Morgunblaðið - 01.09.2017, Qupperneq 71
Højskole á árunum 1965-1968 og
maka þeirra. Guðrún Eyjólfsdótt-
ir kvaddi eftir langvarandi veik-
indi þann 22. ágúst síðastliðinn. Á
Kaupmannahafnarárunum bund-
umst við vináttuböndum, sem ekki
rofna. Við komum úr ýmsum átt-
um, eins og gerist og sum okkar
voru þegar komin með börn. Öll
vorum við ung og áttum margt
sameiginlegt, svo sem börn,
blankheit, vináttu og bjartsýni.
Guðrún og Ingimar áttu þá tvo
litla glókolla. Ein minning kemur
upp í hugann frá Hafnarárunum:
Guðrún og Ingimar á dansgólfinu,
svo samstiga og flott par.
Eftir að heim kom bættust
nokkrir makar við og var þá hóp-
urinn fullskipaður.
Við munum Guðrúnu hægláta,
prúða og ákveðna konu, sem gat
verið kímin og stutt var í brosið.
Hörkutól var hún og aldrei heyrð-
ist hún kvarta. Á seinni árum gekk
hún og gekk með stafinn sinn, eig-
inlega löngu eftir að manni fannst
hún ekki geta það.
Skagfirðingur var hún, „skýr
og hreinn“. Henni var afar annt
um heimahagana fyrir norðan,
mikill náttúruunnandi, göngu-
garpur og naut mjög útiveru.
Hópurinn allur hittist og heldur
veislu árlega, einnig förum við í
ferðalög, utanlands sem innan.
Það er ekki svo ýkja langt síðan
Guðrún leiddi okkur norður yfir
heiðar, heim í Skagafjörðinn. Þar
var okkar kona í essinu sínu og
móttökurnar fyrir norðan hjá
þeim Ingimar voru stórkostlegar.
Ferðin er ógleymanleg.
Við sendum Ingimar og fjöl-
skyldu innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Guðrúnar
Eyjólfsdóttur.
DTH útskriftarhópurinn frá
1968:
Emilía og Karl,
Guðrún Br. og Guðjón Ingvi,
Guðrún Sv. og Jón B.,
Herdís og Sigurður,
Stefanía og Guðjón Torfi,
Þorsteinn,
Þórunn og Magnús.
Á stuttum tíma hefur stórt
skarð verið höggvið í litla badmin-
tonklúbbinn okkar. Snemma á
þessu ári kom hópurinn saman hjá
þeim hjónum Guðrúnu og Ingi-
mari. Þar var glatt á hjalla og
Guðrún skemmti sér vel þrátt fyr-
ir veikindi sín. Ekki hvarflaði að
okkur þá, að við yrðum tveimur
færri aðeins sjö mánuðum seinna.
Þessi badmintonklúbbur er
svolítið sérstakur. Badminton-
spaðarnir hafa fyrir löngu verið
lagðir til hliðar, en þá bundust fé-
lagarnir og makar sterkari bönd-
um með fundarhöldum og ferða-
lögum. Það var alltaf
tilhlökkunarefni að hittast á aðal-
fundi Badmintonklúbbsins ár
hvert. Dagskráin innihélt skoðun-
arferð um nágrenni fundarstaðar-
ins, matarveislu, dans og gleði
frameftir nóttu.
Guðrún naut sín vel í þessum
félagsskap. Hún var skarpgáfuð
og vel heima í sögu landsins og
náttúru. Hún hafði skemmtilega
kímnigáfu og gat gert grín að eig-
in mistökum eins og þegar hún
mætti í ósamstæðum sokkum á
fundarstað. Hún var vel hagmælt
þó að hún flíkaði því ekki. Guðrún
og Ingimar voru mikið útivistar-
fólk á meðan heilsan leyfði og
Guðrún tók þátt í öllum okkar
gönguferðum þó að annar fóturinn
léti ekki alveg að stjórn síðustu ár-
in. Margar bestu minningar okkar
eru einmitt frá ferðum í boði
þeirra hjóna, í Drangey, Málmey,
á Mælifellshnjúk og á fleiri staði.
Á kveðjustund er dýrmætt að
eiga minningar frá þessum góðu
stundum.
Badmintonhópurinn verður
ekki samur framar, en þá er gott
að eiga í minningunni síðasta
fundinn hjá þeim hjónum í Blásöl-
unum.
