Morgunblaðið - 01.09.2017, Síða 77
ÍSLENDINGAR 77
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017
90 ára
Jón Halldór Gunnarsson
Kristján Oddsson
85 ára
Guðrún B. Frímannsdóttir
Katrín Georgsdóttir
Kristján Gunnarsson
Sveinfríður Sigmarsdóttir
Unnur Jóhannsdóttir
Vilborg Einarsdóttir
80 ára
Hilmar Andrésson
Sveinn Jónsson
75 ára
Arnar Jóhannsson
Edda G. Snorradóttir
Edward Obara
Heiðrún Guðmundsdóttir
Hörður Kristinsson
Jónas Blöndal
Norma Haraldsdóttir
70 ára
Birgir Ólafsson
Brynjar M. Valdimarsson
Hallgrímur Valdemarsson
Kristín Kristinsdóttir
Lárus Lárusson
60 ára
Arnbjörg Eiðsdóttir
Elías Arnar Þorsteinsson
Helgi Hilmar Hansson
Hólmfríður Sigurðardóttir
Hrafnhildur Ágústsdóttir
Jódís Ólafsdóttir
Jónína S. Jónasdóttir
Katrín Sigurðardóttir
Kristinn Þór Ásgeirsson
Lilja Kristófersdóttir
Ríkharður Sverrisson
50 ára
Bergþóra Huld Birgisdóttir
Bryndís M. Bjarnadóttir
Camelia Rotariuc
Guðrún Ingvadóttir
Haraldur R. Aðalbjörnsson
Ingvar Þór Guðjónsson
Kristrún Sigurjónsdóttir
Sigríður Konráðsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir
Sólveig Sigríður Ólafsdóttir
Svava Sigurðardóttir
Sævaldur Jens Gunnarsson
Unnur A. Kristjánsdóttir
Zuzana Palicková
40 ára
Dagur Óskarsson
Einar Karl Eyvindsson
Guðjón Bergur Jakobsson
Guðmundur G. Sigurðsson
Hrólfur Sigurðsson
Hrönn Valdimarsdóttir
Inga Maja Gísladóttir
Kristbjörg Kristjánsdóttir
Kristófer Marinósson
Najima Ouachi
Nikolay Petrov Nikolov
Ólafur Magnús Ólafsson
Óskar Freyr Níelsson
Robert Karol Zadorozny
Sigurður Torfi
Sigurjónsson
Valtýr Örn Gunnlaugsson
30 ára
Bartlomiej J. Jesiolowski
Birgir Ingvar Jóhannesson
Emnet Kiflai Tsegay
Hafsteinn Már Heimisson
Halla Vignisdóttir
Haraldur Haraldsson
Hlífar Ólafsson
Ján Zatko
Lucélia P. Almeida De Brito
Sara Lind Brynjólfsdóttir
Sunna Jónsdóttir
Valgerður Jónsdóttir
Víðir Sveinsson
Til hamingju með daginn
stundaði síðan framhaldsnám í Sví-
þjóð hjá Karin Langebo, í Washing-
ton hjá Judith Bauden og í Verona á
Ítalíu.
Að loknu framhaldsnámi starfaði
Katrín um árabil sem píanóleikari og
söngkennari við Söngskólann í
Reykjavík.
Katrín hefur sungið ýmis óperu-
hlutverk í uppfærslum hjá Íslensku
óperunni og í Þjóðleikhúsinu. Má þar
nefna Moniku í Miðlinum, Oscar í
Grímudansleik og Frasquitu í Car-
men. Auk þess að halda sjálfstæða
tónleika hefur hún sungið einsöng
með Sinfóníuhljómsveit Íslands og
ýmsum kórum, hér heima og erlendis.
Einnig hefur hún komið fram í út-
varpi og sjónvarpi sem söngvari og pí-
anóleikari.
Eiginmaður Katrínar, Stefán Guð-
mundsson, er einnig söngkennari frá
Söngskólanum í Reykjavík, auk fram-
haldsnáms á Ítalíu. Hann er úr Gnúp-
verjahreppi og því stefndi hugur
þeirra beggja úr borgarysnum. Árið
1996 fluttu þau austur í Ásaskóla,
gamla skólahúsið í Gnúpverjahreppi,
ásamt sonum sínum þremur.
Þar réðust þau í minkarækt, hófu
búskapinn í leiguhúsnæði með 325 líf-
læður og ári síðar reistu þau nýjan
minkaskála og stofnuðu þar með
minkabúið Mön. Frá þeim tíma hefur
búið verið að stækka og mest þegar
þau festu kaup á býlinu Hraunbúi í
sömu sveit árið 2003. Nú búa þau með
5.500 læður og reka þar með stærsta
loðdýrabú landsins.
