Morgunblaðið - 01.09.2017, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 01.09.2017, Qupperneq 46
46 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017 Garðs Apótek Sogavegi við Réttarholtsveg Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is Appótek: www.appotek.is Einkarekið apótek í 60 ár Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Alexander G. Alexandersson, fram- kvæmdastjóri Steypustöðvarinnar, segir að framleiðslumagn steypu sé orðið sambærilegt og árið 2005. „Við erum að komast í það sem kalla má eðlilegt árferði,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Lárus Dagur Pálsson, stjórnar- formaður BM Vallár, segir að þrátt fyrir töluverða aukningu sé fram- leiðsla úr sementi nú langtum minni en var í aðdraganda hrunsins en þá voru m.a. stórframkvæmdir á borð við Karahnjúka og uppbygging stór- iðju á Austurlandi í gangi. Góður vöxtur Hann segir að góður vöxtur hafi verið á byggingar- og steypumark- aðnum undanfarin ár sem m.a. megi greina í innflutningstölum á sem- enti. Steypusala og sala á tengdri vöru og þjónustu hefur þar af leið- andi aukist jafnt og þétt einnig. Í fyrra jókst innflutningur á sementi um rúmlega 26% á milli ára, þegar innflutningurinn nam um 142 þús- und tonnum. Á fyrstu sex mánuðum ársins er aukningin rúmlega 13% þar sem innflutt magn er um 8.500 tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Að sögn Alexanders jókst fram- leiðslumagn fyrirtækisins um 30% eða svo á milli ára frá 2013. En hann vekur athygli á því að framleiðslu- magnið hafi verið lítið árið 2012 sem rekja má til fjármálakreppunnar 2008. „Árið 2012 var það eflaust ¼ af því sem við framleiðum í dag,“ segir hann. Á fyrri helmingi ársins hefur hægt á vexti fyrirtækisins og nemur hann um 20% á milli ára. Lárus Dagur segir meginskýr- inguna á vextinum um þessar mund- ir aukningu á byggingarmagni á höf- uðborgarsvæðinu. Einnig sé nokkuð kröftug uppbygging hjá nærliggj- andi sveitarfélögum, eins og t.d. Sel- fossi, Reykjanesbæ og Akranesi, en auk þess hafa framkvæmdir úti á landi, m.a. við jarðgöng, virkjanir og tengd verkefni, mikið að segja á þessum markaði. Hótelbyggingar og aukning gistirýmis um allt land og á Reykjavíkursvæðinu hafi einnig aukið mjög á eftirspurn á sl. árum, t.d. í forsteyptum húseiningum. Hann væntir þess að einhver vöxtur verði áfram á næstu misserum þótt mögulega dragi úr byggingu hótela. „Ég tel að íbúðabyggingar á höfuð- borgarsvæðinu muni halda áfram að vaxa vegna skorts á framboði, eins og mikið er rætt um þessar mundir,“ segir Lárus Dagur. Víða virðist und- irbúningur á lokastigi og fram- kvæmdir á svokölluðum þéttingar- reitum muni halda áfram með meiri þunga. Alexander bætir við að uppsöfnuð þörf sé hjá hinu opinbera til að fjár- festa í innviðum, svo sem sam- göngum. Aukinn hagnaður Rekstur fyrirtækjanna beggja gekk vel á síðasta ári. Hagnaður BM Vallár jókst um 87% á milli ára og nam 521 milljón króna. Tekjur juk- ust um 26% á milli ára og voru tæp- lega fimm milljarðar króna. Arðsemi eiginfjár var 50% og eiginfjárhlut- fallið 48%. Hagnaður Steypustöðvarinnar jókst um 124% á milli ára og var 376 milljónir króna árið 2016. Tekjur jukust um 36% og voru 4,5 millj- arðar króna. Arðemi eigin fjár var 70% á árinu en eiginfjárhlutallið 36%. Landslagið hjá steypu- stöðvum minnir á 2005 Morgunblaðið/Ómar Framkvæmdir Þrátt fyrir töluverða aukningu er framleiðsla úr sementi nú langtum minni en var í aðdraganda hrunsins, en þá voru m.a. stórframkvæmdir á borð við Karahnjúka og uppbygging stóriðju á Austurlandi í gangi.  Framkvæmdastjóri Steypustöðvarinnar segir árferðið að komast í eðlilegt horf Hagnaður vex » Hagnaður BM Vallár jókst um 87% á milli ára og var 521 milljón króna árið 2016. Tekjur jukust um 26% á milli ára og voru tæplega fimm milljarðar króna. » Hagnaður Steypustöðvar- innar jókst um 124% á milli ára og var 376 milljónir króna. Tekjur jukust um 36% og voru 4,5 milljarðar króna. ● Á árinu 2016 voru einungis 515 eins og tveggja ára íbúðir seldar og það sem af er árinu hafa einungis verið seldar um 250 nýjar íbúðir, samkvæmt þinglýsingargögnum. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Talið er að í venjulegu árferði þurfi um 1.800 til 2.000 nýjar íbúðir inn á íbúðamarkaðinn á höfuðborgarsvæð- inu, að því er fram kemur í Hagsjánni. Vegna uppsafnaðrar þarfar er þörfin talsvert meiri um þessar mundir. Ekki er haldið utan um opinberar tölur um umfang nýrra íbúða í byggingu og segir Landsbankinn tölurnar um umfangið því óáreiðanlegar en á árinu 2007 var mun meira selt af nýjum íbúðum en nú. Þá kemur fram að hlutfallið sé mjög misjafnt eftir sveitarfélögum. Þannig voru um það bil 40% seldra íbúða í Garðarbæ ný en hlutfallið í Reykjavík er aftur á móti 5%. Í því samhengi þarf þó að hafa í huga aðstöðumun sveitarfé- laganna, þannig hefur engri sölu á nýrri íbúð verið þinglýst á Seltjarnarnesi í ár, enda sveitarfélagið nánast fullbyggt. Nýbyggðar íbúðir sjást ekki mikið í sölutölum 1. september 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 104.13 104.63 104.38 Sterlingspund 134.91 135.57 135.24 Kanadadalur 83.56 84.04 83.8 Dönsk króna 16.847 16.945 16.896 Norsk króna 13.493 13.573 13.533 Sænsk króna 13.127 13.203 13.165 Svissn. franki 110.3 110.92 110.61 Japanskt jen 0.9594 0.965 0.9622 SDR 148.15 149.03 148.59 Evra 125.35 126.05 125.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 154.4798 Hrávöruverð Gull 1305.8 ($/únsa) Ál 2066.0 ($/tonn) LME Hráolía 51.97 ($/fatið) Brent Halli á vöru- viðskiptum við út- lönd fyrstu sjö mánuði ársins nam tæpum 108,9 milljörðum króna. Á sama tíma árið áður voru vöru- viðskipti óhag- stæð um 73,9 milljarða á gengi hvors árs. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hag- stofunni. Verðmæti vöruútflutnings á tíma- bilinu var 38,9 milljörðum króna lægra, eða 12,2% á gengi hvors árs, en á sama tíma árið áður. Verðmæti vöruinnflutnings var aftur á móti 3,9 milljörðum króna hærra, eða 1% á gengi hvors árs, en á sama tímabili árið áður. Mestur samdráttur var í útflutn- ingi á ferskum fiski og frystum flök- um en sjávarafurðir voru 37,7% alls útflutnings. Verðmæti þeirra var 23,9% lægra en á sama tími árið áður. Innflutningur á hrá- og rekstrar- vörum, skipum, eldsneyti og fólks- bílum jókst en á móti dróst innflutn- ingur á flugvélum og neysluvörum saman. Vöruskipta- halli eykst Vöruskipti 109 milljarða halli. ● Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 2% í júlí miðað við sama mánuð í fyrra, samkvæmt nýjum bráðabirgða- tölum frá Hagstofu Íslands. Alls voru gistinæturnar 466.100 í mánuð- inum. Herbergja- nýting í júlí var 89,7%, sem er lækkun um tvö prósentu- stig frá júlí í fyrra. Flestar gistinætur í mánuðinum áttu Bandaríkjamenn. Á tólf mánaða tímabili fram til júlí 2017 var heildarfjöldi gistinátta tæplega 4,2 milljónir. Það er 24% aukning mið- að við tólf mánuði þar á undan. Herbergjanýting hótela í júlí lakari en í fyrra Ferð Gistinóttum fjölgaði milli ára. STUTT Hagnaður Eikar fasteignafélags var 839 milljónir króna á öðrum ársfjórð- ungi, en til samanburðar var hagn- aður 189 milljónir króna á sama fjórðungi síðasta árs. Rekstrarhagn- aður fyrir matsbreytingar og fjár- magnsliði nam 1.244 milljónum króna, samanborið við 1.106 milljónir á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Mats- breyting fjárfestingareigna nam hins vegar 756 milljónum króna á síðasta ársfjórðungi, en sá liður hljóðaði upp á 28 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Hagnaður Eikar á fyrstu sex mán- uðum ársins nam 1.606 milljónum króna, en hagnaðurinn var 1.428 milljónir á fyrri helmingi síðasta árs. Restrartekjur námu 3.628 milljónum króna á fyrri árshelmingi og þar af námu leigutekjur 3.039 milljónum og tekjur Hótels 1919 voru 381 milljón króna. Til samanburður námu rekstr- artekjur félagsins 3.160 milljónum króna á fyrri helmingi síðasta árs. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreyt- ingar og afskriftir var 2.365 milljónir króna, samanborið við 2.125 milljónir á sama tímabili í fyrra. Heildareignir Eikar námu 88,0 milljörðum króna í lok júní. Þar af námu fjárfestingareignir 81,7 millj- örðum króna og eignir til eigin nota 3,7 milljörðum króna. Eigið fé Eikar nam 27,0 milljörðum króna í lok júní og var eiginfjárhlutfall 30,7%. Fram kemur í uppgjöri að tekjur á herbergi og nýtingarhlutfall Hótels 1919 hefur verið undir væntingum það sem af er ári en félagið telji góð tækifæri í rekstri hótelsins í framtíð- inni. Hagnaður Eikar 839 milljónir Morgunblaðið/Styrmir Kári Fasteign Hótel 1919 er í eigu Eikar en félagið á samtals um 100 eignir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.