Við sendum Ingimari og fjöl-
skyldunni allri okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Badmintonhópsins,
Gunnar Már Hauksson.
MINNINGAR 71
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017
✝ Héðinn Stefáns-son fæddist á
Húsavík 9. sept-
ember 1950. Hann
lést á Landakotsspít-
ala 22. ágúst 2017.
Foreldrar hans
voru Kristbjörg
Héðinsdóttir, f. 2.9.
1922, d. 5.9. 2012, og
Stefán Pétur Sigur-
jónsson, f. 16.12.
1918, d. 27.7. 1999,
búsett á Húsavík. Systkini Héð-
ins eru Helga Jónína, maki Að-
alsteinn Guðmundur Hólmgeirs-
son; Hjördís, maki Haukur
Tryggvason; Sigurjón Pétur,
maki Sigurlaug Sigurpálsdóttir.
Eftirlifandi eiginkona Héðins
er Hjördís Garðarsdóttir, f. 2.11.
1949, sjúkraliði, búsett í Garða-
Magnús Loftsson og Halldóra
Hjördís Loftsdóttir.
Héðinn ólst upp á Húsavík og
var mikill skíðamaður, keppti
víða um land. Hann sat í sveit-
arstjórn og var meðlimur í Lions
í Aðaldal ásamt því að starfa
með björgunarsveitinni. Héðinn
var um tíma meðlimur í Odd-
fellow í Reykjavík. Var áhuga-
maður um tónlist og spilaði mik-
ið á munnhörpu.
Héðinn var vélfræðingur,
starfaði lengst af í Laxárvirkjun
og Kröfluvirkjun. Frá 1976 til
1982 starfaði hann sem vélfræð-
ingur í Laxárvirkjun en tók svo
við sem stöðvarstjóri í Laxár- og
Kröfluvirkjun til ársins 1994, en
þá fluttu þau hjónin í Garðabæ
og Héðinn tók við sem stöðvar-
stjóri Sogsvirkjana þar sem
hann starfaði allt til ársins 2012.
Útför Héðins fer fram frá
Vídalínskirkju í dag, 1. sept-
ember 2017, klukkan 13.
bæ. Héðinn og
Hjördís gengu í
hjónaband 12.11.
1971. Foreldrar
Hjördísar voru Jó-
hanna Sigurðar-
dóttir, f. 7.10. 1923,
d. 3.3. 2012, og
Garðar Einarsson
f. 4.7. 1919, d. 8.3.
1992. Börn Héðins
og Hjördísar eru:
1) Garðar, eigin-
kona hans er Jóhanna S. Krist-
jánsdóttir, búsett á Húsavík.
Börn þeirra eru Kristján Helgi,
Héðinn Mari og Hjördís Inga. 2)
Kristbjörg, búsett í Garðabæ,
börn hennar eru Karítas Sól
Viggósdóttir og Helen Hallveig
Viggósdóttir. 3) Jóhanna, búsett
í Garðabæ, börn hennar eru
Í dag kveð ég tengdaföður
minn hinstu kveðju. Það var
stórt og hlýtt faðmlag sem um-
vafði mig í hvert sinn er við
hittumst. Það var ekki fyrr en á
síðustu vikunum sem faðmur-
inn varð rýrari, en hlýjan fór
aldrei. Geislar þínir fylltu heilt
herbergi og kölluðu mann til
sín.
Auð né heilsu
ræður engi maður,
þótt honum gangi greitt;
margan það sækir,
er minnst um varir,
engi ræður sættum sjálfur.
(Úr Sólarljóðum)
Minningarnar eru margar og
gott að ylja sér við þær þessa
dagana.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Bjarni Jónsson frá Gröf)
Elsku Héðinn, með þakklæti
og hlýju minnist ég þín. Far í
friði, kæri vinur, þín tengda-
dóttir,
Jóhanna Sigríður.
Það er með söknuði í hjarta
sem við kveðjum afa í dag.
Nú sefur þú í kyrrð og værð
og hjá englunum þú nú ert.
Umönnun og hlýju þú færð
og veit ég að ánægður þú ert.
Ég kvaddi þig í hinsta sinn
Ég kveð þig nú í hinsta sinn.
Blessun drottins munt þú fá
og fá að standa honum nær.
Annan stað þú ferð nú á
sem ávallt verður þér kær.
Ég kvaddi þig í hinsta sinn
Ég kveð þig nú í hinsta sinn.