Þau náðu líka fljótt að skipa sér í
efstu sæti á skinnasýningum. Þau
hafa ætíð haft það að leiðarljósi að
fagleg þekking, markvisst ræktunar-
starf og samvinna bænda væri það
eina sem dygði í búskapnum. Þessi at-
riði hafa líka skilað greininni fram á
veginn. Í því eiga þau Katrín og Stef-
án drjúgan hlut. Ræktunarstarfið
hefur borið góðan ávöxt og skinnin
frá Mön sóma sér vel á erlendum
mörkuðum sem hluti bestu íslensku
framleiðslunnar.
Þau hjónin hafa sinnt ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir greinina, hafa t.d.
bæði setið í stjórn Sambands ís-
lenskra loðdýrabænda, verið í stjórn
Loðdýraræktarfélags Suðurlands og í
stjórn Fóðurstöðvar Suðurlands. Þau
hlutu landbúnaðarverðlaunin árið
2007.
Þegar óbilandi áhuga Katrínar á
tónlist og loðdýrarækt sleppir er hún
á fullu í alls konar handavinnu og
garðrækt. Auk þess vinnur hún skart-
gripi úr skinnunum eins og sjá má á
fésbókarsíðu hennar. Hún hefur einn-
ig lúmskt gaman af því að hreinsa ill-
gresið frá rósunum sínum.
Fjölskylda
Eiginmaður Katrínar er Stefán
Guðmundsson, f. 21.5. 1956, loð-
dýrabóndi og söngvari.
Sonur Katrínar frá fyrra hjóna-
bandi er Sigurður Hallmar Magnús-
son, f. 15.9. 1976, kvikmyndagerðar-
maður í Frakklandi, en kona hans er
Armande Chollat-Namy kvikmynda-
gerðarmaður og sonur þeirra er Emil
Max.
Synir Katrínar og Stefáns eru Við-
ar Stefánsson, f. 3.10. 1989, prestur í
Vestmannaeyjum, en kona hans er
Sóley Linda Egilsdóttir leikstjóri;
Guðmundur Stefánsson, f. 26.8. 1992,
tölvunarfræðingur, og Birgir Stefáns-
son, f. 6.10. 1995, nemi við Söngskól-
ann í Reykjavík.
Börn Stefáns frá fyrra hjónabandi
eru: Halla Steinunn, f. 16.9. 1975,
fiðluleikari í doktorsnámi í Malmö, og
Hrafn, f. 25.4. 1982, viðskiptastjóri í
Mosfellsbæ, en kona hans er Rakel
Sveinsdóttir vaktstjóri og eiga þau
tvö börn, Bjarka og Veru.
Systkini Katrínar: Hallmar Sig-
urðsson, f. 21.5. 1952, d. 30.1. 2016,
leikstjóri og leikhússtjóri Borarleik-
hússins, og Aðalbjörg Sigurðardóttir,
f. 23.2. 1964, læknaritari á Húsavík.
Foreldrar Katrínar voru Sigurður
Hallmarsson, f. 24.11. 1929, d. 23.11.
2014, skólastjóri Grunnskólans á
Húsavík og leikari, og k.h., Herdís
Kristín Birgisdóttir, f. 15.7. 1926, d.
16.10. 2014, húsfreyja á Húsavík.
Katrín
Sigurðardóttir
Herdís Benediktsdóttir
húsfr. á Húsavík
Jón Helgason
smiður og verkam. á Húsavík
Aðalbjörg Jónsdóttir
húsfr. á Húsavík
Birgir Steingrímsson
bókhaldari á Húsavík
Herdís Kristín Birgisdóttir
húsfr. á Húsavík
Kristín Sigríður
Þuríður Jónsdóttir
húsfr. á Húsavík
Steingrímur Hallgrímsson
sjóm. á Húsavík
Ragnar Ágúst Sigurðsson
loftskeytam., hafnarstj.,
sparisjóðsstj. og bæjar-
fulltrúi í Neskaupstað
Kristjana Hólmfríður Helga-
dóttir húsfr. á Húsavík
Kristrún
Helgadóttir
húsfr. í
Neskaup-
stað
Sigurður G. Flosa-
son kennari og
skólastj. á Oddeyri
Anna Kristjana
Ásmundsdóttir b.
í Stóru-Mástungu
Ásmundur Bjarna-
son spretthlaupari
og Olympíufari
Flosi Sigurðsson
b. á Hrafnsstöðum
Ásgeir
Hermann
Steingrímsson
trompetleikari í
Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands
Sigurður Rún-
ar Ragnarsson
sóknarprestur
í Neskaupstað
Katrín
Sig-
urðar-
dóttir
söng-
kona
Steingrímur Birgisson hús-
gagnasmiður á Húsavík
Guðrún Marteinsdóttir
húsfr. á Hrafnsstöðum
Sigurður Jónsson
b. á Hrafnsstöðum í KinnJónína Katrín
Sigurðardóttir
húsfr. á Húsavík
Hallmar Helgason
sjóm. á Húsavík
Jóhanna Petrína Jóhannsdóttir
húsfr. á Húsavík
Helgi Flóventsson
sjóm. á Húsavík
Úr frændgarði Katrínar Sigurðardóttur
Sigurður Hallmarsson
skólastj. á Húsavík
Geir Stefán Sæmundssonfæddist í Hraungerði íHraungerðishreppi 1.9.
