Morgunblaðið - 01.09.2017, Side 52
52
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Vöxtur nýrragreina, svosem í iðnaði
og ferðaþjónustu,
hefur verið ákaf-
lega jákvæður fyr-
ir íslenskt efna-
hagslíf. Þessi viðbót við
undirstöðuatvinnugrein þjóð-
arinnar, sjávarútveginn, er
mikilvæg og hefur, ásamt
sjálfstæðum gjaldmiðli, átt
þátt í því að lífskjör hér á landi
eru með þeim bestu í heimi og
að Ísland náði sér fyrr upp úr
efnahagsvandanum, sem skall
á heiminn fyrir áratug síðan,
en flest önnur lönd.
En þó að aðrar greinar séu
góð viðbót þá er það enn svo að
sjávarútvegur er grunn-
atvinnuvegur þjóðarinnar. Í
viðtali við Fiskifréttir í vik-
unni ræðir Ágúst Einarsson,
prófessor og fyrrverandi al-
þingismaður, um mikilvægi
sjávarútvegsins og segir eng-
an vafa leika á að greinin sé
enn mikilvægasta atvinnu-
grein þjóðarinnar. Hefð-
bundnar veiðar og vinnsla
„standi undir 9 til 11 prósent-
um af landsframleiðslunni, en
þegar sjávarútvegurinn er
skoðaður í heild þá skilar hann
okkur ríflega 20 prósentum.
Því sjávarútvegurinn hér á
landi er svo miklu meira en
bara veiðar og vinnsla. Til
hans verður líka að telja til
dæmis veiðarfæragerð og vél-
smíði í tengslum við sjávar-
útveg, en þar erum við með
stórfyrirtæki á heimsmæli-
kvarða eins og Hampiðjuna og
Marel og mörg önnur fyrir-
tæki. Þarna hefur orðið bylt-
ing. Og þetta gerir sjávar-
útveginn að mikilvægustu
atvinnugrein landsmanna.“
Ágúst ræðir líka um kvóta-
kerfið og segist sannfærður
um að framseljanleiki veiði-
heimilda hafi verið lykilatriði í
því að ná fram hagkvæmni í
rekstrinum, þó að það fyrir-
komulag hafi sætt gagnrýni.
Hann leggur mikla áherslu á
hagkvæmnina í greininni og
segir að vilji menn fara að
breyta kerfinu verði að gæta
þess að gera það ekki á kostn-
að hagkvæmninnar, enda
myndi það rýra lífskjör:
„Menn hafa sagt að hægt sé
að taka peninga út úr grein-
inni með skattlagningu eða
veiðileyfagjaldi og nota þá
peninga í annað sem talið er
nauðsynlegt, til að að efla inn-
viði til dæmis eða styrkja veik-
ari byggðir. Þetta er auðvitað
hægt, en verra er ef menn fara
að gera þetta á kostnað hag-
kvæmninnar í greininni.“
Viku fyrr ræddu Fiskifréttir
við Daða Má Kristófersson
prófessor sem er
sammála Ágústi
um að kvótakerfið
hafi skilað árangri.
Mjög áreiðanlegar
tölur séu til sem
sýni þetta: „Þann-
ig að í dag myndi ég segja að
það er enginn sjávarútvegur í
heiminum sem er betri í að
skapa verðmæti úr hráefni en
íslenskur sjávarútvegur,“ seg-
ir Daði Már.
Athygli vekur að þegar hann
er spurður út í veiðigjöld telur
hann „hugmyndir manna um
umfang rentu í sjávarútvegi á
Íslandi oft vera skringilega
bjartsýnar. Það þarf ekki ann-
að en að skoða hagtölur til að
átta sig á að veiðigjöld verða
aldrei neinn meiri háttar
tekjustofn fyrir ríkið. Þau
leysa aldrei af hólmi til dæmis
tekjuskatta. Og þetta hefur
pínulítið litað umræðuna,
menn hafa séð að einhverju
leyti töluverðum ofsjónum yfir
hagnaði í sjávarútvegi.“
Daði Már bendir einnig á að
í sjávarútvegi sé mikil stærð-
arhagkvæmni, sem feli í sér að
veiðigjald leggist þyngra á
minni fyrirtæki en þau sem
stærri eru. „Þess vegna finnst
manni stundum ákveðin þver-
sögn í því að ákveðnir aðilar í
umræðunni tala bæði fyrir
mjög háu gjaldi en líka gjaldi
sem engin áhrif hefur á strúkt-
úr sjávarútvegsins. Þetta
tvennt er ósamrýmanlegt,“
segir hann.
Það vekur athygli að þessir
tveir menn skuli tjá sig með
þessum hætti, nú þegar vinna
stendur yfir við að endurskoða
gjaldtöku á sjávarútveginn.
