Morgunblaðið - 01.09.2017, Side 79
DÆGRADVÖL 79
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Ef samskipti þín við fólk snúast um
viðskipti, segðu það þá strax. Leyfðu öðrum
að gera slíkt hið sama. Ef þú skipuleggur
um of verður þú líklega fyrir vonbrigðum.
20. apríl - 20. maí
Naut Finndu út hvar þú best getur komið
skoðunum þínum á framfæri því þú vilt að
hlustað sé á þig. Reyndu að skemmta þér
með fjölskyldunni.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú hefur unun að fallegum hlutum
en ættir þó að bíða með að kaupa nokkuð.
Allt það litla sem einhver myndi hugsanlega
láta slá sig út af laginu hefur engin áhrif á
þig.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Mundu að þú ert dæmdur af verk-
um þínum og það þýðir ekki að slá ryki í
augu fólks með einhverjum látalátum. Ekki
setja þig upp á móti þeim sem kunna að
vera ósammála þér.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú vilt skipuleggja umhverfi þitt en um
leið kannt þú að fá félaga þinn eða einhvern
nákominn upp á móti þér. Leggðu hunds-
hausinn til hliðar og vertu glaður og gef-
andi.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú stendur fast við skoðanir þínar í
dag. Finnist þér þú vera að bogna skaltu fá
aðra til liðs við þig.
23. sept. - 22. okt.
Vog Forðastu alla árekstra við vinnufélaga
þína. Utanaðkomandi álit eða blóðþrýstings-
mælir er besti vitnisburðurinn um heilsufar-
ið.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Hafi fólk áhuga á því sem það
er að gera vinnur það miklu betur en ella.
Kynntu þér vandlega þá kosti sem í boði
eru og láttu öll gylliboð lönd og leið.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þér finnst þú hafa verið að-
kreppt/ur í nokkurn tíma og langar til þess
að varpa af þér okinu. Skiptir þá engu hvort
um lítinn hlut er að ræða eða stóran.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú hefur átt í ákveðnum erf-
iðleikum sem nú eru að baki. En reyndar er
það bæði dýrt og tímafrekt að finna upp allt
sem maður þarf.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú nýtur þeirra stunda sem þú
getur átt með sjálfri/um þér til fullnustu
um þessar mundir. Sinntu sjálfri/um þér.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú hefur lent upp á kant við mann-
eskju sem þú vilt umfram allt hafa góð
samskipti við. Ykkur líkar við hvort annað
og það er bara upphafið að þið sættist.
Gunnar Benediktsson segir fráþví í Rauðum pennum að Sig-
urður Grímsson (stúdent 1917) hafi
um þriggja ára skeið verið aðal-
ljóðskáld Menntaskólans í Reykja-
vík og bætir við: „Þrátt fyrir óum-
deilanlega prýðilega hagmælsku og
formfegurð, sem þegar einkenndi
ljóð hans í skóla og kom þó fram í
enn hreinni mynd í ljóðabók hans
„Við langelda“, þá heyrir maður
hvergi eina einustu vísu eftir hann
af vörum þjóðarinnar, hærri né
lægri. Aðeins ein hending: „Mér
fannst ég finna til“, hefur náð mik-
illi frægð.“ Faðir minn sagði mér,
að menn hefðu mjög hent gaman að
þessari hendingu og skeytt aftan
við hana: „Mér fannst ég finna til
skáldskapar,“ sem Sigurður tók
nærri sér og drap í honum skáldið.
Þetta rifja ég upp vegna lítillar
vísu á Boðnarmiði eftir Anton
Helga Jónsson:
Á einni kennd loks kann ég skil
sem kalla mætti lensku;
ef finnst mér að ég finni til
þá finnst mér það á ensku.
Svo að öllu sé til skila haldið er
hér ljóð Sigurðar „Gestur“:
Þú komst til mín sem gestur,
er kunni á strengjum skil.
Þú komst til míns sem gestur,
með kvæði og yl.
Og fagur var þinn bragur;
er féll þinn „tröllaslagur“,
mér fannst ég finna til. –
Þú kvaddir mig sem vinur
og kufli þínum brást.
Og bjartur var sá heimur,
er bak við sást.
Vorið unga og bjarta
þú barst þér innst við hjarta,
og líf og ljóð – og ást.
En að öðru. Hallmundur Krist-
insson yrkir á Boðnarmiði:
Í pylsuendann prófa má
að pota einni rúsínu.
En hverjir bera ábyrgð á
Orkuveituhúsinu?
Hjörvar Pétursson er á svipuðum
nótum „vegna fréttar um væntan-
lega vöru á tryggingamarkaði“:
Morknar og bilaðar byggingar
eru búnar að vera til hryggingar
En brátt verða í boði
svo burtu sé voði
byggingagallatryggingar.
Jón S. Bergmann orti:
Eg hef marga öldu séð
ægilega rísa,
síðast brýtur siglutréð
sú – er ég á vísa.
Gömul vísa í lokin:
Nafni minn í neyðinni
nú á koppnum situr.
Hest á ’ann á heiðinni,
hans er rauður litur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Við langelda og Orkuveituhúsið
Í klípu
„VIÐ TELJUM SAKBORNINGINN VERA
SÝKNAN SAKA, OG BIÐJUM UM AÐ LÖG-
MAÐURINN HANS VERÐI KÆRÐUR FYRIR
AÐ HINDRA FRAMGANG RÉTTVÍSINNAR.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HVAÐ SVO SEM GERIST, ÞÁ ÆTTIRÐU AÐ
HALDA FAST Í ÞESSAR SAMLOKUR!“
TIL
TUNGLS-
INS
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að þurfa minnst átta
tíma svefn til þess að
dreyma um hann.
ÉG Á SEM SAGT BARA
AÐ SNERTA ÞETTA Á
SKJÁNUM, RÉTT?
JÁ
SÍS!
ARF MJÁ
ÓKEI, ALLIR
SEGJA “SÍS”! KLIKK!
NEI, ÉG PAKKAÐI EKKI
SUNDKÚTUNUM ÞÍNUM!
EÐA
HEIM
Víkverji hefur mikið velt fyrir sérrafbílum upp á síðkastið og
verður að viðurkenna að hann er
nokkuð heillaður af þeirri þróun,
sem orðið hefur á slíkum farar-
tækjum upp á síðkastið. Hann hefur
lengi verið þeirrar hyggju að Íslend-
ingar ættu að leggja áherslu á að
skipta úr bensíni (og dísil) yfir í raf-
magn. Hér er rafmagnið búið til með
sjálfbærum hætti, en bensínið er
flutt inn með ærnum tilkostnaði og
gjaldeyrisútlátum.
x x x
Ekki er þó enn komin sú staða aðhentugt sé að fara á rafbíl allra
sinna ferða á Íslandi. Drægni
bílanna er takmörkuð og það getur
ært óstöðugan að þurfa að bíða lengi
á hleðslustöð. Rafbílarnir eru hins
vegar tilvaldir í hversdagslegt snatt.
Hinir svokölluðu tvinnbílar, sem
ganga bæði fyrir rafmagni og olíu,
virðast vera hentugasti kosturinn
fyrir þá, sem vilja geta bæði haldið
og sleppt. Víkverji heyrði mann
segja í heita pottinum að á einu ári
hefði hann aðeins þurft að setja
bensín á bílinn tvisvar.
x x x
Víkverji er ekki einn um að horfatil rafbílsins. Víða er farið að
horfa til þess að leggja sprengi-
hreyflinum. Bretar og Frakkar hafa
lýst yfir að eftir 2040 verði bannað
að selja nýja bensín- og dísilbíla.
Sennilega mun þessi bylting ekki
halda innreið sína í flugi og sigl-
ingum í bráð. Engu að síður mun
hún hafa gríðarleg áhrif á olíuiðn-
aðinn og um leið valdajafnvægið í
heiminum. Hvernig munu olíuveldi
bregðast við? Munu þau reyna að ná
upp sem mestri olíu til að nýta tím-
ann fram að umskiptunum? Munu
þau nýta tímann til að auka fjöl-
breytni í atvinnulífi þannig að þau
geti tekist á við breytinguna? Eða
munu valdastéttirnar í sumum
þeirra kappkosta að hlaða sem mest
undir sig svo að þær verði ekki á
flæðiskeri staddar þegar þar að
kemur?
x x x
En nú er Víkverji kominn fram úrsjálfum sér í spuna, sem hófst
með sakleysislegum vangaveltum
um kosti rafbíla. vikverji@mbl.is
Víkverji
Ég vil lofa nafn Guðs í ljóði og mikla
hann í lofsöng.
(Sálm 69:31)
Ármúla 24 - s. 585 2800
ÚRVAL ÚTILJÓSA