Við munum hitta þig á ný
áður en langt um líður.
Sú stund verður ánægjuleg og hlý
og eftir henni sérhvert okkar bíður.
Við kveðjum þig í hinsta sinn
Við kvöddum þig í hinsta sinn.
(Þursi)
Elsku afi, minningin lifir í
hjörtum okkar.
Kristján Helgi, Héðinn
Mari og Hjördís Inga.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn,
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Þín vinartryggð var traust og föst
og tengd því sanna og góða,
og djúpa hjartahlýju og ást
þú hafðir fram að bjóða.
Og hjá þér oft var heillastund,
við hryggð varst aldrei kenndur.
Þú komst með gleðigull í mund
og gafst á báðar hendur.
Svo, vinur kæri, vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín gæta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höf. ók.)
Þó að lífið sé fallegt, gefandi
og gott, þá er það ekki alltaf
sanngjarnt að okkur finnst.
Við mætum ýmsu í lífinu sem
er okkur erfitt og þungt. Þrátt
fyrir að við spyrjum af hverju
og hvers vegna, þá kemur ekk-
ert svar.
Það var erfitt að horfa upp á
mann eins og Héðin bróður
minn hverfa inn í heim heila-
hrörnunar síðustu árin sem
hann lifði. Hann hafði verið
táknmynd hreysti og trausts.
Fjölskyldu sinni var hann klett-
urinn sem ekkert fékk bifað.
Ég er óendanlega þakklát
fyrir okkar síðustu samveru-
stundir. Eftir að hann var lagð-
ur inn á Landakotsspítala fann
ég á mér að ég þyrfti að vera
með honum einu sinni enn,
meðan við gætum notið þess
bæði. Ég var þrjá dagparta hjá
honum í vikunni áður en hann
dó. Hann vissi að ég var hjá
honum og það var notalegt. Á
föstudag kvaddi ég hann og
hélt norður. Daginn eftir, laug-
ardag, var orðin mikil breyting
og ljóst að stutt væri eftir. Að
morgni þriðjudags kvaddi hann
í faðmi fjölskyldu sinnar, en
þau höfðu öll verið hjá honum
þessa síðustu sólarhringa.
Hann naut ástúðar og um-
hyggju Hjördísar konu sinnar,
barna, fjölskyldu, systkina og
vina, þar til yfir lauk.
Síðustu daga hafa komið upp
í huga minn svo margar góðar
minningar frá okkar uppvaxt-
arárum, sem aldrei bar skugga
á. Einnig fjölmargar gleðilegar
samverustundir á fullorðinsár-
um. Tvær utanlandsferðir fór-
um við í saman, fyrst í tilefni af
fimmtugsafmæli mínu, þá lá
leiðin til Orlando í Flórída. Það
var einstaklega fróðleg og
skemmtileg ferð. Seinni ferðin
var farin í tilefni 50 ára afmæl-
is Héðins. Þá fórum við til Hol-
lands. Dvöldum í nokkra daga í
Amsterdam og skoðuðum okk-
ur um þar og áttum svo nokkra
daga í sumarhúsi úti í sveit.
Við hjónin minnumst með
gleði og þakklæti þessara ferða
og annarra samverustunda.
Að leiðarlokum þökkum við
Héðni bróður mínum samfylgd-
ina og biðjum Guð að varðveita
hann.
Hjördísi mágkonu minni,
börnum þeirra og allri fjöl-
skyldunni sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Minningin um góðan dreng
lifir.
Hjördís, Haukur
og fjölskylda.
Góður vinur okkar, Héðinn
Stefánsson, verður til grafar
borinn í dag. Hann andaðist
eftir erfiða baráttu við vágest,
sem ekki sleppir tökum fyrr en
yfir lýkur.
Héðinn var bráðger og
snemma atorkumikill og kapp-
samur. Hann var um árabil í
öflugum og sigursælum hópi
skíðamanna á Húsavík og tók
virkan þátt í uppbyggingu
skíðasvæðis Húsvíkinga á þeim
tíma.
Í rökréttu samhengi við al-
kunna mannkosti var honum
falið ábyrgðarhlutverk hjá raf-
orkufyrirtækjunum, þar sem
hann vann sitt ævistarf. Héðinn
var réttsýnn, skoðanafastur og
hélt vel sínum hlut í orðræðu.