Veiðigjald á sjávarútveginn
var tekið upp snemma á þess-
ari öld en hluti af skattastefnu
vinstri stjórnarinnar á árunum
2009 til 2013 var að hækka það
gríðarlega með alvarlegum af-
leiðingum fyrir minni fyrir-
tæki í greininni. Ekki hefur
enn verið fallið frá þessari
miklu hækkun og enn eru til
stjórnmálamenn sem hafa ekk-
ert lært af mistökum síðustu
ára og tala á þann veg að sjáv-
arútvegurinn sé óplægður ak-
ur fyrir ofurskattheimtu.
Ábyrgðarlaust tal af því tagi
á ekkert erindi í stefnumörkun
fyrir undirstöðuatvinnuveg
þjóðarinnar. Lífskjör lands-
manna eru aðalatriðið þegar
rætt er um atvinnulífið. Til að
bæta þau þarf öflugt atvinnulíf
og þar með hóflega og sann-
gjarna skattheimtu. Og lífs-
kjör landsmanna verða síst
bætt með sérstakri ofurskatt-
heimtu sem ógnar stöðugleika
helstu undirstöðu þjóðarbús-
ins.
Ábendingar Daða
Más og Ágústs
Einarssonar eru
eftirtektarverðar}
Undirstaðan þarf
hagfellt umhverfi
Í
gær fór undirrituð með sérstakan bolla í
vinnuna sem einungis er notaður við há-
tíðleg tækifæri, eins og t.d. konunglega
viðburði og slíkt fínerí. Téður bolli er
prýddur myndum af Karli Bretaprinsi
og Díönu prinsessu og var framleiddur í tilefni af
brúðkaupi þeirra árið 1981. Bollinn er ljósbrúnn
á litinn („Hann er ræpugulur,“ sagði ófyrirleitinn
vinnufélagi) með ferlega skrýtnum svarthvítum
myndum af brúðhjónunum (já, já, sumir eru svo-
lítið veikir fyrir hallærislegum hlutum). Tilefni
þess að þessi dýrgripur var dreginn fram í gær
var reyndar ekkert sérstaklega gleðilegt, en það
var að þá voru 20 ár liðin frá ótímabæru andláti
Díönu.
„Dońt do it Di“ (Ekki gera það Díana). Sagan
segir að þetta hafi hópur femínista hrópað að
Díönu þegar hún var á leið í eigið brúðkaup í von
um að hróp þeirra myndu fá jarlsdótturina ungu til að hætta
við að giftast prinsinum af Wales.En eins og flestir vita lét
Díana þessi hróp sem vind um eyrun þjóta, giftist sínum
prinsi og varð prinsessa. Afganginn af sögunni þekkja lík-
lega flestir; þau lifðu ekki hamingjusöm til æviloka.
Undanfarið hefur mikið verið skrifað og fjallað um Díönu
prinsessu vegna dánarafmælis hennar. Meðal annars hafa
dálkahöfundar velt því fyrir sér hvort hún hafi verið fem-
ínisti.
Á sínum tíma var Díana þekkt fyrir að vera ein glæsileg-
asta kona heims. Klæðaburður hennar og útlit var stöðugt
umfjöllunarefni og gjarnan var sú mynd dregin
upp af henni að hún hefði ekki áhuga á neinu
nema fínum fötum, frægu fólki og flottum partí-
um.
Eins og vel klætt glæsikvendi geti ekki líka
verið femínisti? Af og til heyrist jarmað um að
femínistar séu upp til hópa bæði ljótir og hallær-
islegir. Það er hrein og klár vitleysa; a.m.k. eru
allir femínistar sem ég þekki, bæði karlar og
konur, með endemum glæsilegt fólk.
Díönu er líklega einna mest minnst fyrir það
að eftir nokkur ár í prinsessuhlutverkinu neitaði
hún að láta ráðskast með sig. Hún tók málin í
eigin hendur og skilgreindi hlutverkið upp á
nýtt þar sem hæfileikar hennar fengu að njóta
sín. Er það ekki að vera femínisti? Og þegar hún
komst að því að eiginmaður hennar ætti sér ást-
konu neitaði hún að láta það yfir sig ganga, held-
ur steig fram opinberlega og sagðist ekki sætta sig við slíka
framkomu. Það sem meira var: hún sagði skilið við manninn
sem kom svona fram við hana. Slíkt var nánast fordæma-
laust fyrir konu í hennar stöðu á þeim tíma.
Hún ræddi einnig opinskátt um baráttu sína við átröskun
og vakti þannig athygli á að sú útlitslega pressa sem konur
verða linnulaust fyrir úr ýmsum áttum getur haft alvarlegar
afleiðingar.
Díana bjó sér til sitt eigið líf, neitaði að sætta sig við kúg-
un og gaf karlaveldinu risastórt fokkmerki. Er hægt að vera
meiri femínisti? Ég held ekki. annalilja@mbl.is
Anna Lilja
Þórisdóttir
Pistill
Femínistaprinsessan fagra
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Ófremdarástand ríkir ídvalarmálum aldraðra áSuðurlandi. Engin hjúkr-unarrými hafa bæst við í
Árnessýslu síðan Kumbaravogi var
lokað fyrr á árinu og biðlistar eru
langir.
