Morgunblaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017
Nýjar vörur frá geoSilica
Kísill Íslenskt kísilsteinefni
Kísill er okkur lífsnauðsynlegur og hefur oft verið kallaður hið gleymda næringarefni.
Hann er eitt algengasta steinefni jarðar og gegnir mikilvægu hlutverki í myndun og
styrkingu bandvefs. Bandvefur getur t.d. verið beinvefur, sinar, liðbönd og húð.
Kísilsteinefni geoSilica er unnið úr 100% náttúrulegum jarðhitakísli úr hreinu íslensku
vatni og inniheldur því engin aukaefni.
Recover Fyrir vöðva og taugar
Kísilsteinefni styrkir allan bandvef líkamans t.d. brjósk, sinar og liðbönd. Þanig getur
geoSilica Recover dregið úr tíðni meiðsla hjá íþróttafólki og þeim sem stunda reglulega
hreyfingu. geoSilica Recover er magnesíumbætt, en magnesíum er lífsnauðsynlegt
steinefni sem dregur úr þreytu, gefur aukna orku og styður við eðlilega starfsemi
taugakerfisins.
Renew Fyrir húð, hár og neglur
Rannsóknir* sýna að kísilsteinefni stuðlar að skilvirkari myndun kollagens
í líkamanum. Þannig getur geoSilica Renew styrkt húðina og gert hana stinnari.
geoSilica Renew getur einnig grynnkað örhrukkur og lagað húðskemmdir af
völdum of mikils sólarljóss. geoSilica Renew er sink- og koparbætt. Sink og kopar
eru lífsnauðsynleg steinefni en rannsóknir* sýna að þau stuðla að styrkingu nagla
og hárs auk þess að minnka hárlos og klofna enda.
Repair Fyrir bein og liði
geoSilica Repair getur aukið beinþéttni en rannsóknir* sýna að dagleg inntaka kísils
getur dregið úr beinþynningu og jafnvel hægt á henni á byrjunarstigi, sérstaklega hjá
konum. geoSilica Repair er manganbætt en það á ríkan þátt í að viðhalda eðlilegum
beinvexti s.s. myndum brjósks og liðvökva og er nauðsynlegt heilbrigði tauga og
ónæmiskerfis.
*http://instituteofmineralresearch.org/mineral-elements
Fæst í öllum helstu apótekum, heilsuvöruverslunum, Hagkaupum, Nettó,
Fjarðarkaupum og vefverslun geoSilica.
Nánari upplýsingar má finna á www.geosilica.is
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Við höfum reynt að hafa þann hátt-
inn á að um 25% af öllum okkar flug-
um eru æfingar, en það hefur hins
vegar breyst mjög að undanförnu
með síauknum útköllum. Hlutfall æf-
inga hefur því minnkað nokkuð,“
sagði Sigurður Heiðar Wiium, yfir-
flugstjóri hjá Landhelgisgæslu Ís-
lands, í samtali við Morgunblaðið.
Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa
það sem af er ári verið kallaðar út um
190 sinnum, en á sama tíma í fyrra
voru útköllin 175 talsins. Allt árið
2016 voru þyrluútköll Gæslunnar
251, árið 2015 voru útköllin 218 og
195 árið 2014. Í langflestum tilfellum
var um að ræða leit og björgun eða
sjúkraflutninga, en í nokkrum til-
vikum tengdust útköll þyrlusveitar
löggæsluverkefnum.
Aðspurður sagði Sigurður Heiðar
talsverða fjölgun vera nú í útköllum á
landi. „Við erum að sjá mun fleiri út-
köll inni á landi en áður vegna aukins
Með lifandi mann í vírnum
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar æfði björgun úr hafi við
Grindavík Tíð útköll hafa fækkað æfingaflugum
Áhöfnin Sigurður Heiðar Wiium flugstjóri (t.v.), Daníel Hjaltason spilmaður, Gísli Valur Arnarson sigmaður og
Tryggvi Steinn Helgason flugmaður tóku á móti Moggamönnum og leyfðu þeim að fylgjast með æfingunni.
Æfingaflug með Landhelgisgæslu Íslands