Morgunblaðið - 01.09.2017, Side 73
MINNINGAR 73
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017
✝ Höskuldur Ey-fjörð Guð-
mannsson var
fæddur á Tungu-
felli í Svarfaðar-
dalshreppi í Eyja-
firði 18. desember
1932. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Norðurlands,
Húsavík, 24. ágúst
2017.
Foreldrar
Höskuldar voru Þóra Sigurrós
Þorvaldsdóttir, f. 8. mars 1902,
d. 12. júní 1965, og Guðmann
Kristinn Þorgrímsson, f. 12.
desember 1898, d. 27. nóvember
1984. Systkini Höskuldar eru:
Salbjörg Helga Guðmannsdótt-
ir, f. 18. apríl 1928, Þorgrímur
Árelíus Guðmannsson, f. 6.
september 1930, Þorvaldur Sig-
urður Guðmannsson, f. 30. sept-
ember 1931, d. 4. júlí 1951,
Kristín Guðrún Guðmannsdótt-
ir, f. 10. apríl 1934, Hartmann
Guðmundur Guðmannsson, f.
26. maí 1935, Hallgrímur Sig-
urvin Guðmannsson, f. 7. júlí
1939, Rósa Sigríður Guðmanns-
dóttir, f. 15. ágúst 1941 og Guð-
mann Þór Skagfjörð Guð-
mannsson, f. 9. september 1945.
Höskuldur ólst upp á Tungu-
felli. Höskuldur og Lilja Guð-
hans er María Mjöll Sigurðar-
dóttir. Höskuldur gekk einnig í
föðurstað Elínu Björku Hart-
mannsdóttur, f. 3. mars 1955,
dóttur Lilju Guðlaugsdóttur.
Maki Elínar er Viðar Sigurðs-
son. Sonur Elínar er Ásmundur
Gíslason, f. 8. janúar 1979, maki
María Birgisdóttir. Dætur Ás-
mundar og Maríu eru Sunna
Móey, f. 17. ágúst 2002, Inga
Dís, f. 18. janúar 2006 og Eldey
Lilja, f. 16. febrúar 2013. Synir
Viðars eru: Hákon, f. 5. desem-
ber 1967, Sigurður, f. 5. desem-
ber 1969 og Elmar, f. 20. nóv-
ember 1973. Synir Elínar og
Viðars eru: 1) Bjartur Viðars-
son, f. 18. apríl 1988, sambýlis-
kona hans er Jónína Rut Matt-
híasdóttir. 2) Elvar Viðarsson,
f. 2. október 1991, sambýlis-
kona hans er Viktoría Arnar-
dóttir.
Höskuldur vann lengst af
sem verkamaður hjá Almenna
byggingafélaginu og bygging-
arfyrirtækinu Ístaki við ýmsar
byggingar og gerð jarðganga
og virkjana víða um land.
Áhugamál hans sneru að íþrótt-
um, ferðalögum og útivist.
Hann bjó mestalla ævi í Reykja-
vík en fluttist til Húsavíkur árið
2004 þegar hann var kominn á
eftirlaun og hélt þar sitt heim-
ili. Þar naut hann þess að fylgj-
ast með fjölskyldu sinni og
barnabörnum.
Útför Höskuldar fer fram frá
Húsavíkurkirkju í dag, 1. sept-
ember 2017, og hefst athöfnin
klukkan 15.
laugsdóttur, f. 21.
júlí 1937, d. 6. júní
2008, gengu í
hjónaband 18. jan-
úar 1958. Þau slitu
samvistir árið
1966. Sonur þeirra
er Már Eyfjörð, f.
14. maí 1957, maki
Erla Vilborg
Hreiðarsdóttir.
Dóttir Erlu er
Linda Arnardóttir,
f. 16. júlí 1974, maki Ölver Þrá-
insson, sonur Ölvers er Alex, f.
20. desember 1996, börn Lindu
og Ölvers eru: Fannar Goði, f.
