Morgunblaðið - 01.09.2017, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 01.09.2017, Qupperneq 84
84 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017 VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þörfin fyrir Tjarnarbíó er meiri en nokkru sinni áður, sem sýnir sig í því að við náum ekki að hýsa allan þann fjölda sýninga sem óskað er eftir að fái hér inni,“ segir Friðrik Friðriks- son, framkvæmdastjóri Tjarnarbíós, um komandi leikár sem hefst í kvöld með frumsýningu á dansverkinu Kæra manneskja eftir Valgerði Rún- arsdóttur. Með henni á sviðinu verða Ragnar Ísleifur Bragason, Snædís Lilja Ingadóttir og Védís Kjartans- dóttir. „Verkið fjallar um hringrás lífsins,“ segir Friðrik og tekur fram að markmið hópsins sé að fá áhorf- endur til að sjá stöðu sína í hringrás lífsins í nýju ljósi. Alls verða þrjú dansverk frum- sýnd á árinu. „Í mars er frumsýnt Crescendo eftir Katrínu Gunnars- dóttur, sem fékk Grímu-verðlaunin sem dansari ársins á liðnu leikári fyrir sólósýninguna Shades of History. Hér leitar hún innblásturs í vinnusöngva, hvernig það að raula og syngja hefur verið notað í gegn- um tíðina til að létta undir líkamlegri vinnu og stilla saman strengi,“ segir Friðrik. Dansarar verða Heba Eir Kjeld, Snædís Lilja Ingadóttir og Védís Kjartansdóttir. „Um miðjan apríl er komið að Vakúm – Poppóperu um lofttæm- ingu eftir Melkorku Sigríði Magnús- dóttur sem einnig semur tónlistina í samstarfi við Árna Rúnar Hlöðvers- son undir merkjum Milkywhale,“ segir Friðrik og tekur fram að í tengslum við þá frumsýningu verði slegið upp nokkurs konar danshátíð í Tjarnarbíói þar sem öll þrjú dans- verk leikársins verða sýnd eina og sömu helgina. Flytjendur í Vakúm eru auk Melkorku þau Auðunn Lúth- ersson, Ásgeir Helgi Magnússon, Elísa Lind Finnbogadóttir og Gunn- ar Ragnarsson. „Melkorka hefur í fyrri sviðsverkum leitast við að varpa nýrri sýn á samband og mögu- leika sönglistar og danslistar. Vak- úm er þar engin undantekning,“ seg- ir Friðrik og tekur fram að vakúm- ryksugur muni leika lykilhlutverk í sýningunni. Langar í meira erlent samstarf „A Thousand Tongues nefnist gestasýning sem sýnd verður í sept- ember. Um er að ræða sambland af tónleikum og leiksýningu úr smiðju bandarísku listakonunnar Samönthu Shay sem rekur hópinn Source Material, en um flutninginn sér danska söng-, leik- og tónlistarkonan Nini Julia Bang. Sýningin var frum- sýnd á Ólympíumóti í leiklist sem haldið var í pólsku borginni Wroclaw fyrr á árinu. Þetta er í annað sinn sem Source Material sýnir í Tjarnar- bíói því hópurinn heimsfrumsýndi óperuna Of Light hér sumarið 2016 við gríðargóðar viðtökur,“ segir Friðrik og tekur fram að mikill fjöldi fyrirspurna berist frá erlendum sviðslistahópum sem óski eftir því að sýna hérlendis. „Okkur langar í meira erlent samstarf, en lúxusvand- inn er að við önnum hreinlega ekki eftirspurninni yfir vetrartímann. Gaman væri hins vegar nýta húsið til frekara sýningarhalds yfir sumar- mánuðina. Við gætum þannig boðið upp á residence-prógramm þar sem erlendir hópar gætu komið hingað, unnið og sýnt afraksturinn.