Morgunblaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 69
Sigurður Þorri Gunnarsson siggi@mbl.is „Íslendingum finnst sumarið besti tími ársins – það er allt best á sumrin – en pælingin með laginu er að við höldum gleðinni áfram fram á næsta sumar. Ekki sökkva í einhvern vetrarleiða heldur halda bara gleðinni áfram,“ segir Hildur um nýja lagið sitt. Hún vann lagið með einu vinsælasta höfundateymi landsins, StopWaitGo, en þeir eru mennirnir á bak við mörg af vinsælustu popplögum landsins sl. ár. „Ég var mjög spennt að vinna með þeim, þeir hafa gefið út marga flotta slagara. Mér finnst gam- an hvernig þeir horfa á poppið og greina það niður í minnstu smáatriði sem skipta máli, það er mjög gaman að vinna þannig,“ segir Hildur og bætir við að þau hafi unnið lagið saman frá upphafi. „Við sömdum lagið í sam- einingu ég og Ásgeir í StopWaitGo. Uppleggið var að semja lag sem væri gleðisprengja með dassi af drama- tískum undirtóni,“ segir Hildur sem segir að samstarfið hafi gengið vel og lagið hafi ekki verið lengi að fæðast. „Ég fékk meira að segja hugmyndina að viðlaginu í bíln- um á leiðinni í stúdíóið til þeirra.“ Hildur semur ekki aðeins tónlist fyrir sig sjálfa heldur er hún iðin við að búa til smelli fyrir aðra tónlistarmenn. „Ég er að fara til Þýskalands í lagahöfundabúðir þar sem ég verð að semja lög ásamt evrópskum lagahöfundum. Þá semjum við lög fyrir aðra tónlistarmenn eftir pönt- unum. Það getur t.d. einhver komið og sagt að hann langi í kántrílag og þá gerum við svoleiðis,“ segir Hildur um búðirnar. „Það kemur oft eitthvað fallegt út úr svona búðum. Núna í næstu viku koma til landsins finnskir tón- listarmenn til þess að taka upp lag sem við sömdum í svipuðum búðum fyrr á árinu,“ segir Hildur sem hefur tónlistina að aðalstarfi. „Þetta er náttúrlega smá hark, maður verður að vera duglegur að spila, taka giggin sem koma, þannig að það er ekki mikið frí. En þetta er það sem mig langar mest að gera þannig að ég er þakklát fyrir að geta það,“ segir Hildur, sem þarf ekki að kvarta undan verkefnaleysi á næstunni. Nýja lagið er hægt að finna á Spotify og YouTube. Morgunblaðið/Eggert Tónlistarkona Hildur hefur tónlistina að aðalstarfi. Gefur út „haustsmell“ Hildur Kristín Stefánsdóttir eða bara Hildur hefur verið áberandi á poppsen- unni hér á landi undanfarið. Hún sló í gegn með lagið Bambaramm í Söngva- keppninni fyrr á árinu og má segja að lagið hafi verið lag ársins hjá börnum þessa lands. Nú er Hildur mætt með nýtt lag, Næsta sumar, sem hún vonast til að gefi hlustendum smá birtu nú þegar sól tekur að lækka á lofti. 69 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is Óskum eftir bílum á söluskrá, höfum laus sölustæði, kíktu við! Ari verður tónlistarstjóri á tón- leikum Friðriks Dórs sem haldnir verða í Hörpu 9. september nk. en hann hefur útsett alla hans helstu smelli fyrir stórhljómsveit sem mun leika með Friðriki þetta kvöld. En Ari lætur ekki nægja að hasla sér völl í tónlist og íþróttum því hann mun taka sér stöðu dómara í nýjum þáttum sem hefja göngu sína á Stöð 2 í haust. Þættirnir heita „Kórar Ís- lands“ og eru, eins og nafnið gefur til kynna, hæfileikakeppni fyrir kóra. „Það er rosalega gaman að sjá við- brögðin við þessu. Það er verið að taka þennan glamúr sem hefur loðað við þessa tónlistarþætti undanfarin ár. Núna er bara farið í íslenska sándið,“ segir Ari um þættina. Þætt- irnir verða sendir út á Stöð 2 á sunnudagskvöldum í vetur og verða í beinni útsendingu. Ari Bragi í sjónvarpið Trompetleikarinn Ari Bragi Kárason hefur vakið athygli fyrir mikla hæfileika, bæði á sviði tónlistar en ekki síður sem spretthlaupari sl. ár. Morgunblaðið/Þórður Fjölhæfur Ara er margt til lista lagt og nú er hann á leið í sjónvarpið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.