Hann var afrendur að afli, en
fór vel með. Hann gekk eitt
sinn á hólm við vélmenni í
dönskum skemmtigarði, fór í
sjómann. Þar urðu átök mikil
og vélmennið stundi. Hann var
lífsglaður og tónelskur maður,
sem kunni að njóta stundarinn-
ar í góðra vina hópi.
Héðinn var mikill fjölskyldu-
maður, góður faðir og eigin-
maður. Hann var lánsamur í
einkalífi, kvæntist einstakri
konu, sem var honum samstiga
alla tíð. Þau eignuðust þrjú
börn, sem öll gengu mennta-
veginn. Í veikindum Héðins
voru þau móður sinni stoð og
stytta.
Áratuga vinátta við þau
hjónin var okkur mikils virði.
Við minnumst margra ánægju-
stunda með þeim, rausnarlegra
heimboða í Háhæðina og ferða-
laga áður fyrr. Heimili þeirra
hjóna bar smekkvísi beggja
fagurt vitni.
Við kveðjum Héðin með
þessum orðum um leið og við
þökkum órofa vináttu og
tryggð. Hjördísi og fjölskyldu
vottum við okkar dýpstu sam-
úð.
Páll og Helga.
Loks beygir þreytan þína dáð,
hið þýða fjör og augnaráð.
Sú þraut var hörð – en hljóður nú
í hinsta draumi brosir þú.
(Jóhannes úr Kötlum)
Ég man Héðin fyrst sem
ungling á Húsavík, hann knýr
dyra heima á Iðavöllum og er
kominn til að verða bræðrum
mínum samferða á skíðaæfingu
út í Skálamel. Það er mikill
snjóavetur og skíðin stunduð
kappsamlega af þeim drengjum
og með eftirminnilega góðum
árangri. Hann er glaður, hress
og kurteis, en ákveðinn og vill
komast sem fyrst í fjallið til að
æfa. Þannig var hann alla tíð
ákveðinn og einbeittur til hvers
sem hann ætlaði sér.
Seinna, eða 1967, minnist ég
hans á jarðýtu að grafa þrær
fyrir Kísiliðjuna, sem þá var að
koma sér fyrir í Bjarnarflagi.
Það var ekki auðvelt að brjóta
og grafa upp úfið hraunið með
heldur veigalítilli jarðýtu, til
þess þurfti lag og seiglu en
einnig hörku. Héðinn hafði það
sem þurfti.
Það var síðan um áramót
1975-76 að ég hringdi í Héðin,
sem þá vann í Reykjavík, ný-
lega útskrifaður vélfræðingur
og spurði hvort hann gæti kom-
ið og leyst mig frá starfi við
Laxárstöð a.m.k. í ár, ég vildi
losna þar af vöktum til að geta
farið í Kröflu. Héðinn tók sér
tíma til að svara, en niðurstað-
an varð sú að hann tók boðinu
og þau Hjördís fluttu að Lax-
árstöð um vorið. Eftir það leit
hann ekki til baka. Héðinn átti
frábæran starfsferil í orkugeir-
anum, fyrst við Laxá og síðan
eftir sameiningu fyrirtækja hjá
Landsvirkjun, sem stöðvar-
stjóri við Laxá og Kröflu, en
síðast við Sogsstöðvar meðan
heilsa hans leyfði.
Héðinn var þeirrar gerðar að
hann átti létt með að sýna fram
á og sannfæra fjárhaldsmenn
og aðra um þörfina til að lag-
færa og endurbæta, hvort sem
um var að ræða vélbúnað í
orkuveri, eða mannvirki hvers-
konar. Fundvís á góðar lausnir,
gekk síðan einbeittur að verk-
efninu.
Fylgdi hverju verki til loka
og sá til þess að allur viðskiln-
aður væri til fyrirmyndar.
Ákveðinn og fastur fyrir en þó
glaðsinna, sanngjarn í sam-
skiptum og ekki síst alltaf góð-
ur félagi sinna starfsmanna.
Þannig man ég hann. Góð er
minningin.
Birkir Fanndal.
Héðinn Stefánsson
Í gær, 31. ágúst,
voru 35 ár síðan þú
komst inn í líf okk-
ar – þú varst okk-
ur svo mikilvægur og kenndir
okkur margt alla þína daga.
Elsku bróðir minn – ég man
eftir þér, rangeygum og sætum
í ömmustólnum á Vildanden í
Svíþjóð – ég man þegar þú
fórst í aðgerð á auganu og
augnleppunum sem þú þurftir
að vera með á góða auganu til
að styrkja veika augað.
