Morgunblaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017 Sigurður Þorri Gunnarsson siggi@mbl.is „Sycamore Tree hafði langan að- draganda þrátt fyrir að hlutirnir hafi gerst hratt eftir að við fórum af stað. Ég hafði í nokkurn tíma verið að vinna að því að búa til tón- list eftir ákveðinni stemningu og að leita eftir ákveðnum hljóðheimi. Eftir að ég byrjaði að starfa með Ómari Guðjónssyni sem útsetur tónlistina fórum við að hugsa um hvaða rödd og persóna passaði og nafn Ágústu Evu var efst á lista. Eftir það hafa hlutirnir gerst hratt,“ segir Gunnar þegar hann er spurður um tilurð sveitarinnar en hún var stofnuð fyrir rúmu ári, sumarið 2016. „Gunni er vel skipu- lagður og sjóaður í að láta hlutina gerast hratt og vel og af þeim sök- um erum við nú hér stödd, í þann mund að gefa út plötu í fullri lengd með öllu tilheyrandi og eins og gef- ur augaleið er umgjörðinni vel stýrt af hönnuði og hugsmiði hljómsveitarinnar,“ segir Ágústa um samstarf sitt við Gunnar frá því að hún kom að verkefninu í fyrra. „Tónlistin er samin og flutt frá hjartanu. Hún er falleg og aðgengi- leg en krefst þess samt af hlust- andanum að hann taki sér stund og hlusti og njóti. Vonandi gefa sem flestir sér þann tíma í þessum hraða heimi sem við lifum í. Hún hefur fengið frábærar viðtökur í út- varpi og sjónvarpi svo hún virðist vera vel til þess fallin þrátt fyrir að við séum ekki að skapa út frá þeim forsendum. Hvað kemur frá okkur tveimur er bara það sem kemur. Það sem okkur liggur á hjarta hverju sinni,“ segir Gunnar um hljóm sveitarinnar. Ástin útgangspunktur Ágústa segir útgangspunktinn í tónsmíðunum vera ástina sem stjórnar svo miklu í lífi okkar. „Tónsmíðarnar sjálfar eru mest- megnis einfaldar, beinskeyttar en ljúfar í senn, lítið af stælum en á tíðum nístandi ástríða, söknuður og þrá. Tónheimurinn sjálfur spannar allt frá einföldum gítartónum sem standa einir með söng upp í öldu- gang drifinn áfram af dramatískum fiðlum, rifnum trommutakti og raf- magnsgítar, allt innsiglað með ljúf- sárum söng. Þannig að fólk má vænta þess að vera rifið með í ferðalag um ýmsar víddir ástar- innar með ýmsum tilbrigðum og birtingarmyndum hennar,“ segir Ágúst og er ljóst að hlustendur fyrstu plötu sveitarinnar eiga gott í vændum. Fyrsta platan kemur út í lok mánaðarins Hinn 24. september næstkom- andi sendir sveitin frá sér sína fyrstu plötu og er greinilegt að mikil hugsun er á bak við útgáfu hennar. „Platan er fyrsti kaflinn hjá Sycamore Tree. Við hugsum hana sem heild og veljum lögin á hana þannig að við viljum sýna dýpt hljóðheims okkar á plötunni. Við eigum okkur nokkrar hliðar og viljum leyfa hlustandanum að kynnast þeim með tíð og tíma. Við munum samt sem áður skilja nóg eftir á næstu plötur,“ segir Gunnar og bætir við að listinn sé langur yf- ir hluti sem þau langi til að gera á næstu plötum. Klárar plötu og heldur tón- leika komin sjö mánuði á leið Það er mikil vinna að klára heila plötu og skipuleggja tónleika. Ágústa Eva lætur þá staðreynd ekki stoppa sig að hún er komin sjö mánuði á leið. „Ég gæti ekki ímyndað mér ljúfara starf í þessum sporum. En að sjálfsögðu er mik- ilvægt að hlusta á líkamann og fara ekki fram úr orkunni sinni en sú litla er alls ekkert ósátt við tónlist- ina og því hagnast allir á þessu,“ segir Ágústa brosandi. Hún er sett sömu helgi og Iceland Airwaves-- tónlistarhátíðin fer fram en engu að síður ætla þau sér að spila á há- tíðinni. Útgáfutónleikarnir fara fram í Hörpu, sama dag og platan kemur út, 24. september. Munu þau njóta krafta fjölda frábærra hljóðfæra- leikara sem endurskapa stóran og flottan hljóðheim plötunnar. For- sala miða hefst á þriðjudaginn í næstu viku inni á harpa.is. Þau Gunnar Hilmarsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir skipa hljómsveitina Sycamore Tree. Hljómsveitin stefnir á útgáfu sinnar fyrstu plötu núna í september og mun af því tilefni halda tónleika á sama tíma. Góð saman Þau Gunnar Hilmarsson og Ágústa Eva skipa hljómsveitina Sycamore Tree. Plata, tónleikar og barn á leiðinni Flestir Íslendingar lifa fyrir sum- arið, það er tíminn, eins og segir í laginu. Á sumrin eiga allir að vera í góðu skapi, þá eru hressu lögin gefin út eða svokallaðir sumar- smellir, við klæðum okkur í föt í björtum litum o.s.frv. Svo fer sól að lækka á lofti og við byrjum um- svifalaust að bölva því að nú fari að dimma og kólna. En af hverju ekki að ákveða að hafa bara gam- an í vetur líka. Hver segir að það megi ekki klæða sig í hawaii- skyrtu og rauðar buxur á vet- urna? Hver segir að það megi ekki gefa út hressu sólskinslögin á veturna? Það eru nefnilega eng- ar reglur sem banna það. Því skora ég á þig, kæri lesandi, að fara inn í veturinn með það hug- arfar að láta gleðina endast fram á næsta sumar. Klæddu þig í litrík föt, hlustaðu á Walking on Sun- shine og settu upp stráhatt. Því þegar upp er staðið er það hugar- farið sem skiptir öllu máli og það getur komið okkur í gegnum vet- urinn. siggi@mbl.is Hugarfarið skiptir öllu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.