Morgunblaðið - 01.09.2017, Side 92
FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 244. DAGUR ÁRSINS 2017
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR.
1. Dreifði myndbandi af íbúa
2. Ellen DeGeneres óþekkjanleg
3. Grikkirnir hristu af sér gott …
4. Manns leitað eftir árekstur við …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
„Ljótu hálfvitarnir telja að það sé
aldrei of oft spilað á Græna hattinum
og þeir ættu að vita það, þeir hafa á
að skipa heimspekingi, guðfræðingi
og manni með tvö lyftarapróf,“ segir
í tilkynningu frá hljómsveitinni sem
treður upp á Græna hattinum á Akur-
eyri í kvöld og annað kvöld. Þar
hyggjast þeir keyra upp stórkarlalegt
stuð með hæfilegri blöndu af póet-
ískri angurværð og seiðandi síðsum-
arssveiflu. Húsið verður opnað kl. 21,
en Hálfvitar öskra sitt fyrsta „einn,
tveir og þrír!“ um tíuleytið.
Morgunblaðið/Kristinn
Ljótu hálfvitarnir á
Græna hattinum
Eftir áralanga búsetu erlendis er
Dísa Jakobsdóttir flutt aftur heim og
fagnar útgáfu nýrrar breiðskífu, sem
nefnist Reflections, með tónleikahaldi
í september og október. Helstu yrkis-
efni hennar á plötunni eru ferðalög
hugans, lýsingar á draumum og mynd-
rænum hlutum. Dísa flytur tónlist nýju
plötunnar í bland við eldra efni og
henni til fulltingis eru Þorvaldur Þór
Þorvaldsson á trommur, Hannes
Helgason á hljómborð og Karl James á
fiðlu. Í kvöld leika þau í Frystiklef-
anum, annað kvöld á Hótel Laugarhóli.
Á fimmtudag er komið að Bryggjunni
brugghúsi og 14. september
að Græna hattinum. Hinn
13. október verða þau í
Landnámssetrinu og
26. október er komið
að formlegum
útgáfutónleikum
í Fríkirkjunni í
Reykjavík.
Dísa Jakobsdóttir
fagnar nýrri plötu
Á laugardag Sunnan 8-15 m/s, hvassast austast. Rigning víða um
land, en úrkomulítið N-lands. Dregur úr vætu V-til um kvöldið.
Á sunnudag Suðlæg átt, 8-13 m/s og rigning eða súld á köflum,
en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast NA-til.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fer að draga úr vindi í kvöld. Hlýnar í veðri,
hiti 12 til 22 stig á morgun, hlýjast fyrir austan.
VEÐUR
„Það gerist ekki á hverjum
degi að gríska landsliðið
tapi nokkurra mínútna kafla
með sautján stiga mun í al-
vöruleik. Þar sýndu okkar
menn þann anda sem býr í
liðinu og var svo sýnilegur í
Berlín fyrir tveimur árum,“
segir Kristján Jónsson með-
al annars í umfjöllun Morg-
unblaðsins um fyrsta leik
Íslands á Evrópumóti karla í
körfubolta, gegn Grikklandi
í gær. » 1 og 2
Berlínarandinn er
enn fyrir hendi
Ragnar Sigurðsson mætir til leiks
gegn Finnlandi á morgun í undan-
keppni HM í knattspyrnu í mun betri
leikæfingu en í síðustu leikjum lands-
liðsins. Hann kveðst kunna afar vel
við sig hjá Rubin Kazan í Rússlandi
eftir að hafa snúið aftur til landsins
sem lánsmaður frá Fulham. »4
Ragnar kominn úr
slæmri stöðu í frábæra
KR vann afar þýðingarmikinn sigur á
FH í gærkvöld í frestuðum leik úr 16.
umferð Pepsi-deildar karla í knatt-
spyrnu, 1:0. Tobias Thomsen skoraði
markið mikilvæga um miðjan seinni
hálfleik. KR er nú komið upp fyrir FH í
3. sæti deildarinnar, en þrjú efstu
sætin gefa þátttökurétt í Evrópu-
keppnunum á næsta keppnistímabili.