19. júní 2002, Sóley Erla, f. 21.
september 2010 og Dagný Eva,
f. 13. desember 2013. Börn Más
og Erlu eru: 1) Hreiðar Másson,
f. 17. febrúar 1977, kvæntur
Guðnýju Reykjalín Magnús-
dóttur, synir þeirra eru: Daníel
Már, f. 25. september 2000 og
Ellert Örn, f. 24. janúar 2003. 2)
Lilja Hrund Másdóttir, sam-
býlismaður Fannar Magnússon,
slitu samvistum, þeirra sonur er
Magnús Atli, f. 10. júlí 2008. 3)
Þóra Bryndís Másdóttir, f. 8.
apríl 1990, sambýlismaður
Kristinn Lúðvíksson, sonur
þeirra er Hafþór Darri, f. 14.
desember 2016. 4) Hilmar Más-
son, f. 29. júlí 1995, unnusta
Elsku pabbi. Nú er þrautum
þínum lokið og þú kominn á
betri stað. Síðustu vikur voru
þér erfiðar og dimmar. Það er
svo margs að minnast þegar lit-
ið er til baka. Þótt leiðir okkar
hafi skilið að hluta í bernsku
okkar varstu alltaf með okkur í
hjarta þér. Í sendibréfunum
þínum var alltaf kærleikur og
hlýja og alltaf vildirðu fylgjast
með okkur og vita hvernig okk-
ur vegnaði á leið okkar til full-
orðinsáranna.
Þú vildir fylgjast með skóla-
göngunni okkar og gerðir það
sem þú gast til þess að vera
með okkur, þótt fjarlægðir
væru miklar og erfiðara um öll
ferðalög en nú er. Síðar þegar
við stofnuðum okkur heimili
komstu til okkar á hverju
sumri og dvaldir hjá okkur. Við
tókum okkur góða göngutúra
og bíltúra, sem enn eru í minni
hafðir. Þú varst léttur sem hind
og við máttum hafa okkur öll
við til að hafa við þér. Þú varst
svo sannarlega góð fyrirmynd.
Það gladdi okkur systkinin
og fjölskyldur okkar, þegar þú
ákvaðst að kaupa þér íbúð og
flytjast hingað til Húsavíkur.
Þá fjölgaði samverustundunum
og margt var spjallað á góðum
stundum. Það var yndislegt að
geta haft þig svo nálægt okkur
þín síðustu ár. Oft tókum við í
spil og kappið var mikið í spila-
mennskunni. Við dáðumst að
hve duglegur þú varst ævin-
lega, skokkaðir og gekkst þús-
undir kílómetra á ári hverju og
þú varst alltaf svo hress, þegar
þú komst í kaffið til okkar. Síð-
ustu mánuðir voru þér erfiðir.
Það var ekki þinn stíll að láta í
minni pokann. Við erum þakk-
lát fyrir að hafa fengið að vera
með þér allt til enda.
Elsku pabbi, við þökkum þér
fyrir þinn skilyrðislausa kær-
leika og hlýju sem þú ævinlega
auðsýndir okkur og börnum
okkar og allar samverustund-
irnar sem við áttum saman. Við
byðjum algóðan guð að geyma
þig.
Elín Björk Hartmanns-
dóttir,Már Eyfjörð
Höskuldsson.
Elsku afi Höskuldur hefur
kvatt þennan heim. Heilbrigði
og hreysti einkenndu allt hans
líf og því finnst manni það
skjóta skökku við hve skamman
tíma hann fékk eftir að heilsu
hans fór að hraka fyrr á þessu
ári.
Afi bjó lengst af í Reykjavík
en rúmlega sjötugur ákvað
hann að flytja norður til Húsa-
víkur. Það var gæfuspor fyrir
hann og ánægjulegt fyrir ætt-
ingja hans á Húsavík. Afi var
mikill íþrótta- og útivistarmað-
ur og einstök fyrirmynd sem
slíkur.
Hann var hlaupari góður og
á hann marga góða keppnis-
tíma í þeirri grein, sérstaklega
í eldri aldursflokkum. Með
aldrinum tók hann að einbeita
sér meira að göngum og hafa
margir Húsvíkingar eflaust séð
hann á ferðinni við þá iðju.
Hann sagði mér fyrir ekki svo
löngu að hann hefði gengið að
meðaltali 9 km hvern einasta
dag síðasta árs. Geri aðrir bet-
ur.
Áður fyrr stundaði hann
einnig vetraríþróttir og sagði
hann mér að hann hefði eitt
sinn meira að segja æft skíða-
stökk. Frjálsum íþróttum
fylgdist hann vel með en heims-
meistaramótið í þeirri grein fór
einmitt fram í sumar. Ég hvísl-
aði að honum, þar sem hann lá
milli svefns og vöku á spítalan-
um, hvernig úrslitin í 100 m
hlaupi karla hefðu farið, að
Usain Bolt hefði ekki sigrað,
heldur hefði hinn umdeildi
Justin Gatlin farið með sigur af
hólmi. Afi brosti örlítið út í
annað, eins og hann vildi segja:
„Jæja, fór það þannig, já“. Ég
held að Bolt hafi verið hans
maður.