1867. Foreldrar hans voru Sæmund-
ur Jónsson, prófastur í Hraungerði,
og k.h., Stefanía Siggeirsdóttir hús-
freyja.
Sæmundur var sonur Jóns Hall-
dórssonar, prófasts á Breiðabólstað í
Fljótshlíð, og k.h. Kristínar Vigfús-
dóttur Thorarensen, systur Bjarna
Thorarensen, skálds og amtmanns,
en Stefanía var dóttir Siggeirs Páls-
sonar, prests og skálds á Skeggja-
stöðum í Norður-Múlasýslu, og
Önnu Ólafsdóttur húsfreyju.
Bræður Geirs voru Ólafur, prest-
ur í Hraungerði, og Páll, skrifstofu-
stjóri í fjármálaráðuneytinu.
Eiginkona Geirs var Sigríður hús-
freyja, dóttir Jóns Péturssonar, há-
yfirdómara og alþingismanns í
Reykjavík, bróður Péturs biskups
og Brynjólfs Fjölnismanns, og s.k.h.,
Sigþrúður Friðriksdóttir Eggerz,
systir Péturs Eggerz, kaupmanns í
Akureyjum, föður Sigurðar Eggerz
ráðherra. Meðal þriggja barna Geirs
og Sigríðar var Jón Pétursson Geirs-
son, læknir á Akureyri.
Geir lauk stúdentsprófi frá Lærða
skólanum í Reykjavík 1887,
cand.phil.-prófi og prófi í hebresku
frá Kaupmannahafnarháskóla 1888,
prófi í kirkjufeðrafræði 1890 og
embættisprófi í guðfræði 1894.
Geir kenndi við Barnaskólann í
Reykjavík 1894-96, við Mennta-
skólann í Reykjavík 1895-96, við
Barnaskólann á Seyðisfirði 1896-97,
var sóknarprestur á Hjaltastað í
Hjaltastaðaþinghá 1897-1900, sókn-
arprestur á Akureyri frá 1900 og
þjónaði þar til æviloka. Hann varð
prófastur í Eyjafjarðarprófasts-
dæmi 1905 og vígður vígslubiskup
Hólabiskupsdæmis árið 1910. Hann
kenndi við Gagnfræðaskólann á Ak-
ureyri, sat í sýslunefnd Norður-
Múlasýslu og var formaður skóla-
nefndar Barnaskólans á Akureyri.
Geir var orðlagður söngmaður og
söng stundum opinberlega, einkum
á sínum yngri árum.
Geir lést 9.8. 1927.
Merkir Íslendingar
Geir S.
Sæmundson
30 ára Kristbjörn ólst
upp í Reykjavík, er nú bú-
settur á Reyðarfirði og er
flutningabílstjóri hjá Sam-
skipum.
Maki: Ína Katrín Walter, f.
1989, starfsmaður við
leikskólann á Reyðarfirði.
Börn: Helena, f. 2010, og
Mattías, f. 2015.
Foreldrar: Lena Krist-
björg Poulsen, f. 1954,
húsfreyja, og Magnús Ingi
Ingason, f. 1957, bóndi á
Hofsá í Svarfaðardal.
Kristbjörn
Poulsen
30 ára Karl ólst upp í
Kópavogi, býr í Hafnar-
firði, lauk MSc-prófi í raf-
magnsverkfræði frá DTU
og er verkfræðingur hjá
Icewind.
Maki: Hrefna Rós Matt-
híasdóttir, f. 1988, mark-
aðs- og fjáröflunarstjóri
Sonur: Sigfús Óli Karls-
son, f. 2015.
Foreldrar: Sigfús Óli Mo-
ritz Sigurðsson, f. 1962,
og Sigrún Hauksdóttir, f.
1962.
Karl Sigurður
Sigfússon
30 ára Inga Kristín ólst
upp á Grenivík, býr í
Reykjavík, lauk prófi sem
tamningamaður frá Hól-
um í Hjaltadal og stundar
nám í tanntækni.
Maki: Andri Freyr Magn-
ússon, f. 1984, tæknimað-
ur hjá Eirberg.
Foreldrar: Sigurgeir
Harðarson, f. 1955, sjó-
maður og útgerðarmaður
á Grenivík, og Helga Sig-
ríður Helgadóttir, f. 1961,
rekur Seglið á Akureyri..
Inga Kristín
Sigurgeirsdóttir
LLSBAKARÍ
Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík
s. 566 6145 | mosfellsbakari.is
MOSFE
Brauð dagsins alla föstudaga
Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð.