Morgunblaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 80
VIÐTAL
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Bókmenntahátíð í Reykjavík hefst
næstkomandi miðvikudag og stend-
ur til 9. september. Á hátíðinni mun
hátt á annan tug erlendra rithöf-
unda og þrettán íslenskir ræða um
eigin bækur og annarra og lesa upp,
aðallega í Norræna húsinu og Iðnó,
en einnig víða um bæ. Í ár verður
þjófstartað í Hofi á Akureyri þriðju-
daginn 5. september þar sem norð-
lenskir höfundar og erlendir koma
fram.
Talað um bækur og
lesendur hitta höfunda
Stella Soffía Jóhannesdóttir er
framkvæmdastjóri Bókmenntahá-
tíðar og hefur reyndar stýrt lengi –
þetta er fimmta hátíðin sem hún
skipuleggur. Hún segir að Bók-
menntahátíð sé fyrst og fremst há-
tíð lesenda og höfunda. „Við tölum
um bækur og lesendur hitta höf-
unda. Hátíðin ýtir undir umræðu
um bókmenntir. Við þurfum að tala
meira um bækur og sérstaklega um
þýddar bækur og hátíðin er einmitt
vettvangurinn til þess. Íslenskir rit-
höfundar taka líka þátt í hátíðinni
og fá þá tækifæri til að spegla sig í
erlendum rithöfundum og mynda
tengsl, tala um bækurnar sína og
setja þær í samhengi við það sem er
að gerast úti í hinum stóra heimi.“
– Oft koma á Bókmenntahátíð er-
lendir höfundar verka sem gefin
hafa verið út á íslensku eða stendur
til að gefa út, en svo koma líka höf-
undar verka sem ekki eru til á ís-
lensku.
„Við reynum að bjóða spennandi
og áhugaverðum erlendum höfund-
um og verk margra þeirra koma út í
íslenskum þýðingum. Hátíðin er
haldin í góðu samstarfi við íslenska
útgefendur, en jafnvel þegar verk
höfundar kemur ekki út í íslenskri
þýðingu getur heimsókn hans til Ís-
lands opnað glugga út í heim, oft á
málsvæði eða í menningarheim sem
maður hefur ekki aðgang að ann-
ars.“
– Hversu mikil áhersla er á því
hjá ykkur að velja höfunda frá fram-
andi málsvæðum?
Hátíð lesenda
og höfunda
Bókmenntahátíð í Reykjavík hefst á
miðvikudag Þjófstartað á Akureyri
á þriðjudag Væntanlegur á annan
tug erlendra rithöfunda
80 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017
Hoist Vinnulyftur • Víkurhvarf 4 • Sími 517 6000 • hoist@hoist.is • www.hoist.is
Umboðsaðili Alimak Hek á Íslandi
Turnlyftur
Sala og þjónusta
Sérhæfum okkur
í sölu og þjónustu
á lyftum af öllum
stærðum og gerðum
517 6000
Mörgum þykir eflaust mestur
fengur að fá hingað erlenda höf-
unda sem annars ekki sjást hér, en
íslenskir rithöfundar verða líka í
stóru hlutverki á bókmenntahátíð.
Á miðvikudag fjalla Sjón, forseti
PEN á Íslandi, og Ana Naila Zahin
frá Bangladesh til að mynda um
Avijit Roy og verk hans í Iðnó, en
Roy var rithöfundur frá Bangla-
desh sem myrtur var fyrir tveimur
árum. Sama dag flytur Auður Ava
Ólafsdóttir aðra opnunarræðu há-
tíðarinnar í Iðnó og í framhaldi af
því ræðir hún pólitík tungumálsins
við Jonas Hassen Khemiri.
Á fimmtudag sitja saman í pall-
borði í Norræna húsinu Maja Lee
Langvad og Eva Rún Snorradóttir
og ræða ævisögulega ljóðlist og
pólitík sjálfsins. Síðar sama dag og
á sama stað verða pallborðs-
umræður með Lone Theils, Jónínu
Leósdóttur og Ragnari Jónassyni
þar sem umræðuefnið er litróf nor-
rænna glæpasagna.
Í Stúdentakjallaranum verður
Bókmenntabarsvar með Antoni
Helga Jónssyni og Kristínu Svövu
Tómasdóttur. Í Iðnó verður ljóða-
upplestur með erlendum ljóð-
skáldum og Bubba Morthens, Ant-
oni Helga Jónssyni og Kött Grá
Pje.
Föstudaginn 8. september ræða
Eka Kurniawan og Jón Kalman
Stefánsson fegurð og ljótleika í
Norræna húsinu. Um kvöldið lesa
Hiromi Kawakami, Tapio Koivuk-
ari, Etgar Keret, Arnaldur Ind-
riðason og Sigrún Pálsdóttir upp í
Iðnó. Þar verða einnig pallborðs-
umræður Aase Berg, Han Kang og
Kristínar Eiríksdóttur um holdið
og valdið.
Á laugardag ræða Etgar Keret
og Sjón form og fantasíu í Nor-
ræna húsinu og þar ræða líka Es-
meralda Santiago og Guðrún Eva
Mínervudóttir sögur, uppruna og
sjálfsmyndir.
Lokahóf Bókmenntahátíðar
verður síðan í Iðnó á laugardags-
kvöld, en á sunnudag verður dag-
skrá um þýðingar í Veröld – Húsi
Vigdísar og handhafar Orðstírs,
heiðursverðlauna þýðenda, spjalla
við höfunda sem þeir hafa þýtt í
gegnum árin.
Íslenskir rithöfundar áberandi
Jónína Leósdóttir
Kristín Svava Tómasdóttir
Sigrún Pálsdóttir
Auður Ava Ólafsdóttir Guðrún Eva Mínervudóttir
Kristín Eiríksdóttir
Atli Sigþórsson
Eins og fram kemur hér til hliðar
eru erlendu gestirnir vel á annan
tuginn sem taka þátt í spallborði,
sitja fyrir svörum eða lesa upp út
verkum sínum.
Aase Berg er sænskt ljóðskáld, en
hún hefur einnig skrifað ritgerðir og
bókmenntagagnrýni fyrir blöð á
borð við Dagens Nyheter.
Anne-Cathrine Riebnitzsky er
danskur rithöfundur. Tvær bækur
hennar hafa komið út á íslensku,
Krakkaskrattar 2015 og Stormarnir
og stillan nú nýverið.
Christine De Luca er eitt helsta
ljóðskáld Skota, sem sent hefur frá
sér sex ljóðasöfn á ensku og hjalt-
lensku. Ljóðasafn hennar Hjalt-
landsljóð kom út á íslensku 2012.
Eka Kurniawan er einn þekktasti
höfundur Indónesíu sem sló í gegn
með bókinni Beauty is a Wound sem
væntanleg er á íslensku.
Esmeralda Santiago fæddist á
Puerto Rico og fluttist til Bandaríkj-
anna með fjölskyldu sinni þegar hún
var þrettán ára. Hún er þekktust
fyrir endurminningabækur sínar, en
tvær þeirra hafa komið út á íslensku,
Stúlkan frá Púertó Ríkó og Næstum
fullorðin.
Etgar Keret er einn af vinsælustu
rithöfundum Ísraels. Hann er sér-
staklega þekktur fyrir smásögur
sínar en hefur einnig sent frá sér
myndasögur, barnabók og skrifað
handrit fyrir kvikmyndir og sjón-
varp.
Á annan tug
erlendra gesta
Hiromi Kawakami Lone Theils
Anne-Cathrine RiebnitzskyAase Berg