Við afi náðum alltaf vel sam-
an og þær voru góðar stund-
irnar í Brúnagerðinu sem við
áttum þegar ég var fyrir norð-
an. Þá var ýmislegt rætt. Í
mínum huga var afi nærgætinn
og blíður maður sem tók alltaf
brosandi á móti manni. Lítillát-
ur, ljúfur og kátur. Þannig man
ég afa.
Hvíldu í friði elskulegur og
takk fyrir allt.
Ásmundur Gíslason.
Höskuldur Eyfjörð
Guðmannsson
✝ Gunnhildur Ás-geirsdóttir
fæddist á Norðfirði
14. janúar árið
1948. Hún lést á
Landspítalanum 25.
ágúst 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Ásgeir Þ.
Sigurðsson, f. 1923,
d. 1989, og Guðrún
J. Ármannsdóttir, f.
1925, d. 2006. Systir
Gunnhildar er Sigurbjörg Ás-
geirsdóttir, f. 6. júlí 1950, gift
Herði Helgasyni, f. 1950, d. 2012.
Þeirra synir eru 1:) Helgi Einar,
f. 1973, dóttir hans er Sigur-
björg Brynja, f. 2009. 2) Ármann
Ásgeir, f. 1976, giftur Ólafíu
f. 23.10. 1968, giftur Guðrúnu
Brynjólfsdóttur, f. 20. júlí.1972.
Synir þeirra eru Ragnar Þór, f.
1990, Ingi Þór, f. 1997, Gunnar
Þór, f. 2000. 2) Guðrún Jóhanna,
f. 3. maí 1972, gift Hjörleifi Þ.
Hannessyni, f. 12. ágúst 1970,
dætur þeirra eru Gunnhildur, f.
2004 og Sólveig, f. 2006.
Gunnhildur fluttist með for-
eldrum sínum til Keflavíkur árið
1950 og bjó þar alla tíð. Hún lauk
hefðbundnu námi í barna- og
gagnfræðaskóla í Keflavík og út-
skrifaðist sem hárgreiðslumeist-
ari frá Iðnskólanum árið 1974.
Árin 1979-1991 voru Gunnhildur
og Halldór umboðsmenn fyrir
Tryggingamiðstöðina á Suður-
nesjum. Eftir það starfaði Gunn-
hildur á Leikskólanum Garðaseli
til ársins 2010, eða þar til heilsa
hennar brást.
Útför Gunnhildar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 1. sept-
ember 2017, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Helgu Arnardóttur,
f. 1978. Þeirra börn
eru Katrín Lilja, f.
2002, Ásgeir Bjarni,
f. 2010, Jóhann
Helgi, f. 2015,
Hörður Logi, f.
2016.
Þann 22. júlí
1967 giftist Gunn-
hildur eftirlifandi
eiginmanni sínum
Halldóri Vilhjálms-
syni, f. 22. júní 1947, syni
hjónanna Vilhjálms Halldórs-
sonar, f. 1913, d. 1996 og Stein-
unnar Sigurðardóttur, f. 1917 d.
2013.
Gunnhildur og Halldór eign-
uðust tvö börn: 1) Ásgeir Þórður,
Elsku besta mamma mín.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Það er mér mikil huggun að þú
hafir kvatt þennan heim á afmæl-
isdegi hennar ömmu Gunnu af öll-
um dögum. Ég sé þig fyrir mér
heilsuhrausta í afmælisveislu með
ömmu og afa og er sannfærð um
að þú hafir fengið góðar móttökur
þarna hinum megin.
Ég er endalaust þakklát fyrir
að hafa fengið að hafa þig hjá mér
í þessi 45 ár og mun halda minn-
ingu þinni á lofti hjá dætrum mín-
um sem nú syrgja ömmu sína
sárt.
Hvíl í friði, mamma mín,
Þín
Guðrún.
Elsku besta amma.
Takk fyrir allt sem þú hefur
gert með okkur og fyrir okkur,
elsku amma. Við vitum að þér líð-
ur betur núna og ert ekki lengur
veik. Þú ert besta amma í heim-
inum og við munum sakna þín al-
veg rosalega mikið. Það verður
skrítið að koma í Vallartúnið og
sjá enga ömmu sem bað alltaf um
krakkaknús og átti alltaf eitthvað
gott að borða handa okkur. Þú
varst alltaf að gera eitthvað fyrir
okkur og sem betur fer eigum við
fullt af myndum sem við getum
alltaf skoðað í framtíðinni.