“ Barnaleikrit nær allt leikárið Íó nefnist nýtt barnaleikrit eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur í leik- stjórn Aude Busson sem frumsýnt verður í október. „Verkið fjallar um hrafninn Íó sem leitar ásjár hjá Haf- rúnu, níu ára stelpu, og biður hana að hjálpa sér við að bjarga heim- kynnum sínum í undirheimum. Þetta er þroskasaga um hugrekki, vináttu, missi og leit að jafnvægi milli ljóss og myrkurs,“ segir Friðrik. Hafrúnu leikur Gríma Kristjánsdóttir, en Aldís Davíðsdóttir stjórnar brúðum sem hún hannar í samvinnu við Sigríði Sunnu Reynisdóttur sem einnig hannar leikmynd og búninga. „Frá fyrra leikári snúa aftur í september barnasýningarnar Á eig- in fótum og Tröll en í desember er svo komið að Ævintýrinu um Auga- stein, en svo skemmtilega vill til að bókin um Augastein verður endur- útgefin í október. Í janúar frumsýnir leikhópurinn Lotta Galdrakarlinn í Oz í leikgerð Ármanns Guðmunds- sonar og leikstjórn Ágústu Skúla- dóttur. Við verðum því með barna- sýningar í boði um nær hverja helgi í allan vetur,“ segir Friðrik og tekur fram að ánægjulegt sé að geta hýst fyrstu innisýningu Lottu. Fyrsta innisýning Lottu „Leikhópurinn Lotta hefur getið sér gott orð fyrir útisýningar sínar sl. áratug. Þau hyggjast fara aftur í ræturnar og endurvinna Galdrakarl- inn í Oz sem þau frumsýndu í Elliða- árdalnum sumarið 2008, en að þessu sinni fyrir innisvið,“ segir Friðrik. Höfundar tónlistar eru Ármann, Baldur og Snæbjörn Ragnarssynir og Eggert Hilmarsson. Leikarar eru Anna Bergljót Thorarensen, Baldur, Huld Óskarsdóttir, Rósa Ásgeirs- dóttir og Sigsteinn Sigurbergsson. Ástarsaga úr samtímanum „Við erum stolt af að hýsa stóran hluta af alþjóðlegu sviðslistahátíð- inni Everybody’s Spectacular sem Lókal og Reykjavík Dance Festival standa fyrir í nóvember,“ segir Frið- rik, en nánari upplýsingar um hátíð- ina verða kynntar þegar nær dregur. Síðasta frumsýningin þetta árið er Sol eftir Hilmi Jensson og Tryggva Gunnarsson í leikstjórn þess síðar nefnda í desember. „Leikritið byggja þeir á raunverulegri ást- arsögu úr samtímanum. Þarna er verið að skoða skil og samspil tölvu- heima og raunheima. Er hægt að verða ástfanginn í tölvuheimi? Og er það yfirfæranlegt yfir í raunheima? Er hægt að lifa lífinu í tölvuheimi, en ekki að fullu í raunheimum?“ segir Friðrik og bendir á að Sveinn Ólafur Lárusson, sem kenndur er við Nexus aðstoði við búningahönnun. Sigríður Soffía Níelsdóttir er hreyfihönnuður. Valdimar Jóhannsson hannar leik- mynd, ljós og hljóð í samvinnu við leikstjórann og Hafliða Emil Barða- son. Auk Hilmis leika í verkinu þau Salóme Rannveig Gunnarsdóttir og Kolbeinn Arinbjörnsson. Uppistand með söng Í desember verður þriðja árið í röð boðið upp á jólasýningu spunahóps- ins Svansins. „Þeir kynna spunasýn- inguna með þeim orðum að þetta sé alveg eins og Jólagestir Bó, nema verri söngvarar,“ segir Friðrik kím- inn. Svanurinn var stofnaður fyrir fjórum árum og samanstendur af sjö spunaleikurum úr röðum Improv Ís- land. Þeirra á meðal eru Guðmundur Felixson og Auðunn Lúthersson. „Frá og með janúar verður Kári Viðarsson síðan með tónleika- uppistand að loknum sýningum und- ir yfirskriftinni Frjáls framlög. Hann bauð upp á þetta uppistands- prógramm líka síðasta vetur sem féll í afar góðan jarðveg,“ segir Friðrik. Ljóðrænn kabarett um ástina Leikhópurinn RaTaTam frum- sýnir Ahhh í febrúar í leikstjórn Charlotte Bøving. „RaTaTam, sem valinn var listhópur Reykjavíkur- borgar 2017, vann með skuggahliðar mannlífsins í Suss! á