Morgunblaðið - 01.09.2017, Síða 92

Morgunblaðið - 01.09.2017, Síða 92
FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 244. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Dreifði myndbandi af íbúa 2. Ellen DeGeneres óþekkjanleg 3. Grikkirnir hristu af sér gott … 4. Manns leitað eftir árekstur við … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  „Ljótu hálfvitarnir telja að það sé aldrei of oft spilað á Græna hattinum og þeir ættu að vita það, þeir hafa á að skipa heimspekingi, guðfræðingi og manni með tvö lyftarapróf,“ segir í tilkynningu frá hljómsveitinni sem treður upp á Græna hattinum á Akur- eyri í kvöld og annað kvöld. Þar hyggjast þeir keyra upp stórkarlalegt stuð með hæfilegri blöndu af póet- ískri angurværð og seiðandi síðsum- arssveiflu. Húsið verður opnað kl. 21, en Hálfvitar öskra sitt fyrsta „einn, tveir og þrír!“ um tíuleytið. Morgunblaðið/Kristinn Ljótu hálfvitarnir á Græna hattinum  Eftir áralanga búsetu erlendis er Dísa Jakobsdóttir flutt aftur heim og fagnar útgáfu nýrrar breiðskífu, sem nefnist Reflections, með tónleikahaldi í september og október. Helstu yrkis- efni hennar á plötunni eru ferðalög hugans, lýsingar á draumum og mynd- rænum hlutum. Dísa flytur tónlist nýju plötunnar í bland við eldra efni og henni til fulltingis eru Þorvaldur Þór Þorvaldsson á trommur, Hannes Helgason á hljómborð og Karl James á fiðlu. Í kvöld leika þau í Frystiklef- anum, annað kvöld á Hótel Laugarhóli. Á fimmtudag er komið að Bryggjunni brugghúsi og 14. september að Græna hattinum. Hinn 13. október verða þau í Landnámssetrinu og 26. október er komið að formlegum útgáfutónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík. Dísa Jakobsdóttir fagnar nýrri plötu Á laugardag Sunnan 8-15 m/s, hvassast austast. Rigning víða um land, en úrkomulítið N-lands. Dregur úr vætu V-til um kvöldið. Á sunnudag Suðlæg átt, 8-13 m/s og rigning eða súld á köflum, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast NA-til. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fer að draga úr vindi í kvöld. Hlýnar í veðri, hiti 12 til 22 stig á morgun, hlýjast fyrir austan. VEÐUR „Það gerist ekki á hverjum degi að gríska landsliðið tapi nokkurra mínútna kafla með sautján stiga mun í al- vöruleik. Þar sýndu okkar menn þann anda sem býr í liðinu og var svo sýnilegur í Berlín fyrir tveimur árum,“ segir Kristján Jónsson með- al annars í umfjöllun Morg- unblaðsins um fyrsta leik Íslands á Evrópumóti karla í körfubolta, gegn Grikklandi í gær. » 1 og 2 Berlínarandinn er enn fyrir hendi Ragnar Sigurðsson mætir til leiks gegn Finnlandi á morgun í undan- keppni HM í knattspyrnu í mun betri leikæfingu en í síðustu leikjum lands- liðsins. Hann kveðst kunna afar vel við sig hjá Rubin Kazan í Rússlandi eftir að hafa snúið aftur til landsins sem lánsmaður frá Fulham. »4 Ragnar kominn úr slæmri stöðu í frábæra KR vann afar þýðingarmikinn sigur á FH í gærkvöld í frestuðum leik úr 16. umferð Pepsi-deildar karla í knatt- spyrnu, 1:0. Tobias Thomsen skoraði markið mikilvæga um miðjan seinni hálfleik. KR er nú komið upp fyrir FH í 3. sæti deildarinnar, en þrjú efstu sætin gefa þátttökurétt í Evrópu- keppnunum á næsta keppnistímabili. FH á leik til góða. »2 KR-ingar komnir upp fyrir FH í Evrópusæti ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Þetta er fyrir alla og við viljum fá sem flesta landsmenn út að ganga á afmælisárinu okkar.