Unnur Þormóðsdóttir, hjúkr-
unarfræðingur og formaður færni-
og heilsumatsnefndar Heilbrigð-
isumdæmis Suðurlands, segir 55
umsóknir um varanlega vistun og
hvíldarinnlagnir liggja fyrir á
Suðurlandi, í Árnessýslu einni séu
25 til 30 manns á biðlista eftir var-
anlegum rýmum, listinn hafi lengst
síðan Kumbaravogi var lokað enda
fækkaði rýmunum þá.
„Flestir sem bíða eftir plássum
eru orðnir mjög veikir og þörfin er
brýn. Það er ófremdarástand í þess-
um málum, fólk er fast inni á sjúkra-
húsum og í biðplássum langt frá
heimabyggð. Þá er heimaþjónusta á
Suðurlandi ekki eins ríkuleg og í
Reykjavík. Við höfum ekki mögu-
leika á að veita þjónustu á kvöldin
og um helgar á mörgum stöðum og
ef keyra þarf langar leiðir er ódýr-
ara að hafa fólkið inni á hjúkrunar-
heimilum. Þá er mjög erfitt að fá
starfsfólk í heimaþjónustuna,“ segir
Unnur.
Vilja stærra heimili
Um 80 hjúkrunarrými eru í Ár-
nessýslu núna og þau nýtast ekki öll
fyrir veikasta fólkið því húsakostur
er misjafn. Á Suðurlandi búa hátt í
28 þúsund manns en hvíldarrými
þar eru aðeins fimm.
Þegar Kumbaravogi var lokað
var stefnan að nýtt hjúkrunarheim-
ili yrði tekið í notkun í Árborg vorið
2019, en nú lítur allt út fyrir að það
muni tefjast. Unnur segir að sig sé
farið að lengja eftir að heyra hver
staðan sé á byggingu heimilisins.
„Miðað við framgang er maður far-
inn að hafa áhyggjur af því að það
gerist ekki 2019, sem er ótækt í
þessu ástandi.“
Stefnt er að því að rýmin á nýja
heimilinu verði 50 en Unnur berst
fyrir því að þau verði a.m.k. 60. „Við
viljum fá stærra heimili til að geta
haft hvíldarrými og endurhæfingu.
Það er of lítið að ætla að opna 50
rými 2019, 35 rýmum hefur verið
lokað á svæðinu og að bæta við 15 í
viðbót á þremur árum, með engum
hvíldarrýmum, er of smátt. Við
myndum vilja fá 60 rými með
stækkunarmöguleika upp á 80 til 90
rými.“
Í fyrsta lagi í ársbyrjun 2020
Samkvæmt upplýsingum frá
velferðarráðuneytinu stendur nú yf-
ir hönnunarsamkeppni um byggingu
50 rýma hjúkrunarheimilis og eiga
þátttakendur að skila tillögum sín-
um 5. september.
„Stefnt er að því að niðurstaða
dómnefndar liggi fyrir um miðjan
október og gera áætlanir ráð fyrir
að unnt verði að hefja framkvæmdir
haustið 2018. Áætlanir gera ráð fyr-
ir að hjúkrunarheimilið verði tekið í
notkun á fyrsta ársfjórðungi 2020,“
segir í svari ráðuneytisins við fyr-
irspurn Morgunblaðsins, þá sé tekið
mið af áætlun um uppbyggingu
eins og hún getur verið hröð-
ust.
„Fyrirliggjandi
ákvörðun miðast við 50
hjúkrunarrými en verði
ákvörðun tekin um að hafa
heimilið stærra er sá
möguleiki fyrir
hendi á síðari stig-
um hönnunar,“
segir í svari frá
velferðarráðu-
neytinu.
Mikill skortur á
hjúkrunarrými
Morgunblaðið/Ómar
Eldri borgari 25 til 30 manns eru á biðlista eftir varanlegum hjúkrunar-
rýmum í Árnessýslu. Rýmum mun ekki fjölga fyrr en 2020.
Tveimur hjúkrunarheimilum
hefur verið lokað í Árnessýslu á
undanförnum tólf mánuðum.
Heimilinu að Blesastöðum á
Skeiðum var lokað að ósk eig-
enda síðasta haust og Kumb-
aravogur á Stokkseyri hætti
starfsemi í febrúar vegna lélegs
húsakosts. Unnur segir að það
hefði ekki verið skynsamlegt að
halda Krumbaravogi opnum
lengur, þar til nýtt heimili yrði
tilbúið. „Fólkið sem var þar
komst að lokum allt á þá staði
sem það óskaði eftir, það gekk
vel en þýddi að þeir sem voru
að bíða eftir plássi komust
ekki eins fljótt að og maður
hefði viljað og sumir eru
ekki ennþá komnir að.“
Síðast fjölgaði um rými í
Árnessýslu árið 2008 þeg-
ar Ljósheimar fluttust á
HSU, en síðan hefur
hjúkrunarrýmum
fækkað um 35 og
dvalarrýmum um
10.
Plássum
bara fækkað
HJÚKRUNARHEIMILI
Unnur
Þormóðsdóttir