liðnu leikári þar sem heimilisofbeldi var til skoð- unar,“ segir Friðrik og rifjar upp að sýningin hafi verið sýnd á Copen- hagen Stage Festival í sumar sem leið við góðar viðtökur. „Nú hyggst hópurinn fara úr myrkrinu í ljósið og skoða ástina í fyndnum og ljóð- rænum kabarett,“ segir Friðrik, en sýningin verður unnin út frá ljóð- heimi Elísabetar Kristínar Jökuls- dóttur. Meðal leikara eru Halldóra Rut Baldursdóttir, Hildur Magnús- dóttir, Laufey Elíasdóttir og Guð- mundur Ingi Þorvaldsson. Haturshátíð Hans Blæs Hans Blær nefnist nýtt leikrit eft- ir Eirík Örn Norðdahl í leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar sem Óskabörn ógæfunnar frumsýnir í mars. Leikhópinn skipa Sveinn Ólaf- ur Gunnarsson, Sólveig Guðmunds- son, Jörundur Ragnarsson, Birna Rún Eiríksdóttir og Kjartan Darri Kristjánsson. „Óskabörn ógæfunnar setti upp Illsku í Borgarleikhúsinu í fyrra, en þar var um að ræða leik- gerð á samnefndri skáldsögu Eiríks. Að þessu sinni skrifar Eiríkur leik- ritið fyrst og ætlar í framhaldinu að skrifa bók um sama efni. Líkt og í Illsku vinnur leikhópurinn áfram með popúlismann, firringu nú- tímans, nettröll og samfélagsmiðl- ana. Þau lýsa sýningunni sem „tótal hatefest“,“ segir Friðrik og bendir á að titilpersóna verksins sé gjálífis- tröll með egó í hjartastað. Tíst áhorfenda í beinni Bergmálsklefinn nefnist ný ópera sem Alþýðuóperan frumsýnir í sam- starfi við Aequitas Collective í maí. Leikstjórn og textagerð er í höndum Ingunnar Láru Kristjánsdóttur, en höfundur tónlistar er Michael Bette- ridge. Flytjendur eru Rosie Middle- ton, Ísabella Leifsdóttir, Jónína Björt Gunnarsdóttir og Ívar Helga- son. „Bergmálsklefinn fjallar um upplifanir fjögurra einstaklinga af Twitter. Á sviðinu verður skjár með Twitter feed í beinni þar sem áhorf- endur geta tíst beint inn í atburða- rásina,“ segir Friðrik og tekur fram að um áhugaverða tilraun verði að ræða. Karlmenn í nútímanum Them nefnist síðasta frumsýning leikársins sem verður í maí, en hún kemur úr smiðju Spindrift theatre. Þar er um að ræða sviðslistaverk í leikstjórn Önnu Korolainen, sem leikur ásamt Marjo Lahti, Bergdísi Júlíu Jóhannsdóttur, og Tinnu Þor- valds Önnudóttur, en dramatúrg verksins er Minerva Pietilä. „Kon- urnar fjórar leggja upp í rannsókn- arferðalag til að öðlast skilning á því hvað það er að vera karlmaður í nú- tímasamfélagi,“ segir Friðrik og bendir á að handritið byggist á tug- um viðtala sem aðstandendur hafa tekið við karlmenn á Vesturlöndum. Mikil gróska í Tjarnarbíói Þess má að lokum geta að nokkrar sýningar frá fyrra leikári snúa aftur nú á haustmánuðum. Í síðustu viku hófust að nýju sýningar á Í samhengi við stjörnurnar eftir Nick Payne í leikstjórn Árna Kristjánssonar. Í september hefjast sýningar á Fyrir- lestur um eitthvað fallegt, úr smiðju SmartíLab-hópsins og leikstjórn Söru Martí; Sóleyju Rós ræstitækni eftir Maríu Reyndal og Sólveigu Guðmundsdóttur í leikstjórn Maríu og danssýningunni Fubar eftir Sig- ríði Soffíu Níelsdóttur. „Þessar sýningar, auk barnasýn- inganna Á eigin fótum úr smiðju Miðnættis og Lost Watch Theatre í leikstjórn Agnesar Wild, Tröll úr smiðju Handbendis brúðuleikhúss undir stjórn Gretu Clough og Ævin- týrið um Augastein eftir Felix Bergsson í samvinnu við Kolbrúnu Halldórsdóttur og Helgu Arnalds eru