“ Þetta segir Ólöf K. Sívertsen, verkefnastjóri hjá Ferðafélagi Ís- lands. Tilefnið er að félagið, sem er 90 ára í ár, stendur fyrir lýð- heilsugöngum alla miðvikudaga núna í septembermánuði víða um land í tilefni af afmælinu. Fyrsta gangan verður næsta miðvikudag, 6. september, göngurnar hefjast klukkan 18 og áætlað er að þær taki í mesta lagi 90 mínútur. „Þetta eru engar fjallgöngur, heldur verður gengið um nær- umhverfi fólks – um sveitarfélögin og á áhugaverða staði í grennd þeirra,“ segir Ólöf. Hugmyndin kom upp hjá Ferðafélaginu í fyrra og var síðan unnið áfram með hana í samstarfi við deildir félagsins á landsbyggð- inni og sveitarfélögin. Viðbrögðin hafa verið góð, nú hafa rúmlega 40 sveitarfélög alls staðar á landinu skráð sig til leiks og enn er hægt að bætast í hóp- inn. Á mörgum stöðum eru göng- urnar leiddar af félagsmanni Ferðafélagsins eða einhvers á vegum þeirra, í öðrum tilvikum er það heimamaður eða áhugasamur göngugarpur. Vettvangur fjölskyldu og vina „Við erum í rauninni að búa til vettvang til að fjölskyldur, vina- hópar og vinnufélagar geti farið saman út að ganga í sínu nær- umhverfi. Markmiðið er að sem flestir vilji ganga með okkur. Fyr- ir utan þau góðu áhrif sem ganga hefur á líkamlega heilsu okkar er margsannað að hún hefur ekki síður áhrif á andlegu heilsuna. Þetta er ódýr heilsubót fyrir lík- ama og sál,“ segir Ólöf. „Þetta er líka gott tækifæri fyrir foreldra að hreyfa sig með börnunum sínum; því fyrr sem við venjum börnin okkar við reglubundna hreyfingu og erum góðar fyrirmyndir að þessu leyti aukast líkurnar á því að við séum að ala upp heilbrigða kynslóð.“ Álfabyggðir og Bakkabræður Lýðheilsugöngurnar verða býsna fjölbreyttar. Til dæmis verður gengið um álfabyggðir í Kópavogi, í Dalvíkurbyggð verður farið að fótalaug Bakkabræðra, á Seltjarnarnesi verður gengið að stríðsminjum og í Stykkishólmi verður Berserkjagatan gengin. Þá er nokkuð um óvissuferðir og að sögn Ólafar verður það fyrir- komulag haft í Grindavík að nem- endur leik- og grunnskólanna taka þátt í göngunum. Upplýsingar um göngurnar eru á vefsíðu Ferða- félags Íslands undir slóðinni www.fi.is/lydheilsa. Spurð hvort lýðheilsugöngurnar eigi sér einhverja fyrirmynd segist Ólöf ekki vita til þess að sambæri- legt verkefni hafi verið fram- kvæmt hér á landi. „Það sem okk- ur langar fyrst og fremst til að gera er að halda upp á afmælið okkar þannig að það snerti sem flesta landsmenn,“ segir hún. Þjóðinni boðið í níræðisafmæli  FÍ býður í göngu alla miðvikudaga í september Á göngu Ferðafélag Íslands er 90 ára í ár og lýðheilsugöngurnar eru gengnar í tilefni þess. „Það sem okkur langar fyrst og fremst til að gera er að halda upp á afmælið okkar þannig að það snerti sem flesta landsmenn,“ segir Ólöf. Morgunblaðið/Hanna Verkefnisstjóri Ólöf K. Sívertsen segir að göngur séu ódýr heilsubót.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.