Morgunblaðið - 01.09.2017, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017
Morgunblaðið/Ófeigur
Eirberg á lóð Landspítalans
Háskóli Íslands á Eirberg, þar sem hjúkrunarfræði er kennd.
Ráðist var gegn myglunni og kostaði það HÍ um 66 milljónir.
Morgunblaðið/Þorkell
Héraðsdómur Reykjavíkur
Mygla fannst í útveggjum á 3. og 5. hæð Héraðsdóms við Lækj-
artorg. Framkvæmdir munu kosta um 34 milljónir króna.
Morgunblaðið Ófeigur
Geðdeild Landspítalans
Gera þarf við geðdeildina að innan sem utan. Það mun kosta
Landspítalann um 120 milljónir króna, miðað við áætlun.
Morgunblaðið/Ófeigur
Greniborg við LSH í Fossvogi
Gömul skrifstofubygging spítalans í Fossvogi, Greniborg,
verður rifin vegna mikilla mygluskemmda sem komu þar upp.
Morgunbaðið/Júlíus
Landspítalinn við Hringbraut
Aðalbygging Landspítalans var illa farin af myglu og starfs-
fólks veiktist. Viðgerð hefur kostað hundruð milljóna króna.
Morgunblaðið/Ómar
Barna og unglingageðdeild LSH
Landspítalinn áætlar að viðgerð á BUGL við Dalbraut muni
kosta um hálfan milljarð króna. Fjárveiting fékkst til þess í ár.
Morgunblaðið/Ófeigur
Rannsóknarhús LSH í sýklafræðum
Það mun kosta Landspítalann 400-500 milljónir að rífa rann-
sóknarhúsin í sýklafræðum við Barónsstíg og reisa þar ný.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Fjármálaráðuneytið
Musteri ríkisfjármálanna slapp ekki við myglu. Óværan kom
upp 2014 þegar ráðist var í annað viðhald í Arnarhvoli.
Morgunblaðið/Sverrir
Listaháskólinn Sölvhólsgötu
Mygla kom upp á tveimur stöðum í Listaháskólanum Sölvhóls-
götu 13 en samkvæmt deiliskipulagi er húsið á niðurrifsreit
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
„Eftir 25 ára starf í húsi 7 er ég
farin að glíma við alvarleg heilsu-
farsvandamál sem sum og jafnvel
öll má rekja beint til áhrifa myglu-
svepps,“ segir Hildur Júlíusdóttir,
lífeindafræðingur á litningarann-
sókn Landspítalans, í bréfi sem hún
sendi yfirstjórn Landspítalans og
velferðaráðuneytinu í ágúst.
Rannsóknastofur litningarann-
sókna og sýklafræðideildar eru
staðsettar í svokölluðum húsum 6
og 7 við Barónsstíg sem voru byggð
til bráðabirgða á áttunda áratugn-
um. Þau verða brátt rifin og ný
byggð í staðinn en Hildur er ósátt
við hvernig á að standa að því.
„Þetta eru tvö hús og starfsmenn
í húsi 6 eiga að vera áfram í því á
meðan hús 7 er rifið og nýtt byggt.
Þá flytja þeir yfir í það og hús 6
verður rifið og nýtt byggt, við kom-
um síðan inn í það. Það er ótrúleg
staðreynd að hluti starfsfólks eigi
að vera í þessum húsum á meðan
verið er að byggja,“ segir Hildur
sem finnst með því lítið gert úr
hættunni sem fylgir heilsuspillandi
húsnæði.
Úr myglu í myglu
Verið er að skoða hvert á að
flytja starfsemina úr húsi 7 á með-
an nýtt er byggt og hefur yfirstjórn
Landspítalans boðið starfsmönnum
að flytjast í Ármúla 1a, í yfirlýst
mygluhús. Það hús var ástands-
skoðað í ársbyrjun og kom í ljós að
myglu er að finna á öllum hæðum.