Saknaðarkveðjur frá ömmu-
stelpunum þínum,
Gunnhildur og Sólveig.
Elsku Gunnhildur, það er sárt
að þurfa að kveðja. Kveðja elsku
frænku sem hefur verið svo stór
partur af lífi mínu frá því ég fædd-
ist.
Allt frá því að ég var neyddur í
stólinn og þú látin klippa mig í Ás-
garðinum og allt til dagsins í dag.
Minningarnar eru margar, eins
og tíminn í London þar sem þú
stóðst eins og stytta við bakið á
okkur fjölskyldunni og gerðir
dvölina þar fulla af góðum minn-
ingum með húmor þínum og létt-
leika. Einnig jólin sem að ég var
hjá ykkur í Ásgarðinum og stund-
irnar með ömmu og afa í bústaðn-
um að spila Manna. Einnig þeg-
arþið Halli voruð með okkur í
Knarrarnesi ásamt mörgum öðr-
um, en mínar uppáhaldsstundir
með þér voru alltaf jóladagur í
Vallartúninu.
Fyrir mér þá varst þú alltaf
frænka númer eitt, frænka sem
var góður vinur, hjálpsöm,
umhyggjusöm og sterk og alltaf
boðin og búin til að hjálpa.
Frænka sem mætti alltaf í öll
boð og afmæli. Þú varst alltaf til
staðar, þú varst með réttu gildin
og vissir hvað skiptir máli. Þá var
aðdáunarvert að sjá samband þitt
og mömmu. Þið töluðuð daglega
saman, nánast alveg frá því að ég
man eftir mér og aldrei sló á milli,
virðingin og vináttan var slík og
fann ég aldrei neitt annað frá þér
en hreinan kærleika. Það er því
stórt skarð sem höggvið hefur
verið í fjölskylduna mína sem
aldrei verður fyllt en minningar
um þig mun ég varðveita í hjarta
mínu alla ævi.
Elsku frænka, guð geymi þig
og varðveiti. Þinn frændi,
Ármann Ásgeir Harðarson
Gunnhildur mágkona mín kom
ung inn í fjölskylduna okkar.
Hún var góð kona, traust,
hjálpsöm og velviljuð.
Gunnhildur hafði mikla ánægju
af að hafa barnabörnin nálægt sér
og vildi allt fyrir þau gera.
Síðustu árin hafa verið Gunn-
hildi erfið vegna veikindanna, en
hún gerði eins og hún gat til að
gleyma þeim um stund í samvist-
um við fjölskylduna og góða vini.
Hún gerði sérlega fallega handa-
vinnu og stytti sér stundir við
hannyrðirnar.
Það var alltaf gott að koma í
heimsókn til Gunnhildar, hún
hafði góða nærveru og mun ég
sakna þeirra stunda sem við átt-
um saman því þær voru mér mik-
ils virði.
Ég kveð Gunnhildi með þökk
fyrir allt gott og bið Guð að blessa
Halla, Ásgeir, Guðrúnu, barna-
börnin og aðra ástvini Gunnhild-
ar.
Kristjana Vilhjálmsdóttir.
Elskuleg Gunnhildur frænka
mín er búin að kveðja.
Mig langar með þessari minn-
ingargrein að koma því frá mér
sem ég á ósagt við Gunnhildi, sem
var á örlagaríkum köflum í lífi
mínu hin mamma mín.
Elsku Gunnhildur. Mér er efst
í huga þegar ég skrifa þetta bæði
húmorinn þinn og fórnfýsin fyrir
mig og okkur öll í fjölskyldunni.
Við fyrst, svo þú. Þannig varst þú.
Þegar þú hringdir í mig byrjaði
það oft svona: „Hvað segir þú?
Hvað ertu búin að gera af þér í
dag? Eru þið Grindjánar þá bara
til friðs?“ Svo kom: „Jæja, elskan
mín.“ Hversdaglegir frasar sem
ég á eftir að sakna. Það var alltaf
svo gott að heyra í þér. Skrítið að
eiga ekki von á því aftur.