allt sýningar sem hafa hætt fyrir fullu húsi og eiga fullt inni,“ segir Friðrik og tekur fram að sérstaklega ánægjulegt sé að geta boðið Grímu- verðlaunasýninguna Sóleyju Rós aft- ur á svið, en sýningin var verðlaunuð fyrir besta leikrit liðins leikárs og Sólveig Guðmundsdóttir var valin leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á titilhlutverkinu. Sól- veig hlaut fyrir sama hlutverk og leik sinn í Illsku einnig Menningar- 0verðlaun DV 2016. „Leikárið verður þannig mjög fjöl- breytt og einkennist af mikilli grósku. Tvö verkanna fjalla um staf- rænt líf andspænis lífi í raunheimum, þ.e. Sol og Bergmálsklefinn. Kynja- hlutverkin eru gegnumgangandi þema í Ahhh, Them, Hans Blæ og Bergmálsklefanum. Barnaleikhúsið og dansinn verða fyrirferðarmikil á leikárinu. Þetta eru þemu og við- fangsefni sem birtast okkur eftir að dagskráin er sett saman.“ „Þörfin meiri en nokkru sinni“  Boðið verður upp á þrjár nýjar danssýningar, óperu og tvö ný barnaleikrit í Tjarnarbíói í vetur  Óskabörn ógæfunnar efna til haturshátíðar meðan RaTaTam skoðar fallegar hliðar ástarinnar Morgunblaðið/Eggert Gróska „Leikárið verður þannig mjög fjölbreytt og einkennist af mikilli grósku,“ segir Friðrik Friðriksson. „Við val á verkefnum hingað í Tjarnarbíó, sem er heim- ili sjálfstæðra sviðslista, horfum við til gæða þeirra. Það snýst um listrænt innihald, bakgrunn og reynslu listamannanna og hversu vel verkefnið er fjármagnað, enda skiptir okkur máli að listamenn fái greitt fyrir vinnu sína,“ segir Friðrik og bendir á að líkt og síðustu ár sé meirihluti verkefna styrktur af menningar- og menntamálaráðuneytinu í gegnum Leiklistarráð. Með Friðriki í stjórn Tjarnarbíós sitja Ása Richardsdóttir, Bergdís Júlía Jóhannsdóttir, Hannes Óli Ágústsson og Sveinn Óskar Ásbjörnsson. „Meðal þess sem við horfum til er hvort nýmæli fel- ist í verkefninu, þ.e. hvort það búi yfir eitthverju sem vanti í leikhúsflór- una,“ segir Friðrik og bendir á að sökum þessa skori frumsköpun ávallt hátt í verkefnavalinu. Alls verða frumsýndar tíu sýningar í Tjarnarbíói á komandi leikári. Um er að ræða danssýningar, óperur, barnasýningar og leikrit, en allar eiga sýningarnar það sammerkt að um nýsköpun er að ræða. Meðal væntanlegra sýninga eru Hans Blær eftir Eirík Örn Norðdahl, Íó eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Sol eftir Hilmi Jensson og Tryggva Gunnarsson og Crescendo eftir Katrínu Gunnarsdóttur. „Hlutverk okkar er að styðja við sjálfstæðar sviðslistir og yfirleitt eru sjálfstæðir sviðslistahópar að fást við viðfangsefni samtímans og þannig með ferskasta sjónarhornið á samfélagið,“ segir Friðrik og bendir á að styrkjakerfið geri það að verkum að erfitt sé að bregðast umsvifalaust við hlutum í samtímanum í sviðsverkum. „Hugmynd sem kviknar núna getur ekki orðið að veruleika fyrr en í fyrsta lagi næsta haust, eigi verkefnið að vera sett upp með styrk frá Leiklistarráði,“ segir Friðrik og bendir á að uppfærslur Sóma þjóðar á MP5 og Könnunarleiðangri til Koi hafi verið til- raun til að skoða hversu hratt leikhúsformið geti brugðist við samfélags- umræðu líðandi stundar, en þær sýningar voru settar upp án styrkja. „Snýst um listrænt innihald“ FRUMSKÖPUN ÁBERANDI Í FRUMSÝNINGUM TJARNARBÍÓS Katrín Gunnarsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.