„Það er ekki búið að taka endan-
lega ákvörðun um að við förum í
Ármúlann en við höfum verið að
reyna að spyrna gegn því,“ segir
Hildur. Henni finnst yfirstjórn spít-
alans sýna lífi og heilsu starfs-
manna sinna virðingarleysi.
„Í mörg ár hefur þeim mátt vera
fullljóst að vinnuaðstæður í húsi 7
væru alls ekki viðunandi, m.a.
vegna myglu og ólofts vegna henn-
ar. Afskipta- og aðgerðarleysi síð-
astliðin ár fylgir ábyrgð og það er
alveg ljóst, að Háskólasjúkrahús
eins og Landspítali getur ekki borið
fyrir sig vankunnáttu í þessum mál-
um. Yfirstjórn Landspítala getur
ekki vikið sér undan þeirri ábyrgð,
og ég spyr hvernig hún ætli að
bæta mér og öðrum starfsmönnum
upp heilsutap og þann kostnað sem
því fylgir,“ spyr hún.
Verkfræðistofan EFLA tók út
hús 6 og 7 sem hýsa rannsóknastof-
urnar og í skýrslu um málið, sem
kom út í mars, kemur fram að bæði
húsin eru gegnummygluð og að
þeirra mati ónýt. „Skýrsla EFLU
er það alvarleg að það er verulega
ámælisvert af stjórn Landspítala að
hafa ekki gripið strax til róttækra
ráðstafana og lokað húsinu. Það er
ekki með nokkru móti hægt að af-
saka það að núna, sex mánuðum
síðar, sé ennþá ætlast til þess að
starfsmenn starfi við jafn heilsu-
spillandi aðstæður og búið er að
sýna fram á,“ segir Hildur.
Ítrekuð veikindi komið upp
Eins og áður segir hefur Hildur
starfað í húsinu í 25 ár og á síðustu
þremur árum hafa ítrekuð veikindi
komið upp hjá henni. „Ég hef alltaf
verið hraust og virðist þola þessar
aðstæður vel en nú er eitthvað að
láta undan hjá mér. Á síðustu
þremur árum hef ég greinst með
astma, sjúkdóm í skjaldkirtli, sjálfs-
ofnæmissjúkdóm í munnholi, með
of háan blóðþrýsting, er stöðugt
með slím í öndunarfærum og hef
endurtekið fengið slæmar kvefpest-
ir. Þetta tengist allt öndunarfær-
unum og því get ég ekki annað en
grunað aðstæður í húsinu,“ segir
Hildur.
Hún hefur ekki þurft að vera
mikið frá vinnu vegna veikinda en
segir að nú séu tveir starfsmenn í
húsi 7 og einn úr húsi 6 í veikinda-
leyfi vegna aðstæðna á vinnustað.
Hildur segir húsnæðið hægt og síg-
andi hafa verið að draga úr heilsu
starfsfólks.
Á þessum orðum endar hún bréf-
ið til yfirmanna sinna: „Ég hef alla
mína tíð verið heilbrigð en upplifi
mikið óöryggi eins og staðan er
enda heilsa mín og lífsgæði í húfi.
Það er þyngra en tárum taki að
vinna mín og störf hjá fremstu heil-
brigðisstofnun Íslands hafi valdið
mér heilsutapi sem aldrei verður
bætt, allt vegna hirðu- og afskipta-
leysis þeirra sem ábyrgð bera á
starfsemi spítalans og velferð
starfsfólks.“
Húsin draga úr heilsu starfsfólks
Rannsóknarhús Landspítalans í sýklafræðum dæmd ónýt vegna myglu fyrir hálfu ári Enn er
full starfsemi í húsunum „Ámælisvert,“ segir starfsmaður sem hefur glímt við veikindi í þrjú ár
Morgunblaðið/Ófeigur
Mygluhús Hildur Júlíusdóttir lífeindafræðingur við bakhliðina á rannsóknarhúsi 7 við Barónsstíg. Á þessari hlið
þarf starfsfólkið að hafa gluggana opna vegna myglunnar. Húsið hefur verið dæmt ónýtt og verður brátt rifið.
Barist við mygluna