Ég get ekki komist hjá því að
tala um hvað þú gerðir fyrir mig
og mína fjölskyldu, en einkum
mömmu – systur þína. Tvisvar
sinnum flaugst þú með mér utan í
tengslum við alvarleg veikindi,
stóðst eins og klettur við hlið syst-
ur þinnar og vaktir yfir mér svo
sólarhringum skipti. Það litla sem
ég man af fyrri ferðinni, 1989 á
Brompton-sjúkrahúsinu í Lond-
on, var að þegar ég var að kafna
eða við það að gefast upp varst þú
komin að hjálpa mér og róa mig
niður, tala mig til og já það virk-
aði. Við hefðum ekki getað þetta
án þín.
Rúmum 10 árum seinna stóð ég
aftur frammi fyrir því að fara utan
á spítala. Ég kom til þín, sagði þér
fréttirnar og spurði þig: „Ertu til í
þetta aftur?“ … og svarið kom án
umhugsunar: „Já, það er ég“!
Halli var sammála því að ekkert
annað kæmi til greina en að þú
færir með í þessa ferð líka. Þarna
fann ég þetta sterka bakland sem
þarf í svona verkefni. Í rúm tvö ár
beiðst þú eins og ég eftir kallinu
mínu og á innan við klukkustund
varst þú mætt með Halla þínum
út á Reykjavíkurflugvöll.
Ég get aldrei þakkað þér að
fullu, elsku Gunnhildur mín, allt
sem þú hefur gert fyrir mig. Ég
veit að þú hefðir bara viljað fá
knús, allt og sumt. Já, svona varst
þú allt þitt líf.
Ég er sannfærður um að vel
hefur verið tekið á móti þér þar
sem þú ert nú. Þú sagðir oft við
mig: „Hvíldu þig nú, Helgi minn.“
Ég segi því núna: Takk fyrir
mig og hvíldu þig, elsku Gunn-
hildur mín.
Helgi.
Mig langar að minnast vinkonu
minnar í fáum orðum. Gunnhildi
kynntist ég þegar við byggðum í
Ásgarði og vorum nágrannar í
fjölda ára. Áttum við margar frá-
bærar stundir með þeim hjónum,
þar sem lóðir okkar lágu saman
var stutt að fara í kaffi, oft var
glatt á hjalla og margs að minn-
ast. Ef mig vantaði klippingu var
hlaupið yfir í næsta hús eða hún
kom til mín bara til að spjalla.
Árin liðu eins og gengur og
börnin uppkomin. Svo kom að því
að við fluttum úr hverfinu, fyrst
Halli og Gunnhildur, síðan við.
Eins og oft vill verða urðu sam-
verustundirnar allt of fáar seinni
árin, en vissum hefðum héldum
við alla tíð, við komum alltaf sam-
an á afmælisdögum okkar, vita-
skuld tertur og fínerí og skemmt-
um við okkur konunglega.
Gunnhildur átti við veikindi að
stríða seinni árin, aldrei heyrði ég
hana kvarta, hún tók því með
æðruleysi og yfirvegun.
Gunnhildur var glæsileg kona,
há og grönn, bar sig vel svo eftir
var tekið, hún var fáguð og frá-
bær, oft var stutt í hláturinn. Ég
kveð að sinni kæra vinkona og
þakka samfylgdina, sjáumst síð-
ar.
Elsku Halli, Ásgeir, Guðrún,
Sigurbjörg og fjölskyldur, okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Gott er sjúkum að sofna,
meðan sólin er aftanrjóð,
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vögguljóð.
Gott er sjúkum að sofa,
meðan sólin í djúpinu er,
og ef til vill dreymir þá eitthvað,
sem enginn í vöku sér.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Gréta Ingólfs. og fjölskylda.
Gunnhildur
Ásgeirsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ANNA SOFFÍA JÓNSDÓTTIR,
Hólavegi 29, Sauðárkróki,
lést laugardaginn 19. ágúst. Útförin fer fram
í Sauðárkrókskirkju laugardaginn
2. september klukkan 14.
Jósep Reykdal Þóroddsson
Ólöf Jósepsdóttir Sigurgísli E. Kolbeinsson
Jón Þór Jósepsson Matthildur Ingólfsdóttir
Birgir Heiðar Jósepsson Halla Kristín Árnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og
afi,
BJARNI MAGNÚS JÓHANNESSON,
Svölutjörn 67,
lést á sjúkrahúsinu í Keflavík 12. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Þuríður Sveinsdóttir
Elín Rós Bjarnadóttir Hreiðar Sigurjónsson
Jóhannes Bjarni Bjarnason Rósella Billeskov Pétursdóttir
Ljósbrá Mist Bjarnadóttir Adam Þórðarson
og barnabörn