Mamma okkar teiknaði nýja
mynd – að ég held á hverjum
degi – á einnota leppana til að
þú fengist til að hafa þá á þér.
Oftast teiknaði mamma myndir
af Einari Áskeli sem skreyttu
augnleppana en Einar var í
miklu uppáhaldi hjá þér á þess-
um tíma og átti reyndar alla tíð
sérstakan sess hjá þér. Ég man
líka svo vel eftir uppáhalds-
bangsanum þínum sem var með
miða á ansi óþægilegum stað,
mitt á milli lappanna, en mið-
ann nuddaðir þú óspart til að
róa þig – svona dæmigerður
kækur sem börn oft fá – en
þetta róaði svo sannarlega ekki
taugar foreldra okkar sem
höfðu miklar áhyggjur af því
hvernig þetta kæmi meðvituð-
um Svíum fyrir sjónir.
Ég man svo vel hversu stolt
ég var af þér þegar þú laukst
stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum í Reykjavík. Mér fannst
og finnst þú enn vera mér og
öðrum svo mikil fyrirmynd – þú
varst ákveðinn í því að í þennan
Ingibjörn
Guðjónsson
✝ Ingibjörn Guð-jónsson fæddist
31. ágúst 1982.
Hann lést 25. maí
2017.
Útför Ingibjörns
fór fram 8. júní
2017.
skóla skyldirðu
fara þegar þú varst
bara fimm ára
gamall – skóla-
gangan gekk ekki
þrautalaust fyrir
sig því í tvígang
féllstu á lokaprófi í
einu fagi sökum
mikils prófkvíða –
féllst því á árinu og
neyddist til að taka
árið aftur – léstu
það stoppa þig? Nei, aldeilis
ekki!
Þú varst ákveðinn og þetta
var verkefni sem þú skyldir
klára! Og það gerðir þú með
sóma eins og annað sem þú
tókst þér fyrir hendur.
Erla tengdamóðir þín sagði
okkur um daginn svo dásam-
lega sögu af þér úr sveitinni –
sögu sem er svo lýsandi fyrir
þig.
Þú hafðir verið að vinna á
traktornum um daginn og eins
og þín var von og vísa vandaðir
þú til verka og varst lengi að.
En þegar fór að líða á kvöld-
ið fór fólkið að lengja eftir þér
og Eydís fékk bróður sinn til að
fara og líta eftir þér en ekki
varstu úti á akri … nei, þú
varst nefnilega kominn út á
Hvolsvöll en þangað hafðir þú
keyrt á traktornum á bíla-
þvottastöð til að þrífa bless-
aðan traktorinn því hann skyldi
fá eðalmeðferð eins og önnur
farartæki sem í þínar hendur
komust.
Frá fyrstu tíð varstu nefni-
lega alltaf vandvirkur og hugs-
aðir vel um allt sem í þínar
hendur komst. Fínu bílarnir
þínir og legódótið þitt kemur í
heilu lagi upp úr kössum sínum
og synir okkar beggja njóta
góðs af og leika sér að dóttinu í
hverri heimsókn sinni hjá
ömmu Jórunni og Guðjóni afa.
Ég veit að við rifumst heil-
mikið sem börn – bara líkt og
systkini gera – en ég man samt
bara eftir góðum stundum, því
fyrir mér vorum við alltaf góðir
félagar og hjálpuðumst alltaf að
í lífinu.
Ég sakna þín alla daga og
veit að söknuðurinn er nú fast-
ur hluti af lífinu en minning-
arnar fylgja mér líka alltaf og
kalla fram bros þegar ég þarf á
því að halda. Eins og segir í
laginu – við sjáumst að nýju
þegar minn tími kemur.
Þín systir
Auður.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR KR. JÓNSSON,
Flúðabakka 1, Blönduósi,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands
á Blönduósi miðvikudaginn 23. ágúst,
verður jarðsunginn frá Blönduósskirkju
laugardaginn 2. september klukkan 11.
Guðrún J. Ingimarsdóttir
Karlotta Sigurðardóttir Sverrir Valgarðsson
Ingimar Sigurðsson Svetlana Björg Kostic
Jóhann Sigurðsson
Auðunn Steinn Sigurðsson Berglind Björnsdótir
barnabörn og barnabarnabörn