Morgunblaðið - 01.09.2017, Síða 82
82 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Undir trénu, þriðja kvikmynd leik-
stjórans Hafsteins Gunnars Sig-
urðssonar í fullri lengd, verður
frumsýnd hér á landi 6. september
en eins og komið hefur fram stóð til
að frumsýna hana 23. ágúst sl. en
frumsýningunni var frestað þegar
myndin var valin til keppni á Al-
þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Fen-
eyjum, í flokknum Orizzonti, fyrst
íslenskra kvikmynda í fullri lengd.
Þar var hún heimfrumsýnd í gær,
31. ágúst.
Fyrri myndir Hafsteins, Á annan
veg og París norðursins, voru gam-
anmyndir með dramatísku ívafi en
að þessu sinni tekst hann á við
hreinræktað drama með örlitlum
skammti af bleksvörtu spaugi. Í
myndinni eru sagðar tvær sögur,
annars vegar af skilnaði ungra hjóna
og forræðisdeilu og hins vegar af
hatrammri deilu út af stóru og fal-
legu tré í garði eldri hjóna. Tréð
skyggir á garð nágrannanna sem
orðnir eru langþreyttir á sólar-
leysinu sem það veldur á pallinum
þeirra. Með aðalhlutverk fara Stein-
þór Hróar Steinþórsson, Edda
Björgvinsdóttir, Sigurður Sigur-
jónsson, Þorsteinn Bachmann,
Selma Björnsdóttir og Lára Jó-
hanna Jónsdóttir.
Huldar Breiðfjörð og Hafsteinn
skrifuðu handrit myndarinnar í sam-
einingu en þeir hafa áður unnið sam-
an því Huldar skrifaði handritið að
París norðursins. „Þetta er hug-
mynd sem við byrjuðum að ræða um
fyrir tíu árum og hann skrifaði
fyrstu drögin að handritinu en ég
tók svo við því og hélt áfram að þróa
það og klára,“ segir Hafsteinn um
söguþráð myndarinnar. Hann er
spurður að því hvort handritið sé
byggt á sannsögulegum atburðum
og segir hann svo ekki vera, þó
vissulega séu til margar sögur af
deilum nágranna út af trjám hér á
landi.
Gömul saga og ný
„Það eiga allir nágranna og það
hafa allir einhverjar sögur af þeim
að segja. Við búum í samfélagi og
því fylgja ákveðnar málamiðlanir,
bæði innan veggja heimilisins og
gagnvart fólkinu sem býr í næsta
húsi. Ég hef áhuga á þessum ná-
grannaerjum því þar á yfirleitt í hlut
venjulegt fólk sem er vant að sinni
virðingu en þessi mál geta orðið svo
ofboðslega heit og heiftarleg að fólk
getur jafnvel farið að beita ofbeldi
og sýna af sér mjög geggjaða hegð-
un. Heimilið er staður sem við ráð-
um yfir og ég held að fólk sé ofboðs-
lega viðkvæmt fyrir því þegar
einhver annar fer að segja því
hvernig það eigi að haga sínu heim-
ilislífi,“ segir Hafsteinn um umfjöll-
unarefni myndarinnar.
„Svo er þetta miklu stærri saga en
bara af einhverjum nágrönnum því
við getum lesið hana sem átök milli
ólíkra trúarhópa eða þjóða. Eru ekki
stríð mjög oft nágrannadeilur á
stærri skala? Það er hugmyndin, að
segja stærri sögu í gegnum þennan
litla heim sem við sköpum í mynd-
inni.“
Hversdagsleikinn áhugaverður
– Þú hefur lengi haft áhuga á
þessum málum, heyrist mér?
„Ja, mér finnst þetta bara
heillandi mál og þau eru mjög hvers-
dagsleg. Ég hef áhuga á hversdags-
leikanum því líf okkar eru að stærst-
um hluta byggð upp af honum, í
raun og veru en ekki stórum, drama-
tískum atburðum. Ég sæki inn-
blástur þangað.“
Leikstjórinn Hafsteinn Gunnar Sig-
urðsson tekst á við dramatík og harm-
leik í fyrsta sinn í þriðju kvikmynd
sinni, Undir trénu Hatrammur
hjónaskilnaður og deilur nágranna út
af tré Heimsfrumsýnd í Feneyjum
Þjáð Edda Björgvinsdóttir í hlutverki hinnar þjáðu Ingu, í dramatísku atriði þar sem garðdvergar koma við sögu.
Sólbað Selma Björnsdóttir fer með hlutverk Eybjargar sem er ósátt við skuggann af tré nágrannanna.
Alvara Steindi er þekktur af gamanleik en sýnir á sér nýja og mun alvarlegri hlið í kvikmynd Hafsteins.
„Ég vil
koma
fólki á
óvart“
Einbeittur Hafsteinn
Gunnar við tökur á
Undir trénu.