyrir því að
fólk velur eða velur ekki lambakjöt
og þá kom fram aftur og aftur að
pakkningarnar væru svo stórar,
kjötið væri illa framsett eða það væri
búið að marínera þetta í einhverju
sem það vildi ekki.“
Hún hafði ekki mikla trú á að
fundurinn myndi breyta miklu enda
september að ganga í garð og margir
bændur byrjaðir að slátra.
„Ég fór á fundinn til að koma mínu
áliti á framfæri og heyra í öðrum.“
Hún segist alls ekki ósátt með for-
ystu bænda og bændasamtaka í mál-
inu eins og einhverjir væru enda
mikil vinna farið fram.
„Maður sá bara á þeim hversu
gjörsamlega þau eru búin á því. Búin
að vera að fara á þessa fundi fram og
tilbaka og fá ekkert út úr þeim.“
Hún tekur fram undir lokin að ís-
lenskt lambakjöt sé góð vara og að
Íslendingar ættu að gera sér betur
grein fyrir því.
„Ég held að fólk geri sér ekki
grein fyrir því hvað það er með í
höndunum, allra síst sauðfjárbænd-
ur og þá sérstaklega ef maður horfir
á kjötframleiðslu erlendis.“
Innlendur markaður illa nýttur
Bændur funduðu á Blönduósi Sauðfjárbóndi gagnrýndi harðlega framsetningu á íslensku lamba-
kjöti á innlendum markaði Segir íslenskt lambakjöt góða vöru sem þurfi betri merkingar í verslunum
Morgunblaðið/Eggert
Súpukjötið Heidi hlaut lófaklapp þegar hún dró upp hvern kjötbitann á
fætur öðrum á fundinum og gagnrýndi framsetningu súpukjöts á Íslandi.
ólfs hafa orðið verulegar breytingar
á eftirliti með flugrekstri. Slíkt eft-
irlit hafi í auknum mæli færst yfir á
flugrekendurna sjálfa og nú sé því
þannig háttað víða að hlutverk eft-
irlitsstofnana á borð við Samgöngu-
stofu sé að gera úttektir á slíku
innra eftirliti.
Fundinn sækja yfir 70 erlendir
gestir víðsvegar frá Evrópu og þar
eru einnig æðstu stjórnendur frá
m.a. Alþjóðaflugmálastofnuninni og
Flugöryggisstofnun Evrópu. Meðal
þess sem rætt er á fundinum er
tölvu- og netöryggi. „Hver einasta
flugvél er búin tugum tölvukerfa og
hægt væri að valda miklum skaða
með því að brjótast inn í eitthvert
þeirra. Það sama á við um flugleið-
sögukerfi. Á hverjum einasta degi
gerist það einhvers staðar í Evrópu
að vart verður við að tölvuþrjótar
reyni slík innbrot,“ segir Þórólfur.
Hefur það tekist? „Ég veit um
a.m.k. eitt tilvik þar sem tókst að
komast inn í gæðahandbók sem
fylgdi flugvél, en það varð strax vart
við það og tókst að koma í veg fyrir
að hætta skapaðist,“ svarar Þórólf-
ur og segir að vegna öryggisreglna
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Verkefnum Samgöngustofu hefur
fjölgað mikið í takt við aukna flug-
umferð til og frá landinu. Um ís-
lenska flugumferðarsvæðið fer nú
um fjórðungur flugumferðar yfir
Norður-Atlantshaf og meðal þeirra
verkefna sem helst brenna á flug-
málayfirvöldum í Evrópu er tölvu-
öryggi og umferð dróna.
Þetta segir Þórólfur Árnason, for-
stjóri Samgöngustofu, en nú stend-
ur yfir hér á landi samráðsfundur
Samtaka evrópskra flugmálayfir-
valda, ECAC. Í erindi sínu á fund-
inum í gær ræddi hann m.a. mik-
ilvægi staðsetningar Íslands fyrir
flugsamgöngur og mikilvægi flug-
samgangna fyrir efnahag landsins.
Íslenska flugumferðarsvæðið er
eitt hið stærsta í heimi, um 5,4 millj-
ón ferkílómetrar að stærð. Um
stjórn þess sjá um 350 manns hér á
og umsjá svæðisins færir þjóðar-
búinu um 6 milljarða tekjur á ári
hverju. Flug um svæðið er undir
aþjóðlegu eftirliti systurstofnanna
Samgöngustofu, stofan hefur eftirlit
með Isavia sem fer með flugleiðsögu
á svæðinu. Á þeim erlendu vélum
sem lenda á Íslandi gerir Sam-
göngustofa skyndiskoðanir og með
aukinni flugumferð hefur sá þáttur
starfseminnar vaxið gríðarlega, eða
um 30-40% á milli ára undanfarin
ár. Þá kalla aukin umsvif íslensku
flugfélaganna sömuleiðis á aukin
eftirlitsverkefni Samgöngustofu.
Slást fyrir fjárveitingum
Þórólfur segir að „því miður hafi
þurft að slást fyrir því“ að fá auknar
fjárveitingar í takt við þessa fjölgun
verkefna. „Ég hef lagt mikla
áherslu á mikilvægi reglubundins
eftirlits við samgönguráðherra og
fjárveitingavaldið. Það er til hags-
bóta fyrir flugrekendurna og at-
vinnuveginn í heild. En það hefur
satt best að segja verið varnarbar-
átta,“ segir Þórólfur. Að sögn Þór-
sé sér ekki heimilt að veita upplýs-
ingar um hvort tölvuþrjótar herji á
íslenska flugumferðarstjórnarkerfið
eða tölvukerfi íslenskra flugvéla.
Geðheilbrigði til umræðu
Annað, sem að sögn Þórólfs er til
umræðu á fundinum, er umferð
dróna. „Þegar óvant fólk er að stýra
þeim nálægt flugumferð getur skap-
ast heilmikil hætta.“ Þá er geðheil-
brigði þeirra sem stýra flugvélum
og starfa um borð í þeim eitt af því
sem brennur á forsvarsmönnum
flugöryggis í heiminum „Þetta hefur
verið talsvert í umræðunni eftir at-
vikið hjá Germanwings,“ segir hann
og á þar við atvik frá árinu 2015
þegar flugmaður þýska flugfélags-
ins Germanwings grandaði farþega-
þotu vísvitandi með því að fljúga
henni á fjall í frönsku Ölpunum. Í
kjölfarið kom í ljós að flugmaðurinn
hafði glímt við alvarlegt þunglyndi.
„Heilbrigðiskröfum og hvernig þeim
er framfylgt var breytt í kjölfarið,“
segir Þórólfur. „Aðstæðurnar í flug-
öryggisheiminum eru síbreytilegar
og alltaf eitthvað nýtt sem þarf að
bregðast við.“
Sífellt verið að bregðast
við nýjum aðstæðum
Tölvuöryggi og umferð dróna brenna á flugmálayfirvöldum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á fundi ECAC í gær F. v : Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, dr.
Fang Liu, framkvæmdastjóri Alþjóðaflugmálastofnunarinnar og Patrick
Gandil, varaforseti ECAC ræddu flugöryggismál.