FH á leik til góða. »2
KR-ingar komnir upp
fyrir FH í Evrópusæti
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
„Þetta er fyrir alla og við viljum
fá sem flesta landsmenn út að
ganga á afmælisárinu okkar.“
Þetta segir Ólöf K. Sívertsen,
verkefnastjóri hjá Ferðafélagi Ís-
lands. Tilefnið er að félagið, sem
er 90 ára í ár, stendur fyrir lýð-
heilsugöngum alla miðvikudaga
núna í septembermánuði víða um
land í tilefni af afmælinu. Fyrsta
gangan verður næsta miðvikudag,
6. september, göngurnar hefjast
klukkan 18 og áætlað er að þær
taki í mesta lagi 90 mínútur.
„Þetta eru engar fjallgöngur,
heldur verður gengið um nær-
umhverfi fólks – um sveitarfélögin
og á áhugaverða staði í grennd
þeirra,“ segir Ólöf.
Hugmyndin kom upp hjá
Ferðafélaginu í fyrra og var síðan
unnið áfram með hana í samstarfi
við deildir félagsins á landsbyggð-
inni og sveitarfélögin.
Viðbrögðin hafa verið góð, nú
hafa rúmlega 40 sveitarfélög alls
staðar á landinu skráð sig til leiks
og enn er hægt að bætast í hóp-
inn. Á mörgum stöðum eru göng-
urnar leiddar af félagsmanni
Ferðafélagsins eða einhvers á
vegum þeirra, í öðrum tilvikum er
það heimamaður eða áhugasamur
göngugarpur.
Vettvangur fjölskyldu og vina
„Við erum í rauninni að búa til
vettvang til að fjölskyldur, vina-
hópar og vinnufélagar geti farið
saman út að ganga í sínu nær-
umhverfi. Markmiðið er að sem
flestir vilji ganga með okkur. Fyr-
ir utan þau góðu áhrif sem ganga
hefur á líkamlega heilsu okkar er
margsannað að hún hefur ekki
síður áhrif á andlegu heilsuna.
Þetta er ódýr heilsubót fyrir lík-
ama og sál,“ segir Ólöf. „Þetta er
líka gott tækifæri fyrir foreldra að
hreyfa sig með börnunum sínum;
því fyrr sem við venjum börnin
okkar við reglubundna hreyfingu
og erum góðar fyrirmyndir að
þessu leyti aukast líkurnar á því
að við séum að ala upp heilbrigða
kynslóð.“
Álfabyggðir og Bakkabræður
Lýðheilsugöngurnar verða
býsna fjölbreyttar. Til dæmis
verður gengið um álfabyggðir í
Kópavogi, í Dalvíkurbyggð verður
farið að fótalaug Bakkabræðra, á
Seltjarnarnesi verður gengið að
stríðsminjum og í Stykkishólmi
verður Berserkjagatan gengin.
Þá er nokkuð um óvissuferðir og
að sögn Ólafar verður það fyrir-
komulag haft í Grindavík að nem-
endur leik- og grunnskólanna taka
þátt í göngunum. Upplýsingar um
göngurnar eru á vefsíðu Ferða-
félags Íslands undir slóðinni
www.fi.is/lydheilsa.
Spurð hvort lýðheilsugöngurnar
eigi sér einhverja fyrirmynd segist
Ólöf ekki vita til þess að sambæri-
legt verkefni hafi verið fram-
kvæmt hér á landi. „Það sem okk-
ur langar fyrst og fremst til að
gera er að halda upp á afmælið
okkar þannig að það snerti sem
flesta landsmenn,“ segir hún.
Þjóðinni boðið í níræðisafmæli
FÍ býður í göngu
alla miðvikudaga í
september
Á göngu Ferðafélag Íslands er 90 ára í ár og lýðheilsugöngurnar eru gengnar í tilefni þess. „Það sem okkur langar
fyrst og fremst til að gera er að halda upp á afmælið okkar þannig að það snerti sem flesta landsmenn,“ segir Ólöf.
Morgunblaðið/Hanna
Verkefnisstjóri Ólöf K. Sívertsen
segir að göngur séu ódýr heilsubót.